Þjóðviljinn - 19.06.1981, Page 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. júnl 1981
Föstudagur 19. jiínl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 !
Torild Skard og Berit As. Báðar eru þær félagsfræöingar aö mennt ogreyndir stjórnmálamenn 1 l\oregi. Frá kvennaráöstefnu SÞ I Kaupmannahöfn I fyrra. Þar lögðu fulltrúar Noröurlandanna fram undirskriftir 500 kvenna þar sem skoraö er á
___ stórveldin aö afvopnast.
Konur eru hin nýja öreigastétt
Konur mega vera meö í pólitík ef þær berjast fyrir bœttum kjörum karla
Meðal fulltrúa á þingi
norrænna félagsfræðfnga,
sem lýkur í dag,eru Torild
Skard og Berit As, báðar
norskar og þekktar stjórn-
málakonur og baráttukon-
ur fyrir kvenfrelsi. Þær
tóku vel málaleitan minni
að segja lesendum Þjóð-
viljans lítillega frá störf-
um sinum og reynslu í fé-
lagsmálum og pólitík. Báð-
ar eru þær hressar mjög og
skemmtilegar og Berit
svaraði að bragði, þegar ég
bað þær að kynna sig, að
þrennt væri þeim Torild
sameiginlegt: Báðar senda
frá sér nýja bók í haust,
báðar hafa átt sæti á Stór-
þinginu og báðar eru fé-
lagsfræðingar að mennt.
Og Berit heldur áfram: Eg las
þjóöfélagsfræöi i Bandarikjunum
viö háskólann i Michigan og kenni
nú félagssálfræöi. Eg hef frá
fyrstu tiö haft áhuga á kvenfrels-
ismálum og málefnum neytenda
og ég hef lengi unnið aö friöar-
starfi. Ég var i Verkamanna-
flokknum norska en hætti þar
vegna deilnanna um inngöngu
Noregs i EFTA. Siðar varö ég for-
maöur i Socialistisk venstre pa.-ti
og sat á þingi fyrir þann flokk
1975—7ó Ég hef skrifaö bókir.a
Förbrukare i det moderna sam-
funnet og ritstýröi Kvinnans lille
röde og i haust kemur út bók eftir
mig sem heitir Kvinner i alla
lander en segja má að þaö sé
handbók um kvenfrelsi. Hún
kemur út samtimis i Noregi og
Danmörku.
Torild: Ég vann lengi sem
skólasálfræðingur og þá mest
meö fötluðum börnum. Ég var
einn af stofnendum Socialistisk
folkeparti 1961 og starfaði með
þeim flokki þangað til 1975 aö ég
gekk i Socialistisk venstre parti
þar sem Berit var formaður.
Þingmaöur var ég 1973-1977 og
>9
forseti efri deildar um sinn. Ég
hef skrifað bókina Halva jorden
en það er e.k. kennslubók fyrir þá
sem vilja kynna sér og setja sig
inn i kvennapólitik. Einnig hef ég
ritstýrt bókinni „Kvennasam-
særi’’ en hún fjallar um kosning-
arnar 1971 þegar konur náðu
meirihluta i þremur bæjarfélög-
um i Noregi. Karlar nefndu þaö
samsæri. Aðra bók hef ég lika
skrifað. Hún heitir Utvalgt til
Stortinget og er um sókn kvenna
til þingstarfa og völd karla á þeim
stað.
I haust kemur svo-út bókin Var-
dag pá Lövebakken (Lövebakk-
en = Stórþingið). Þar reyni ég aö
nota persónulega reynslu mina til
aö greina hlutverk stjórnmála-
mannsins og sérstaklega kvenna i
stjórnmálum.
Eftir þessa kynningu ræöum
vift um þátttöku kvenna i stjórn
málum, hvaft isl. konur standi þai
illa aft vigi og hverjar séu orsakir
þess. Þær telja aft ein skýringin
kunni aft vera fámennift hér; vifta
sé afteins um aö ræfta aft koma
einum manni aft og viö þannig aft-
stæftur sé sá maftur ævinlega
karlmaftur. Meira frelsi kjósenda
við aö rafta á lista (t.d. meft út-
strikunum) gæti breytt miklu
konum i hag. Þaft hafa m.a. sviss-
neskar konur notfært sér ósparl
er þær loks fengu kosningarétt
1979.
40% konur
Þá segja þær mér að i lögum
Socialistisk venstreparti i Noregi
sé kveöið á um að i stjórnum og
ráðum flokksins skuli amk. 40%
vera konur. Samskonar ákvæði sé
i sósialistaflokkunum i Dan-
mörku og Frakklandi. Þar sé
prósenttalan reyndar ekki nema
15%. Þó betra en ekkert, segja
þær. Hjá Demókrötum i Banda-
rikjunum eru i sumum fylkjum
ákvæði um 50% kvenna i stjórn-
um. A þvi fór Carter flatt i Mem-
fis. Konur þar felldu hann sem
forsetaefni af þvi að hann neitaöi
að styðja jafnréttis- og kvenna-
kröfur, s.s. það að veita fátækum
konum fjárhagsstuðning til aö fá
fóstureyðingu og að verja fé til
kvenfrelsisbaráttu.
En hvaö meft svona kvótaskipt-
ingu? Er hún ekki óeblileg útfrá
stéttasjónarmiöi? Eiga hægri
sinnaftar konur nokkurt erindi á
þing efta i bæjarstjórnir?
Karlasjónarmið
í öllum flokkum
Miklu fremur en hægri sinnaðir
karlar, segja þær. Flestar konur i
an að koma sér upp konum sem
varaformönnum og eitt árið voru
konur varaformenn i öllum sex
flokkunum sem áttu mann á
þingi. Ein þeirra var Gro Harlem
Brundtland, núverandi forsætis-
ráðherra Noregs.
Er þá raunhæft að tala um
þverpólitiskt samstarf kvenna á
pólitiskum vettvangi?
Þaö er nauösynlegt, segja þær,
þvi aft þaft er miklu fleira sem
konur eiga sameiginlegt en þaft
sem skilur þær aö. Þaft háir kon-
um hins vegar mjög hvaft þær
komust varla yfir að lesa tilskilin
plögg. Það geta margir karlar
hins vegar gert i vinnutima
sinum. Það er að segja þeir sem
eru i háum embættum. Verka-
menn gætu það ekki.
I framhaldi af þessu var farið
aö ræöa um að pólitiskt starf yrði
að breytast. Að óbreyttum skil-
yröum væru margir i raun útilok-
aöir frá þvi að taka þátt i pólitik
þó aö formlega séu allir taldir
hafa til þess jafna möguleika.
Hitt verkefnið er um kven-
blaðamenn. Það vinn ég sam-
Rœtt við Torild Skard og Berit As
pólitik taka upp kvennamál, sum-
ar gera það ekki og fallast á skil-
mála karla, en engir karlar,
hvorki hægri- né vinstri-sinnaðir,
berjast fyrir málefnum kvenna.
Þess vegna er kvótaskipting eðli-
leg og nauðsynleg.
Þær benda iika á að i öllum
flokkum séu karlmannasjónar-
mið rikjandi og konur bæði i
vinstri og hægri flokkum verði að
berjast harðri baráttu fyrir að fá
að koma þar aö kvenfrelsismál-
um. Það gerðist t.d. i bæjarfélög-
unum þremur i Noregi sem áður
var minnstá, þar sem konur náðu
meirihluta 1971. Þegar þær ætl-
uðu að fara að koma i gegn
kvennamálum, þvingaöi flokks-
forystan þær til að greiða atkvæði
gegn þeim. Lika þeir i vinstri
flokknum En konurnar i Social-
istaflokknum sáu að lokum viö
þessu. Þær ákváðu aö fara með
öll kvennamál beint inn i bæjar-
stjórn og þannig fengu þær ýmsu
góðu áorkað. Þetta mislikaði
körlum mjög þvi að það er nú einu
sinni svo að karlapólitikusar, hvar
i flokki sem þeir standa, eru
óánægðir með að konur berjist
fyrir sinum málum.
Eftir að Berit varð flokksfor-
maöur fóru aðrir flokkar aö huga
aö mannvirðingum kvenna innan
flokkanna. Þeir fóru smám sam-
standa stutt vift i pólitík og öðlast
þar meö litla reynslu. Dæmi um
gófta þverpólitiska samstöftu
kvenna er einmitt aft finna i hin-
um þremur bæjarfélögum sem
áftur voru nefnd og öörum þremur
bæjum i Noregi þar sem konur
komust í meirihiuta 1979. Þær
misstu meirihlutann i hinum
fyrri, m.a. vcgna breyttra kosn-
ingalaga, sem siftar var breytt
aftur konum i vil.
t siðari hluta þessa vifttals
segja þær stöllur frá þvi sem þær
eru aft gera núna.
Vinnuskilyrði
stjórnmálamanna
Torild: Ég vinn nú að tveimur
verkefnum á vegum Vinnusál-
fræðistofnunarinnar. Annað er
könnun á vinnu og vinnuaðstöðu
bæjarfulltrúa og ég hef þegar rætt
við fulltrúa i sjö bæjarfélögum.
Fyrir mér vakir að komast að
hver séu vinnuskilyrði stjórn-
málamanna, bæði heima og
heiman. Kveikjan að þessu var
kvennameirihlutinn i hinum 3
norsku bæjum. Konurnar fóru að
tala um hve erfitt þetta væri.
Fundirnir væru of margir og of
langir og leiðinlegir, sömuleiðis
var pappirsflóðiö of mikið.l Þær
kvæmt óskum frá Blaðamannafé-
laginu norska. Það vildi láta
kanna vinnuumhverfi blaða-
manna. Blaöamennska er mjög
frjótt starf og oft skemmtilegt en
vinnutimi er óreglulegur og yfir-
vinna mikil. Flestir blaðamann-
anna á norsku dagblööunum eru
ungir karlar, 25-30 ára. Konur eru
fáar i stéttinni. Ég veit samt að
margar ungar konur reyna við
blaöamennsku en þær hætta
fljótt.
Könnuninni er m.a. ætlað að
veita svar við þvi af hverju þær
hætta og eins hvaða breytingar
þarf að gera til að þær geti stund-
að þetta starf ásamt heimilislifi.
Nú er vitaft aft Noregur er mikift
forgönguland i öllu er varftar
kvenfrelsi og kvenréttindi.
Hvernig skyldi standa á þvi?
K vennarannsóknir
Torild: Arið 1975 var komið á
fót i Noregi rannsóknarstofnun i
kvennarannsóknum (kvinnesekre-
teriat). Þetta er sjálfstæð
stofnun meö eigin stjórn og
fjárveitingu frá rikinu. Með
tilkomu þessarar stofnunar varð
svo að segja bylting meöal
kvenna. Loksins fengu þær viður-
kennda þörfina á sérstökum
kvennarannsóknum og aðstöðu til
að stunda þær. Ötalmargir
kvennahópar hafa sprottið upp og
konurnar hafa skapað sitt eigið
umhverfi sem gengur þvert á all-
ar flokkslinur. Sterkastar eru
kvennarannsóknirenn sem komið
er i samfélagsgreinum.
Berit: Ég er stundum spurð aö
þvi hvort ég sé hætt i pólitik. Þvi
svara ég til að svo sé alls ekki en
nú sé komið að kvennapólitikinni
og friðarpólitikinni. Þessum
tveimur málum helga ég mig nú.
Ég kenni félagssálfræði í há-
skóla, og á byrjendanámskeiöinu
kenni ég um kvennasjónarmið i
sálarfræði. Flestar sálfræðikenn-
ingar eru byggðar á reynslu
karla; öllum hinum viötæka
reynsluheimi kvenna er sleppt.
Um hann eru ekki til neinar kenn-
ingar. Þetta tek ég fyrir i minni
kennslu. Ég kenni um það hvern-
ig konum eru skapaðar aðrar og
verri forsendur en körlum til að
spjara sig i samkeppninni og að
karlasamfélagið neitar aö þessi
munur sé fyrir hendi.
Jafnrétti verður
misrétti
Ég vil hér minna á hvað svo-
kallaö jafnrétti raunverulega er.
I oröi eiga allir að hafa jöfn rétt-
indi og jöfn tækifæri. Með ýmsum
aðgerðum er sifellt verið að auka
þetta formlega jafnrétti. En hvað
gerist? Sá sem hefur fyrir sterka
stöðu getur best notfært sér hinar
auknu jafnréttisaðgerðir. Hinir
sem misrétti voru beittir og jafn-
réttisaðgeröirnar áttu að hjálpa,
verða enn verr settir. Þetta hefur
reynslan sannað á undanförnum
árum. Undir yfirskini jafnréttis
geta karlar enn frekar hlunnfarið
konur.
Hjá Sameinuðu þjóðunum er
talað um að þrjár stórar gjár séu
að opnast i heiminum og breikka.
t fyrsta lagi eykst bilið milli rikra
þjóða og fátækra. t öðru lagi
eykst bilið milli fátækra og rikra i
hverju landi og i þriðja lagi eykst
bilið milli möguleika karla og
kvenna i öllum löndum heims.
Kjör kvenna um allan heim fara
versnandi á öllum sviðum. Mögu-
leikar þeirra á launavinnu
minnka, og einnig til menntunar.
Og möguleikar þeirra til að taka
þátt i pólitisku starfi konum til
framdráttar eru nánast engir.
Þetta þýðir að konur mega þvi
aðeins vera með i pólitik að þær
berjist fyrir bættum kjörum
karla. Það er ekki vinsælt i pólitik
að taka upp kvennamál.
Ég hef fleiri upplýsingar frá
SÞ. Konur vinna 66-75% af allri
vinnu i heiminum. Fyrir þessa
vinnu fá þær 10% greiddra launa
og konur eiga innan viö 1% af öll-
um eignum i heiminum. Niður-
staða min af þessu er sú aö konur
séu hin nýja öreigastétt heimsins.
Þess vegna blómstrar kvenfrels-
isbaráttan (feminisminn). Þeir
stjórnmálamenn og pólitiskir
flokkar sem ekki skilja nauftsyn
þess aft standa meft konum og
taka upp kvennabaráttu, eiga
enga framtið fyrir sér.
Vaxandi
friðarhreyfingar
Um starf mitt að friðarmálum
vil ég segja þetta: Ég var með i
að skipuleggja undirskriftasöfn-
un norrænna kvenna þegar safn-
að var hálfri miljón undirskrifta.
Þetta starf var þverpólitiskt.
Undirskriftir einar hafa hins veg-
ar litið gildi, nema þær séu not-
aöar til að skipuleggja fólk i bar-
áttu fyrir málstaönum. Það hafa
konur á Norðurlöndum verið að
gera og nú hafa risið upp öflugar
friðarhreyfingar kvenna um alla
Skandinaviu. Og þetta friðarstarf
hefur breiðst langt út fyrir Norð-
urlöndin. Þaö eru komnar upp
hliðstæðar hreyfingar mjög viða i
Evrópu.
Þessar hreyfingar sameinast
nú i sumar i öflugum friðargöng-
um sem enda i Paris i ágúst.
Vegna friðarbaráttu norrænu
kvennanna hefur verkalýöshreyf-
ingin norska nú tekiö upp kröfuna
um kjarnorkulaus Norðurlönd.
—hs.
„Flestar konur „Konurnar „Með tilkomu „Flestar sálfræði- „ Undir yfirskini „Þeir stjórnmála-
í pólitík taka upp í sósíalistaflokkn- rannsóknarstofn- kenningar eru jafnréttis menn sem ekki skilja
kvennamál, sumar um fóru með unar í kvenna- byggðar á reynslu geta karlar enn nauðsyn þess að
gera það ekki öll kvennamál rannsóknum varð karla, öllum hinum frekar hlunnfarið standa með konum
og fallast beint inn bylting í víðtæka reynsluheimi konur” og taka upp
á skilmála karla, í bœjarstjórn kvenfrelsismálum ” kvenna er sleppt. kvennabaráttu, eiga
en engir karlar til að forðast Um hann eru enga framtíð fyrir
berjast fyrir þrýsting jlokks- ekki til neinar sér”
málefnum k venna ” förystunnar” kenningar”
á dagskrá
Þótt ég hafi verið að skrifa hér um
aðra gönguferð finnst mér ég svo sem
ekki fari mikið út fyrir efnið þó ég ljúki
þessum orðum með að óska eftir fjöh
mennri og heilladrjúgri göngu 20. júní
Frelsi til að ganga
Frelsið er alltaf á dagskrá. All-
ir vilja höndla það fyrir sjálfa sig.
Margir segjast vilja fullt frelsi
handa öllum. En skelfing eru
menn ósammála um i hverju
þetta hnoss sé fólgið og hvaða
leiöir sé best að fara til að öölast
það.
Ég fékk um daginn þá hugmynd
ab semja iróniskt samtal um
frelsið. Þar áttu að eigast við
venjulegur islenskur þras- og
þráhyggjumaður, tregur að taka
við öllum nýmælum, og þó nokkuð
upptendraðpr frjálshyggjumaður
(frasafrjálshyggjumann mætti
kalla hann rimsins vegna). Sam-
talið gæti t.d. byrjað á hugmynd-
inni um frjálsa vegi og reikað
siðan um viðáttur frjálshyggj-
unnar með þá Friedman og Hay-
ek sem jöklum krýnda fjallatinda
i til viðmiðunr auk rislægri is-
lenskra hólma og steina. Ég batt
nokkrar vonir viö hvitasunnudag
til að vinna þetta verk. Það yrði
þá ekki i fyrsta sinn sem máttur
orðsins kæmi i ljós á þeim degi.
Margt fer öðruvisi en ætlað er.
örlög min urðu þau að setjast að
morgni hvitasunnudags upp i eld-
rauðan miðaldra Skoda (tákn
ánauðar og ófullkomnunar
kommúnismans) og skrönglast
eftir ófrjálsum rikisvegum upp i
Brynjudal. (Ég veitti þvi athygli
á leiðinni að hinn frjálsi vegar-
spotti sem blandaður var á
Kjalarnesi hefur nú veriö hulinn
rikisstyrktri oliumöl). Úr Brynju-
dal var haldið til fjalls. Til vinstri
við göngumenn gnæfðu Botns-
súlur en til hægri Kjölur og Búr-
fell. Leiðina alfrjálsu hafa hug-
kvæmir forfeður skýrt Leggja-
brjót. Maður kemur niður milli
Svartagils og Brúsastaöa.
Einhvern veginn fór það svo að
hugur minn hreinsaðist af þras-
og þráhyggju á þessari göngul'erð
og mér varð liísins ómögulegt að
taka upp samtalsþráðinn þar sem
hann hafði slitnað. Ekki er það þó
svo að skilja að ég telji mig eða
aðra leysa nokkurn þjóðfélags-
vanda með fjallgöngum. Vist er
ful) þörf að halda áfram að ræða
um frelsið. En þegar maður hefur
andað aö sér tæru íjallalofti um
stund á staö þar sem eyrað nemur
ekki önnur hljóð en lækjarnið og
fuglasöng sem blandast við þyt
golunnar og við auganu blasir
grösugur dalur og sólstafaður
Hvalfjörðurinn, eöa Þingvalla-
vatn innan um hraunl'láka og mó-
bergsfjöll, þá verða þeir Fried-
man og Hayek og markaðshyggja
þeirra fjarlæg og fjarstæðukennd
fyrirbæri.
Arðsemi er æðsta boðorð
markaðshyggjumanna og kenn-
ing þeirra er, ef ég hef skilið hana
rétt, að hinn frjálsi markaður
auðsins tryggi öruggustu og
skjótvirkustu boðsendingar um
arðsemi og sem afleiðingu af þvi
— hókuspókus — mesta mögulegt
frelsi.
Ekki ber að lasta blómlegan
búskap i landinu og arðgæfa at-
vinnu fólksins. Þetta er nú m.a.
undirstaða þess að við getum not-
ið lifsins. En markaðurinn er
blindur á allt annað en arösemi
andartaksins. Frelsi auömagns-
ins er eðlisóskylt frelsi fólksins.
Andstæðan írelsi/ófrelsi hefur
merkingu þegar talað er um fólk
en ekki þegar talað er um dauða
hluti eins og peninga, vegi eða
tæki til fjölmiðlunar.
Islendingar öðluðust l'relsi af
þvi að þeir vildu byggja þetta
land á eigin ábyrgð. Verkel'nið er
vandasamtog krefst samvinnu og
skipulagningar. Það krefst þess
að stórt sé hugsað og horft langt.
Það er dæmi um skammsýni, að
ekki sé sagt blindu, þegar
markaðshyggjumenn vilja leggja
islenskan landbúnað i rúst vegna
þess að þessa stundina eru is-
lenskar búvörur ekki sam-
keppnisfærar á markaði við of-
framleiðslu þjóða sem byggja
hlýrri Iönd. Arðsemi land-
búnaðarins verður aö meta meö
hliðsjón af hlutverki hans i þús-
und ár. Sjávarútvegurinn um-
hverfis landið hefur veriö el'ldur
undanfarinn áratug i skjóli
byggðasteínu sem brýtur öll
markaðslögmál. Vistgetur eitt og
annað tekist illa þegar þannig er
að farið. Alvarlegast er þar ef
rangar áherslur i fjáríestingu
leiða til þess að gengiö sé of nærri
náttúrugæðum. En i meginatrið-
um rikir þó langtimasjónarmið
sem er réttmætt: Viljinn til að
byggja landið og nýta náttúru-
gæði þess til hagsbóta fyrir fólkið
i landinu.
Svona getur maöur nú orðiö já-
kvæður i viðhorfum og háfleygur
þegar gengið er á fjöll. Kald-
hæbnin og þrasið gufar upp. En á
meðan dregur upp þokubakka i
hugarfylgsnum margra þegar
þeir hugsa um frelsiö.
Var ekki barátta Islendinga um
aldirað veruiegu leyti barátta við
náttúruna? Nú ráðum við yfir
tækni sem getur gert okkur að
sigurvegurum i þeirri baráttu ef
við beitum henni skynsamlega.
Við breytum ekki náttúrulögmál-
unum en náum valdi á þeim.
Mannlegt samfélag er eðlisóskylt
náttúrunni að þvi leyti að það er
okkar eigin smið og við ættum þvi
að geta stjórnað þvi þannig að
það skapi skilyrði til æ meira
frelsis, stöðugt auðugra lifs. En
slikum markmiðum verður ekki
náð án baráttu. Krafa auðmagns-
ins um arðsemi hvers andartaks i
lifi okkar er alvarlegasta ógnun
við frelsi okkar. Baráttumenn
fyrir frelsi auðmagnsins til að
ávaxta sig berjast ekki fyrir frelsi
okkar til að njóta og skapa, hvað
sem þeir kunna að imynda sér.
Frelsið sem þeir berjast fyrir er
frelsi til að breyta okkur i arð-
gæfa neytendur og þiggjendur,
frelsi til að braska og græöa án
tillits til þeirra langtimamark-
miða sem þjóðin verður að setja
sér ef hún á að þroskast til meira
frelsis.
Erfitt er að mæla arösemi
gönguferða, hvort sem gengið er
um fjöll og firnindi eöa farnar al-
faraleiðir, en skolli eru þær
skemmtilegar og hafa á mann
mikil áhrif. Það hefur frést að
gott fólk ætli að ganga saman 20.
júni til að herða á kröfum um
brottför hers af lslandi og frið á
jörð. Þótt ég hafi veriö að skrifa
hér um aðra göngulerð finnst mér
ég svo sem ekki lara mikið út
fyrirefniðþó ég ljúki þessum orð-
um með að óska eítir fjölmennri
og heilladrjúgri göngu 20. júni.
erlendar
bækur
The Viking Age in Den-
mark.
The Formation of a State. Klavs
Randsborg. Duckworth 1980.
Höfundurinn er prófessor i
fornminjHfræði við Kaupmanna-
hafnar-háskóla. Höfundurinn
fjallar um þær samfélagslegu
breytingar og þá hagbyltingu sem
varð á 9. og 10. öld á Norðurlönd-
um, einkum þó i Danmörku.
Höfundurinn leitast við aö finna
þær ástæður sem urðu til þess að
riki var stofnaö i Danmörku og
byggir á rannsóknum fornminja-
fræðinnar og rituðum heimildum
svo langt sem þær ná. Hann
fjallar einnig um veöurfarsbreyt-
ingar og breytingar á gróðurfari.
Ritið er fyrst og fremst ætlað sem
skýring á þeim stjórnarfars
breytingum sem urðu um þetta
leyti, höfundurinn leggur minm
áherslu á ráns og kaupferöir vik-
inga og telur að samfélagsbreyt-
ingarnar verði ekki skýrðar með
þeim. Skoðanir höfundar stangast
á við hinar hefðbundnu skoðanir
um þátt vikinga i nýmótun
samfélaganna sem hefst með
rikisstofnun i Danmörku. Fjöl-
margar myndir fylgja i texta til
skýringar.
The Medieval English
Economy 1150-1500.
J.L. Bolton J.M. Dent & Sons 1980.
Höfundurinn vinnur viö Queen
Mary College i Lundúnum, er þar
fyrirlesari i sagnfræði. Þessi bók
hans fjallar um efni, sem hefur
undanfarið verið mjög til umfjöll-
unar, hagsögu og hagsögu Eng-
lands á miðöldum, eða siöari
hluta miðalda. Höfundur telur aö
hagkerfi Englands hafi tekiö
frummótun með yfirráöum Vil-
hjálms bastarðar og aö það hafi
tekið litlum grundvallar breyt-
ingum allar aldir fram aö iðnbylt-
ingu. Höfundurinn leitast við að
vinna úr þessu efni, heildarkenn-
ingu um hagkerfi Englendinga á
þessu timabili. Hann telur að
enskt samfélag hafi verið land-
búnaðarsamfélag allt þetta tima-
bil, þótt verslunin hafi blómgast
og borgir vaxið. Hann rekur bar-
áttu Englendinga við erlend riki
um yfirráðin á hafinu. Höfundur-
inn virðist gera full litið úr þvi
aðstreymi auðs, sem hlóðst upp á
Englandi, eftir að Englendingar
náðu yfirráðum á höfunum og þó
einkum eftir að þrælaverslunin
tók aö blómgast, en þar telja
ýmsir höfundar að liggi lykillinn
að þjóðarauð og valdi Englend-
inga. Ýmsar athuganir höfundar
um enska landbúnaðarsögu
einkum á miðöldum eru all itar-
legar svo sem um ullariönað og
ullarútflutning.
Þátturinn um upphaf iðnbylt-
ingar og viöbrögð hagsmunaaðila
landbúnaðarins viö nýjum við-
horfum og breyttri markaðs-
hyggju og frjálsræöishugmynd-
um um verslun eru ekki ólikar
samskonar viöhorfum á megin-
landinu siðar. Það var einmitt á
þeim árum sem tekið var að
nefna nauðsyn markaöarins
frelsi og þá hófst útþynning og
niðurkoðnun þess hugtaks.