Þjóðviljinn - 27.05.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.05.1981, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. mai, 1981 Miðvikudagur 27. mai, 1981 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9 Leiklistarnám, Marat-Sade og framtíöin Nemendaleikhús er draumaleikhús Rætt við fjóra leikara sem luku prófum í vor I stofunni hjá Kalla. F.V.: Guöjón Pedersen, Guðmundur Ólafsson með ddtturina Sölku, Sigrdn Edda Björnsddttir og Karl Agúst Olfars- son með hárgreiðslu de Sade. Ljósm.: eik. Við frumsýningu Nemendaieik- hússins á Marat/Sade fyrir skömmu fengu sjö leikarar plagg I hendur upp á það að þau hefðu lokið námi frá Leiklistarskóla islands. Það eru fyrstu nem- endurnir sem hiotið hafa alla menntun sína innan veggja skólans og hafa i vetur rekið Nemendaleikhúsið við fádæma góðar undirtektir. Þegar sýn- ingum á Marat/Sade lýkur leggja þau út á þyrnum stráða lista- brautina: þau hafa reyndar öll fengið vinnu I biii, en siðan má hamíngjan vita hvað verður. Dag nokkurn fyrir skömmu hóaði blaðamaður i fjögur úr hópnum (hin þrjú voru upptekin), þau Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Karl Ágúst Úlfsson, Guðmund Ólafsson og Guðjón Pedersen (Gió). Stutta stund spjölluðum við um leiklistarnám, nemenda- leikhús og framtiðina, en siðan þaut hver i sina áttina, Kalli i miðasöluna i Lindarbæ, Guðmundur heim til litlu dóttur sinnar Sölku og siðan i söngtima, Sigrún heim með þvottakörfuna sem hún var að fjárfesta i, Gió að sinna erindum og blaðamaður heim. Strangara nám — Það sagði einn gagnrýnenda eftir f rumsýninguna á Marat/Sade að það væru komin fram greinileg kynslóðaskipti i leikarastétt, að þið réðuð yfir meiri tækni en eldri leikarar, er þetta rétt og hver er skýringin cf rétt er? Leiklistarskóli tslands hefur auðvitað ýmsu breytt. Hér áður voru leikskólarnir kvöldskólar, eða hálfdags skólar. Núna er námið strangara, við erum lengur á dag, lengur á ári og við fáum meiri likamsþjálfun en áður tiðkaðist. En sé um einhvern mun að ræða, þá kemur hann miklu frekar fram i þvi hvernig leiksýningar eru unnar. Við höfum dæmið um Skollaleik þar sem leikararnir beittu skrokknum á sér listilega. Við erum svo vön raunsæislegum uppsetningum stofnanaleikhús- anna að það vekur athygli þegar öðrum aðferðum er beitt. Það er lika konin fram ný kynslóð leik- stjóra og leikarar eru farnir að leggja meira upp úr likamsrækt og að halda skrokknum við. — Hvað getið þið sagt mér um skólann, hvernig var nám ykkar byggt upp? Þar komum við strax að fjár- hagsvandanum sem setur skól- anum skorður. Þaö eru heimildir fyrir þremur föstum kennara- stööum við skólann, en þeir hafa nú sjaldan verið svo margir. Kennslan er meira og minna rekin nieð stundakennurum. Námsskrá liggur ekki fyrir, þetta er enn tilraunastarfsemi. Það er verið að þreifa sig áfram frá vetri til vetrar. Við getum nefnt sem dæmi að við vorum hjá fjórum kennurum i raddþjálfun sem er mjög mikilvæg. Hver þeirra notaði sitt kerfi og við vorum alltaf aö byrja upp á nýtt. Besta fólkið hefur ekki efni á þvi að vera stundakennarar til lengdar, launin eru lægri, að ekki sé talað um óöryggið, enda misstum viö t.d. einn okkar kennara til guðfræðideildarinnar i Háskólanum. Við erum ekkert ein um þetta vandamál, það er til staðar á öllum Norðurlöndunum. Varðandi kennsluna þá er lögö megináhersla á leiktúlkun og greiningu á fyrsta ári, spuna og ýmsar tæknihliöar leiksins. Leik- túlkunin fer svo stigvaxandi eftir þvi sem árin liða. A öðru ári er endað meö sýningu.A þriðja ári er fjallað um útvarp, sjónvarp,kvik- myndir og við settum upp barna- leikrit. Á fjórða ári tekur svo Nemendaleikhúsið við. Það hefur orðið einhver breyting frá þvi að við byrjuðum, t.d. er meiri áhersla lögð á einstaklingsverk- efni á öðru ári. Mestur tími í leikmyndina — Þið sjáið sjálf um rekstur Nemendaleikhússins, hefur það ekki verið mikii og dýrmæt reynsla? I raun og veru er svona leikhús draumaleikhús. Skólinn lagði til fjármagn i byrjun, við völdum svo verkin, leikstjórana og fengum til liðs við okkur tónskáld, leikmyndateiknara og lýsingar- stjóra, en sáum að öðru leyti um reksturinn. Við fáum ekki laun og gróöinn ef einhver er rennur aftur til skólans. Ef leikhúsið væri al- veg á okkar vegum væri ekki hægt að reka það á þennan hátt, setja upp svona dýrar sýningar og fá krafta utan að. I Nemenda- leikhúsinu er ekki tekin nein fjár- hagsleg áhætta, skólinn er bak- hjarl. Við höfum haft fram- kvæmdastjóra fyrir allar sýn- ingarnar okkar, og mestur timinn fór i að gera leikmyndirnar, af þvi að við smiðuðum þær sjálf. Það stóð t.d. alveg á endum þegar við frumsýndum íslandsklukkuna að leikmyndin væri tilbúin. Það hefur verið mikilvæg reynsla að reka leikhús, fá tæki- færi til að sýna og leika. Hér áöur fyrr fengu ungir leikarar aðeins smáhlutverk i sýningum leikhús- anna og urðu að vinna sig upp. Við erum mikið öfunduö af leik- listarnemendum á Norður- löndum, enda hvergi starfrækt nemendaleikhús með svipuöum hætti svo við vitum til. Það má vel koma fram, sem reyndar er alveg ferlegt að þegar búið er að leggja svona mikla vinnu i leikmyndina er eins og gagnrýnendur taki varla eftir henni. Það var t.d. aðeins einn sem nefndi leikmyndina I Marat/Sade, þó er þar að verki ungur maður sem er að leggja út á listabrautina. Myndum segja nei — Hvernig hafið þið valið leik- ritin þrjú sem þið hafið sýnt I vetur? Það var nú þannig að við vorum aðeins þrjú á landinu sl. sumar þegar ákveðið var að taka Islandsklukkuna. Það kom snemma til tals að vinna með Kjartani Ragnarssyni og hann skrifaði Peysufatadaginn fyrir okkur. Ef við ættum nú að ákveða hvort við ætluðum að sýna Marat/Sade þá myndum við segja nei. Sýningin kostaði svo gífurlega vinnu. Við höfum unnið með þremur kynslóðum leikstjóra við þessi verk, Brieti Héðinsdóttur, Kjartam Ragnarssyni og Hallmar Sigurðssyni, sem hvert um sig hafa sinn stil og stefnu. Þau þrjú verk sem við höfum sýnt eiga það sameiginlegt að fjalla um fortiðina með skirskotun til nútimans. — Ef við vikjum að leikritinu um byltingarforingjann Marat og markgreifa de Sadc, hvernig stóð á þvi að þið völduð svona erfitt verk sem gerir ráð fyrir miklum fjölda leikara? Marat/Sade var valið á einu siðdegi það var reyndar Stefán Baldursson sem nefndi það fyrstur, en okkur virtist það of mannmargt. Svo fréttum við af fámennri sýningu i Stokkhólmi, sendum eftir handriti þaðan, sem hafði verið endurskoðað af höfundinum Peter Weiss. Við fórum i gegnum leikritið og spurðum, hvað verður nauðsyn- lega að koma fram, hverju er hægt að sleppa, eða slá saman,og komumst að þeirri niðurstöðu að hlutverkin væru 8. Við erum sjö, en Pétur Einarsson skólastjóri var fenginn i 8. hlutverkið, forstöðumann geðveikrahælisins. Hlutverk Marat, Sade og Corday eru óbreytt, en hinir taka að sér hlutverk múgsins auk annarra persóna. Aö koma öllu heim og saman — Kynntuð þið ykkur timann sem leikurinn gerist á? Við lásum okkur til um frönsku byltinguna, glöggvuðum okkur á atburðum og Kalli las verk de Sade. — Ilvað um háttarlag geðsjúkl- inga? Við könnuðum það ekki sér- staklega. I sýningunni göngum við ekki út frá þvi að fólkið sé veikt, heldur þvi, hvað verður að gera til að koma öllu heim og saman. T.d. þarf Sigrún að fara mikið um á sviðinu til að komast I önnur hlutverk. Hvernig átti að koma henni á réttan stað úr hlut- verki Simonne yfir til múgsins. Hreyfingarnar komu af sjálfu sér. Hlutverk Marat er einna flóknast, sjúklingurinn sem leikur hann þjáist af ofsóknar- brjálæði, en hann verður stundum að Marat.Það þarf að finna jafn- vægið þarna á milli og ekki siður jafnvægið milli Marat og Sade sem takast á i verkinu. — A hvað leggið þið áherslu I ykkar uppsetningu, hvaða skiln- ing ieggið þið og Hallmar leik- stjóri i Marat/Sade? Umræðan milliJVIarat og Sade eraðalatriðið. Spurningin um það hvort hægt sé að réttlæta bylt- ingu. Hvers virði eru mannslifin og er hægt að réttlæta fórnir? Vandamálið er að koma umræð- unni til skila, vegna þess hve mikið er um að vera hjá sjúkl- ingnum. Weiss gerir reyndar ráð fyrir látunum og þess vegna er mikið um endurtekningar. Leikhús er dýrt — Gagnrýnendum ber saman um að það gangi kraftaverki næs* hvernig ykkur tekst að koma verkinu til skila, var þetta ekki gifurlega erfitt? Eins og við sögðum: Ættum við að velja núna segðum við nei. Marat/Sade er flókið verk og margslungið, leikrit i leikriti, en það er gott verk fyrir nemendur að glima við. Við njótum líka nálægðarinnar við áhorfendur I Lindarbæ auk þess sem þetta er sýning sem hægt er að þróa og breyta. — Hvað er svo framundan hjá ykkur? Við erum öll þreytt eftir þennan vetur og það verður gott að fá tima til að velta málunum fyrir sér. — Ætlið þið að halda áfram að vinna saman sem hópur? Það væri að mörgu leyti freist- andi, en þá vaknar sú spurning hvort hægt sé að reka leikhús með svona hópi: Þaö er staðreynd að leikhús er dýrt, það þarf að sýna sig og sanna, fá styrki, sem hefur nú ekki gengið of vel hingað til. Við höfum öll fengið vinnu að sinni og það verður ágætt að fara eigin leiðir um stund, hvað sem siðar verður. —ká Múgurinn ræðst að Marat. Guðbjörg, Sigrún, Pétur að baki, Jóhann, Guðmundur Karl og Guðjón snýr baki að myndavélinni. Charlotte Corday myrti Jean Paul Marat 1793; morðið sett á svið af sjúklmgum cnaretongeðveikrahælisins undir stjórn de Sade. Jóhann, Guðbjörg, og Pétur. á dagskrá Ymsum hefur þótt geröur mikill munur á greiðslum til ekkla og ekkna og hér væri um misrétti aö ræða, sem fælist m.a. i þvi, að makabætur vegna fráfalls konu væru aö engu gerðar, þar sem bætur væru aðeins greiddar í tvö ár. Hrafn Magnússon: Gagnkvæmur makalífeyrisréttur A siðasta þingi Alþýðusam- bands tslands var samþykkt áskorun á lifeyrissjóðina þess efnis, að tekinn yrði upp „gagn- kvæmur makalifeyrisréttur”. Tillagan, sem samþykkt var á Alþýðusambandsþinginu hljóðaði á þessa leið: „34. þing ASI skorar á alla lif- eyrissjóði að breyta reglugerðum sinum á þann veg, að réttur til makalifeyris verði gagnkvæmur og afnema það misrétti, sem felst i núverandi reglugerðum”. Mál þetta þarfnast nokkurra skýringa. Hjá lifeyrissjóðum innan Sambands almennra lif- eyrissjóða er gerður greinar- munur á makalifeyrisgreiðslum eftir kynjum. Almenna reglan er sú, að ekkill fær greiddan maka- lifeyri i tvö ár, en ekkjan fær hins vegar greiddan lifeyri til fram- búðar. Ýmsum hefur þótt gerður mik- ill munur á greiðslum til ekkla og ekkna og hér væri um misrétti að ræða, sem fælist m.a. i þvi, að makabætur vegna fráfalls konu væru að engu gerðar, þar sem bætur væru aðeins greiddar i tvö ár. Sérstaklega hafa konur átalið þennan mismun. t hnotskurn eru reglur SAL-sjóðanna um makalifeyris- greiðslur þessar: 1. Ef sjóðfélagi fellur frá, sem notið hefur elli- eða örorkulif- eyris frá sjóðnum eða sem greitt hefur til lifeyrissjóðsins siðustu 6 mánuði fyrir andlát, fær ekkjan greiddan makalif- eyri, enda hafi hún verið orðin 35 ára að aldri við fráfall sjóð- félagans, hjónabandið staðið i a.m.k. 5 ár og verið stofnað, áður en sjóöfélaginn náði 60 ára aldri. Ekkjulifeyrir skal þó greiddur án tillits til hjú- skapartima og aldurs, ef sjóð- félaginn lætur eftir sig barn undir 18 ára aldri. 2. Ef framangreindum skilyrðum er ekki fullnægt, skal engu að siður greiddur makalifeyrir i tvö ár, þ.á m. til ekkla. 3. Ef ekkill hefur skerta starfs- orku eða hinn látni sjóðfélagi hafi talist aðalfyrirvinna heimilisins, skal greiða ekkla- lifeyri til frambúðar. 4. Heimildarákvæði eru i reglugerðum SAL-sjóðanna um greiðslur sambúðarlifeyris, en að þeim bótaflokki verður ekki vikið sérstaklega i þessari grein. Þær röksemdir, sem uppi hafa verið vegna þessa mismunar á greiöslum makalifeyris, til ekkna og ekkla, eru almennt á þá leið, að i islenskum lifeyrissjóðum sé ekki gert ráð fyrir, að iðgjöld vegna hvers einstaks sjóðfélaga standi undir þeim skuldbinding- um, sem hlutaðeigandi sjóður taki á sig hans vegna. Munur á lifslikum karla og kvenna valdi þvi að skuldbind- ingar lifeyrissjóðs séu að öðru jöfnu meiri vegna konu en karls. Þá er bent á, að ákvæðin um makalifeyri i reglugerðum lif- eyrissjóða innan SAL, hafi verið samin með hliðsjón af mismun- andi sjónarmiðum, svo sem fjár- hags- og jafnréttissjónarmiðum, svo og með hliðsjón af meiri óvissu um þróun þessa þáttar lif- eyrismála en anúarra þátta þeirra. t Sviþjóð sé lifeyrir ekki greiddur ekklum og þar virðist jafnréttissjónarmiðið almennt ganga i þá átt að fella beri niður ekkjulifeyri i stað þess að veita einnig ekklum lifeyrisrétt. I Noregi sé einungis greiddur makalifeyrir, ef eftirlifandi maki, karl eða kona, sé öryrki. Þá hefur sérstaklega verið undirstrikað að konur á aldrinum 20 til 40 ára séu ekki stöðugt á vinnumarkaðinum og þvi geti til- viljun ráðið, hvort réttur stofnist til makalifeyris hjá lifeyrissjóð- um. Verulegt misrétti gæti þvi skapast á ráðstöfunartekjum ekkla, eftir þvi hvort konan hafi verið á almennum vinnumarkaði eða heimavinnandi húsmóðir, þegar hún féll frá. Þá hefur verið bent á, að óeðlilegt sé að greiða t.d. barnlausum ekkli með fullar atvinnutekjur, makalifeyri um langt árabil. Þrátt fyrir þennan mismun, sem nú tiðkast á greiðsl- um til ekkna og ekkla, væri greiddur „gagnkvæmur” barna- lifeyrir, sem i mörgum tilvikum væri langtum hærri en makalif- eyririnn. Formælendur fyrir gagnkvæm- um makalifeyrisrétti hafa bent á, að reglugerðir lifeyrissjóðanna væru mjög mismunandi með tilliti til makalifeýrisréttar. Þannig geri margir sjóðir engan greinarmun á ekkjum og ekklum i slikum tilvikum og oft gæti þvi tilviljun ráðið, hvort makalif- eyrisréttur til ekkla stofnist eða ekki. Þá hefur verið bent á, að i lögunum um almenn eftirlaun til aldraðra sé enginn greinarmunur gerður á greiðslum til ekkla eða ekkna. Aðalatriði málsins væri þó það, að umrædd ákvæði i SAL-reglu- gerðunum um makalifeyri væri andstætt lögunum um jafnrétti kvenna og karla. Ennfremur sé óeðlilegt, eins og þjóðfélagsað- stæður séu i dag, að kynjum sé mismunað i þessum efnum. Askorun Alþýðusambandsþings til lifeyrissjóðanna um gagn- kvæman makalifeyrisrétt er nú i athugun. Ef greiða á ekklum sambærilegan lifeyri og ekkjum, verður annað hvort að hækka ið- gjöld til lifeyrissjóðanna eða minnka lifeyrisskuldbindingar sjóðanna á öðrum sviðum. Fyrst af öllu þarf þó að samræma ákvæði allra lifeyrissjóðanna um bótarétt, — ekki sist varðandi rétt til makalifeyris. Gagnkvæmur makalifeyris^ réttur þarf þó ekki að þýða auknar lifeyrisskuldbindingar sjóðanna. Til greina kæmi að greiða ekkjum og ekklum maka- lifeyri, t.d. 5 árum lengur en barnalifeyri, þ.e. þar til yngsta barniö er 23 ára. Ennfremur þarf að athuga gaumgæfulega, hvort ekki sé eðlilegra að Trygginga- stofnun rikisins taki alfarið að sér makalifeyrisgreiðslur lifeyris- sjóðanna, með sérstöku tilliti til félagslegra aðstæðna hverju sinni. erlendar bækur Penguir. Nature Guides: Birds of Mountain Regions. Lars Jonsson. Seashells. Bivales of the British and Northern European Seas. J. Möller Christensen. Revised and adapted by Peter Dance. Rocks and Pebbles of Britain and Northern Europe. Troels V. östírgaard. Revised and adapted by John Whittow. Penguin Books 1979—1980. Þessar þrjár bækur eru þýddar af dönsku og sænsku og komu i fyrstu Ut i Sviþjóö og Danmörku. Höfundarnir eru þeirra þjóða. Þetta eru smekklega prentuð og myndskreytt smárit um náttúru- fyrirbæri og hafa komið nokkrar bækur áður Ut i þessum náttUru- ritabókaflokki. Bækurnar snerta margar hverjar ísland og is- lenska flóru og faunu og eiga þvi fullt erindi á Islenskan markað. Steinakverið er mjög forvitnilegt, myndirnar eru vel prentaðar og sömuleiðis skýringarmyndir, verulega falleg bók. Skeljíir eru margar litauðugar og ekki nóg með það, skelfiskur- inn er oft eitthvert mesta lostæti sem fæst Ur sjó. Svo eru fuglarnir, þar má finna fugla sem sveima hér um loftin og auka á fjölbreyti- leika náttUrunnar með kvaki sinu og hljóðum og eru flestallir augnayndi ef ekki allir. Lóur, uglur og ýmsir sundfuglar eru hér, auk fjölda annarra, hér er einnig rjUpan og fálkinn. Þessi bókaflokkur Penguin Ut- gáfunnar er til fyrirmyndar um allan frágang og nauðsynlegur þeim sem fást við skoðun dýra og annarra fyrirbrigða i náttUrunni RUmur tugur rita þessa bóka- flokks er kominn Ut.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.