Þjóðviljinn - 26.05.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1981, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 26. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 —................ i Fóstureyðingalöggjöfin á Ítalíu: | Meirihluti hafnaði I Þrátt fyrir bannsöng páfans og hægri aflanna -----------1 breytingum Á italfu hefur verið hart deilt að undanförnu um fóstureyðingar- löggjöfina sem veriðhefur i gildi i um það bil 3 ár. Siöast liðinn sunnudag fór fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um óbreytt lög, rýmkun eða þrengingu auk nokk- urra fleiri mála sem varða al- menning. Niðurstaðan varð sú að mikili meiri hluti kjósenda kaus óbreytt ástand og er ekki að efa að konur á ítaliu hafa varpað öndinni léttar eftir þau úrslit, þvi þær óttuðust mjög að hatramm- ur áróður kirkjunnar og hægri flokkanna, ásamt deilum innan kvennahreyfingarinnar, myndi leiöa til afturhvarfs. Núgildandi lög á Italiu hafa verið kirkjunni þyrnir i augum, enda þótt þau gefi læknum kost á að neita að framkvæma fóstur- eyðingu af samviskuástæðum. Áður en lögunum var breytt var mjög mikið um ólöglegar fóstur- eyðingar, konur i nánast hverju þorpi þekktu einhvern kuklara sem bjargaði málum þegar allt var komið i óefni, oft með alvar- legum afleiðingum. Á kvennaárinu 1975 var farin mikil kröfuganga i Róm, ein hin stærsta sem þar hafði sést, til að krefjast frjálsra fóstureyðinga. Konur frá S-ltaliu gengu undir spjöldum þar sem á stóð: Við neitum að leggja lif okkar oftar i hendur skottulækna. Margar áf frægustu leikkonum Italiugengu i broddi fylkingar og með þessari göngu þótti sýnt að konur myndu ekki láta hér staðar numið. Eftir harða baráttu samþykkti þingið nýja löggjöf, en samkvæmt heim- ildum frá Italfu er langt i frá að hún hafi bætt úr ástandinu, þar sem mjög margir læknar og ann- að starfsfólk hafa neitað að fram- kvæma aðgerðina (um 70%). Kirkjan rekur fjölda sjúkrahúsa og læknarnir eiga á hættu að vera reknir, brjótiþeir gegn boðum og bönnum kirkjunnar um hið heil- aga llf. Þrátt fyrir lögin er tal- ið að ólöglegarfóstureyðingar séu þrisvar sinnum fleiri en löglegar. t lögunum var ákvæði um end- urskoðun innan fárra ára og sú stund rann upp sl. sunnudag. Þjóðaratkvæðagreiðslan kom til með þeim hætti að samtök gegn frjálsum fóstureyðingum söfnuðu undirskriftum með tillögu um að þrengja lögin, en Róttæki flokk- urinn safnaði á mótistuðningi við tillögu um enn frekari rýmkun. Kvennahreyfingin á Italiu er margklofin, eftir flokkum og ýmsum linum og meðal þeirra náðist ekki eining um stefnu i fóstureyðingamálinu. En hvers vegna verða lög um fóstureyðing- ar sh'kt hitamál? Eflaust minnast margir þess að breyting á is- lensku löggjöfinni kostaði mikil blaðaskrif og deilur, en þegar komið er til kaþólskra landa harðnar heldur betur á dalnum. Kaþólska kirkjan bannar getnaðarvarnir og þess vegna verða margar ótimabærar og óæskilegar þunganir sem skottu- læknar hafaárum og öldum sam- an séð um að eyða. Sömu sögu er að segja frá flest- um kaþólskum londum, svo sem Spáni þar sem ólöglegar fóstur- eyðingar eru miklar og konur eiga i harðri baráttu við yfirvöld. Þó hafa þær fréttir borist frá ír- landi að getnaðarvarnir hafi ver- ið leyfðar, enda orðið erfitt að koma i' veg fyrir innflutning þeirra. Um árabil var stúdenta- skrifstofan i' Dublin einn aðal- dreifingaraðili getnaðarvarna, þvi einhver ráð varð að finna. Jóhannes Páll páfi hefur hvað eftir annað fordæmt fóstur- eyðingarog beitt sér i þágu „Lifs- hreyfingarinnar”. Hann sagði sunnudaginn áður en hann varð fyrirskotarásinni: „Kiikjan litur á sérhver lög er heimila fóstur- eyðingu sem alvarlegt brot gegn grundvallarréttindum mannsins og sem brot á hinu heilaga boð- orði. Þú skalt ekki mann deyða”. Þrátt fyrir slik orð greiddi um 68% kjósenda atkvæði gegn af- námi laganna og 32% með, en 89% voru á mótitillögu um rýmk- un laganna. Rýmkunarákvæðin gerðu ráð fyrir þvi að konur eldri en 18 ára gætu fengið fóstureyð- ingu á sjúkrahúsum rikisins inn- an 90 daga frá þungun, án sam- þykkis foreldra, og einnig eftir 90 daga ef nauðsyn krefðist. Fyrirfram var talin nokkur hætta á breytingum, enda þótt skoðanakannanir sýndu að meiri- hlutinn vildi óbreytt ástand. Sósialistaflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn hvöttu kjósendur sina til að hafna breyt- ingum og formaður Sósialista- flokksins hótaði stjórnarslitum ynnu ándstæðingar fóstureyð- inga. Eftir árásina á páfa var tal- ið ómögulegt að reikna út hver úrslitin yrðu, en þau urðu svo sem áður segir: óbreytt ástand. Auk fóstureyðinga voru þrjár aðrar tillögur lagðar undir þjóð- ardóm. Sú fyrsta var á þá leið að dauðarefsingar yrðu afnumdar, en I stað þess tekin upp 28 ára há- marksrefsing. önnur fjallaði um afnám laga sem heimila lögregl- unni aðhalda mönnum i f angelsi i tvo daga án þess að koma fyrir rétt og að lögreglunni yrði ekki lengur leyft að handtaka fólk gruni hún það um að ætla að fremja skemmdarverk. Þriðja tillagan var þess efnis að Itölum yrði bannað að ganga með skotvopn utan heimila sinna, með eða án leyfis lögreglunnar. Sam- kvæmtfréttum eiga Italir i fórum sinum um 5 miljónir af skamm- byssum takk! öllum þessum til- lögum var hafnað. Byggtá Information og Dagens Nyheter — ká ítalskar nunnur mæta á kjörstað til að greiða atkvæði um fóstureyðingalöggjöfina. Vart þarf að leiða getum að skoðun þeirra, enda páfinn búinn að gefa linuna. Aðalfundur Rithöfundasambandsins: Samningamál efst á baugi Aðalfundur Rithöfundasam- bands íslands var haldinn i april s.l. og lauk þar með 7. starfsári þess eftir sameiningu rithöfunda- félaganna tveggja i ein sam- eiginleg hagsmunasamtök árið 1974. Félagar eru nú 217 talsins. Á fundinum voru kjörnir tveir menn i aðalstjórn, þau úlfur Hjörvar og Asa Sólveig og vara- maður Anton Helgi Jónsson. Fyrir i stjórn eru: Njörður P. Njarðvik formaður, Þorvarður Helgason varaformaður, Pétur Gunnarsson og Guðmundur Steinsson. Fulltrúi Rithöfundasambands- ins i stjórn Bandalags Islenskra listamanna er Þórarinn Eldjárn. Menntamálaráðherra hefur skipaðnýja stjórn Launasjóðs rit- höfunda til þriggja ára sam- kvæmt tilnefningu stjórnar Rit- höfundasambandsins. Stjórnina skipa: Guðrún Bjartmarsdóttir, Heimir Pálsson, Reykjavik, og Tryggvi Gislason, Akureyri. Bókavarðan hefur sent frá sér áttundu bóksöluskrá sina, og hef- ur hún að geyma tæplega 1500 titla islenskra bóka eða verka sem varða tsland eða islensk málefni. Helstu efnisflokkar skrárinnar eru: tslensk fræði, þjóðlegur fróðleikur og héraðasaga, saga lands og heims, ævisögur ís- lendinga og erlendra manna, skáldsögur og smásögur, ljóð, sálmar og rimur, leikrit, rit- gerðasöfn, náttúrufræði og land- lýsingar en auk þess er að finna i skránni allmargar bækur eftir is- lenska höfunda, sem gefnar hafa Samningar aðalverk- efnið Helstu verkefni sambandsins á liðnu starfsári eru samningamál- in. Nýr samningur hefur verið gerður við Þjóðleikhús. Samn- ingar standa yfir við Félag islenskra bókaútgefenda um út- gáfusamning fyrir þýðingar og einnig er verið að semja við Rikisútvarpið. Samningum við Námsgagnastofnun hefur verið sagt upp og ganga þeir úr gildi 1. júli. Þá standa einnig yfir samn- ingar við MíFA-tónbönd, Akur- eyri, um afnot höfundarréttar við útgáfu tónbanda (hljóðbóka). Langar og miklar samninga- viðræður hafa átt sér stað við menntamálaráðuneyti og fjár- málaráðuneýti um greiðslur fyrir ólöglega fjölföldun i skólum og er árangurs að vænta i náinni fram- tið. Þá hefur stjórn Rithöfunda- sambandsins tekið þátt i samn- ingu nýs frumvarps til laga um verið út erlendis eða á öðrum tungumálum. Stærsti flokkur bóksöluskrár- innarer kveðskapur eftir islenska höfunda, tæplega 300 titlar. Skáldsögur og smásögur is- lenskra höfunda eru tæplega 200 titlar og eru langflestar þeirra seldar á 20—65 krónur en i skránni eru lika margar eldri bækur sem eru fágætar og dýrar. Bókvarðan gefur reglulega út verðskrár um islenskar eldri bækur og geta þeir sem óska að fá hana senda skrifað eða hringt til verslunarinnar, sem er til húsa að Skölavörðustig 20 i Reykjavik. Njörður P. Njarðvik, formaður Rithöfundasambandsins gjaldtekju af auðum hljdm- böndum ásamt STEFi og Sambandi flytjenda og hljóm- plötuframleiðenda. „Bókasafnspening- arnir” A fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar var kosin nefnd til að gera tillögur um endurskoðun laga og reglugerðar um Rithöfundasjóð islands. Sjóðurinn starfar eftir lögum um almenningsbókasöfn frá 1976 og er hann framlag rikisins til höfunda fyrir afnot af bókum þeirra i almenningsbókasöfnum, almennt kallað „bókasafnspen- ingarnir”. Formaður sagði á aðalfundi að hann teldi það óvið- unandi ástand að hvorki skuli greitt fyrir bókaeign i rann- sóknarbókasöfnum né skólabóka- söfnum og ennfremur þyrfti að tryggja þýðendum sómasamlega þóknun fyrir afnot verka þeirra i bókasöfnum. Brýn nauðsyn væri á sérstakri lagasetningu fyrir sjóðinn. Skáldin út i skólana Höfundamiðstöð Rithöfunda- sambandsins hefur starfað við þröngan fjárhag þrátt fyrir nokkra viðleitni rikisvaldsins til fjárstuðnings (18 þúsund krónur i ár). Reykjavikurborg hefur staðið skilvislega við munnlegt samkomulag um að stuðla að skáldakynningum i skólum borgarinnar og getur nú hver skóli sem þess óskar fengið i heimsókn tvö höfunda á vetri. Bókavarðan: 1500 titlar í nýrri bókaskrá UTBOÐ óskast i gatnagerð i hluta af Nýbýlavegi i Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings i Félagsheimilinu að Fannborg 2 frá og með þriðjudeginum 26. mai n.k. gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila i lokuðu umslagi á sama stað,og verða þau opnuð kl. 14.15, 9. júni 1981 að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingurinn í Kópavogi. Tilboð Dregið hefur verið i happdrætti Foreldra- og kennarafélags Öskjuhlíðarskóla 15. mai 1981 Pessi númer hlutu vinning: 1. Sony hljómflutningstæki 7621 2. Sony hljómflutningstæki 9950 3. Hjóí frá Fálkanum 3089 4. Hjól frá Fálkanum 6879 5. Hjól frá Fálkanum 7200 6. Hjól frá Fálkanum 1059 7. Hjól frá Fálkanum 15287 8. Hjól frá Fálkanum. 15281 9. Hjól frá Fálkanum 4277 10. Hjól frá Fálkanum 13909 11. Hjól frá Fálkanum 13083 12. Hjól frá Fálkanum 12813 Vinninga má vitja i simum: 75807 (Fanney) 15999 (Maria) Happdrættisnefndin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.