Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Maíinánuður í meðallagi „Vorið kom i maí eins og vorin komu forðum”, sagði Tómas, endur fyrir löngu. En hvcrnig var vorkomunni háttað nú? Kvaddi það dyra i mai eða er það e.t.v. einhversstaðar hér á hólmanum ókomið enn? Hvað segir Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðing- ur? — Einkennið á máimánuði var það, segir hún, — að fram um miðjan mánuðinn var kalt um allt land en úr þvi hlýnaði verulega um sunnanvert landið, en með ströndum fram norðanlands og austan- hélst kuldatiðin allan mánuðinn. í Reykjavik var hitinn yfir meðallagi flesta daga frá og með 13. mai en fyrstu 12 dagarnir voru það kaldir að meðalhiti yfir allan mánuðinn varð 0,3 stigum undir meðallagi. Hlýjast varð hér þann 26. Þá komst hámarkshitinn i 16 stig, en kaldast varð aðfaranótt þess 8. fjögurra stiga frost. Sólskinsstundir voru 180, aðeins færri en i meðalári og úrkoman varð 47 mm., 11% umfram meðallag. Það rigndi nefnilega mjög mikið fyrstu dagana i mánuðinum og munaði þar mest um dagana 3.—4. mai. A Akureyri var meðalhiti i mánuðinum 4,8 stig, 1,5 stigum kaldara en i meðalári. Þar komst nú hitinn samt upp i 16 stig, þann 25. Úrkoma á Akureyri varð 12 mm. en það eru 4/5 af meðalúr- komu þar. Niðurstaðan verður þvi sú að maimánuður er rétt i meðallagi hvað áhrærir veðurfarið. Börn og fóstrur af Laufásborg njóta góöa veðursins við Tjörnina. Ljósm.: Gel. Margeir Danielsson, formaður hússtjórnar, Sólveig Alexandersdóttir, sem leiðbeindi um postulinsgerðina og Reynir Ingibjartsson, húsvörður. Til hliðar við þau má sjá nokkuð af þeim postulinsmunum, sem til sýnis eru i Hamragörðum. — Mynd: gel. Postulínssýning í Hamragörðum Um þessar mundir á félags- heimilið Hamragarðar 10 ára afmæli. 1 tilefni af þvi hefur verið efnt til sýningar á postulinsmun- um, sem nemendur á námskeiðum i postulinsmálun i Hamragörðum og Postu- linsstofunni hafa gert undir leiðsögn Sólveigar Alexand- ersdóttur. Mun þetta vera i fyrsta skipti, sem slik sýning er haldin hérlendis en þarna eru sýndir um 200 munir, mjög fjölbreytilegir að gerð. Postulinsmálun hefur náð miklum vinsældum á siðustu árum, sem tómstundastarf. Er sýningin glöggur vitnisburður um það hvað hægt er að gera á þessu sviði listsköpunar. 1 byrjun 18. aldar hófst svo framleiðsla á postulini i Þýskalandi. Var það efnaverk- fræðingurinn Bottger, sem hóf framleiðslu á þvi harða og vand- aða postulini, sem við þekkjum nú. Hann kom á fót verksmiðju i Dresden. Og til þess að varöveita leyndarmálið um gerð postulinsins, hafði hann i haldi þá, sem að framleiðslunni unnu. Er á leið öldina hófst svo fram- leiðsla á postulini i Frakklandi og Englandi. Sýningin á postulinsmununum i Hamragörðum verður opin almenningi um hvitasunnuna, sunnudag og mánudag 7.-8. júni, kl. 15.00 til 22.00. — mhg Útifundur Sjálfsbjargar á Lækjartorgi Atvíiuiumál fatlaðra Fundurinn túlkaður á táknmáli Sjálfsbjörg, landsam- band fatlaðra efnir til úti- fundar laugardaginn 13. júní á Lækjartorgi. Þar verður fjallað um atvinnu- mál fatlaðra og má segja að aukaþing Sjálfsbjargar sem standa mun þennan dag og næsta, verði um stund flutt út á torg og stræti. Á fundinum verða flutt ávörp, tónlist og leikarar úr Alþýðuleikhúsinu frum- flytja hluta leikritsins ,,Sterkari en Superman" sem tekið verður til sýn- ingar næsta haust, en það fjallar um vandamál fatl- aðra og ófatlaðra. Alþýðusamband Islands hefur heitið stuðningi sinum við úti- fundinn, enda hefur ASl lagt áherslu á málefni fatlaðra i ár og gert samþykktir þar að lútandi. Frá þvi að þing ASf var haldið sl. haust hefur samstarfsnefnd verið starfandi, sem hefur gengið frá kröfugerð um réttindi fatlaðra. Atvinnumál fatlaðra eru með brýnustu hagsmunamálum þeirra, enda hafa fatlaðir löngum átt erfitt uppdráttar i atvinnulif- inu. Margir þeirra hafa verið ut- an stéttafélaga og þvi ekki notið sjálfsagðra réttinda, eins og að- ildar að lifeyrissjóðum svo dæmi sé nefnt. Kjörorð það sem fatlaðir setja á oddinn á þessu ári sem helgað er málefnum þeirra, er jafnrétti og það segir allt sem segja þarf. A útifundinum sem hefst kl. 13.30 flytja ávörp Björn Þórhalls- son f.h. ASI, Hulda Steinsdóttir og Sigursveinn D. Kristinsson, en fundarstjóri verður Theodór A. Jónsson form. Sjálfsbjargar. Fyrir fundinn leikur lúðrasveit. Það telst til nýmæla að allt sem fram fer verður túlkað á táknmáli og hefur slikt aldrei verið gert áð- ur á útifundum, en á að koma heyrnaskertum til góða. Þá má benda fötluðum, á að útvega sér aðstoðarfólk og kanna flutning til og frá fundarstað i tima. Ferða- þjónusta og aðstoð verður veitt i tengslum við fundinn og eru allar upplýsingar veittar hjá Sjálfs- björgu. — ká Úr sýningu Alþýðuleikhússins á „Sterkari en Súperman” Sigfús Már Pétursson og Björn... Annars á gerð postulinsmuna sér orðið ærið langa sögu, upprunnin i Kina fyrir um 1200 árum. Fyrsti Evrópumaðurinn, sem i kynni komst við þennan listiðnað Kinverjanna var Marco Polo, er hann sótti heim Fuki- en-hérað i Kina i lok 13. aldar. Lýsti hann þessum listiðnaði með orðinu „porcelaine”, sem þýðir Seashell eða perlumóðir. Er Marco Polo hélt til Evrópu á ný hafði hann með sér nokkuð af postulini. LOKAÐ A LAUGARDÖGUM Kaupmannasamtök islands og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur beina þeim tilmælum til viðskiptavina að gera innkaup sin tímanlega, þar sem verzlanir verða lokaðar á laugardögum frá 1. júní til 1. september. Kaupmannasamtök islands, Marargötu 2 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Hagamel 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.