Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 1
mOBvnnNN Þriðjudagur 30. júni—144. tbl. —46. árg. Kaupmannasamtökin loka yerslunum: V erslanastríð Svo viröist sem Kaupmanna- samtökin ætii aö gera gangskör aö þvi aö allar almennar verslan- irhafilokaö á laugardögum. Milli 20 og 30 verslunum var lokaö meö lögregluvaldi á laugardagsmorg- uninn og eins bannaöi lögregian Miklar breytingar á landrismu við Kröflu afgreiöslufólki aö vinna í verslun- um á Seltjarnarnesi. Eigendur þar máttu hins vegar afgreiöa sjálfir. Bæöi Kaupmannasamtökin og Verslunarmannafélag Reykja- vikur viröast vera einhuga i máli þessu, en Kaupmannasamtökin telja þá kaupmenn sem hafa opiö á laugardögum, hafa gerst brot- legirviö reglugeröir um opnunar- tima verslana i Reykjavik. Svo sem kunnugt er, er leyfilegt aö hafa opiö fram eftir kvöldum á fimmtudögum. Þaö telja sumir kaupmenn fyrst og fremst koma stórmörkuöum til góöa, en neyt- endur vilji ekkert siöur hafa opiö á laugardögum. — hs Mælitækin ná ekki yfir umbrotasvæðið — „Breytingar á lyftingum á svæöinu hafa veriö þaö miklar á siöustu mánuöum, aö viö getum ekki lengur notaö halla stöövar- hússins viö Kröflu sem mæliein- ingu á landris i miöri öskju, held- ur er land aö risa einhvers staöar annars staöar, en hvar það er vit- um viö ekki, þar sem viö náum ekki aö fylgjast meö nema meö þvi takmarkaða svæöi sem mæli- tæki okkar ná yfir”, sagöi Svein- björn Björnsson eölisfræöingur i gær, en hann er nú staddur á skjálftavaktinni viö Mývatn. Hreppsnefnd Skútustaðahrepps hefur óskað eftir þvi við yfirvöld aö tryggö verði vakt á umbrota- svæöinu fyrir norðan, og að rann- sóknarstofnunum verði gert kleift að koma fyrir þeim tækjum sem nauðsynlegt er til að hægt verði að fylgjast með öllum hræringum á svæðinu, en núverandi staðsetn- ing mælitækja sé orðin úrelt. Sveinbjörn Björnsson sagði að nauðsynlegt væri að setja upp fleiri hallamælipunkta, þvi fyrri uppskriftir að Kröflueldum ættu sér enga samsvörun i þeim óróa sem nú á sér stað, og visinda- menn væru óneitanlega mun verr i stakk búnir þegar þeir hefðu ekki yfirlit yfir allt það svæði sem óróa gætir á. Krafla hefur gengið eins og klukka hingað til og menn getað gengið að flestum hlutum sem visum, en það gildir greinilega ekki lengur. Nú er mjög há land- staða hér á svæðinu, en þrátt fyrir mikinn halla á stöðvarhúsinu við Kröflu þá hefur ekki verið fyrri samsvörun við landris i miðri Oskju. Annað hvort er þvi landris mest á einhverjum öðrum stað hér á svæðinu sem við vitum ekki um þar sem allar mælanlegar upplýsingar vantar, eða þá mjög j;runnt er orðið niður á kviku. ; Hér er mikil lyfting i gangi, sprungur halda áfram að gliðna og við höfum i raun verið aö biða eftir umbrotum frá þvi i april. Sveinbjörn sagði einnig varð- andi yfirlýsingu hreppsnefndar Skútustaðahrepps, að menn yrðu að spyrja sig hvort þeir teldu um- brotin við Kröflu það hættuleg, að þeir vildu veita fé til að hægt væri að fylgjast með gangi hluta, eða hvort hættan væri það litil að rétt- ara væri að veita fjármagninu frekar til annarra hluta. Orku- stofnun og Raunvisindastofnun sem ásamt Norrænu eldfjalla- rannsóknarstöðinni hafa séð um og kostaö gæsluvakt við Mývatn, teldu sig ekki geta veitt af eigin rekstrarfjármagni til kaupa og flutnings á nýjum tækjum og is- lenskir aðilar gætu ekki gert til- kall til rekstrarfjár Norrænu eld- fjallarannsóknarstöðvarinnar sem væru bundin fjárframlögum Noröurlandanna, og þvi stæöi i raun á fjárveitingavaldinu, ef koma ætti þessum málum i það horf sem heimamenn hafa nú óskað eftir. —lg Plötur voru negldar fyrir dyr og glugga á Grjótagötu 9 sl. föstudag, en munu ckki haida næturgestunum úti, spá nágrannarnir. —Ljósm. Friöþjófur „Býður upp á inn- brot og óþrifnað” IbUar Grjótaþorps eru orönir langþreyttir á allskyns ónæöi og óþrifnaöi sem stafar af ásókn úti- gangsfólks og annarra um nætur i mannlausa húsiö Grjótagötu 9. Uppur sauö i siðustu viku er þar kom upp eldur, en hverfið er sem kunnugt er aö mestu eingöngu byggt timburhúsuin. Félagasamtökin Vernd höfðu áður umráð yfir húsinu og eftir að þau hættu notkun þess hafa margir rennt til þess hýru auga, ma. hefur Utideildin sóttum að fá þar aðstöðu og margir húsnæðis- lausir einstaklingar, þám. ungt fólk, sem gjarna vill leggja i að laga þaö til á eigin kostnað. Borgin á hUsið og hefur verið borið við miklum kostnaði við að gera það upp, svo og hinu, aö ekki sé enn bUið að samþykkja skipu- lag Grjótaþorpsins og þvi ekki leggjandi I neinn kostnað að sinni. — Hlýtur þó að vera spurning fyr- ir borgaryfirvöld hvort ekki sé enn kostnaðarsamara að þurfa si- fellt að vera aö setja i rUður eða krossvið fyrir glugga að ótöldu þvi sem skemmt er innanhUss meðan hUsið er mannlaust, sagði einn GrjótaþorpsibUanna, Laufey Jakobsdóttir i viðtalivið Þjóðvilj- ann. Framhald á bls. 13 Friörik ólafsson, sem fremst á myndinni teflir viö Óttar F. Hauksson, bætti enn einni rósinni i hnappagatiö, þegar hann varö Hraöskákmeistari Noröur-heimsskautsbaugsins. Þaö mót var haldiö undir berum himni á baugnum aöfaranótt laugardag s.l., i tengslum viö Helgarmótiö i Grimsey. Nánar er fjallaö um þaö á bls. 14. Aöalfundi ISAL var frestað Einn maður fer með öll atkvæðin! Skýrsla bresku endurskoðendanna vœntanleg í nœsta mánuðiy segir Ingi A baksiðu Morgunblaösins á sunnudaginn var, er frá þvi greint, aö fulltrúar Alusuisse i stjóm ISALhafi ákveöiö aö fresta aöalfundi tslenska álfélagsins h.f., en fundurinn hófst i Reykja- vík á föstudag. Morgunblaöið hefur það eftir ónafngreindum heimildarmönn- um aö ástæðan fyrir þessari ákvörðun álherranna hafi verið sú, að þeir hafi ekki viljað sleppa Inga R. Helgasyni, sem veriðhefur annar tveggja fulltrúa íslenska ríkisins i stjórn ISAL, Ur stjórninni fyrr en lokið væri þeirri rannsókn er hófst I vetur á verð- lagningu Alusuisse á sUráli til ISAL. Skýrsla breska endurskoðunar- fyrirtækisins Coopers & Lybrand er væntanleg i næsta mánuði. — 1 tilefni þessara skrifa Morgunblaösins snerum viö okk- ur til Inga R. Helgasonar og spurðum hvað hann vildi um þau segja. — Þetta er hjákátleg frétt i Morgunblaðinu, sagði Ingi, og þó enn hjákátlegra, ef þettaer virki- lega haft eftir forráðamönnum Alusuisse. Ef þeir telja sig standa vel f sUrálsmálinu svokallaða, ef þeir telja sig ekki hafa krkfið ISAL um yfirverö á súráli, þá ætti R. Helgason Paul MOUer frá Alusuisse. A aöalfundi íslenska álfélagsins h.f. fer hann einn meö öll atkvæöin. Enginn annar hefur þar at- kvæöisrétt. álikt að koma i ljós, hvort sem ég er i stjórn ISAL eða ekki. — En þú hafðir beöist undan að sitja áfram í stjórninni, ekki satt? — Það er rétt, aö ég hafði óskað eftir þvi við iðnaöarráðherra aö s hann leysti mig undan starfs- skyldum í stjórn ISAL, þar sem ég tel þær ekki samræmast nýju starfi minu sem forstjóri Bruna- bótafélags tslands. Iðnaðarráð- herra hafði að sjálfsögðu fallist á þessa beiðni mina, og fyrir aðal- fund ISAL gengið formlega frá skipun Ragnars Arnasonar, lektors, I stjórnina i minn stað. Ragnar vinnur nú að doktorsrit- gerð um auðlindahagfræði, og ég tel mjög vel séð fyrir þessu sæti með skipun hans. En i þessum efnum er vert að hafa í huga, aö á aðalfundi ISAL er aðeins einnhluthafi, og aðeins einn maður sem fer með at- kvæöisrétt allra hlutabréfanna. Aörir hafa þar ekki atkvæði. Við stjórnarmenn sem höfum setið aðalfundina höfum þar engan at- kvæðisrétt. Paul MQller fór á þessum fundi með atkvæðisrétt Alusuisse og það var hann sem frestaði aöalfundinum, áður en kom að skipun nýrrar stjórnar. Hann ræður þessu og þarf engan að spyrja, en hinu ræöur hann ekki hverja Islensk stjórnvöld skipa sem fulltrúa sina i stjórn ISAL. Ég mun eftir atvikum sit ja i stjóm félagsins fram að fram- lagningu skýrslunnar frá Coopers & Lybrand, sem væntanleg er I júlimánuði. Umræður um sUráls- máliö læt ég biða þar til sU skýrsla liggur fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.