Þjóðviljinn - 30.06.1981, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 30.06.1981, Qupperneq 3
Þriðjudagur 30. júnl 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 92 styrklr úr Vísindasjóði Lokiö er veitingu styrkja úr Visindasjóði fyrir árið 1981, og er þetta 24. úthlutun úr sjóðnum. Alls voru veittir 92 sfyrkir, sam- tals aö fjárhæð kr. 3.113.000,—. Arið 1980 voru alls veittir 85 styrkir að fjárhæö kr. 1.654.600,— Allar fjárhæðir eru hér taldar i r; Tvær "1 kæra i nauðg- anir Rannsóknarlögreglan i Keflavik hefur nú með hönd- um rannsókn tveggja nauðg- unarmála, sem kærð voru um helgina. Fyrri kæran barst Kefla- vikurlögreglunni kl. 6 að morgni laugardagsins og var þaö 16 ára stúlka sem kæröi 22 ára gamlan mann. Kvað hún hann hafa nauðgað sér i bfl á Miðnesheiði milli Kefla- vlkur og Sandgerðis þá um nóttina. Maðurinn viður- kennir ekki verknaðinn held- ur segir atburöi hafa gerst með samþykki stúlkunnar. Hitt máliö gerðist aöfara- nótt sunnudagsins og hefur maöurinn, sem er 28 ára viö- urkennt verknaðinn. Hann nauðgaði kunningjakonu sinni 58 ára gamalli á heimili hennar eftir að hún hafði hlynnt að honum og gefið honum að borða. Þau hittust i húsi skammt frá heimili hennar en fóru heim til hennar vegna þess að konan vorkenndi mannin- um matarleysi, sem hann kvartaði undan. _ hs j L ■ ■■ ■ mm ■ ma ■ ■■ ■ mm a J I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I i i i i ■ I nýkrónum. Að venju var heildarfjárhæð umsókna miklu hærri en það fé, sem unnt var að veita, þó að sjóðurinn hefði nú talsvert meira fé til umráða en áður. Varö þvi að synja allmörgum umsækjendum,. og veita öðrum lægri fjárhæðir en æskilegt hefði verið. Umsækjend- um, sem voru i doktorsnámi, var synjað um dvalarstyrk, ef þeir höfðu aðgang að lánum úr LIN, en nokkrum þeirra var veittur styrkur vegna útlagðs kostnaðar viö rannsókn. Deildarstjórnir eru skipaöar til fjögurra ára i senn, og er þetta fjórða og siðasta úthlutun þeirra stjórna, er nú sitja. Raunvisindadeild veitti að þessu sinni 46 styrki aö fjárhæö samtals kr. 2.134.000. Arið 1980 veitti deildin 46 styrki aö fjárhæð kr. 1.157.600. Hugvisindadeild veitti að þessu simi 46 styrki, að heildarfjárhæð kr. 979.000,— Arið 1980 veitti deildin 39 styrki að fjárhæð kr. 497.000,—. Skrá um veitta styrki og rann- sóknarefni birtum við siöar. hft i'M' 1*11». ......................... ...‘“'"■'""’P ■ 1 gær var eitt ár liöið siðan Vigdis Finnbogadóttir var kjörin fjórði for- seti islenska lýðveldisins. Þess sögulega atburðar veröur lengi minnst. 8,4% hækkun byggingar- vísitölu Visitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi fyrri hluta júni- mánaöar hefur veriö reiknuð út og reyndist vera 739 stig, miðað viö 100 stig I október 1975. Nýja visitalan gildir á timabil- inu júli-september. Byggingar- visitalaniaprilog júni s.l. var 682 stig og hefur þvi hækkað um 8,4%. _______________-lg. Minna reykt en í fyrra Yfirlit um sölu A.T.V.R. á tóbaki leiðir i ljós aö heildarsala (ikg.) fyrstu 3 mánuði ársins 1981 er tæoleea 2% minni en á sama tima i fyrra. Sala á sigarettum er 0,25% minni, á vindlum 9,6% minni og sala á reyktóbaki er 5,8% minni en á sömu mánuðum i fyrra. Yfirlitiö er unnið af Krabba- meinsfélagi Reykjavikur, en eng- ar slikar upplýsingar eru gefnar út af A.T.V.R. Meistarasamband byggingarmanna segir sig úr VSI Lítil fyrirtæki vUdu út ,,Að ég held,þá eru það einkum persðnulegar ástæður margra smærri aðila og einyrkja sem starfa innan meistarasambands- ins sem hefur ráðið úrslitum um það að sambandið hefur sagt sig úr Vinnuveitendasambandinu. Hins vegar er ljóst að langflest ef ekki öll stærri fyrirtækin vilja starfa innan VSÍ” sagði Gunnar S. Björnsson formaöur meistarasambands bygginga- manna i samtali við Þjóðviljann I gær. Meistarasamband byggingar- manna samþykkti á aðalfundi sinum nýverið að segja sig úr Vinnuveitendasambandinu frá og með 1. júli n.k. en úrsögnin tekur gildi um næstu áramót. Gunnar sagði að það hefði verið vilji fundarmanna að segja sam- bandið frekar úr VSÍ en að það klofnaði, eins og allt útlit var fyrir ella. „Þaö er eiginlega millibilsá- stand hjá okkur nú, við erum að reyna aö ná samkomulagi með aðilum og þessi mál eru i um- ræðu, en það má telja vist aö stærri félögin gangi i VSl aftur.” Innan vébanda meistarasam- bandsins eru fyrirtæki sem hafa um 8% allra launþega á sinni skrá, en Ijóst er aö VSl mun sjá um næstu kjarasamninga fyrir hönd sambandsins þar sem upp- sögnin tekur ekki gildi fyrr en um áramót. Aðspurður um þarnæstu kjarasamninga sagði Gunnar að sú staða hefði enn ekkert verið rædd. Menn vonuðust til að búið væri aö leysa þessi mál á ein- hvern hátt áður en að þvi kæmi. -lg. Helvi SipilS, ráðgjafi S.Þ. I félags- og mannréttindamálum á blaða- mannafundi I gær. Ljósm —eik. Kvennaárssjóðurinn: 199 verkefni í þróunar- löndum „Við höfum i Finnlandi stofnað samtök til að styrkja kvennaárs- sjóð Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru fyrstu samtök sinnar tegund- ar I heiminum en ég vona að þau veröi fleiri, m.a. i ykkar landi”. A þessa Ieið fórust orð Helvi Sipilá, ráðgjafa S.Þ. i félags- og mannréttindamálum, er hún tal- aði við blaðamenn i gær. Hún er stödd hér á landi til að kynna Kvennaárssjóöinn. Helvi Sipilð heimsótti i gær ólaf Jóhannesson, utanrikisráðherra og Svavar Gestsson, heilbrigðis- og félags- málaráðherra en á morgun heim- sækir hún forseta tslands, Vigdlsi Finnbogadóttur. Siðar um daginn kemur hún á fund hjá Jafnréttis- ráði. Kvennaárssjóðurinn varstofn- aður í tilefni kvennaárs S.Þ. 1975 og er honum ætlað að styrkja og styðja konur i þróunarlöndunum. Lögð er áhersla á að hjálpa kon- um til að koma á fót eigin at- vinnurekstri, alls konar léttum iðnaði, ræktun o.s.frv. Einnig eru konur þjálfaðar i stjórnunar- störfum, þeim eru kennd ný vinnubrögð og hjálpað að öðlast starfsmenntun. Arið 1980 var 4.2 miljónum doll- ara varið til að koma af stað nýj- um verkefnum á vegum sjóðsins. Hin nýju verkefni voru 61 og eru þá i gangi samtals 199 verkefni i öllum þróunarlöndunum. Island gaf i sjóðinn fyrst 1978 og er nú is'ienska framlagið orðið 7200 dollarar. Helvi kvað Kvennaárssjóðinn starfa I nánum tengslum við Þró- unarstofnun S.Þ. Væri ótrúlegt hve miklum árangri væri hægt að ná meðal kvennanna i þriðja heiminum. Oft byrjaði hópur kvenna með svo að segja tvær hendur tómar en með leiðbein- ingu og hvatningu og einhverri fjárhagsaðstoð virtust gerast kraftaverk. Viða kæmu konur á fót smáiðnaðiog þá er eins og það smiti út frá sér. Nágrannakonur gera svipað og svo koll af kolli. Finnsku samtökin til styrktar sjóðnum eru stofnuð að frum- kvæði Helvi Sipila. Þau miðla fræöslu um þróunarlöndin, sér- staklega um stöðu kvenna og um fjölskyiduna. Auk þess er bent á hvernig staða kvenna og viðhorf til þeirra hefur áhrif á alla samfé- lagsgerðina, og hvernig konur geta breytt eigin kjörum og um leið kjörum og lifi barna sinna, aðeins ef þær fá til þess stuðning. Helvi Sipiia er m jög þekkt i sinu heimalandi og viðar. Hún er lög- fræöingur að mennt og hefur starfaö mikið með norrænum kvenlögfræðingum. Hún var lengi einn af aöstoðarframkvæmda- stjórum S.Þ. en er nú eins og áður segir ráðgjafi S.Þ. i félags- og mannréttindamálum. Sjávarútvegs- ráðherra Dana í heimsókn Opinber heimsókn sjávarútvegsráðherra Danmerkur Karl Hjort- næs og eiginkonu hans hófst með ferð til Húsa- vikur i gær, þaðan sem ekið var að Mývatni og Kröflu, en siðan til Akureyrar, þar sem ráðherrann og föruneyti hans heimsóttu Slipp- stöðina og Útgerðarfé- lag Akureyringa og snæddu kvöldverð i boði bæjarstjórnar. 1 för með ráðherrahjónunum eru embættismenn úr danska sjávarútvegsráðuneytinu og munu þeir Hjortnæs og Stein- grimur Hermannsson eiga við- ræður i sjávarútvegsráðuneytinu hérsiðasta dag heimsóknarinnar, á morgun,og sitja siðan hádegis- verðarboð borgarstjórnar. 1 dag verður farið til Þingvalla, Selfoss og Hveragerðis og setið boð Stein- grims i kvöld, en á morgun skoða Danirnir Þjóðminjasafnið, frysti- hús Isbjarnarins, Hafrannsókna- stofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og um kvöldið hefur Hjortnæs boð inni i danska sendiráöinu. Að hinni opinberu heimsókn lokinni munu Karl Hjortnæs og fjölskylda hans dvelja i nokkra daga á Islandi hjá vinum og vandamönnum sem hér eru bú- settir. Aukagjald fyrir ,,collect” símtölin t talsímaþjónustunni við útlönd er notendum i sumum tilvikum gefinn kostur á að óska eftir að simtalið sé greitt af þeim aðila, sem hringt er til. Ef hinn siðar- nefndi veitir samþykki sitt er hann gjaldfærður fyrir simtalinu. Til samræmis við gildandi fyrir- komulag i löndum Vestur-Evrópu verður frá 1. júli 1981 tekið auka- gjald fyrir þessi „collect” samtöl að upphæð 2,50 gullfrankar eða 7,00 ísl. kr. og verður það inn- heimt hjá þeim aðila, sem hringt er til ásamt venjulegu sima- gjaldi. Með hliðsjón af bættri aðstöðu talsambandsins, sem gerir þvi kleift aö afgreiða flest simtöl til útlanda samstundis hefur verið ákveðiö að fella niður hraðsim- talsþjónustu, sem hingaö til hefur verið veitt á tvöföldu gjaldi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.