Þjóðviljinn - 19.06.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 19.06.1981, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. jlinl 1981 Þjóðvíljlnii ræðír við Guðrúnu Helgadóttur alþingismann Alþingi og Borgarstjórn Blaðamaður: Þú átt sæti bæði iBorgarstjórn Reykjavikur og á Alþingi, GuðrUn. Hvernig geng- ur aö samræma þær skyldur, sem iþessum tveim störfum fel- ast? Guöriín: Ég hygg, að það gangi nokkuð vel og vona, að aðrir séu á sama máli. Sann- leikurinn er sá, að allir borgar- fulltrUarnir hafa annaö aðal- starf. Mér finnst, að Alþingis- störf með borgarstjórnarstörf- um sé sist lakari kostur en margt annað i þessu tilliti, enda þótt hér sé auðvitaö um tals- verða vinnu að ræða. Annars samrýmist þetta tvennt ágætlega að mörgu leyti. Ýmis mál, m.a. félagsmál og málefni dagvistunarstofnana, sem ég sinni hjá Reykjavikur- borg, eru til umf jöllunar bæði á Alþingi og i sveitarstjórnum. Það greiðir fyrir skynsamleg- um ákvörðunum, að sömu persónurnar, skuli aö nokkru leyti fjalla um þessi mál á báð- um stjórnarstigum. fengið meölagsgreiðslu þó að faöernismálisé ekki lokið. Þessi breyting var mér mikið áhuga- mál, þar sem við i Trygginga- stofnun rikisins höfðum oftlega orðið vörviö sáran vanda þeirra mæðra, sem uröu að bfða mán- uðum, og jafnvel árum, saman eftir meðlagsgreiðslum vegna þess að faðernismáli var ekki lokiö. Þá varð að lögum frumvarp um hollustuhætti og hollustu- vernd, en þaö frumvarp olli nefndinni langmestri vinnu. Með þessum lögum var ákveöin stofnun Hollustuverndar rikis- ins, en sú stofnun skal hafa yfir- umsjón meö heilbrigðiseftirliti, matvælaeftirliti og mengunar- vörnum. Eru bundnar vonir við, að þessari stofnun takist að samræma starf að hollari lifs- skilyrðum landsmanna i sam- vinnu viö aðra aðila, sem vinna að svipuðum verkefnum á sér- sviðum samkvæmt öðrum lög- um. Þá varð að lögum frumvarp um Framkvæmdasjóð aldraðra, sem verja skal fé til byggingar húsnæðis fyrir aldrað fólk. Þá náðu fram að ganga ákaf- „Ef saltið dofnar, með hveriu á þá að selta það?” I öðru lagi tel ég, aö seta sveitarst jórnarmanna, bæði min og annarra, á Alþingi greiði fyrir upplýsingastreymi og skoðanaskiptum á milli Alþingis og sveitarstjórna, en af þvi er mikið hagræði fyrir báða aðila. Að lokum auðveldar það mér Alþingisstörfin mjög, að við borgarfulltrúar Alþýöubanda- lagsins tókum þá ákvörðun, þegar i upphafi, að skipta þeim skyldum, sem á Alþýöubanda- lagið féllu i borgarstjórn, á sem stærstan hóp fólks á framboðs- listanum .Byrðarnar lögðust þvi tiltölulega jafnt á menn, og eng- inn okkar varð störfum hlaðinn úr hófi fram. Blaðamaður: Snúum okkur nú áð störfum þinum á Alþingi. Hvaö er, að þinu mati, mark- verðast á þeim vettvangi? Heilbrigðis- og trygginganefnd Guðrún: Ef við lítum fyrst á störf heilbrigðis- og trygginga- nefndar, átti sú nefnd óvenju annasama ævi sl. vetur. Frá heilbrigðis- og tryggingaráð- herra bárust fjölmörg stórmál á siðasta þingi, sem ég vil geta um i stuttu máli, en reyndar væri full ástæða til aö gera það rækilegar við annað tækifæri. Breytingar voru geröar á lög- um um eftirlaun aldraöra. Ann- ars vegar voru þessar breyting- ar þess efnis, aö eftirlaun skuli miðast viö grunnlaun sam- kvæmt almennum kauptöxtum og hækka í samræmi við það. Hins vegar var um að ræöa 3ja stiga viöbót við þann rétt, sem eftirlaunaþegar höfðu þegar aflaö sér. Rétt fyrir áramótin voru af- greidd lög um fæöingarorlof fyrir allar konur og raunar feð- ur lika, sem það kjósa. Þá var gerð mikilsverð breyt- ing á lögum um meölagsgreiðsl- urá þann veg, að nú getur kona lega mikilsverö lög um atvinnu- leysistryggingar.sem fela i sér verulegar réttindabætur laun- þegum tii handa. Sem dæmi um breytingu til batnaðar, sam- kvæmt lögum þessum, má nefna, að nú skipta tekjur maka viökomandi ekki lengur máli varðandi bótarétt. Frumvarp um þetta efni flutti ég á fyrra þingi. Þá náði það ekki fram að ganga, en nú var þetta atriði tekiö inn i stjórnarfrumvarp. Réttindatimi er einnig lengdur með þessum lögum og bætur hækkaðar. Margar aðrar rétt- indabætur felast i þessum nýju lögum. Þá var staðfestur Noröur- landasamningur um félagslegt öryggi, sem undirritaður var á þingi Norðurlandaráðs 5. mars sl. Þar var um að ræða breyt- ingu á gagnkvæmum réttindum Norðurlandabúa varöandi sjúkra- og tryggingabætur utan heimalands. Þá varð aö lögum frumvarp um aukinn rétt sjómanna til ellilifeyris og hækkun örorku- styrks til þeirra, sem orðnir eru 62ja ára. Miðaö við þessa upptalningu, verður það varla sagt að Alþýðubandalagið, sem fer með yfirstjórn heilbrigöis- og tryggingamála, hafi setið auð- um höndum í þeim efnum i vet- ur. Menntamálanefnd Menntamálanefnd átti, af ýmsum ástæðum, náðuga daga. Engin stórmál voru afgreidd frá nefndinni, en ýmsar minni hátt- ar breytingar. Sárast þtítti mér þó, að frumvarp menntamála- ráðherra um Sinfóniuhljómsveit tslands skyldi ekki ná fram að ganga. Það frumvarp hefur nú veriðlagtfram aftur og aftur og er ekki seinna vænna, að hljóm- sveitin fái lög til að styðjast við eftir 30 ára starf. Varla fer það fram hjá neinum, hverja þýð- ingu hljómsveitin hefur fyrir ttínlistarlif landsmanna, en það er eins og einhver óskiljanleg tregöa sé á aö viðurkenna starf þessa listafólks. Sú tregða er raunar ekkert einsdæmi þegar menningarmál eru annars veg- ar á Alþingi. Menntamálaráðherra lagði einnig fram frumvarp um list- skreytingar opinberra bygg- inga, en timaskortur varð þvi frumvarpi að falli. Mikil nauðsyn er á þvi, að nefnd, sem vinnur i endurskoð- un á lögum »almenningsbtíka- söfn, ljúki störfum sem fyrst. Mun menntamálaráðherra raunar stefna að þvi, að frum- varpá þessu sviði verði lagt fyr- ir næsta þing. Eigin frumvörp Blaöamaður: Nú hefur Alþýöubandalagið ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála, svo að flest meiri háttar mál á þvi sviði eru flutt sem stjórnar- frumvörp. Lagðir þú sjálf fram einhver frumvörp á Alþingi? Guðrún:Þau mál, sem ég hef haft frumkvæði að, eru nú öll oröin að lögum, ýmist sem sjálf- stæð lög eða sem þættir i stjórn- arfrumvörpum. A nýafstöðnu þingi flutti ég, ásamt Ingólfi Guðnasyni, frum- varp til laga um þýöingarsjóð. Hlutverk þessa sjóðs er að veita styrki eöa lán til þýðingar á við- urkenndum erlendum skáld- og fræðiritum. Þetta frumvarp hlaut samþykki á Alþingi. Einnig flutti ég frumvarp til breytingar á lögum um dagvist- arstofnanir, sem var afgreitt sem lög frá Alþingi. Þá fluttiég f rumvörp til laga um breytingar á lögum um öryrkjabifreiöirog breytingar á atvinnuleysistryggingum. Efni þessara frumvarpa var siðar tekið inn í stjórnarfrumvörp og samþykkt sem slik. Þá má einnig nefna það, að ég flutti þingsálytkunartillögu um simamál aldraðra, sem hlaut samþykki. Að lokum er rétt að geta þess, að ég flutti nokkrar breytinga- tillögur við frumvörp annarra. Meðal þeirra má nefna breyt- ingartiliögur minar við frum- varp Jóhönnu Sigurðardóttur um jafnrétti karla og kvenna. Það frumvarp varö raunar ekki útrætt, enda áhugi á jafnréttis- málum vægastsagt mjög blend- inn á hinu háa Alþingi. Annars er ruglið í þessum jafnréttis- málum ekki mikið betra annars staðar, einkum þar sem sist skyldi. T.d.: hefur Kvenrétt- indafélag tslands hvorki gefið mér né Salóme Þorkelsdóttur, sem einnig lét i ljós skoðanir á frumvarpi Jóhönnu, tækifæri til að skýra sjónarmið okkar á fundum um málið. Visast er þessi afstaða til komin vegna þess, að við erum ekki sammála öllu þvi, sem nú er i tisku i þess- um málum. Vald óbreyttra þingmanna Blaöam aður: Þvi er stundum haldið fram, að rikisstjórnir Guörún Heigadóttir var kjörin fulltrúi i Borgarstjórn Reykjavíkur árið 1978. Alþingis- maður varð hún árið 1979. Aður hafði hún um árabil starfað að málefnum Reykjavikur og Alþýðubandalagsins. jafnframt störfum sín- um i Tryggingastofnun rikisins frá 1973 til 1980. Margir þekkja einnig til ritstarfa Guðrúnar, en bækur hennar hafa verið þýddar á öll Norðurlandamálin, auk þýsku og hollensku. Guðrún er formaður heilbrigðis- og trygg- inganefndar neðri deildar Alþingis, og hún á sæti í menntamálanefnd og allsherjarnefnd sameinaðs þings. Hún hefur því einkum beint kröftum sinum að heilbirgðis-, tryggingar- og menntamálum á Alþingi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.