Þjóðviljinn - 27.05.1981, Síða 3
Miövikudagur 27. mai, 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Dalla Þóröardóttir gu&fræöingur.
Kona vígð
til prests
Sunnudaginn 31. mai næstkom-
andi veröur önnur konan vigö til
prestsstarfa á tslandi. Er það
Dalla Þóröardóttir, en hún er
dóttir Auöar Eir Vilhjálmsdóttur
sem gegnir prestsembætti i
Kirkjuhvols prestakalli, Auður
mun veröa einn af vigsluvottum
Döllu.
Dalla er fædd 1958 og er þvi að-
eins 23 ára gömul. Hún þarf að fá
undanþágu frá aldursákvæðum
til þess að taka vigslu, en reglan
er sú að prestar mega ekki vera
yngri en 25 ára. Dalla útskrifast
úr guðfræðideild föstudaginn 29.
mai og eftir vigsluna tekur hún
við prestsembætti á Bildudal.
Úr guðfræðideild Háskóla Is-
lands hafa 7 konur útskrifast sem
guðfræðingar og aðeins ein á und-
an Döllu tekið vigslu. I guðfræði-
deildinni i vetur hafa þær stúlkur
sem námið stunda m.a. staðið
fyrir umræðutimum um kvenna-
guðfræði sem á ensku útleggst
„feminist theology”. Kvennaguð-
fræðih gengur út á það að útskýra
að konur geti gegnt prestsstörfum
alveg til jafns á við karlmenn og
leitast við að túlka bibliuna út frá
„kvenlegu” sjónarmiði.
1 lúterskum löndum þykir það
ekkert tiltökumál lengur að vigja
konur til prests, en i kaþólskum
löndum þekkist það aftur á móti
ekki. — eg
Þjóðleikhúsið:
Neme ndasýning
Listdansskólans
1 kvöld miðvikudaginn 27. mai
og á morgun, uppstigningardag
verður árleg nemendasýning
Listdansskóla Þjóðleikhússins.
Sýningin i kvöld hefst kl. 20 en á
morgun kl. 15 og er hægt að kaupa
miða á barnaverði á þá sýningu.
1 skólanum eru nú yfir sextiu
nemendur og koma þeir allir
fram i sýningunni. Ingibjörg
Björnsdóttir, skólastjóri List-
dansskólans hefur samiö dansana
við tónlist eftir Strauss, Mahler
og Praetorius. Ingibjörg stjórnar
sýningunni.
Ólafur Davíðsson, Þjóðhagsstofnun, um hækkun á Bandaríkjamarkaði: j
Samsvarar 5% hækkun i
á öllum
! f reöfiski
og 1,5% hækkun á öllum utflutningi
í gær var frá þvl greint hér I
Þjó&viljanum aö um si&ustu
helgi hafi veröiö á helstu þorsk-
flakapakkningum okkar á
Bandarikjam arkaöi (5x10
punda pakkningum) hækkaö um
12,76%. Hækkun á öörum
pakkningum af islenskum
þorskflökum varö minni og á
islenskum karfaflökum á
Bandarikjamarkaöi varö
5,1%—11,2% hækkun.
Samkvæmt upplýsingum
Ólafs Daviössonar, forstööu-
manns Þjóöhagsstofnunar, sem
viö ræddum viö I gær, svarar
þessi hækkun á Bandarlkja-
markaöi til þess, aö öll freöfisk-
framleiösla okkar tslendinga
heföi hækkaö I veröi um 5%. —
Nái þessi hækkun á Bandarikja-
marka&i aö standa yfir 12
mánaöa timabil samsvarar þaö
þvi aö allur okkar ársútflutn-
ingur hækkaöi i veröi um svona
1,5%, sagði ólafur.
I skýrslu Þjóðhagsstofnunar,
sem út var gefin i siðasta
mánuði var reiknað með 1-2%
rýrnun viðskiptakjara milli
áranna 1980 og 1981, en Ólafur
sagði að þessi hækkun á Banda-
rikjamarkaði nú færi langt með
að tryggja okkur sömu við-
skiptakjör og i fyrra, ef annað
verðlag i okkar utanrikisvið-
skiptum verður álika og reiknaö
hefur verið með.
Að sögn Ólafs Daviðssonar
hafa breytingar á dollaraverði
freðfiskafurða okkar ekki verið
verulegar siðustu tvö árin. Þó
var dollaraverðiö á freðfisk-
inum nú fyrir þessa hækkun 3-
4% lægra að jafnaði en fyrir
tveimur árum. Hækkunin um
siðustu helgi samsvarar eins og
áður sagði um 5% heildar-
hækkun á freðfiskinum, og er
dollaraverðið þvi nú eftir
hækkunina litið eitt hærra en
það var fyrir tveimur árum.
Þrátt fyrir þessa hækkun á
Bandarikjamarkaöi nú vantar
samt mikið á að verðiö sem viö
fáum fyrir freöfiskinn hafi
haldiö viö verölagsþróun i
Bandarikjunum eöa veröþróun
á okkar innflutningsvörum
siöustu tvö árin.
Cr fiskréttaverksmiöju Coldwater, dótturfyrirtæki Sölumiöstöövar
hraöfrystihúsanna i Bandarfkjunum.
Samkvæmt upplýsingum
forstööumanns Þjóöhagsstofn-
unar er verðiö á okkar freöfisk-
útflutningi nú eftir hækkunina
um 2% hærra en þaö var fyrir
tveimur árum, en á sama tfma
hefur verölag á okkar innflutn-
ingsvörum hækkaö um a.m.k.
15% og vöruverð i Bandarikj-
unum um 20-25%.
Við spurðum Ólaf Daviðsson
um áhrif þessarar verð-
hækkunar á stöðu frystihúsanna
hér.
Ólafur minnti á, að við siðustu
fiskverðsákvörðun hafi verið út
frá þvi gengiö að miðað við
óbreytt markaðsverð þyrftu
greiðslur úr frystideild Verð-
jöfnunarsjóðs að nema um 60
miljónum nýkróna yfir árið til
að tryggja frystihúsunum það
viðmiðunarverð sem gengið var
út frá. Ríkisstjórnin hafði tekið
sérstaka ábyrgð á greiöslum úr
Verðjöfnunarsjóði fram til 1.
mai s.l.
Það er Verðjöfnunarsjóður,
sem fyrst og fremst nýtur
þessara hækkana nú, sagði
Ólafur, þvi ætla má að eftir
þessa hækkun þurfi aðeins mjög
óverulegar greiðslur úr frysti-
deildinni til að tryggja frysti-
húsunum viðmiðunarverðið, að
öðru óbreyttu — máske aðeins 5-
6 miljónir króna á 12 mánaða
timabili istað þeirra 60 miljóna,
sem áður var reiknað með.
k.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
i
Yfirlýsing rikisstjórnarinnar:
G j aldskrá Læknaþj ónustunnar
verður ekki viðurkennd
Hér á eftir fer yfirlýsing rikis-
stjórnarinnar frá i gær vegna
kjaradeilu lækna:
„Aðstoðarlæknar og sérfræð-
ingar við rikisspitalana hafa sagt
upp störfum sinum vegna
óánægju með launakjör. Við lok
þessarar viku verður svo komið,
að um 60% lækna, sem starfa við
rikisspitalana hafa hætt störfum.
Er þvi ljóst, að spitalarnir geta þá
ekki veitt þá þjónustu, sem kraf-
ist er af þeim samkvæmt heil-
brigðislögum. Neyðarástand er
þvi framundan ef ekki kemur til
vinnuframlag þessara lækna, eða
annarra lækna i þeirra stað.
A það skal minnt að enda þótt
uppsagnir lækna séu til þess ætl-
aðar að þvinga stjórnvöld til
samninga um kjarabætur, er i
gildi lögformlegur kjarasamn-
ingur lækna við fjármálaráðu-
neytið, sem er bindandi fyrir
báða aðila til 28. febrúar 1982 og
óheimilt samkvæmt meginregl-
um vinnulöggjafar að knýja fram
breytingar á kjarasamningi á
miðju samningstimabili. Hér er
þvi ekki um að ræða kjaradeilu i
hefðbundnum skilningi, heldur
skipulagðar hópuppsagnir þvert á
gildandi lög.
Þann 17. mai s.l. barst fjár-
málaráðuneytinu bréf frá Lækna-
þjónustunni s.f. Þar er tilkynnt að
læknar, sem sagt hafa upp störf-
um á rfkisspitölunum, Borgar-
spitala og Landakotsspitala, hafi
stofnað með sér félag „til að ann-
ast sölu læknisþjónustu til sjúkra-
húsanna”. í bréfi þessu er gerð
krafa um að læknisþjónusta verði
greidd samkvæmt einhliða verð-
skrá fyrirtækisins. Samkvæmt
þeirri verðskrá myndu mánaðar-
laun lækna riflega fjórfaldast
miðað við gildandi kjör, og er
augljóst hvaða afleiðingar slikt
myndi hafa fyrir efnahags- og
launaþróun i landinu.
Stjórnvöld höfnuðu þessari
verðskrá þegar i stað og neituðu
að viðurkenna slikan atvinnu-
rekstur um lækningar i landinu.
Hafa öll samskipti við einstaka
'lækna um nauðsynlega læknis-
Framhald á 14. síðu
Hver eru laun lækna?
Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu með
yfirliti um meðaltalslaun lækna og segir að upplýsingar fjöl-
miðla þar um hafi verið ónákvæmar. Fer tafla ráðuneytisins hér
á eftir og er i henni miðað við laun skv. launatöxtum i mai 1981.
Heildarmeðaltal
Sérfræðingur:
Aöstoöarlæknir:
5. stigs.
Föst Heildar-
mánáðar- laun
laun á mánuöi
. 11.337 18.083
. . 15.310 21.008
. 12.632 19.487
. 8.925 15.770
. 12.152 19.489
. 12.639 19.724
. 13.144 18.913
. 13.670 19.320
. 7.868 14.523
. 8.655 15.640
. 9.070 18.642
. 9.506 18.983
. 9.961 17.034
. 10.439 15.629
1 heildarlaunum eru meðtalin föst mánaðarlaun, yfirvinnu-
kaup og gæsluvaktargreiðslur segir i fréttatilkynningunni en
ekki fylgir yfirlit um hve margar stundir læknir þarf að vinna til
að ná heildarlaununum.
Auglýsing frá
vióskiptabönkunum
Athygli er vakin á því, að umsóknarfrestur um skuldbreytingu
lausaskulda húsbyggjenda rennur út um þessi mánaðamót.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í bönkunum og verður tekið
á móti umsóknum fram á mánudag 1. júní n.k.
ALÞÝÐUBANKINN H/F
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
IÐNAÐARBANKIÍSLANDS H/F
LANDSBANKI ÍSLANDS
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H/F
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
VERZLÚNARBANKIÍSLANDS H/F