Þjóðviljinn - 27.05.1981, Side 7
Mibvikudagur 27. mal, 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
MINNING
Anna Margrét Thorlacius
F. 14.8. 1905 — D. 14.5. 1981
Ég vildi ég gæti fléttað þér fagran minniskrans.
En fyrir augun skyggja heitu tárin.
Svo. vertu sæl, min systir. i faðmi fannklædds
lands
þú friðnú átt. — Við minninguna —og sárin.
Hannes Hafstein.
Þessar ljóðlinur komu i huga
minn er ég frétti að Anna hefði
hlýtt hinsta kallinu, sem allra
biður, en er þó svo fjarlægt i hug-
skoti okkar. Anna háði erfitt sjúk-
dómsstrið i nærfellt tvö ár. Allan
þann tima sýndi hún slikt þrek að
það var undravert. Við vissum öll
að hverju fór en samt, við vonuð-'
um i lengstu lög að hún fengi að
vera á meðal okkar og miðla
ástúð og hlýju enn um sinn. Anna
Margrét Jónsdóttir Thorlacius
var fædd á Strýtu við Hamars-
fjörð á fögrum sumarmorgni þeg-
ar töðuangan lagði úr hlöðu og
sólin hellti hlýjum geislum sinum
yfir glitrandi döggina. Bræður
hennar er höfðu fengið að sofa i
brakandi þurru heyrinu, hröðuðu
sér i árbitinn, alls óvitandi um
litlu manneskjuna sem hafði
komið i heiminn þessa nótt. Gleði
þeirra var mikil og hún átti eftir
að endast allt þeirra lif, þvi alltaf
var Anna sólargeislinn, hvar sem
hún var eða hvert sem hún fór.
Móðir önnu var ólöf, annáluð
gáfu- og dugnaðarkona, Finns-
dóttir söðlasmiðs og hagleiks-
manns Guðmundssonar bónda á
Tunguhóli i Fáskrúðsfirði*, kona
hans og móöir ólafar var Anna
Margrét, talin bókhneigð og
greind vel Guðmundsdóttir bónda
i Brimnesi i Fáskrúðsfirði. Faðir
önnu var Jón, völundur hinn
mesti á tré, járn og kopar, Þórar-
insson sjálfmenntaður læknir og
siðast bóndi á Núpi á Berufjarð-
arströnd Rikharðssonar. Kona
hans og móöir Jóns Lisibet, gæða
og trúkona mikil, Jónsdóttir frá
Borgargarði við Djúpavog. Sem
dæmi um hæfileika þess fólks er
næst stóð önnu að skyldleika, vil
ég nefna að ekki var óalgengt að
menn færu til Kaupmannahafnar
og stunduðu nám i grasafræði,
sjómannafræði, silfursmiði eða
trésmiði og er þó fátt eitt talið.
Anna var ekki orðin fullra 4 ára
þegar faðir hennar lést. Hún var
of ung til þess að skynja þann
harmleik. Glaðværð hennar hélst
óbreytt og létti móður hennar og
bræðrum söknuðinn. Með sam-
hjálp þeirra bræðra við móður
sina tókst að halda heimilinu
saman og Anna ólst þvi upp við
ástriki móður sinnar og bræðra,
sem hafa að öðrum þræöi fundist
þeir hafa sterkari skyldum að
gegna gagnvart henni en sem
bræðrum.
Eins og hér að framan greinir
þá var Anna af hagleiksfólki
komin i báðar ættir. Virðast þess-
ir eiginleikar hafá átt rætur i öll-
um systkinunum. En bræður
hennar voru: Rikharður, við-
kunnur myndhöggvari, mynd-
skeri og söngmaður góður, f.
20.09. 1888 — d. 17.01. 1977. Björn
er hafði gengið i Samvinnuskól-
ann og verið verslunarmaður,
einnig sjálfmenntaður grasa-
fræðingur og að lokum bóndi á
Stakkhamri i Miklaholtshreppi, f.
11.09. 1891 — d. 1921. Finnur gull-
smiður og dáður listmálari, f.
15.11.1892, hann er nú einn eftir af
þessum mikilhæfu systkinum.
Georg afburða sjósóknari á segl-
bátaöldinni, búfræðingur og
bóndi, lengst af á Reynistað við
Skerjafjörð, f. 24.02 1895 — d.
24.03. 1981. Karl, mikilsvirtur og
dugandi endurhæfingar- og orku-
læknir, f. 6.11. 1896 — d. 1.1. 1980.
Anna, sem var eina systirin og
lang.yngst, var ekki skilin útund-
an hvað listamannshæfileika
snerti. Hún hafði i rikum mæli þá
eiginleika að allt sem hún hand-
lék varð að listaverkum. Þó ber
fyrst og fremst að telja það
myndform sem hún skapaði úr
ullarkembum. Arið 1916 fór Ge-
org til náms og jörðin var leigð en
þær mæðgur, Anna og Ólö£fóru út
á Djúpavog og dvöldu þar hjá
Kristrúnu i Sólhól, systur Ólafar.
Hún átti dóttur á likum aldri og
önnu og heitir Sigurbjörg og urðu
þær fljótlega mestu mátar og
hélst innileg vinátta og tryggð
með þeim æ siðan. Anna óx úr
Frá skólaskrífstofu Kópavogs
m F j ölbrau tarnám
í Kópavogi
Skólaárið 1981—1982 verða starfræktar
eftirtaldar námsbrautir i Vighólaskóla og
Þinghólsskóla:
1. Fornám.
2. Fjölmiðlabraut
3. Grunnnám á iðnsviði
4. Heilsugæslubraut.
5. íþróttabraut.
6. Viðskiptabraut -
7. Uppeldisbraut
Sérstök athygli skal vakin á NÝJUM
brautum, þ.e. fjölmiðlabraut, iþrótta-
braut og grunnnámi á iðnsviði.
Umsóknir þurfa að berast ofangreindum
skólum eða skólaskrifstofu Kópavogs,
Digranesvegi 12, i siðasta lagi 5. júni nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
um námið fást i skólunum eða á skóla-
skrifstofunni.
Afrit eða ljósrit af siðasta prófskirteini
þarf að fylgja umsókn.
Skólafulltrúinn i Kópavogi
grasi en þó að bræðurnir færu all-
ir til náms varð skólaganga henn-
ar likt og hjá öðrum efnalitlum
stúlkum. Hún lauk þvi aðeins
venjulegu barnaprófi en með svo
mikilli reisn að fáum árum sfðar
var hún boðuð á skólanefndar-
fund og beðin um að taka að sér
fræðslu yngri barnanna, veturinn.
1926, skólastjórinn var þá Jón
Stefánsson. Starfið fór henni vel
úr hendi vegna þess að hún hafði
þann persónuleika og hjartahlýju
til að bera sem hver kennari þarf
að vera gæddur svo nemendurnir
elski harln og virði. Menntunin ein
hefur ekki allt að segja þegar
kennarinn er sestur i stólinn fyrir
framan börnin. Anna var ekki
reynslulaus i þvi að umgangast
börn. hún hafði verið i Reykjavik
og gætt barna Rikharðar, bróður
sins og eitthvert sjálfsnám hefur
hún verið búin að stunda á þess-
um tima, einkum dönsku, en hún
hafði verið vinnukona 1922 hjá
Martin Eskildsen, framkvæmda-
stjóra Hins islenska steinoliu-
hlutafélags eða oliukónginum
eins og hann var kallaður i Tjarn-
argötu 33, Reykjavik. Það var
frægt hús og stendur enn. Hannes
Hafstein byggði það og fékk leyfi
fyrir þvi 1. mai 1909.
Á eftir Eskildsen bjó i húsinu
Sveinn Björnsson, okkar fyrsti
forseti. A þessum tima var það
eftirsótt að þéna á efnaheimilum
og var það eini skólinn sem ungar
stúlkur áttu völ á. Anna var vel
látin og buðu hjónin henni að
koma með sér til Kaupmanna-
hafnar, þá gæti hún séð sig um og
lært eitthvað. Anna var svo mikill
íslendingur i sér að hún vildi ekki
fara með útlendingum á erlenda
grund. Sama árið og Anna kenndi
i barnaskólanum var Strýtujörðin
seld og fjölskyldan flutti út á
Djúpavog og fékk inni um sumar-
ið i Triton en það var verbúð.
Nokkru fyrr hafði Ólöf með að-
stoð Georgs tekið i fóstur, sonar-
son sinn, Alfreð Björnsson, er
hafði misst föður sinn. A þessum
árum stundaði Anna margbreyti-
leg störf, um tima vann hún hjá
Bendersverslun i Framtiðinni.
Einnig fór hún nokkur sumur með
bræðrum sinum á sumarvertið á
Stöðvarfjörð og var þá matráðs-
kona og þjónusta i verbúðunum.
Vorið 1927 flutti Georg suður með
móður sina og bróðurson, Anna
varð eftir, hún var þá heitbundin.
Árið eftic 8. sept. 1928, var haldið
brúðkaup hennar og Erlings
Thorlaciusar i Djúpavogskirkju.
Foreldrar hans voru Ragnhildur
Eggerz og Ólafur Thorlacius
læknirá Búlandsnesi. Um haustíð
fluttu ungu hjónin til Reykjavik-
ur. Veganestið var svipað og hjá
öðru ungu fólki, ást og trú á lifið.
Veganestið það entist i rúm 50 ár i
gegnum allt þeirra lif. Eftir
fyrsta árið settust þau að i Hákoti
á Álftanesi, þar fæddist fyrsta
barn þeirra. Svo lá leið þeirra aft-
ur til Reykjavikur og þá fluttu
þau á Reynistað i Skerjafirði til
Georgs bróður önnu og konu hans
Margrétar Kjartansdóttur. Þar
mældi Anna mjólk og afgreiddi i
mörg ár, en henni fannst það
mest um vert að vera nú aftur
komin i tengsl við móður sina og
hjá önnu var hún eftir það svo
lengi sem hún lifði og naut ást-
ríkrar dótturumönnunar, en hún
varð 92 ára, blind i mörg ár. Arið
1945 eignuðust þau litið hús á
Kársnesbraut 108 i Kópavogi,
þetta var dálitið útúr og engir
strætisvagnar en Erlingur stund-
aði alltaf leigubilaakstur svo fjar-
lægðirnar urðu ekki eins miklar.
Listamannshendurnar hennar
önnu gáfu litla húsinu lif, þær
gáfu lika blómunum og trjánum
lif. Þeir sem komu i húsiö en það
voru margir, fundu gleði og ham-
ingju
Þau lifðu svo sannarlega lifinu.
Þau ferðuðust um landið sitt
þvert og endilangt. Mér er það
minnisstætt þegar við hjónin vor-
um með þeim á ferðalögum, þá
þekktu þau öll kennileiti, hvort
heldur það var i byggð eða upp á
öræfum, kort voru óþörf. A vetr-
um fóru þau mikið i leikhús og
fylgdust einnig með listaverka-
sýningum. Þau horfðu á flestar
góðar kvikmyndir. Þó má segja
að það hafi verið sérkennilegast
með bókalesturinn. Anna hafði
alltaf lesið fyrir ólöfu móður sina
og hún hélt áfram að lesa allar
góðar bækur upphátt svo heim-
ilisfólkið nyti þess með henni.
Svona var Anna. 1 litla húsinu
komst öll heimsmenningin fyrir.
Börn þeirra, eru Ólafur lyfja-
fræðingur giftur Guðrúnu Jóns-
dóttur félagsráðgjafa.
Ragnhildur húsmóðir og skrif-
stofumaður gift Gunnari B.
Adólfssyni bifvélavirkja og renni-
smið en hann reyndist önnu og
þeim hjónum sem besti sonur og
var það gagnkvæmt þvi hún sagði
að betri og hugsunarsamari son
væri ekki hægt að eiga; á heimili
þeirra dvaldi Anna siðustu mán-
uðina, umvafin hlýju og ástúð.
Egill er stundar leigubilaakstur
en hafði áður stundað nám i
mjólkurfræði og lauk prófi frá
Matsveina- og veitingaþjónaskóla
Islands. Hann bjó alla tið heima
hjá foreldrum sinum og annaðist
þau af alúð og kostgæfni og var
þeim styrk stoð i veikindastríði
þeirra sem var búið að standa yf-
ir i full 3 ár. Reyndar voru þau
Anna og Erlingur umvafin kær-
. leika allra barna sinna til hinstu
stundar. Fyrir rúmum 20 árum
komum við hjónin sem oftar við á
Kársnesbraut 108, viðtökurnar
voru eins og vænta mátti elsku-
legar og eftir að hafa setið yfir
kaffibolla og spjallaö um stund,
litu þau Anna og Erlingur hvort á
annað með þessu hlýiega bliki i
brosandi augunum, svo stóð hann
upp og sagði, „eigum við ekki að
vita hvað þau segja”. Við eltum
full eftirvæntingar og fyrir fram-
an okkur birtist á veggnum „lita-
dýrð sumarsins eða voru það
haustiitirnir baöaðir i skini sið-
degissólar”. Algjör þögn rikti um
stund og spurningarnar hlóðust
upp ósagðar. Hvað er þetta, túlk-
un fagurra litbrigða, en hvernig?
Úr hverju er þetta gert og hver
hefur gert þetta? Anna sjálf rauf
þögnina, „getég látið þetta hanga
upp á vegg”? Aður en hún fékk
svarið, varð hún að svara öllum
hinum spurningunum.
Meö hógværð og sinu meðfædda
litillæti svaraði hún. „Þetta eru
kembur, ég ætlaði bara að vita
hvaðkæmi út úr þessu.” Erlingur
horfði á hana með ástúð og stolti.
En við sögðum, „þetta er afbragð
hjá þér, haltu áfram að skapa
listaverk, það er eina nafnið sem
við getum gefið þessu mynd-
formi”. Fyrir mörgum árum
hefði ég átt að skrifa um mynd-
irnar hennar önnu, slik áhrif
höfðu þær á mig, þar sem vatnið
steypist fram af hamraveggnum
og fellur ofan i þröngt gljúfrið og
maður greinir titrandi úðann i
gilbotninum eða lognværa öiduna
gjálfra við fjörusteina á sólar-
lagsstund i Kópavogi eða rauð-
glóandi vikurinn sem þeyttist upp
úr Surtsey eða vetrarmyndirnar,
þar sem allt er hneppt i fjötra,
fanna og frosta,eöa stuðlabergið.
En mig brast kjark. Ég hvatti
hana til þess að haida sýningu en
hún svaraði þvi til, að þetta væri
ekkert til að sýna en ef einhver
vildi kaupa myndirnar og hefði
gaman af þeim þá gleddi það
hana. Arið 1974 efndi Þjóðhátiö-
arnefnd til sýningar á alþýöulist.
Anna sendi þangað myndir. En
vegna verkfalla, liklega hjá
prenturum, þá var hljótt um
þessa sýningu og varð liklega fá-
um til frama. En Anna hélt áfram
að skapa listaverk og munu þau
nú skipta hundruðum þó ekki séu
neinar vissar tölur til um fjölda
þeirra, og eru þau dreifð um
heimsbyggðina.
Eg man það eins og þaö
hefði gerst i gær, þegar ég
kom fyrst til önnu og Erlings.
Mér fannst ég fákunnandi i flestu
en þau tóku mér svo hlýlega, rétt
eins og ég væri systir þeirra og
jafningi og i 40 ár hefur vináttan
verið að vaxa jafnt og þétt og i öll-
um samskiptum við þau endur-
spegluðust mannkostir þeirra.
Heimili þeirra önnu og Erlings
var alltaf opið fyrir vinum þeirra
og vinahópurinn var stór. Þó
hygg ég að Austfirðingar hafi ver-
ið fjölmennastir. Aldrei áttu þau
svo annrikt að þau mættu ekki
vera að þvi að sinna gestum.
Systkini önnu voru mjög sam-
rýmdog á seinni árum var það svo
til vikulegur viðburður að þau
hittust á einhverju heimili og
tækju I spil og nytu kvöldstundar
saman. Alls staðar þar sem þau
komu var gleðin við völd en fyrir
3 árum reið holskefla veikinda yf-
ir þessa fjölskyldu. Þau veiktust
hvert eftir annað, Karl, Georg,
Erlingur og Anna. Þetta var löng
barátta og á nýjársdag 1980
kvaddi Karl þennan heim, svo
komu þeir hvor á eftir öðrum, Er-
lingur 1.2. 1981 og Georg 24.3. 1981.
Siðust var svo Anna, helsjúk
hlynnti hún að manni sinum þar
til yfir lauk en hann dvaldi siðasta
mánuðinn á sjúkrahúsi. Sjálf stóð
hún á meðan stætt var. 26. april
kom hún i afmælið mitt, og þegar
hún kvaddi mig, hvislaði hún að
mér, „þetta hefði ég ekki gert
fyrir nokkra manneskju, nema
þig”. Hún haföi i raun og veru
ekki fótavist eftir þennan dag og
lést eftir 17 daga dvöl á Land-
spitalanum 14.05.1981.
Nú þegar ég fylgi henni hinstu
skrefin þá er það með þakklæti i
huga fyrir alla þá gleði og ham-
ingju sem við nutum á heimili
þeirra.
Við hjónin vottum öllum ástvin-
um hennar innilega samúð.
Blessuð sé minning mætrar
konu.
Hulda Pétursdóttii
Útkoti
UTBOÐ
Byggingarnefnd iþróttahúss Keflavikur
óskar eftir tilboðum i byggingu 2, áfanga
lágbyggingar við iþróttahúsið, sem steypa
áuppisumar.
Tilboðsgögn verða afhent frá og með
miðvikudeginum 27. mai á afgreiðslu
tæknideildar Keflavikurbæ jar,
Hafnargötu 32 Keflavik og á Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen h.f. Ármúla 4,
Reykjavik.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 9. júni
á skrifstofu bæjartæknifræðings
Keflavikur.