Þjóðviljinn - 19.06.1981, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.06.1981, Qupperneq 7
Föstudagur 19. jlinl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ráði öllu á Alþingi, en óbreyttir þingmenn hafi lítil sem engin áhrif á gang mála. Hver er skoðun þín á þessari fullyrð- ingu? Guðrún: Það er eflaust rétt, að ríkisstjómir ráða mjög miklu á Alþingi. Annars væri varla hægt að nefna þær þvi nafni. Einstakir þingmenn geta þó haft talsverð áhrif. 1 fyrsta lagi hafa einstakir þingmenn tæki- færi til að koma fram sinum eig- in frumvörpum, enda þótt þau geti yfirleitt ekki verið i beinni andstöðu við stefnu rikisstjórn- arinnar eða kostað mikil fjárút- lát, 'eigi þau að hljóta brautar- gengi. Að koma fram sinum eigin frumvörpum tekur hins vegar yfirleitt langan tima og kostar mikla þolinmæði. Frumskilyrði þess.aðná frameigin málum er að læra á valdakerfið á Alþingi. Það er tilgangsitið að leggja fram frumvörp á Alþingi nema þvi aðeins, að maður viti af þeim skerjum, sem þau geta strandaðá og hafi hugmynd um, hvernig unnt sé að foröast þau. Einnig er nauðsynlegt að á- vinna sér traust samþingis- manna sinna, bæði andstæðinga og samherja. Það er lifsins ómögulegt fyrir þingmenn að kynna sér til hlitar nema litinn hluta þingmála. Þetta þýðir, að þingmenn verða oft að treysta dómi annarra um gæði frum- varpa. öfugt við stjórnarfrum- vörp, sem hafa yfirleitt hlotið ýtarlega skoðun sérfræðinga, sem lýsteri greinargerð, verða þingmain að geta treyst þvi, að flutningsmaöur þingmanna- frumvarps hafi vit á þvi sem hann er að flytja frumvarp um, til að þeir fáist til að styöja það. Sé það traustekki fyrirhendi, er málið sennilega dauðadæmt. Það tekur hins vegar langt og samviskusamlegt starf á Alþingi til að ávinna sér þetta traust. Þegar áhrifavald einstakra þingmanna á Alþingi er ihugað dugirþó ekki að einskorða skoð- unina við brautargengi þing- mannafrumvarpa og þings- ályktunartillagna. Margir þingmenn hafa mikil áhrif á endanlega gerð þeirra þing- mála, sem aðrir, rikisstjórnir og þingmenn, flytja og hljóta samþykki. Aöur en flest stjórn- arfrumvörp eru lögð fram hafa viðkomandi þingmenn fjallað um þau, og oft er þeim breytt i kjölfar slikrar skoðunar. Þá kemur það oft fyrir, að þing- menn gera tilteknar breytingar á frumvörpum að skilyrði fyrir stuðningi sinum við þau. Slikt er stundum áhrifamikið, einkum þegar viðkomandi rikisstjórn nýtur litils þingmeirihluta. Þegaráallter litið sýnist mér þvi, að völd einstakra þing- manna séu i raun meiri en virð- ast kann á yfirborðinu og al- mennt er talið. 1 þessu sambandi vildi ég gjarnan koma að þeirri skoðun minni, að alþingismenn eigi að gegna vissu leiðsagnarhlutverki i þjóðfélaginu. Allt of margir alþingismenn hafa tilhneigingu til þess að reyna að setja sig inn i smæstu sérfræðilegu smáatriði sérhvers máls og hnakkrifast siðan sin á milli, og stundum við sérfræðinga lika, um þau. 1 þetta ferð mjög mikill timi á Alþingi. A þennan hátt skjóta þessir alþingismenn sér undan þvi meginhlutverki Alþingis, að minu mati, að taka afstöðu til þjóðfélagslegra meginmark- miða og setja þau fram með skýrum hætti. Afleiðingin er auðvitað sú, aö þjóðfölagsleg stefnumörkun fer að mestu fram utan Alþingis og örugg- lega ekki i samræmi við vilja meirihluta þjóðarinnar. Alþingismenn eiga að vera logandi kyndill frjórrar hugs- unar um framtið þjóöarinnar og stööu hennar i heiminum, en ekki kafna i smásmugulegu hversdagsþrasi. Ef markmið þau, sem að er stefnt, eru óljós, er til li'tils að vera að þræta um leiðirnar. Mál Gervasoni Blaðamaöur: I framhaldi af þessu svari er e.t.v. rétt að inna þig eftir þeim atburöi, þegar þú hótaðir að draga til baka stuðn- ing þinn við rikisstjórnina vegna máls P. Gervasonis. Guðrún: Hótanir af svipuðu tagi eru nú ekki eins sjaldgæfar á Alþingi og fjaðrafokið út af þessu máli virðist gefa til kynna. Égog aðriri þingflokkn- um höfum einnig sett skilyrði fyrir áframhaldandi stuðningi okkar við stjórnarsamstarfið, vegna annarra mála. Ég býst við þvi, að vegna þeirrar at- hygli, sem mál Gervasonis vakti, hafi kastljósið að þessu sinni e.t.v. beinst sérstaklega mikið að minum þætti i þvi. Ég er enn þeirrar skoðunar, að ég hafi aðhafst rétt i þessu máli. Hér var, og er, um að ræða mannúðarmál, sem snert- ir kjarna þeirra siðferðisvið- horfa, sem ég trúi á og tel, að Alþýðubandalagið eigi að berj- ast fyrir. Efmennkynna sér ferilminn, bæði á Alþingi og utan þess, munu þeir fljóttsjá, að afstaða min i máli Gervasonis er i rök- rænu framhaldi af öllu minu pólitiska starfi. Það þarf þvi ekki að fara i neinar grafgötur með það, að ég myndi taka sömu afstöðu, ef þetta eöa áþekkt mál kæmi upp á nýjan leik. Ég hef skömm og fyrirlitn- ingu á öllu hernaðarbrölti og vona, að kjósendur minir hafi það lika. Hugsi menn skýrt munu þeir skilja, að sósialismi og mannréttindi eru eitt og hið sama. Sósialistar hljóta þvi allt- af að beita þvi valdi, sem þeir hafa, til að verja mannréttindi. Núverandi ríkisstjórn Blaðamaður: Hvaða skoðun hefur þú á núverandi rikisstjórn og þátttöku Alþýðubandalagsins i henni? Guðrún: Það fyrsta, sem menn verða að hyggja að varð- andi núverandi rikisstjórn er, að hún er samsteypustjórn. Alþýðubandalagiö er einungis þriðjungsaðili að þessari rikis- stjórn og etur þar kappi við sterk ihaldssöm öfl. Með tilliti til þessara að- stæðna er núverandi rikisstjdrn alls ekki afleit. Hún hefur nú þegar komið fram ýmsum merkum málum. Ég hygg, að ekki sé á neinn hallað, þó ég segi, að þar hafi ráðherrar Alþýðubandalagsins verið fremstir i' flokki. Nægir þar að •' minna á þau mjög svo mikils- verðu hagsmunamál á sviði fé- lags- og heilbrigðismála, sem ég rakti hér að framan. Þá má nefna hin merkilegu frumvörp um orku og iðnaðarmál, sem iðnaðarráðherra fékk samþykkt á siðasta þingi og eru mjög i þeim anda, sem vinstri menn hafa lengi barist f yrir. Að lokum hefur fjármálum rikisins verið þannig stjórnað, við mjög erfið skilyrði, að þar hefur ekki veriö betur gert um árabil. Aðrir ráð- herrar i rikisstjórninni hafa einnig unniö eftir bestu getu. Helsta viðfangsefni þessarar rikisstjórnar hafa verið efna- hagsmálin, sem enginn hægðar- leikur er að ná tökum á. 1 fyrsta lagi er þess að geta, að rikis- stjórnin hefur ákaflega tak- mörkuð yfirráð yfir efnahagslif- inu. Hagkerfið einkennist af sterkum og velskipulögðum hagsmunasamtökum, og er ég ekki þeirrar skoðunar, að verkalýðshreyfingin sé sterkust þessara samtaka, og örugglega ekki sú ósveigjanlegasta. Mörg hinna rikjandi hagsmunasam- taka, sem hafa fengið að stýra efnahagslifinu eftir sinu höfði undanfarna áratugi, berjast með oddi og egg gegn öllum um- bótum. Margir landsmenn, sem hafa aðlagast hinum mikla verð- bólguhraða, óttast einnig, að rdttækir efnahagsaögerðir raski hinni viðkvæmu spilaborg lán- töku og skuldsetningar, sem þeir hafa komið sér upp með æmum tilkostnaöi til að leika á veröbólguna. Þá veldur pólitisk samsetning rikisstjórnarinnar þvi, að erfitt er að ná samstöðu um efnahags- aðgeröir i samræmi við mark- mið Alþýðubandalagsins. 011 þessi atriði hafa þaö i för með sér, að hægar miðar i efna- hagsmálum, þ.á.m. baráttunni við verðbólguna og kjaramálum launþega, en Alþýöubandalagið myndi kjósa. Þó hefur þessi rikisstjórn náð meiri árangri á þessum sviðum en nokkur rikisstjórn siðan vinstri stjórnin 1971—1974. Ég er þess vegna eindregið þeirrar skoðunar, að þaö hafi verið rétt fyrir Alþýðubanda- lagið að gerast þátttakandi i þessari rikisstjórn samkvæmt þeim stjórnarsáttmála, sem gerður var. Ég tel ennfremur, að á meðan rikisstjórnin er trú þeirri stefnu, sem þar var mörkuð,sé ekkiástæða fyrir Al- þýðubandalagið að endurskoða stjórnarþátttöku sina. Við verðum að horfast i augu við það, að sósialistar heyja varnarbaráttu hér á landi um þessar mundir. Alþýðubanda- lagið berst eitt við þrjá til f jóra hægri sinnaða stjórnmála- flokka. Með þátttöku sinni i rikisstjórn nú getur Alþýðu- bandalagið bægt verstu vágest- um slikra stjórnmálaviðhorfa frá landsmönnum. Um ríkisstjórnar- þátttöku Alþýðu - bandalagsins almennt Blaðamaður: Hvað með þátt- töku Alþýðubandalagsins i rikisstjórnum almennt? Guðrún: 1 auðvaldsskipulagi rins og þvi, sem rikir hér á landi, er erfitt að vera sósial- iskur þingmaður. Maður er stöðugt að berjast við andsnúið skipulag og reyna að breyta þvi. Hinir þingmennirnir, sem eru i megindráttum ánægðir með rikjandi skipulag eiga auðveld- ara uppdráttar. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst það að vernda skipulagið og koma i veg fyrir, að okkur sósialistum takist að gera á þvi' breytingar. 1 þeirri viðleitni sinni njóta þeir tryggs stuðnings öflugustu hagsmuna- hópanna. Sem sósialiskur stjórnmála- flokkur er Alþýðubandalagið i heild i þessari aðstöðu. Oft kann að koma upp sú staöa, að hinni sósialisku baráttu sé best þjónað með þvi, aö Alþýðu- bandalagið setjist i rikisstjórn, gerist yfirumsjónarmaður með hinu kapitaliska hagkerfi og reyni að halda þvi gangandi en freisti þess i leiðinni að gera á þvi' nokkrar breytingar i mannúðarátt og bægja frá herj- um stórvelda og ásælni erlends auðvalds. Alþýðubandalagiö veröur hins vegar alltaf að gæta sin á þvi, að missa ekki sjónir af hinum sósialisku hugsjónum sinum, þrátt fyrir slika stjórnarþátt- töku. Vandamálið er það, hvernig unnt sé að halda hug- sjónaeldinum logandi, þegar á forystusveit flokksins er lagður sá kross að þurfa stööugt að leysa úr daglegum rekstrar- erfiðleikum hins kapitaliska hagkerfis. Þetta er þó lifsspurs- mál fyrir sósialiska hreyfingu, þvi að „ef saltið dofnar með hverju á þá að selta það?” Það er að minu mati eitt mikilvægasta verkefni flokksins og flokksfélaganna að varðveita og efla hina sósialisku hugsjón. Það er hlutverk hins sósialiska flokks aö vera fulltrúum sinum út á við: i rikisstjórn, i sveitar- stjórnum og á Alþingi, traust hugsjónaleg undirstaða og veita þeim það aðhald og stuðning, sem þeir þarfnast. Til þess að svo megi verða þarf velskipulagöan flokk. Það þarf þvi að efla flokksstarf og flckksumræðu frá þvi sem nú er. Það þarf að virkja miklu fleiri sósialista til starfa i Al- þýðubandalaginu. Það er nauð- synlegt að gera flokksmenn i trúnaðarstöðum ábyrga með beinum hætti fyrir störfum sinum fyrir flokkinn. Og hinu raunverulega valdi Alþýðu- bandalagsins þarf að dreifa um allan flokkinn. A þann hátt einan verður unnt aö kveikja áhuga hins almenna sósialista á flokksstarfinu og gildi þess. Rútuferðir vegna Keflavíkurgöngu Reykjavik Vesturbær — Kl. 7:00 frá KR-heimilinu og frá Vestúr- götu 52. Kl. 7:15 Frá Elliheimilinu Grund og frá Menntaskólanum við Lækjargötu. Austurbær — Kl. 7:00 frá Lindargötuskóla Kl. 7:15 frá Búnaðarbanka við Hlemm. Kleppsholt — Kl. 7:00 frá Sundlaugunum i Laugardal Kl. 7:15 frá Sunnutorgi við Langholtsveg. Vogahverfi — Árbær. Kl. 7:00 frá Shell-stöðinni i Árbæ Kl. 7:15 á mótum Skeiðarvogs og Suður- landsbrautar. Bústaðahverfi — Iiáaleiti. Kl. 7:00 á mótum Bústaðavegs og Réttar- holtsvegar. Kl. 7:15 hjá Miðbæ við Háaleitisbraut. Hliðarnar — Kl. 7:00 á mótum Mikiubrautar og Löngu- hliðar Kl. 7:15 lrá KRON við Stakkahlið og frá Suðurveri við Kringlubraut. Breiðholt — Kl. 6:45 frá mótum Vesturhóla og Vestur- bergs. Kl. 7:00 frá Kjöti og fiski við Seljabraut 54. og frá mótum Vesturbergs og Norðurfells Kl. 7:15 frá Seljakjöri og frá mótum Arnarbakka og Álltabakka. Kópavogur _ Kl. 7:00 frá Esso-bensinstöð við Engi- hjalla og frá Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut. Kl. 7:15 frá Verslanamiðstöð við Hamra- borg. Garðabær — Kl. 8:00 á mótum Vifilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar. i Hafnarfjörður 8:15 við Biðskýli i Norðurbæ og við Álfafell 8:20 við biðskýli við Hvaleyrarholt; Umsóknafrestur um leyfi til sildveiða i hringnót og reknet er til 5. júni n.k. og verða umsóknir, sem berast eftir þann tima ekki teknar til greina. 1 umsóknum skal greina nafn báts, um- dæmisnúmer, skipaskrárnumer, enn- fremur nafn skipstjóra og nafn og heim- ilisfang móttakanda leyfis. Sjávarútvegsráðuneytið, 16. júni 1981. KRAKKAR! Blaðberabió i \Regn- / boganum Blaðberabíó! Flóðið mikla. Bráðskemmtileg ævintýramynd byggð á sannsögulegum atburðum. Sýnd i Regnboganum, sal A laugardag kl. 1 e.h G“* “ DJOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.