Þjóðviljinn - 30.06.1981, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.06.1981, Qupperneq 7
ÞriOjudagur 30. júni 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sigurbjörn Einarsson sjötugur Mesti andans maður islenskrar kristni á þessari öld, Sigurbjörn Einarsson biskup, er sjötugur i dag og fullnar á þessu ári hiö lög- bundna skeið sem opinberum em- bættismönnum er markaö. Er óneitanlega stdrt skarö fyrir skáldi þegar hann hverfur Ur for- sæti kirkjunnar og verður varla fyllt i bráö. Hins er aö vænta aö hann fáinU meira tóm tilaö sinna fræöistörfum og ausa ósleitilega af viskubrunninum að fenginni reynslu langrar og farsællar ævi. Væri þá vel, þvi engan mann hérlendan veit ég sem af meira listfengi og sannfæringarþunga hafi tjáð og tUlkaö þá leyndar- dóma sem fólgnir eru i lifsverki og boöskap JesU frá Nasaret. Þar get ég trUtt um talaö þareö ég hef ifullfjörutfuármeö skemmrieöa lengri hléum setiö viö fótskör hans og ævinlega farið rikari af þeim fundum, hvort heldur um var að ræöa einkaviötal, almenn- an mannfund, kirkjuathöfn eöa kennslustund. Sigurbjö-n Einarsson er þjóö- kunnur m aöur og væri þvi aö bera i bakkafullan lækinn að rekja æviatriöi hans i stuttu afmælis- spjalli, enda eru þau öllum sem hafa vilja tilkvæmileg i Kennara- tali og Guöfræöingatali. Fyrstu kynni min af Sigurbirni Einarssyni uröu áriö áöuren ég fermdist þegar hann var nýkom- inn til starfa i Hallgrimskirkju, en þar tók hann við embætti i árs- byrjun 1941. Hann kom á fund yngri deildar KFUM einhvern sunnudag og talaöi yfir okkur strákunum. Ég haföi aldrei séö manninn eöa heyrt, en hann náöi strax athygli minni sem var fátitt um þá sem meö guösorö fóru. Bæöi þótti mér mikiö til um fram- sögn ræöumanns og orðsnilld, en þaö sem fyrst og fremst vakti eft- irtekt og hélt henni var mynd- auðgi málsins. Hann var aö brýna fyrir okkur aö fara vel meö tim- ann og glutra ekki niöur dögum okkar og tók dæmi af dagatalinu: við ri'fum daglega af eitt blaö, vöölum þvi' saman og fleygjum i ruslakörfuna eöa úti buskann, en hvert blað er tákn um dýrmæta gjöf sem ekki má fara til spillis. Mér er i' minni hve ljóslega hann lagði Utaf hinni einföldu samlik- ingu, enda er þetta sú ræöa sem ég man best frá unglingsárunum. Kannski er til einföld skýring á þessu. Mér hefur einatt virst sem þetta tiltekna stef, timinn, tima- mót, hverfleiki daganna, hafi verið Sigurbimi hugleikiö, enda eru prédikanir hans um áramót og sumarsólstööur, svo ekki sé minnst á likræður hans, i sér- flokki aö minu mati. Kannski hafa áhrif fyrstu ræöunnar mótaö þennan smekk, og væri þaö þá til vitnis um áhrifavald hans sem prédikara. Gagnkvæm kynni okkar hófust ekki löngu siðar. Ég var þá kom- inn i gagnfræöaskóla og tekinn til viö kristilegt skólastarf og blaöaUtgáfu. Atti ég sannarlega hauk i horni þarsem Sigurbjörn var, þvihann var ævinlega boðinn og bdinn til aö veita hinum ungu samtökum allt þaö liö sem hann mátti og kom bæöi á samkomur þeirra og utanbæjarmót til aö flytja boöskapinn sem honum lá svo þungt á hjarta og létt á tungu. Fyrsta blaðaviðtal sem ég lagöi úti átti ég viö hann og birtist i öðru tölublaöi Kristilegs skóla- blaös 1945. Rifjaöi hann þar upp endurminningar frá námsárun- um i Uppsölum 1933—37. Enn er mér i fersku minni siö- asti veturinn sem hann gegndi prestsembætti i Hallgrimskirkju. Þá flutti hann röö prédikana sem voru svo heillandi aö maöur lét sig aldrei vanta viö messu, þó i aðra sókn væriaö sækja, enda var einsog alltíeinu yröi vitt til veggja og hátt til lofts I kennslustofu Austurbæjarskólans þegar hann lauk upp hinum fornu textum og tengdi þá atvikum daglegs lifs i samtimanum. Komu þessar prédikanir Ut sérprentaöar seinna á árinu undir heitinu „1 nafni Guös” (1944). Þó held ég, eftirá að hyggja, aö mér hafi þótt Sigurbjörn Einars- son stærstur, hugdjarfastur og vopnfimastur þegar hann stóö i hinni örlagariku þjóöfrelsis- baráttu sem hófst meö kröfu Bandarikjamanna um herstöövar á Islandi i lok seinni heims- styrjaldar. Þó ég væri tiltölulega ópóliti'skur, fylgdist ég af llfi og sál meö þvi'sem þá var á döfinni og hlaut aö hrifast með af mál- flutningi sem var I senn listfeng- ur, rökfastur og ástriöufullur og átti sér rætur djUpt i Islenskri þjóöernisvitund. Vakningarrasö- umar sem Sigurbjörn hélt á fimmta áratug aldarinnar eru varöveittar i litiili bók sem nefn- ist „Draumar landsins” og var gefin Ut af Þórhalli Bjarnarsyni 1949. Enn i'dag er hUn sU bók sem ég grip fyrst til ásamt bestu hvatningarljóöum þjóöskáldanna þegar ég finn hjá mér þörf til að vökva þær rætur sem tengja mig örlögum þjóöarinnar i bliöu og striöu á umliönum öldum. Þaö er ekki einasta aö boöskapurinn sé tær einsog bergvatnslind, heldur er málfariö i órofa samhengi viö efniö, þannig aö viöa veröur text- inn aö innblásnum og upphöfnum skáldskap. Ýmsir hafa legiö Sigurbirni Einarssyni á hálsi fyrir aö hafa hætt opinberum afskiptum af þjóðfrelsismálunum eftir aö hann lét af formennsku Þjóövarnarfé- lags tslendinga áriö 1950 og vissu- lega missti málstaöurinn þá sinn oröslyngasta og áhrifamesta tals- mann, en hann ætlaði sér aldrei úti pólitik og leit jafnan á kirkj- una sem sinn eiginlega starfs- vettvang. Visast hefur hann talið öldurótiö sem varö kringum hann á þessum árum skaölegt starfi sinu innan kirkjunnar, og má vissulega deila um þá niöurstööu. En hitt veit ég fyrir vist, aö hann hefur hvergi hvikaö frá þeim sjónarmiöum og þeim boöskap sem hann tdlkaöi meö svo glæsi- legum og eftirminnilegum hætti i „Draumum landsins”. Og flestar spár hans frá þeim árum hafa þvi miöur ræst. Einn svartasti bletturinn á gervallri sögu islenska lýöveldis- ins eru ofsóknirnar sem Sigur- björn Einarsson sætti af hendi öfgaaflanna til hægri og þá ekki sist Morgunblaösins meðan heit- ast var i kolunum. Bitnuöu þær ofsóknir ekki einungis á honum sjálfum heldur einnig fjölskyldu hans og eru Islendingum til ævar- andi skammar. Má vel jafna þeirri ógnaröld við skeiðiö þegar Joseph McCarthy var uppá sitt besta I Bandarlkjunum nokkrum árum siðar. Mér þykir fráleitt aö Sigurbjörn hafi látið þær ofsóknir hræöa sig frá frekari afskiptum af miklu hjartans máli, heldur hafihann ályktaö sem svo aö völ- in stæöi milli beinnar pólitfskrar baráttu og boðunar kirkjunnar á æöri og ótf'mabundnum sannind- um. Hvaö sem þvi liöur, þá var þaö mjög ómaklegt aö þessi vammlausi forsvarsmaöur alls hins besta i islenskri sögu og þjóöarhefð skyldi veröa aö þola aurkast og sviviröileg brigsl lit- ilsjgldra leigupenna erlends her- veídis. Arin tvö sem ég sat I guöfræði- deild haföi ég aö sjálfsögöu náin kynni af Sigurbirni sem þá var orðinn prófessor. Eru mér sér- staklega minnisstæöir timarnir i trúarbragöasögu sem opnuöu mér sýn til margra átta og trú- fræðiti'marnir sem luku upp fyrir mér innviöum hinnar kristnu kenningar. Hann kom jafnan rækilega undirbúinn og flutti fyrirlestrana á máli sem unun var á að hlýöa. Enn sem fyrr var þaö hin rika skáldæö sem gæddi málflutning hans lifi og lit. Voriö 1959 var Sigurbjörn Ein- arsson kosinn biskup yfir Islandi. Þó ég væri þá löngu afhuga guö- fræöi, þótti mér sem skyndilega heföi rofaö til i islenskri kristni. Kirkjan haföi boriö gæfu til aö velja sinn glæsilegasta og and- rikasta þjón til forustu, enda velkist ég ekki i vafa um aö eng- inn einn atburöur seinni áratuga hafi oröiö kirkjunni meiri lyfti- stöng.Velmá vera aö Sigurbjörn sé ekki mikill stjórnsýslumaöur, um þaö er mér alls ókunnugt, en hann hefur veriö „andlit” kirkj- unnar i rUma tvo áratugi og meö orösnilld sinni og heitu trúarþeli unnið henni þann sess 1 hugum landsmanna sem enginn forvera hans bar gæfu til aö gera. Þó enn vantimikið á aö islenska kirkjan gegni sinu spámannlega hlut- verki einsog vera ber eöa sé hin sívökula samviska þjóöarinnar, þá stendurhún nú traustari fótum i þjóölifinu en nokkru sinni fyrr á liöinni öld. Aö sönnu ber ekki aö þakka þaö Sigurbirni einum, en enginn hefur lagt drýgri skerf til þeirrar þróunar. Um margvislegt braut- ryöjandastarf Sigurbjörns Ein- arssonar innan kirkjunnar mætti hafa langt mál, en hér skal ein- ungis getiö tveggja afreka sem likleg eru til aö halda nafni hans lengi á loft. Ariö 1947 hóf hann að fefa Ut timarit um guöfræði og irkjumál sem hann nefndi Viö- förla og kom Ut samfleytt I sex ár. Má fullyrða aö þaö hafi veriö fyrsta islenska guöfræöitimaritiö sem stóö undir nafni. Fékk rit- stjórinn ýmsa mæta menn til aö skrifa I ritið, en hitann og þung- ann af skrifum og Utgáfu bar hann sjálfur. Verðmætast varö þetta rit islenskri kristni vegna bess aö þaö birti þegar fram liöu stundir greinar eftir ýmsa merkustu guöfræöinga Evr- ópu, svo sem Karl Barth, Reg- in Prenter, Anders Nygren, Oscar Cullmann og Martin Niemöller, og tengdi þannig hina afskekktu og að mörgu leyti UtUrborulegu islensku kirkju viö heimskirkjuna og j)á strauma sem mestu máli skiptu i trúmálaumræöu samtim- ans. 1 annan staö vakti Viöförli með ritstjórann I broddi fylkingar fyrst allra rita máls á endurreisn Skálholts. Strax i fyrsta tölublaði birtust þrjár greinar um efniö og segja má aö Skálholt væri ófrá- vikjanlegt viölag Viöförla öll árin sem hann kom Ut. Meö skrifum sinum I Viöf örla og stofnun Skál- holtsfélagsins 1949 varö Sigur- björn Einarsson frumkvööull oe aflvaki endurreisnarinnar sem átthefur sér staö I Skálholti, enda haföi hann lag á aö laöa til sin samstarfsmenn sem létu hendur standa framúr ermum. Enn mætti nefna aö Sigurbjörn var formaöur Bókageröarinnar Lilju frá stofnun 1943 til 1959 og átti þannig virkan þátt i öflugri útgáfu kristilegra bókmennta I landinu. Onnur trúnaöarstörf sem hann hefur gegnt skipta tugum, en veigamest þeirra eru senni- lega yfirumsjón meö nýrri þýö- ingu Bibliunnar og Utgáfa nýrrar Sálmabókar 1972. Og er þá ógetiö þess riflega skerfs sem Sigurbjörn Einarsson hefur lagt til islenskra bók- mennta meö frumsömdum og þýddum verkum. Ræöusafn hans um þjóöfrelsismál er þegar nefnt. Af öörum frumsömdum ritum má nefna „Kirkja Krists i riki Hitlers” (1940), „TrUarbrögö mannkyns” (1954), „Albert Schweitzer, ævisaga” (1955), „Meöan þin náö” (1956), „Opin- berun Jóhannesar. Skýringar” (1957), „Um ársins hring” (1964), auk fjölmargra smærri rita. Af þýöingum munu þykja merkastar þrjár bækur eftir Kaj Munk, „Viö Babýlons fljót” (1944), „Meö orösins brandi” (1945), og „Sögur JesU” (1962), „Fylg þU mér” (1945), eftir Martin Niemöller, „1 grýtta jörö” (1948), eftir Bo Giertz, „Ben HUr” (1948), eftir Lewis Wallace, „Játningar” (1962) eftir Agústinus kirkjufööur og „Helztu trúarbrögö heims” 0962). Viö þennan langa lista má bæta 5 frumsömdum og 22 þýddum sálmum i Sálmabók frá 1972, og er þá ótalinn urmull greina I bók- um og timaritum heima og erlendis ásamt mörgum Utgáfum Passiusálmanna á Islensku og öörum tungum. Þaö var ekki ætlunin aö rekja æviferilSigurbjörns Einarssonar, en ekki varö látiö hjá liða aö geta nokkurs þess helsta sem eftir hann liggur á þessum tlmamót- um. Sigurbjörn hefur veriö mikill gæfumaöurieinkalifi.Kona hans, Magnea Þorkelsdóttir, hefur ver- iö honum einstaklega samhent og stutt hann meö ráöum og dáö, ekki sist meöan erfitt var i ári hjá þeim og ómegð mikil. Þeim hefur ortaö átta barna auöiö. Af sonum hans eru þrir prestar, sem kannski má hafa til marks um aö á þvi heimili hafi trúariökanir veriö annaö og meira en hefö- bundin skylda eöa formiö tómt. Um afburöamenn á þaö ekki ævinlega viö aö þeir séu hógværir og af hjarta litillátir. Fáa af- burðamenn þekki ég sem i jafn- rikum mæli eru gæddir þessum eftirsóknarveröu eiginleikum og Sigurbjörn Einarsson. Hafi hann þökk fyrir langa og gjöfula vináttu. Siguröur A. MagnUsson * Biskupshjónin taka á móti gest- ím aö heimili sinu aö Bergstaða- itræti 75 milli 4—7 i dag. Nokkrir vinir biskups, sem itofnaö hafa afmælisgjafarsjóð Sigurbjarnar biskups til kaupa á prédikunarstói fyrir Hallgrims- kirkju, vilja hvetja þá sem ætia aö samgleðjast biskupi meö gjöf- um, blómum eöa skeytum aö leggja fremur andviröi þess i sjóö þennan. Bók liggur frammi i Hallgrimskirkju, þar sem gef- endur eru beönir aö skrifa nöfn sin, og veröur hún afhent biskupi aö kvöldi afmælisdags hans. Hail- grimskirkja er opin 9—6 og er þar tekið á móti framiögum. Biskup hefur fagnaö þessu framkvæöi, enda er Hallgrimskirkja honum mikiö hjartans mál. Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt ad þurfa aö bíöa lengi meö bilaö rafkeiii, 'leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. tRAFAFL Smiðshöfða 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955 Blaðburðarbörn! Okkur vantar duglega blaðbera í Hátún. HIOOVIUINN SiðumúLa 6 s. 81333.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.