Þjóðviljinn - 27.05.1981, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 27.05.1981, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 27. mai, 1981 DJOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Utgátufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglysingastjóri: Þorgeir Olalsson. Unisjónarmaöur sunmidagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Algreiðslustjóri: Valþor Hlóöversson Klaöamenn: Allheibur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. tíislason, Sigurdór Sigurdórs- son. tþróttafréttamaöur: lngollur Hannesson. Útlit og liönnun: tíuöjon Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. I.jósmyndir: Einar Karlsson, tíunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: tíuörún tíuövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Baröardóttir. I’ökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 8 111 32. Prentun: Blaöaprent hf.. Fyrstu batamerki • Það voru ánægjulegar fréttir, sem hingað bárust í fyrradag, daginn sem Alþingi var slitið, — en þá f laug sú frétt um bæinn að íslensk þorskflök á Bandaríkjamark- aði hefðuhækkað í verði um helgina, algengustu pakkn- ingarnar um 12,76% auk nokkurra annarra minni hækk- ana. • I viðtali sem birtist hér í blaðinu í dag við Ólaf Davíðsson, forstöðumann Þjóðhagsstofnunar, kemur fram að þessi hækkun samsvarar þvf að allur sá freð- fiskur sem við framleiðum og f lytjum út hefði hækkað í verði um 5%, og allur okkar heildarútflutningur um 1,5%. • Allt frá árinu 1978 hafa viðskiptakjör okkar (slend- inga í utanríkisviðskiptum farið versnandi. I skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá því í síðasta mánuði er gert ráð fyrir þvf að viðskiptakjörin versni enn á þessu ári um 1—2%, og þar kemur f ram að á árunum 1977 og 1978 voru viðskiptakjörokkar bæði árin hvorki meira né minna en 20% betri en áætlað var á þessu ári (álviðskiptin þá ekki talin með). • Forstöðumaður Þ jóðhagsstofnunar segir hér í blað- inu i dag, að þessi hækkun á Bandarfkjamarkaði nú gæti að öðru óbreyttu dugað til að bæta viðskiptakjörin um 1—2% en mikið vantar samt á að við náum þeim hag- stæðu kjörum í utanríkisviðskiptum, sem hér voru fyrir hendi á árunum 1977 og 1978. Til þess þarf 20% hækkun þeirrar vísitölu, sem mælir okkar viðskiptakjör f heild. • Engu að síður er hækkunin á Bandaríkjamarkaði nú mjög ánægjuleg tíðindi, enda um meiri hækkun að ræða en þar hefur orðið um langt skeið. • Sannleikurinn er reyndar sá að síðustu árin hefur raunverð á útfluttum freðfiski okkar farið verulega lækkandi. Enda þótt dollaraverðið hafi nú fyrir þessa hækkun verið„aðeins" 3—4% lægra en fyrir tveimur ár- um, þá er á það að líta að á sama tima hefur verðlag í Bandaríkjunum, þar sem okkar aðalmarkaður er, hækk- að um 20—25%. • Og nú eftir hækkunina um síðustu helgi, þá er verðið á okkar freðfiskafurðum í heild reyndar aðeins um 2% hærra en það var fyrir tveimur árum. Fyrir þann frysta fisk sem við seljum úr landi þurfum við hins vegar að kaupa inn margvíslegan varning, og á síðustu tveimur árum hafa þessar innfluttu vörur hækkað um 15% samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar og frá 1978—1981 (spá Þjóðhagsstofnunar fyrir 1981), þá hefur erlent verð á innfluttum vörum til islands hækkað um 40%! • Það var því sannarlega kominn tími til að við fengj- um svolitla hækkun á okkar freðf iski og vonandi eru nú bjartari tímar framundan í utanríkisviðskiptum. Um það getur þó enginn f ullyrt og því sjálfsagt að fara með gát, a.m.k. meðan ekki sjást fleiri jákvæð teikn á lofti. • Við sfðustu f iskverðsákvörðun var svokallað viðmið- unarverð ákveðið um 5% hærra en þáverandi markaðs- verðgaf tilefni til. Að óbreyttu mátti af þessum ástæð- um reikna með því, að frystideild Verðjöfnunarsjóðs þyrfti á því ári sem nú er að líða að greiða frystihúsun- um alls um 60 miljónir króna (6 miljarða gamalla króna) til að tryggja þeim viðmiðunarverðið. Þessir peningar voru hins vegar ekki til í frystideild Verðjöfnunarsjóðs og þess vegna gekk ríkisstjórnin í sérstaka ábyrgð fyrir greiðslum fram til 1. mai s.l. • Sú hækkun sem nú hef ur orðið á Bandaríkjamarkaði dregur hins vegar mjög verulega úr þörf frystihúsanna fyrir greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði, og það svo að markaðsverðið má nú heita jafnt viðmiðunarverðinu. • Að undanförnu hefur afkoma hinna ýmsu greina fiskvinnslunnar verið mjög misjöfn. Söltun og skreiðar- verkun hafa skilað drjúgum hagnaði, en f rystingin stað- iðtæpar. Nú ætti að draga úr þeim mun sem þarna hef ur verið milli greina og hinar greiðu sölur á okkar frystiaf- urðum á Bandaríkjamarkaði að undanförnu benda til þess að markaðurinn þoli þá hækkun, sem nú hef ur verið ákveðin á flökunum. • Fari viðskiptakjör batnandi skapast aukið svigrúm til kjarabóta og framkvæmda í landinu. k. klippt j Bolabrögd j Kjartans gegn I Benedikt Ilnnan Alþýðuflokksins gætir nú vaxandi óánægju með for- ystu Kjartans Jóhannssonar. t Eins og alkunna er bolaöi hann I Benedikt Gröndal úr for- [ Vaxandi óánægju gæör nú meö I formennsku Kjartans Jóhanns- I sonar. * mennsku flokksins fyrir ári sið- I' an i nafni vináttu og kærleika. Kunnu ýmsireldri menn flokks- t ins illa þessum vinnubrögðum. IAlþýðuflokkurinn haföi aukið mjög fylgi sitt i formannstið Benedikts og unniö sina tvo stærstu sigra i kosningunum I' 1978, þegar flokkurinn fékk 22% atkvæða og sfðan i kosningunum 1979 en þá vann flokkurinn sinn næst stærsta sigur á lýöveldis- Itimanum og fékk 10 þingmenn. Hinn almenni stuðningsmað- ur Alþýðuflokksins, ekki sist i verkalýðsstétt, er mjög I' óánægður með að Kjartan Jóhannsson hafði ekki fyrr flæmt Benedikt i burtu, en Alþýðuflokkurinn undir forystu I' Kjartans lagðist þétt upp að Leiftursóknarliði Geirs Hall- grfmssonar. Er nánast sama á hvaða málaflokk er litið, utan- Irikismál, orkumál, og efna- hagsmál, hvergi fer hnifurinn á milli þeirra Kjartans og Geirs. t Fræg er för þeirra félaga til IBessastaða um áramótin og þótti alþjóð litið leggjast fyrir þá kappana i það sinn. j Benedikt taki I viö á ný f Þetta nána samstarf Kjartans og Geirs hefur orðið til þess að IAlþýðuflokkurinn hefur skv. skoöanakönnunum Dagblaðsins ■ misst mjög mikið fylgi. Kjartan I er nú ekki hálfdrættingur á viö IBenedikt þegar best lét. AUt hefur þetta framferði Kjartans, bolabrögðin i fyrra og siöan 1 faðmlögin við Geir, orðiö til, Iþess að þær raddir gerast nú æ háværari i Alþýðuflokknum, sem telja flokknum fyrir bestu j að Benedikt Gröndal taki viö I forystunni að nýju. Kjartani er ekki eins illa við [ neittog þegar vakin er athygli á Iþessari þróun og málefnastööu flokksins. Hann brást hinn versti við i sjónvarpinu á föstu- dag, þegar hann var inntur eftir I* þvi hvort ekki væri ráð að Bene- dikt tæki aftur við flokknum. Biiast má viö að til tlðinda dragi iherbdðum Alþýðuflokksins von ! bráöar, I „Lýörœöisöflin ” j komi þjóöinni I til bjargar * Einstaka menn í hópi stuðn- ingsmanna hinna svokölluöu „lýðræðisflokka’ ’ eru af og til að reka upp rokur miklar um að nú þurfi lýðræðisöflin að taka höndum saman og létta oki kommUnista af islenskri þjóð. Þetta þýöir að Sjálfstæðisflokk- ur, F ramsóknarflokkur og Aiþýöuflokkur eigi að mynda rikisst jórn. NU er það auövitaö ekki nokk- ur maður sem bannar forystu- mönnum þessara flokka að mynda rikisstjórn og samanlagt hafa þeir 49 af 60 þingmönnum. Þeim ætti þvi að vera i lófa lagiö Æ háværari raddir eru I Alþýðu- flokknum að Benedikt taki við á ný- að mynda trausta meirihluta- stjórn hvenærsem þeir vilja. Og það veröur helst að lita á það sem landráð aö þeir taki lands- stjórnina ekki i sinar hendur eftir lýsingum sumra á þvi voðalega ástandi á öllum þjóð- lifssviðum sem hér á að rikja. Ellert rœöst á Styrmi Ellert Schram, ritstjóri Visis, er einn þessara manna. Hann sendir enn eitt neyðarkallið i ritstjórnargrein i blaði sinu i gær um nauðsyn þess að ,,Iýð- ræðisflokkarnir” frelsi þjóðina undan ánauö kommúnista. En Ellert gerir fleira i þessari rit- stjórnargrein. Hann notar tæki- færið til að ráðast á Styrmi Gunnarsson, ritstjöra Morgun- blaðsins, en vitað er að þessir menn telja báöir sjálfa sig best EDert Schram ræðst að Styrmi Gunnarssyni. Liður I valdatafii þeirra innan flokksins. til forystu fallna i Sjálfstæðis- flokknum. Segja kunnugir að þeir sjái aðalóvininn hvor i öðr- um. „Styrmir lét glepjast af kommánistum” Hér er Ellert að koma höggi á Styrmi, þvi enginn gekk jafn rækilega fram fyrir skjöldu og hann i baráttunni fyrir þvi að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalagið mynduðu rikisstjórn ^ eftir kosningar 1979. NU talar , Ellert um að Styrmir hafi látiö i glepjast og er að læða þvi inn hjá Sj'alfstæðismönnum aö Styrmir láti kommúnista draga . sig á asnaeyrunum og sé þvi ekki treystandi til forystustarfa i flokknum. „Rekum 1 Gunnar” Alveg er furðulegt að fylgjast ■ meö málflutningi Geirsmanna i I Sjálfstæðisflokknum. Skoðanir þeirra virðast breytast frá ein- um deginum til annars. t febrú- ■ ar og mars boðaði formaður | Sjálfstæðisflokksins þá kenn- ingu, að stjórnarmyndun Gunn- | ars Thoroddsen yrði þegar til ■ lengdar léti til þess að styrkja I Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn myndi sameinast á ný og þá | sterkari en fyrr. ■ NU kveður hins vegar við alveg nýjan tón hjá þessu liði. 1 fyrsta lagi á að reka Gunnar og ráöherra Sjálfstæðisflokksins. 1 ööru lagi á að Utiloka Albert frá , umræöu og ákvarðanatöku i | flokknum. Einungis skal boðað til funda það lið sem fylgir Geir | að málum. Það eru einkum þeir , Matthias Bjarnason, Halldór « Blöndal, ritstjórn Morgunblaðs- ins og forystumenn Vinnuveit- endasambandsins sem hafa , barið þaö fram i Geirsklikunni ■ að nú skuli ganga milli bols og höfuðs á Gunnari, Albert og , öðrum slíkum sem voga sér að i hafa önnur sjónarmið en klikan i kring um formanninn. ■ Hvaö rekur sig á annars horn Það er lika til marks um undarlegan málflutning Morg- unblaðsins, að þeir telja að Ur- slit siöustu skoðanakönnunar . Dagblaðsins sýni að Gunnar I njóti æ minna fylgis innan Sjálf- stæðisflokksins! Morgunblaðið kemst að þeirri merkilegu nið- ! urstöðu að Gunnar sé að ein- angrast i flokknum þótt Gunn- arsarmurinn njóti liðlega 40% fylgis en Geirsarmurinn aðeins 20% innan flokksins!! Þá er það ein þversögnin i „Styrmir lét glepjast af kommúnistum” segir Ellert Schram. Þannig telur Ellert sig koma þungu höggi á Styrmi. málflutningi þessara manna að ýmist ráða kommUnistar öllu eða þeir eru alveg einangrað- ir!! Hvernig það kemur heim og saman er erfittaö skilja. En það er eins og alltannað i málflutn- ingi þessara manna. Þar rekur hvað sig á annars horn. En striðshanskanum hefur nU verið kastað. Fróðlegt verður að fylgjast með þvi á næstu vikum hvernig Geirsklikurini tekst til við þá miklu hreinsun i flokknum sem nú stendur fyrir dyrum. bó •a skorið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.