Þjóðviljinn - 19.06.1981, Síða 1

Þjóðviljinn - 19.06.1981, Síða 1
Hjörleifur um læknadeiluna: a Berit As — mynd-eik Berít Ás talar á fundlnum Berit As félagsfræðingur frá Noregi mun tala á útifundinum á Lækjartorgi að aflokinni friðar- göngunni á morgun, laugardag, Berit er þekktur stjórnmála- maður, fræðimaður og rithöf- undur og hefur alla tíð barist fyrir málefnum kvenna og fyrir friði og afvopnun. Hún er ein af skipu- leggjendum friðargöngunnar miklu til Parisar, sem leggur af stað frá ýmsum stöðum i Evrópu á sunnudag. Hún telur friðarbaráttuna og kvenfrelsisbaráttuna mikilvæg- ustu pólitisku málin i heiminum i dag og segir að þeir stjórnmála- menn sem ekki styðji bæði þessi mál þekki ekki sinn vitjunartima. HUn segir einnig að friðarhreyf- ingunni vaxi óðfluga fylgi og æ fleiri geri sér grein fyrir þeim háska sem mannfólki stafi af hernaðarpólitfk stórveldanna. Sjá viðtal við hana og Torild Skard á opnu- Gervasoni í franskt herfangelsi Staðan i máli Patricks Gerva- soni cr vond: hann gaf sig fram við herdómstól i Marseille þann 17. júni, en var umsvifalaust hnepptur i varðhald og verst her- inn allra frétta. Fréttaritari Þjóðviljans i Paris, Einar Már Jónsson hafði þetta eftir lögfræðingi sem var i fylgd með Gervasoni, Cohen. Cohen var sjálfum tekið „eins og hundi i kúluspili” hjá herrétti og visað frá. Gervasoni er i herfangelsi og herinn neitarað gefa upplýsingar um hann. Að dómi lögíræðinga er tvennt til i málinu. 1 í'yrsta lagi er hugsanlegt að herinn ætli að geyma Gervasoni i nokkra daga meðan menn losa sig við mál hans hljóðalaust með þvi að smiða sér ástæðu til að leysa hann endanlega undan herþjónustu. Hinn möguleikinn er sá að her- inn vilji fara i hart vegna þess fordæmis sem afdrif Gervasonis gefa. Fyrri dómum yfir Gerva- soni verður að likindum hrundið vegna almennrar sakaruppgjafar við embættistöku nýs forseta. En sú sakaruppgjöf leysir ekki þann kjarna málsins sem er afstaða Gervasonis til hersins. Herinn getur samt sem áður látiö sem Gervasoni eigi sinar skyldur óaf- greiddar, leitt hann i herbúðir og sagt honum aö klæðast einkennis- búningi. Þvi mun Gervasoni neita og verður þá á ný sekur — nú um „óhlýðni”. Cohen lögfræðingur er svart- sýnn og telur seinni möguleikann liklegri en hinn fyrri. Föstudagur 19. júni — 136. tbl. 46. árg. skálar Ibúðaverð í Reykjavik: Svipuð hœkkun og í fyrra . A fyrstu þremur mánuöum þessa árs hækkaði ibúðaverð I Heykjavlk um 15% en um 16% á 1 sama tima i fyrra. I' Þetta kemur fram i nýju fréttabréfi Fasteignamats rik- isins en þróunin hefur verið sú J að á árinu 1979 og fyrst á árinu I 1980 varð mjög mikil hækkun, I en verulega dró úr henni þegar ' leið á árið 1980. Siðan hækkaði J fasteignaverð aftur eftir siðustu I áramót. Frá áramótum virðast hækk- anir hafa orðið 5 - 6% á mánuði i Reykjavik. Hækkunin virðist hafa orðið hlutfallslega meiri i Vesturbæ, Fossvogi og Háaleiti en i Breiðholti, Arbæ og gamla bænum. Hækkanir á verði fast- eigna utan höfuðborgarsvæðis- ins hafa orðið ivið meiri, en söluverð blokkaribúða á Akur- eyri virðist vera um 70 - 75% af verði blokkaribúða i Reykjavik. í fréttabreíi Fasteignamats- ins er gerð grein fyrir greiðslu- kjörum i fasteignaviðskiptum i Danmörku og kemur þar m.a. fram að vorið 1980 kostaði 75 fermetra ibúð i Alaborg mjög svipað og jafn stór ibúð i ^Reykjavik eða 27 - 27,5 miljónir gkr. Greiðslukjör voru hins veg- ar gerólik. 1 Reykjavik greiddi kaupandinn 20,5 miljónir gkr. á fyrsta árinu og eftirstöðvar voru 6 -7 miljónir sem að mestu greiðast á 5 árum. I Álaborg greiddi kaupandinn hins vegar 3 ■ miljónir gkr. viö undirritun I samnings og yfirtók 15,5 miljón I króna lán og seljandi lánaði 9 | miljónir. ■ A s.l. sex árum hefur verið 1 fasteigna hækkað til jafnaðar I um 15% á ári i Danmörku en um I 40% á Islandi. -----------------------~.AÚ Yfirlæknar Landspitalans áttu i gær fund með Hjörleifi Guttorms- syni, iðnaðarráðherra, sem nú gegnir störfum heilbrigðisráð- herra meðan Svavar Gestsson er erlendis. Auk Hjörleifs sat land- læknir fundinn og var farið yfir stöðu mála vegna þess ástands sem skapast hefur á sjúkrahús- unum vegna uppsagna lækna. Hjörleifur Guttormsson sagði eftir fundinn að yfirlæknar hefðu gefið yfirlit hver fyrir sina deild og jafnframt hefði verið rætt um horfur ef deilan leystist ekki á næstunni. Það kom fram að ástandið er ekki gott, en þó mis- munandi eftir deildum, sagöi Hjörleifur, en yfirlæknarnir hafa þó ekki sist áhyggjur af þvl að lausráðnir læknar leiti annað og skili sér ekki til fyrri starfa þó deilan leysist sem við verðum að vona. Þá hefur vinnuálag á yfir- læknunum sjálfum stóraukist. Eftir fundinn ræddi ég við þá sem að samningamálum vinna og mun fylgjast með framvindu málsins áfram. — Er engin lausn i augsýn? Hér er um allerfiða deilu að ræða og reynir á báða aðila að afstýra voða og leita farsællar Framhald á 14. siðu Nú er aðeins einn dagur til stefnu þar til friðar- gangan hefst frá Keflavik til Reykjavíkur. Sam- kvæmt nýjustu tölum frá skrifstofu Herstöðvaand- stæðinga hafa um 400 manns skráð sig til þátt- töku frá byrjun göngu, en búast má við að allmargir bætist í hópinn til morguns. Dagskrá göngunnar er tilbúin, en það var Böövar Guðmundsson rithöfundur sem sá um hið and- lega fóður sem göngumönnum verður boðið upp á meðan þeir hvila lúin bein. Böðvar sagði að fyrst yrði bryddað upp á sliku efni i Vogum, en þá tekur hann sjálfur fram gítar sinn og syngur eigin lög. t Kúagerði flytur ávarp Þor- grimur Starri Björgvinsson bóndi i Garði Mývatnssveit, en siðan syngur Þorvaldur Arnason, Þor- leifur Hauksson les ljóð, Birgir Svan Simonarson fer með eigin kveðskap og Hjörtur Hjartarson syngur eigin lög og annarra. I Straumi verður fjöldasöngur, en þess má geta að nú sem oft áð- ur verður Elias Daviðsson með harmonikkuna i farangrinum og mun gripa til hennar eftir þvi sem sönggleðin segir til sin. 1 Hafnarfirði verður ávarp Kristjáns Bersa Ólafssonar, og þar les Vilborg Dagbjartsdóttir ljóð sin og Hjörtur Hjartarson syngur enn á ný. I Kópavogi verða ræðumenn Gils Guðmundsson og Birna Þórðardóttir, Sigurður Pálsson les ljóð sin og Böðvar Guðmunds- son syngur. A útifundinum á Lækjartorgi verða þau Guðrún Helgadóttir al- þingismaður og Jón Helgason rit- stjóri með ávörp og þar mun Ber- it As frá Noregi ávarpa fundar- menn, en hún er meðal forystu- kvenna i samtökunum „Kvinder for fred”, sem standa að friðar- göngunni miklu úti i Evrópu ásamt fjölda annarra samtaka. Það hefur frést að hópur Norð- urlandabúa sem hér var á ráð- stefnu félagsfræðinga muni koma i gönguna. ísland úr NATO — herinn burt [Þjóð Ihátíð Þjóðhátíðarhöldin fóri fram með sóma um lan< allt. í Reykjavík lagð Vigdís Finnbogadóttii forseti íslands blómvön< frá allri þjóðinni a< minnismerki Jóns Sig urðssonar á Austurvelli Þetta var fyrsti þjóðhá tíðardagurinn eftir kjöi Vigdísar í embætti for seta íslands. Gunnai Thoroddsen forsætisráð herra f lutti ávarp. Mynd -eik moovmiNN Þetta reynir á báða aðila A skrifstofu Herstöðvaandstæöinga var unniö kappsamlega aö undir- búningi í gær, enda hver að veröa síðastur aö ganga frá iausum endum. Þar inni mátti sjá Pétur Þórarinsson, Ingibjörgu Hafstaö, Ólaf Ragnar Grimsson og önnu Gunnlaugsdóttur. A litlu myndinni er Erling Ólafs- son form. SHA viö simann. Ljósm: eik. Þá er aðeins eftir að minna göngumenn á að vera i góðum gönguskóm með þykkum sólum, ekki nýjum, þvi það kallar á ýmis konar fótamein. Nestið er mikil- vægt lika, svo og léttur skjólfatn- aður. Læknar verða til staðar og munu veita aðhlynningu ef nauð- syn krefur. Rútur verða með i för þar sem hægt er að hvila sig ef fæturnir fara að mótmæla með- ferðinni. Eins og lesendur vita er þessi ganga farin til að krefjast úr- sagnar Islands úr NATÓ og brott- farar hersins, en einnig til að leggja lóð á vogaskálar friðar- baráttunnar Uti i Evrópu sem nú ris hærra og hærra með hverjum deginum sem liður, gegn vigbún- aðarkapphlaupinu og gegn fram- leiðslu kjarnorkuvopna. — Sjá BAKSÍÐU Friðargangan 20. júní 1981 Leggjum lóð friðarbarátti emj/áb.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.