Þjóðviljinn - 26.05.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 26. mal 1981
UOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
l'tgefandi: Utgáluíélag Þjóðviljans.
Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
líitsljórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan
Úiafssori.
Auglysiiigastjóri: Þorgeir Oiatsson.
t'msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Eriðriksson.
Algreiðslustjóri: Valþor Hlóðversson
Blaðamenn: Allheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdotlir, Magnus H. Gislason. Sigurdór Sigurdórs-
son.
iþróttalréttamaöur: Ingoliur Hannesson
Úllit og liönnun: Guöjon Sveinbjörnssoii. Sævar Guðbjörnsson.
I.jósnivndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
llandrita- og prófarkalestur: Anrirea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir
Skrifstofa: Guörun Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla : olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Baröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6,
Keykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprenl hf..
„Eina nótt í maí”
• í gær fóru fram þinglausnir á Alþingi.
Ohætt mun að f ullyrða að nú að þingi loknu standi ríkis-
stjórnin bæði sterkari og samhentari en nokkru sinni
fyrr.
• l hverju málinu á fætur öðru hefur stjórnarandstað
an farið hinar mestu hrakfarir.
• Það er einkar athyglisvert sem fram kom hjá
Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra í sjónvarpsþætti
á föstudagskvöldið að á þessu þingi hefur ríkisstjórnin
fengiðafgreidd95 mál af liðlega hundrað, sem hún lagði
fyrir þingið. — Þettasýnir styrk og samheldni stuðnings-
manna st jórnarinnar á þingi, ekki síst þegar til þess er
litið með hversu tæpan þingmeirihluta stjórnin lagði úr
vör á sínum tíma.
• Við afgreiðslu flestra helstu þingmála nú í vetur
hef ur ríkisstjórnin ráðiðferðinni, þrátt fyrir tæpan þing-
meirihluta og gengið síst ver að þoka sínum stefnumál-
um fram heldur en mörgum þeim fyrri ríkisstjórnum,
sem meiri þingstyrk töldust hafa að baki.
• En það að st jórna vel f elst ekki í því að skipa málum
einhliða og af valdhroka, heldur í hinu að kunna að
semja þegar við á og sýna hvort tveggja í senn stefnu-
festu og þann sveigjanleika sem óhjákvæmilegur er i
öllu samstarfi.
• I janúar i vetur spáði fyrrverandi formaður Alþýðu-
flokksins, Benedikt Gröndal, því að hér yrði mynduð ný
ríkisstjórn „lýðræðisf lokkanna", — „eina nótt í maí".
• Nú er maímánuður brátt á enda runninn, og ekki ból-
ar á þeirri nýju ríkisstjórn, sem spámaðurinn Gröndal
boðaði öllum landslýð.
• Með hverjum mánuði sem líður vaxa líkur á því að
núverandi ríkisstjórn sitji til loka kjörtímabilsins. — En
það er hjá stjórnarandstöðunni sem allt er í upplausn.
Hver skoðanakönnunin á fætur annarri bendir til þess,
aðfylgi Alþýðuf lokksins sé nú um eða innan við helming
af því sem f lokkurinn fékk í kosningum fyrir þremur ár-
um. Halda menn að slíkar vfsbendingar bæti ástandið i
flokknum eða tiltrú manna á f lokksbroddunum?!!
• Og flokkseigendafélagið í Sjálfstæðisflokknum
kemst ekki yf ir önnur verkef ni en þau að grafa sína eig-
in pólitísku gröf. Við það er stritað daginn út og inn, þótt
sól hækki á lofti.
• Sfðasta meistaraverkið við þessa grafasmíð var
unnið nú fyrir helgina, þegar ráðamenn flokkseigenda-
félagsins tilkynntu Albert Guðmundssyni að nærveru
hans á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins væri ekki
óskað! Og Geir Hallgrímsson var eins og saklaus skóla-
drengur í sjónvarpinu á föstudagskvöld, þegar hann
reyndi að útskýra nauðsyn þess að halda hinum „ó-
hreinu" börnum flokksins frá fundum innsta hrings
Sjálfstæðismanna.
• í Sjálfstæðisflokknum eru áreiðanlega margir sem
hafa hug á að bera klæði á vopn stríðandi fylkinga, — en
nærveru þeirra er ekki óskað þegar stríðsmenn flokks-
eigendafélagsins hvetja branda sína fyrir nýjan Val-
hallarbardaga.
• Morgunblaðið segir í Reykjavíkurbréf i á sunnudag-
inn var að Gunnar Thoroddsen sé að einangrast! —
Merkileg einangrun það. Eða hvað mætti þá segja um
formann Sjálfstæðisflokksins, sjálfan Geir Hallgríms-
son, sem aðeins fær nú stuðning eins af hverjum fimm
liðsmönnum Sjálfstæðisflokksins samkvæmt skoðana-
könnun Dagblaðsins fyrir skömmu, — og reyndist þar
ekki hálfdrættingur á við Gunnar. Engin einangrun þar
segir Morgunblaðið!!
• í síðustu viku hófu stjórnarandstæðingar mikið upp-
hlaup á Alþingi út af virkjanafrumvarpi ríkisstjórnar-
innarog virtust í ofsa sínum og ofurkappi reiðubúnir til
þess að bregða fæti fyrir aðkallandi starf að undirbún-
ingi nýrra virkjana. — En allt fór á sömu leið og jafnan
áður. Vopnin snerust í höndum þeirra og þeir stóðu upp
með skömmina eina. Það er rétt sem Gunnar Thorodd-
sen, forsætisráðherra sagði í sjónvarpsþættinum á
föstudag, að með því virkjanafrumvarpi sem nú hefur
verið samþykkt er færst meira í fang en nokkru sinni
fyrr í orkumálum okkar.
• Framundan er það mikla verkefni að byggja upp
arðvænleg íslensk fyrirfæki er nýti þá miklu orku er hér
verður f boði innan fárra ára.
k.
jdjppf
Skothríð
á Hjörleif
1 skrifum ýmislegum og
ræBuhöldum fer töluvert fyrir
þvi, að menn telji sig hafa efni
og ástæBur til aB veitast aB
Hjörleifi Guttormssyni fyrir
framgöngu hans i virkjunar-
málum. Með allskonar stilblóm-
um og einatt aulafyndni er talað
um þaB, að ráBherrann sé alltaf
að skoða og rannsaka og athuga
og fylli öll fáanleg húsakynni
með nefndum og allar sjáan-
legar hillur með skjölum.
Það eru einkum kratar sem
hátt hafa i þessum málum og
segjast vera galvaskir i að
negla allt niður I virkjunarmál-
um án tafar. Sumpart stafar
þessi fyrirgangur af þeim sér-
stæðu aðstæðum, eins og
Helgarpósturinn minnti á fyrir
skemmstu, að sá flokkur er svo
merkilega heppinn að vera
þingmannslaus i þeim kjör-
dæmum tveim þar sem mest er
deilt um timasetningu virkj-
unarframkvæmda — á Norður-
landi vestra og á Austurlandi.
Af þessum sökum er Alþýðu-
flokkurinn einmitt i þessu máli
tiltölulega laus við að þurfa að
sætta þau héraðasjónarmið,
sem að jafnaði eru sterk i öllum
flokkum, þegar komið er að
meiriháttar fjárfestingum.
Öðru vísi mér
áður brá
En þetta er bara einn angi
málsins. Eins og fyrri daginn er
Tillögu Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks um
stóriðjumál vísað til ríkisstjórnar:
Kommúnisti ræður
íerðinni í orkumálu^
Orkumálin:
Gunnar í Bjarn'
sem skipaði nf'
þessi mál
Alþingi taj?
af skarið ^
Fjöldatakmarkanii
i
þess, að vatnsorka væri svo
ómerkilegur og óþægilegur
kostur á atómöld að gripa yrði
hvert tækifæri til að koma henni
i lóg.
Af þeirri sögu hafa menn
reynst nokkuð tregir tíl að
draga ályktanir, ekki sist
kratar.
Stúdentajjöldi og
menntastefna
Vendum okkar kvæði í kross.
f Morgunblaðinu á föstudag-
inn skrifar ungur Vökupiltur
grein um Fjöldatakmarkanir i
háskdlanum, en tilefnið er það,
að háskólaráð hefur samþykkt
aö takmarka fjölda nemenda,
sem fá að halda áfram á öðru
námsári i læknadeild og tann-
L
það lýðskrum, sem fæst með
minnstri fyrirhöfn, það sem
ræður ferðinni i málflutningum.
Það er ekki langt siðan að þeir
nýkratar, sem Alþýðufldckinn
móta öðru fremur, voru rétt að
springa af vandlætingu yfir þvi,
að í framkvæmdum við Kröflu
hefðu menn þjösnast áfram af
fyrirhyggjuleysi, ekki skoðað
málin nógu vel, ekki rannsakað,
ekki samræmt, Sólnes heföi sest
ofan á alla aðila með dugnaði og
frekju og: sjá nú hve illan enda.
Og þeir voru mikið hneykslaðir,
Vilmundur og Kjartan og fleiri.
Sama lið, sem áður formælti
fljótræði, fúlsar nú við rann-
sóknum. Það lið sem kvartaði
yfir valdhroka þykist nú geta
hæðst að samráði við alla aðila
sem málinvarða. Þeir sem sáu
langan spillingarskugga frá
Mitshubitsi (eða hét sá japanski
risi ekki svo?) inn á Kröfluskrif-
stofur ogútum pólitikina, átelja
nú þann ráðherra og þá menn,
sem finnst það hreint ekkert
snjailtað efna til skyndiuppboðs
á islenskri orku!
Margir hafa nagað sig i
handarbök út af langtimasamn-
ingum um raforkuverð við
Alusuisse. En muna menn ekki,
að þegar þeir samningar voru á
döfinni, geistust menn um alla
hægripressuna veifandi sér-
þekkingu i hagfræði, viðskipta-
fræði og öðrum greinum, og
heimtuðu að samið yrði i græn-
um hvelli — með tilvisun til
læknadeild. Háskólaráð visar til
þess, að aðstæður skorti til að
veita nema takmörkuðum
fjölda stúdenta kennslu.
Greinarhöfundur viðurkennir
þetta sjónarmið að nokkru —
hann veitað Háskólinn á i gllmu
við fjárveitingavald, sem setur
umsvifum skólans ýmsar
skorður. En aðaláherslur
ádrepunnar vill hann færa yfirá
einhverja kommúniska „skipu-
lagshyggju” sem hann telur
birtast í samþykkt háskóiaráös.
Hann segir:
„Frelsisskerðing sem þessi
ætti að vekja frjálsa menn til
umhugsunar um það hvort
menntastefnan i þessu landi sé
nú að fara inn á sömu braut og i
rikjum Austur-Evrópu. Þar er
mönnum einmitt skipað á bása
samkvæmt áætlunum og fyrir-
framákveðnum kvóta. Þar er
frelsi einstaklinganna algerlega
fyrir borð borið”.
Gömul tiðindi
Þessi uppsetning málsins er
bull eintómt. Fjöldatakmark-
anir i námi, hvort sem er há-
skólanám eða eitthvert starfs-
nám annað eru ekki uppfinning
skipulagshyggju, né heldur
Austur-Evrópumanna, heldur
margskonar „frjálsra” manna,
sem bundist hafa samtökum um
að vernda sérhagsmuni starf-
stéttarinnar. Sú aðferö nær
langt aftur i aldir, að læknar,
steinsmiðir, málarar já og
margir margir aðrir slái ein-
hverskonar vegg utan um eftir-
sótta eða arðvænlega starfs-
grein. Loki aðgangi að henni,
eeri hana háða samningi við þá
sem fyrir eru. Af þessari hefð er
m.a. Frimúrarareglan sprottin!
Lokfok og læsa
Ýmsar aðstæður hafa dregið ■
margar tennur úr þessu kerfi. i
Velmegun, þensla i heilbrigðis- I
kerfi og menntakerfi, vöxtur |
félagslegrar og sálfræðilegrar .
þjónustu, stórauknar húsbygg-
ingar og tæknivæðing — allt
hefur leitt til þess, aö aukin
eftirspurn, auknir starfsmögu-
leikarfundust fyrir margskonar
sérmenntað vinnuafl, iðnaðar-
menn sem háskólaborgara. En
þegar þensluskeiði er lokið, þá
sýnast þeirsem sloppnir eru inn
fyrirdyrnarhjá einhverjum hóp
með vernduð starfsréttindi vilja
verða ansi fljótir að loka á eftir
sér, skella dyrum, hleypa ekki
fleirum inn. Það kemur i reynd
litið málinu við, hvort þeir sem
hlut eiga að máli eru vinstri-
sinnar eða alfrjálsir nýfrjáls-
hyggjumenn; hneigðir flestra
eru i þessa átt, og virðast allir
geta fundið sér réttlætingu i sin-
um kokkabrikum. Og það eru
ekki aðeins tannlæknar sem
leynt og ljóst eru fegnir þvi, að
geta takmarkað liðsauka með
þvi að segja: þvi miður, það eru
ekki fleiri strilará deildinni! Um
daginn heyrðum við sögu af fjöl-
brautaskóla, þar sem stofnu?
var hárgreiðslubraut. Ekki var
hún fyrr komin á laggimar en
unglingarnir sem i henni voru
kröfðust þess að henni yrði
lokað aftur, engir nýir teknir
inn:
I
Frelsi og starf
Það er gott að stúdentar skuli I
beita sér fyrir jafnrétti til náms I
og frelsi i námsvali. En það er I
eins gott að þeir átti sig á þvi
strax, að það er ekki hægt að
gera tvennt i senn: reka náms-
brautir án fjöldatakmarkana og
tryggja öllum starf eftir
menntun og tekjur eftir þeim
samanburðarskölum sem menn
hafa búið sér til. Ekki enn
a.m.k. Það er að visu hægt að
búa sér til ákveðna kenningu un
lausn á þessum málum — en til
að nálgast hana pinulitið þyrfti
að haga málum svo, að enginn
lærði til að græða á þvi! Og þaö
var vist áreiðanlega ekki það
sem Vökupiltur átti við þegar
hann barðist gegn fjöldatak-
mörkunum i læknadeildum i
Mogganum sinum. — áb
•9 skorið