Þjóðviljinn - 10.06.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.06.1981, Blaðsíða 15
 >4 Hringið í síma 81333 kl. 9—5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum frá lesendum Umhverfið sem ,,lifði af” A undanförnum vikum og mánuðum hafa ýms dagblöð, þ.á.m. Þjóðviljinn veriö iöin við að birta frásagnir af mörgu þvi sem er að gerast i elstu hverfum Reykjavikurborgar s.s. Torf- unni svokölluðu, Grjótaþorpi ofl. stöðum. Vissulega er slikur frétta- flutningur ágætur, umræða um athyglisverða og sögulega hluti, verndun minja osfrv. Það hefur hinsvegar komið mér dálitið á óvart, að i öllum þessum skrifum um „hverfi” i Reykjavikurborg, hefi ég hvergi séð stafkrók um það hverfi i Reykjavik sem e.t.v. á sér ekki ómerkari sögu en sum þessara gömlu hverfa, þótt eldri séu. Sagan er nefnilega alltaf aö ger- ast. Hér á ég viö hverfið, sem komist var svo aö orði um á fjöl- mennum fundi ibúa hverfisins, sl vor, að þetta væri „hverfið sem lifði af”, sem sagt, hverfið sem ráðamönnum Reykjavik- urborgar i undanfarna áratugi, tókst ekki að drepa. Þetta er hverfið sem Þjóðviljanum virð- ist ekki hafa þótt taka að minn- ast á einu sinni, þótt það, ásamt öðrum hverfum, afsprengjum striösáranna, fátæktar og hús- næðisvandræða svo sem Her- skálakamp, Selby og Balbo osfrv. hafi hýst fjölda alþýöu- fólks á erfiðum árum. Þetta er hverfið sem nú er óð- um að taka á sig nýjan svip, nýjar byggingar risa á hverju ári og eldri byggingar eru lag- færöar, eftir þvi sem aðstæður leyfa. Garðar eru lagfærðir, tré gróðursett, grasblettir ræktað- ir. Þrátt fyrir það njóta ibúar þessa hverfis minni þjónustu en aðrir ibúar Reykjavikur og gild- ir þar jafnt um alla hluti, gatna- gerð, simalagnir, raflagnir omfl. Engu er likara en aö fulltrúar þeirra flokka allra er fara með borgarmál, hafi sameinast um þá skoðun að þetta sé ekki okkar fólk, viö þurfum ekkert fyrir það að gera. E.t.v. er hér um að ræöa arf frá valdsmönnum fyrri ára þeg- ar barnafjölskyldum var neitað um rafmagn i hús sin árum saman. Og hitaveitu skyldi það ekki fá þótt sá múr yröi siðar brotinn fyrir atfylgi góöra manna. Þetta er ljót saga, geymd en ekki gleymd. Með tilkomu nýs borgar- stjórnarmeirihluta fyrir þrem- ur árum vöknuöu nýjar vonir. En þrátt fyrir þá breytingu hef- ur allt gengið grátlega seint. Enn hefur ekki komið svo mikið sem ein lúka af malbiki á göturnar innan hverfisins, hvað þá gangstéttarhella. A góðviðriörisdögum þyrlast moldrykið yfir þá sem hætta sér út fyrir dyr og ef einhver leyfir sér að kvarta og biðja um úr- bætur viröast valdamenn jafnan eiga i sinu pokahorni, nóg af sviknum loforöum og á þau ein eru þeir ósparir viö ibúana. Hjól valdakerfisins snúast Það er athyglisvert, þegar ihaldið er alltaf að boða þetta frelsi sitt i viðskiptalifinu, að sjá hvernig það frelsi sem rikir i þeim efnum er misnotað. Ég hef nú aldrei verið sjóveikur en þaö liggur við að ég gubbi yfir þess- um þvættingi þeirra um frelsi i verðlagsmálum. Hér eru nokk- ur dæmi um hvernig frelsið virkar. I vor var undirritaöur staddur úti á Ægissiðu þar sem grá- sleppukarlarnir leggja upp. Meö mér var gamall skipsfélagi og meðan við stöldruðum við, hafði Bjössi ekki við að bera rauðmagann upp úr bátnum. Þetta var gegnglært og hálfgerð kóð allt saman en þaö stoppaði samt ekki i vagninum. Þarna mátti sjá fræga menn og fina auk almennings sem keypti góð- gætið og hvaö ætli það hafi svo sennilega með sama hraða og áður og i sömu átt þósvo eigi að heita að nýir menn hafi tekiö við stjórnartaumunum i Borgar- stjórn. Gömlu, skemmdu jaxl- arnir halda áfram að skemmast þangaö til þeir verða dregnir úr, eða detta burt sjálfkrafa. Ég hefi átt heima i þessu hverfi frá 1. mars 1949 og má þvi glöggt vita um hvað ég er að tala. Að lokum ætla ég að segja ykkur nafn þessa hverfis, sem neitaði allri uppgjöf. Hverfisins þar sem ibúarnir eru staðráðnir i þvi að krefjast réttar sins af Borgarsamfélaginu, og hafa stofnaö samtök sin á milli og kosið sér stjórn til aö berjast fyrir sinum málstaö. Það heitir Blesugróf. Óskar Þórðarson frá Haga, Blesugróf 8. Rvk. kostað. ATTA til' TIU NÝ- KRCNUR STYKKIÐ! Þessa dagana eru svartfugls- og svartbakseggin aö koma á markað og ég þekki karla sem fara árlega noröur og vestur á land og koma með miljónaviröi til baka. Einn var að senda farm i bæinn nú nýlega til að selja hjá Tómasi og Jóni i Nóatúni og hvað skyldi svo stykkið kosta þar? SJO KRÓNUR STYKKIÐ! Þetta er nú frelsið og afleið- ingar þess. Ætli ekki væri nær að koma upp verðlagseftirliti á þessa frjálsu viðskiptahætti heldur en að breiða ósómann út eins og ihaldiö boðar? Það er ekki aðeins i þessum hlunnind- um sem frelsiö þeirra ræður rikjum heldur einnig á mörgum öörum sviöum þar sem sömu sögu er að segja. Gvendur á Eyrinni Svartfuglseggið á 7 nýkrónur! Hj8l/3Se|i„ Barnahornid Það er skaði að myndin hennar Helgu Soffíu skuii ekki vera prentuð í lit. Hún er nefnilega máluð hinum skrautlegustu lit- um, veggir fagurgulir og fjólublátt þak. Grasið og grænt og trjástofninn trjálaufið er vitaskuld brúnn. Miðvikudagur 10. júnf 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Sumarvaka A Sumarvöku útvarpsins i kvöld kl. 20.00 kennir margra grasa. Tryggvi Tryggvason og félagar syngja nokkur lög við undirleik Þórarins Guö- mundssonar. Hjalti Jóhannes- son les annan hluta frásögu Jóhanns Hjaltasonar af Tröllatunguklerkum fyrr á tiö. Þá les Valdimar Lárusson kvæði eftir Jakob Thoraren- sen og loks les Þórunn Elfa Magnúsdóttir minnismola um pólska gyðinginn Elias. Útvarp W KL, 20.00 Forsætisnefnd júgóslavneska kommúnistaflokksins á valdatima Títós. Titó er sá i miðið. Júgóslavía eftir Tító í kvöld kl. 22.10 sýnir sjón- varpið stutta fréttamynd um gang mála i Júgóslaviu eftir fráfall Titós. Þýðandi og þulur er Þórhallur Guttormsson. Að sögn hans er i myndinni lögð áhersla á aö litlar breytingar hafi orðiö i landinu með nýjum leiðtogum. Þeir hafi sömu stefnu og Titó hafði bæöi i inn- anrikis- og utanrikismálum. I utanrikismálum sé siglt á milli skers og báru sem fyrr, Júgóslavar velji sér banda- menn að eigin geðþótta og skipi sér i flokk hlutlausra þjóöa. Þá kemur og fram að þeir eiga nokkra samstöðu með Rúmenum sem hafa los- að sig undan valdi Sovétrikj- anna og ekki er búist við aö neinir þeirra sem nú eiga sæti i forsætisn-efnd muni reyna að ná alræöisvaldi i landinu. Enn er þess að geta aö verðbólga hrjáir Júgóslava eins og fleiri og að afkoma almennings . helst ekki i hendur við hag- vöxt. ö Sjónvarp O kl. 22.10 Ungur Nigerfumaður Keisari sjávarins Það er ekki á hverjum degi að flutt séu ritverk eftir Afrikumenn i islenska rikisút- varpinu. Þaö gerist þó i kvöld kl. 22.35 en þá les Jón Þ. Þór fyrri hluta þýöingar sinnar á smásögunni „Keisari sjávar- ins” eftir Nigeriumanninn Obi B. Egbuna. Siöari hlútinn verður fluttur á föstudags- kvöld kl. 21.30. Höfundur sögunnar er ungur maður sem skrifar bæði smá- sögur og skáldsögur. Hann hefur dvalist bæði i Banda- rikjunum og Bretlandi en þar var hann blaðamaður um tima. Einnig hefur hann veitt forstöðu rithöfundastofu i heimalandi sinu. Að sögn Jóns Þ. Þór mun uppistaöa sögunn- ar vera gömul þjóðsaga sem höfundur færir i búning ævin- týrs. Útvarp KL, 22.35

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.