Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 16
PJÖÐVIUINN Þriðjudagur 30. júnl 1981. Aftalsimi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná I afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 jÞakklæti j j til leitar- : manna ! | Stjórn Alþýðubandalags- > ins i Reykjavik, aöalfarar- I stjóri ferðarinnar i Þórs- , I mörk, Jón Böðvarsson og I | foreldrar Evu Vilhjálms- ■ dóttur þau Viihjálmur Þor- ] | steinsson og Stefania Július- . j dóttir, hafa beðið Þjóð- ■ I viljann að koma á framfæri I I þakklæti til allra þeirra • mörgu sem tóku þátt i leit- , I inni að Evu, aðfararnótt • I sunnudagsins 28. júni. Þorbjörn GuðmundssBri ■ form. ABR. sagði að varla , I væri við hæfi að nefna nöfn ■ I eða einstaka aðila, þó bæri I aö þakka starfsmönnum i ■ skála Ferðafélagsins i , I Langadal sérstaklega fyrir I að bregöa skjótt við og fyrir I að sitja við talstöðina alla ■ nóttina. ■ I__________________ Leitarmenn ganga aðþyrlunniog halda á Evu á millisin. Hún var sett í álpoka og borin niður fjallið. Evavar málhress.en köld og þreytt, Myndina tók Vilberg Jónsson. neil á húfi eftir 13 tíma leit Fannst Hlóð vörðu og hengdi sokk sinn á Feginsandvörp liðu af vörum Þórsmerkurfara ABR þegar ein stúlk- an úr hópnum kom hlaupandi og tilkynnti að barniðværi fundið. Frá því um klukkan 11 laugardags- kvöldið 27. júní hafði 10 ára gamallar telpu úr okkar hópi verið leitað skipulega á svæðinu kringum Stóra- enda i Þórsmörk. Hjálpar- sveitir voru kallaðar til frá Hvolsvelli/ Hellu og bæjum á Suðurlandi/ en það var að lokum sporhundur Hjálparsveitarinnar í Hafnarfirði sem fann telpuna/ eftir að leitar- menn höfðu fundið vörðu/ hvar á var hengdur sokkur. Það var um klukkan 9 á laugar- dagskvöldið sem ljóst varð að Eva Vilhjálmsdóttir var horfin. Foreldrar hennar höföu fariö i gönguferð, en hún vildi ekki fara með. Þá var klukkan milli fjögur og fimm. Eva fór þá að leika sér með öðrum krökkum og héldu þau upp i fjall. Eva hélt áfram upp eftir hliðinni og sást siöast til hennar þegar hún hvarf yfir hrygg ofarlega I fjallinu. Siðar kom i ljós að hún var á sokka- lestunum. Þegar foreldrar hennar komu til baka kom i Ijós að Eva var horfin. Þau hófu leit en biöu með að kalla aöra til hjálpar fyrr en fullkannað var að hún var ekki i nágrenninu. Getgátur komu frani um að hún hefði farið með rútun- um i bæinn, en hluti Þórsmerkur- faranna fór heim siðdegis á laugardag. Samband var haft við skálann i Langadal, en þeim er þar voru gekk erfiðlega að ná sambandi viö nokkurn aðila gegnum talstöðina, enda skilyrði afar léleg. Þegar hér var komiö sögu grúfði þoka yfir öllu, og öðru hvoru kom þéttur úði. Kvöldvaka stóð yfir þegar Þor- björn Guðmundsson form. ABR. tók gjallarhorniö og spuröi hvort einhver hefði orðiö var viö Evu, eða vissi hvar hún væri. Strax kom fram að hún hafði sést i fjall- inu. Skömmu siðar var öllum orðiö ljóst aö barn var týnt. 1 hópi ABR var maöur úr Flug- björgunarsveitinni og hann ásamt Jóni Böðvarssyni farar- stjóra, sem gjörþekkir Þórs- mörkina, skipulögðu þegar i stað leitarflokk, sem hélt upp i hliðina i austurátt. Niðri á aurunum framan við Stóraenda var nú komin rúta, þaðan sem samband var haft við skálann i Langadal sem árangurslaust reyndi aö ná sam- bandi við byggö. Bill var farinn niður á Hvolsvöll til að láta lög- regluna vita og til aö ræsa hjálparsveitina þar, en jafnframt átti aö kanna hvort hugsanlegt væri að telpan hefði fariö i bæinn. • Laust eftir miðnætti fór annar leitarflokkur af stað og höfðu nú bæst i hópinn skógræktarmenn sem vinna i mörkinni. Hliðin vestan við Stóraenda var algjör- lega kembd, en þokan, úðinn og myrkrið gerði erfitt fyrir. Þegar þessum áfanga lauk, var ákveðið að snúa til baka, leita frétta og biða eftir hjálparsveitunum. Klukkan var aö nálgast þrjú og þaö var ekki þurr þráður á leitar- mönnum. Samband var komið á við lögregluna á Hvolsvelli og meðan við biðum hjá rútunum, komu þær fréttir gegnum' tal- stöðina að gengið hefði verið úr skugga um að Eva hefði ekki verið i bilunum i bæinn; hún hlaut að vera i Mörkinni. Hjálparsveitin Dagrenning frá Hvolsvelli kom um hálffimm leytið, og skömmu siðar kom þyrla Landhelgisgæslunnar til Hvolsvallar, en gat ekki komið að liöi vegna þokunnar. Hannes Haf- stein hjá Slysavarnarfélaginu „var inni i myndinni” eins og sagt var i talstöðinni og sporhundur Hjálparsveitarinnar i Hafnarfirði var á leiðinni. Allan þennan tima voru for- eldrar Evu við bflana og biðu frétta ásamt þeim samferðar- mönnum sem þátt tóku i leitinni eða fylgdust með. Klukkan var orðinn fimm þegar næsti leitarflokkur hafði verið skipulagður. Auk hjálparsveitar- manna frá Hvolsvelli og Hellu, bættust i hópinn starfsmenn Sam- vinnutrygginga og prent- smiðjunnar Odda sem þarna voru á ferð,alls um 100 manns. Nú lá leiðin austur á bóginn inn að Stangarhálsi og Búöarhamri. Sporhundurinn og stjórnendur hans voru rétt nýkomnir á vett- vang þegar tilkynning barst frá leitarmönnum um að þeir hefðu fundið hvitan sokk. Varða hafði verið hlaðin, i hana var fest grein og á greininni hékk sokkur- inn. Klukkan var um átta og þegar i stað var gefin sú skipun að senda sokkinn niður eftir linu leitarmannanna til móts við hundinn. Foreldrar telpunnar náðu i flik af henni og siðan var haldið inn að Búðarhamri, en upp af honum fannst varðan. Næst uröum við sem biðum vör við það að þyrlan flaug yfir, en klukku- stundu siðar eða um klukkan 10 kom tilkynningin um að telpan væri fundin heil á húfi. Þá voru liönar um 17 klukkustundir frá þvi að hún hvarf, allan þann tima hafði hún reikað villt um i þok- unni. Hún var málhress þegar hún fannst, en var þegar i stað flutt niður á aurana framan við Stóraenda, þar sem þyrlan beið. Það var aðdáunarvert að sjá hve þeir hjálparsveitarmenn voru snöggir i ferðum. Við horfð- um á nokkra þeirra geisast upp hliðina til móts viö þá sem fundu Evu og þeir voru ekki lengi niður meö sjúkrabörurnar. Aður en þyrlan lagði af stað ávarpaði Jón Böövarsson fararstjóri leitar- menn og þakkaöi þeim frábær störf, enda var þeim klappað lof i lófa af fegnum ferðalöngum og þreyttum samleitarmönnum. Sá sem stjórnaði leitinni var Guðjón Þórarinsson frá Hellu, en af hálfu ABR voru þeir Þorbjörn Guð- mundsson, Kristján Valdimars- son og Sölvi ölafsson með i leit- inni nánast allan timann. Eva fannst skammt frá vörð- unni sem hún haföi hlaðið, hún var lögst fyrir, en sagðist litið hafa sofið. Hún hafði gengið timunum saman, en var komin á- leiðis i átt til Störaenda þegar hundurinn snjalli úr Hafnarfiröi fann hana. ,.A Þyrla Landheligsgæslunnar sveimar yfir aurnunum framan við Stóraenda. Ljósm: Vilberg Jónsson. Sambandsleysi við Þórsmörk: Loft mfög rafmagnaö Það vakti athygli þeirra sem fylgdust með leitinni í Þorsmörk um helgina/ hve seint gekk að ná tal- stöðvarsa mbandi við byggð. Aö sögn Hannesar Hafstein hjá Slysavarnarfélaginu var þetta til- vik einstakt aö þessu leyti. Tal- stöövarsambandiö fer fram á miðbylgju og hún getur verið við- kvæm fyrir skilyrðum i lofti. Þetta kvöld var loftið mjög raf- magnað og svo miklar truflanir i lofti aö engum björgum varð við komið. Aö sögn Ferðafélagsmanna eru stöövarnar i skálunum sterkar og koma yfirleitt alltaf að gagni, nema við aðstæöur sem þessar þegar þoka og rafmagnað loft trufla. Hannes Hafstein bætti þvi við að þetta atvik vekti athygli á ráði sem hann heföi oft bent á, en það er að láta krakka á ferðalögum hafa meö sér flautur svo að þau gætu látið vita af sér villist þau af leið. Slikt ætti einnig við um full- oröna. —ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.