Þjóðviljinn - 10.06.1981, Page 7

Þjóðviljinn - 10.06.1981, Page 7
Miövikudagur 10. júni 1981 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 7 Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstöðum: Eru kvenfélög í banni? Ég veit ekki, hvort þiö hafiö gert ykkur ljóst, aö hér á landi eru æöi margir minnihlutahópar, sem vinna mikiö og merkilegt starf, en eru svo aö segja útilok- aöir frá fjölmiðlum meö stefnu- mál sin, viðfangsefni og viöhorf. Hér á ég viö kvenfélög og kven- félagasambönd, þar á meöal Kvenfélagasamband tslands. Helst er það þegar einhver þess- ara félaga afhenda heilbrigðis- stofnunum mjög dýr og kærkomin tæki, að birt er mynd af afhend- ingunni ásamt örstuttri frétt. En það er mikill misskilningur ef þið haldið, að einu afrek kvenfélag- anna séu aö afla fjár til kaupa á lækningatækjum, þótt alls konar liknarmál séu snar þáttur i starfi þeirra. Þessi félög vinna aö margvislegu jákvæöu uppbygg- ingarstarfi og menningarmálum, og reyna hvert um sig og öll saman að þoka þjóöfélaginu fram á viö^einkum i þágu þeirra, sem minna mega sin. Alltaf ööru hverju eru fjöl- miðlum sendar ályktanir og fréttir frá þessum félagsskap en þiö birtiö þær helst ekki, eða þá ekki fyrr en eftir dúk og disk og rækilega styttar og þaö þýöir ekki að nefna, að fréttamenn ykkar Opið bréf til Þjóðviljans og ekki síður annarra íslenskra fjölmiðla fari á vettvang til aö afla frétta af þessu tagi. Þegar eitthvaö fer miöur i þjóö- félaginu, stendur venjulega ekki á ykkur aö leita frétta af þvi, aö maöur nú ekki tali um allt plássið, sem þið eyðið t.d. i iþrótt- irnar, sem eru auövitaö góöra gjalda verðar — en eru þær svona miklu þýðingarmeiri en störf kvennasamtaka landsins? Við konur höfum ekki nema eina skýringu á þessu tómlæti, nefnilega þá, að af þvi að við erum konur, eru okkar ályktanir hvergi birtar og ekki ansað, en af- greiddar sem kerlingakjaftæöi, sem engin ástæöa sé til að taka mark á, og lesendur geti ekki haft áhuga á. En er þaö nú vist? I Kvenfélagasambandi tslands eru rúmlega 23 þúsund konur i yfir 20 héraðasamböndum, sem spanna landið allt Ég tel sterkar likur á aö þessum kvenfélags- konum, mörgum fleiri konum, já og jafnvel einstaka karlmanni lika, þætti fróölegt að frétta um viöfangsefni kvennasamtaka, fyndist þaö a.m.k. ekki lakara fjölmiölaefni en hvaö annaö. Mikið væri nú gaman, ef þiö vilduð endurskoöa afstöðu ykkar. Satt að segja finnst mér þaö vera þaö minnsta sem þiö getiö gert á þessum jafnréttisumræöutimum, að gefa gaum aö þvi, hvaö við konurnar höfum til málanna að leggja og sýna lit á aö koma þvi fyrir augu og eyru þjóöarinnar. Þjóöviljinn var einu sinni meö jafnréttissiðu hvaö sem er nú oröiö af henni. Væri ekki sanngjarnt aö ætla fréttum og samþykktum frá kvennasamtökum i landinu ákveðið pláss, til aö vega upp á móti þvi hvað karlmenn fá miklu meira rúm og umfjöllun annars staöar i blaðinu. Sem innlegg i þessa átt biö ég blaöið vinsamlegast aö birta meðfvlgjandi frásögn mina af Þórunn Eiriksdóttir aöalfundi Sambands borgfirskra kvenna fljótlega — og óstytta. 24. mai 1981 Meö bestu kveöjum Þórunn Eiriksdóttir Kaöalsstööum Mýrasýslu — Þjóðviljinn þakkar Þórunni ádrepuna. A morgun birtum viö frásögn hennar af 50. aðalfundi Sambands borgfirskra kvenna, óstytta. Fríhöfnin: Nú má versla fyrir 350 kr. Meö auglýsingu i Lögbirtinga- blaöi dags. 1. þ.m. tilkynnir Seölabankinn, aö 22. mai s.l. hafi reglum um heimild feröamanna til útflutnings og innflutnings á islenskum seölum verið breytt þannig: Nú er ferðamönnum, jafnt er- lendum sem innlendum, heimilt að flytja meö sér til og frá landinu allt aö kr. 700,-, i staö kr. 500,-, áður. Þá hefur sú breyting verið gerð, að nú má einnig flytja 100 króna seðla, auk 10 og 50 króna seöla, sem áður var heimilt aö flytja inn og úr landinu. I samræmi við framanritaö hefur viöskiptaráðuneytiö til- kynnt hækkun á heimild til versl- unar fyrir islenskar krónur i fri- höfninni á Keflavikurflugvelli úr 250 kr. i 350 kr. viö brottför og komu til landsins. Breyting þessi tekur gildi 10. júni n.k. Frá Seðlabankanum Aknenn innköllun peningaseðla og myntar Samkvæmt reglugerð nr. 564 frá 7. nóvember 1980, sem sett er vegna breytinga á verðgildi íslensks gjaldmiðils ogútgáfunýrrarmyntarogpeningaseðla 1. janúar 1981 skv. lögum nr. 35 frá 29. maí 1979, hefur viðskiptaráðuneytið að tillögu Seðlabanka íslands ákveðið, að innkalla skuli hér tilgreinda mynt og peningaseðla með almennri innköllun. I Slegnir peningar (mynO 1 KRÓNA Þvermál: 22,5 mm Þyngd: 4,75 g 1 KRÓNA Þvermál: 17 mm Þyngd: 0,61 g Málmur: Nikkel/látún Útgefnir: 1925-1975 Málmur: Á1 Útgefnir: 1976-1980 5 KRÓNUR Þvermál: 20,75 mm Þyngd: 4,00 g 10 KRÓNUR Þvermál: 25 mm Þyngd: 6,50 g Málmur: Kopar/nikkel Útgefnir: 1969-1980 Málmur: Kopar/nikkel Útgefnir: 1967-1980 B Peningaseðlar, útgefnir af SEÐLABANKA ÍSLANDS skv. lögum nr. 10 frá 29. mars 1961: 100 KRÓNUR Stærð og myndefni sbr. A 100 krónur. Aðallitir: Blágrænn og fjöllitaívaf (framhlið), blágrænn (bakhlið). 500 KRÓNUR Stærð: 150 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Hannesi Hafstein, en á bakhlið er mynd af fiskibát og áhöfn hans á veiðum. Aðallitir: Grænn (framhlið og bakhlið). 50 KRÓNUR Þvermál: 30 mm Þyngd: 12,50 g 50 KRÓNUR Þvermál: 30 mm Þyngd: 12,50 g Málmur: Nikkel Útgefnir: 1968 (minnispeningur) Málmur: Kopar/nikkel Útgefnir: 1970-1980 II Reningaseðlar A Peningaseðlar, útgefnir af LANDSBANKA ÍSLANDS - SEÐLABANKA skv. lögum nr. 63 frá 21. júní 1957: 100 KRÓNUR Stærð: 150 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Tryggva Gunnarssyni og Hólum í Hjaltadal, en á bakhlið er mynd af fjárrekstri og Heklu í baksýn. Aðallitir: Blágrænn og fjöllitaívaf (framhlið), ljósgrænn (bakhlið). 1000 KRÓNUR Stærð: 160 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Jóni Siguiðssyni og Alþingishúsinu, en á bakhlið er mynd af Þingvöllum. Aðallitir: Blár og fjöllitaívaf (framhlið), blár (bakhlið). 1000 KRÓNUR Stærð, myndefni og litir sbr. A 1000 krónur. 5000 KRÓNUR Stærð: 160 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Einari Benediktssyni og rafstöðinni við írafoss, en á bakhlið er mynd af Dettifossi. Aðallitir: Ljósbrúnn og fjöllitaívaf (framhlið og bakhlið). í öllum framangreindum peningaseðlum (A og B) er lóðréttur öryggisþráður og vatnsmerki, sem ber mynd af Sveini Bjömssyni, fyrsta forseta lýðveldisins. Frestur til að afhenda seðla þessa og mynt til innlausnar er til og með 30. júní 1981. Fram til þess tíma eru allir bankar og sparisjóðir skyldugir að taka við þeim peningum, og eru þeir á meðan lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna með einum hundraðasta hluta ákvæðisverðs, en falla síðan úr gildi sem gjaldmiðill að frestinum liðnum. Seðlabanka íslands er þó skylt að innleysa peningana með einuir hundraðasta hluta ákvæðisverðs til og með 31. desember 1982. Reykjavík, 17. nóvember 1980 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.