Þjóðviljinn - 30.06.1981, Side 11
Þriðjudagur 30. júní 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
íþróttir 0 íþróttir g1 ibróttir
Of stór en sanngjarn sigur Skagamanna gegn FH
Skagamenn komnir
á „skotskóna”
Þá loksins Skagamönnum tókst aö skora mark eftir langt hlé, þá urðu
þau hvorki færri en fjögur I verðskuiduöum, en jafnframt of stórum,
sigri yfir FH-inguin á Kapiakrikavellinum sl. laugardag.
Þrátt fyrir súld og rigningu á
köflum og rennblautan og hálan
grasvöllinn, sýndu bæði liðin oft á
tiðum léttan og skemmtilegan
leik.Byrjuninvar fjörleg hjá báð-
um liöum og boðaði hraðan sókn-
arleik.
FH-ingar voru nærri þvi að
skora þegar Sigurður Halldórsson
notaði hendurnar til að stöðva
hnitmiðaðan stungubolta til ólafs
Danivalss. og fékk að sjá gula
spjaldið að launum. Óvist er um
framhaldið hefði ólafi tekist að
skora,en i stað þess skoraði Arni
Sveinsson langþráð mark fyrir
Skagamenn eftir góða sendingu
frá Kristjáni Olgeirssyni. 7 min-
útum siðar, á 29. min., fengu
Skagamenn dæmda vitaspyrnu
eftir að Hreggviður markvörður
FH hafði fellt Kristján inni teign-
um.
Eftir þritekna vitaspyrnu
dæmdi annars lélegur dómari
leiksins Þóroddur Hjaltalin loks-
ins gilt mark og Skagamenn
komnir með góða forystu. Nýtt
og sprækt lið FH var ekki á þeim
buxunum að gefast upp og skap-
aði sér oft hættuleg tækifæri og á
40. min. varði Bjarni Sigurðsson
glæsilega fast skot frá Inga Birni.
Af öðrum ólöstuðum átti Bjarni
stórleik i liði IA.
Ahorfendur áttu von á að leik-
urinn færi nú að jafnast en Sig-
urður Lárusson gerði þær vonir
að engu þegar hann skoraði
glæsilegt mark rétt fyrir leikhlé.
3-0 fyrir 1A.
FH-ingar mættu ákveðnir til
siðari hálfleiks og gerðu harða
hrið að marki 1A, en ávallt var
Bjarni á réttum stað á réttum
tima.
Hvað sem FH-ingar reyndu þá
vildi boltinn ekki inn, ekki nema i
þeirra eigiö mark, en um miðjan
siðari hálfleik aðstoðaði Gunnar
Bjarnason lA-menn dyggilega við
að bæta 4. markinu við þegar
hann gaf háa sendingu fyrir eigið
mark og Kristján Olgeirsson
þakkaði pent fyrir með góðum
skalla 4-0.
Skagamenn voru nú gjörsam-
lega búnir að brjóta FH-liðið nið-
ur og höfðu öll tök á leiknum sem
eftir var.
Þessi sigur Skagamanna var i
það stærsta.en sanngjarn engu aö
siður. Bjarni markvörður sá við
öllum marktilraunum FH-inga og
i raun gerði það Ut um leikinn, þvi
Skagamenn skoruðu Ur nánast
öllum þeim markfærum sem þeir
fengu.
Bestu menn IA voru Bjarni
markvörður og þeir Sigurður og
Kristján voru sivinnandi i sókn-
inni. FH-liðið barðist lengi vel af
miklum krafti, en það vantaði
neistann sem var svo greinilegur
i siðustu leikjum liðsins. — lg.
Dýrmæt stlg til UBK
Breiöabliksmenn halda enn á-
fram sigurgöngu sinni i 1. deild-
inni, þeir hafa enn ekki tapað leik.
A sunnudaginp lögðu þeir IBV að
velli i Vestmannaeyjum, 2-1 i
fjörlegum og góðum leik.
Eftir hressilega byrjun tóku
heimamenn forystuna meö glæsi-
legu marki Ómars Jóhannssonar
á 15. min. Hann fékk góða
sendingu frá Viðari Eliassyni og
þrumuskot hans hafnaði alveg Ut
viö stöng Blikamarksins, algjör-
lega óverjandi fyrir Guðmund,
1-0. Breiðabliksstrákarnir gáfust
ekki upp við mótlætið og eftir
rösklega 10 min. höfðu þeir
jafnað. Knötturinn barst inn I teig
Eyjamanna til Helga Helgasonar,
sem var óvaldaður. Helgi lagði
boltann vel fyrir sig og skoraði
með hintmiðuðu skoti, 1-1. Afram
hélt fjörið, en mörkin létu á sér
standa.
Stórglæsilegt mark ómars
Jóhannssonar fyrir IBV gegn
Breiðabliki dugði Eyjamönnum
skammt þvi Blikarnir sigruðu i
leiknum 2-1
Á 56. min fékk Helgi Bentsson
stungusendingu inn fyrir vörn
IBV, lék áfram og lyfti knettinum
snyrtilega yfir Pál og i mark, 2-0.
Laglega gert hjá Helga og hans
fyrsta mark á íslandsmótinu i ár.
Eftir þvi sem á leiö leikinn uröu
Eyjamenn sókndjarfari, en þeim
tókst illa að skapa sér almennileg
marktækifæri og töpuðu þvi báð-
um stigunum.
Omar átti framúrskarandi
góöan leik á miöjunni i liði IBV og
eins var Þórður sterkur I vörn-
inni. Þá var Valþór sterkur að
venju.
Ólafur Björnsson lék mjög vel
hjá UBK, stöövaði ófáar sóknar-
lotur Vestmannaeyinganna.
Helgi og Jón voru ógnandi i fram-
linunni.
S/IngH
Bjarni markvörður Sigurðsson
átti hreint frábæran Ieik með 1A
gegn FH siðastliðinn laugardag.
Hann lagði grunninn að stórsigri
Akurnesinganna, 4-0.
/*v
. staöan
^mm^mmmmmmammmmmmmrnd
Staðan i 1. deildinni að aflokn-
um leikjum helgarinnar er þessi:
Vikingur.........9 7 1 1 14-5 15
Breiöablik.......9 4 5 0 11-4 13
Valur...... .....9432 19-8 11
Akranes..........9 3 4 2 8-5 10
Fram ............9 2 5 2 7-9 9
IBV..............8 3 2 3 10-9 8
KA...............7 2 1 4 7-8 5
KR...............9 1 3 5 5-12 5
FH...............9 2 1 6 10-19 5
Þór .............8 1 3 4 4-15 5
Tiunda umferðin hefst nk. laug-
ardag.
Stangarstökkvarinn úr KR, Sig-
urður T. Sigurðsson, setti Is-
landsmet i 4x100 m boðhlaupi
ásamt félögum sinum.
2 glæslleg
Islandsmet
Tvö göð tslandsmet voru sett
á frjálsiþróttamóti I Vestur-
Þýskalandium helgina, en meö-
al þátttakenda voru margir úr
liöi Islands sem keppti á EM I
Luxemburg. Sigriöur Kjartans-
dóttir, KA, hljóp 400 m á 55.12
sek, sem er tæpum 0.2 sek betri
tími en gamla metið Ingunnar
Einarsdóttur.
Þá hljóp sveit KR (Siguröur
T. Sigurðsson, Oddur Sigurðs-
son, Jón Oddsson og Hjörtur
Glslason) 4x100 m boöhlaup á
42.29 sek. Gamla metið, frá 1949,
var I eiffli IR-inga, 42.8 sek.
— IngH
Toppbaráttan í 2. deild
á milli Reynis og ÍBK
Keppnin i 2. deild fótboltans er
nú mjög jöfn og spennandi, en á
toppnum eru 2 Suðurnesjalið, ÍBK
og Reynir. Um helgina voru 4
leikir i 2. deiid og skuium við lita
stuttlega á gang þeirra.
Reynir sigrar
Reynir sigraði Hauka I Sand-
gerði 1-0 og var sá sigur i minnsta
lagi. Eina mark leiksins skoraði
Ómar Björnsson um miðjan
seinni hálfleikinn. Markvöröur
Hauka, Guðmundur Hreiðarsson,
varði eins og berserkur allan leik-
inn.
Jafntefli í Neskaupstað
Á Neskaupstað léku heima-
menn gegn Skallagrimi frá
Borgarnesi og þar varö marka-
laust jafntefli, 0-0. Þrátt fyrir
nokkurn sóknarþunga Þróttar-
anna máttu þeir sætta sig við að
gestirnir færu á brott meö annaö
stigið.
Öruggur sigur Gylfa
Gylfi Kristinsson, GS, varð ör-
uggur sigurvegari I eldri flokki
pilta á Unglingameistaramótinu I
golfi, sem fram fór I Grafarholti
um helgina siöustu. Hann lék 72
holurnar á 310 höggum. 1 öðru
sæti varö Magnús Jónsson, GS,á
319 höggum og þriðji var enn einn
Suðurnesjamaðurinn, Sigurður
Sigurðsson, á 321 höggi.
I yngri flokknum varð Karl Ó.
Jónsson, GR, hlutskarpastur, lék
á 320 höggum. Annar varð Arnar
M. Ólafsson, GK á 331 höggi og
þriöji Kristján Ó. Hjálmarsson á
336 höggum. I þessum ílokki
geröist það sjaldgæfa atvik að
einum kylfingnum, Guðmundi
Arasyni, var visað Ur keppni þeg-
ar hann var með örugga forystu.
Hann sló upphafshögg fyrir aftan
teig.
I stúlknaflokki sigraði Steinunn
Sæmundsdóttir, GR með nokkr-
um yfirburðum, lék á 328 högg-
um. Sólveig Þorsteinsdóttir, GR
varð önnur á 335 höggum og i
þriðja sæti varð Þórdis Geirsdótt-
ir, GK.
— IngH
ÍBI á sigurbraut
Hörkuviðureign varö á milli IBl
og Fylkis á Isafirði. Isfiröingarn-
ir tóku forystuna með marki Jóns
Björnssonar, en Loftur Ólafsson
jafnaði fyrir Fylki áöur en blásiö
var til leikhlés, 1-1. Heimamenn
höfðu siðan undirtökin i seinni
hálfleik og bættu við tveimur
mörkum, Haraldur Leifsson og
Jóhann Torfason Ur vitaspyrnu,
3-1.
Völsungur náði jafntefli
Völsungi frá Húsavik tókst að
ná jafntefli gegn Reykja-
vikur-Þrótti á Laugardalsvell-
inum á laugardaginn, 0-0.
Þróttararnir sóttu mun meira
lengstum, en tókst ekki aö nýta
yfirburðina til marka.
Staöan i 2. deild er þannig:
Keflavik..........7 5 1 1 14:5 11
Reynir............7 4 3 0 8:2 11
Isafjörður........7 421 12:7 10
Þróttur,R.........7 3 3 1 7:2 9
Völsungur.........7 322 11:8 8
Skallagrimur....7 2 2 3 5:6 6
Fylkir............7 2 2 3 6:9 6
Þróttur, N........7 1 2 4 6:9 4
Haukar............7 1 2 4 4:13 4
Selfoss...........7 016 1:13 0
Eitt og
annað
Hemmi
Gunn á
fleygiferð
Það vakti athygli áhorfenda á
leik Vals og Þórs siðastliðinn
laugardag að I peysu no. 9 i
Valsliðinu lék útvarpsmaðurinn
góðkunni, Hermann Gunnars-
son. Einn áhangenda Vals benti
á, að þegar Hemmi byrjaði að
leika i meistaraflokki hafi
yngsti meðlimur Valsliðsins nú,
Jón Gunnar Bergs, ekki veriö
kominn i heiminn!!
Hörkukeppni
Mjög spennandi keppni er nú i
öllum riölum 3. deildar knatt-
spyrnunnar. Um helgina urðu
þessi úrslit helst:
A-riðill:
Léttir-Þór ............2-2
IR-UMFN ...............0-6
Leiknir-Stjarnan.......3-3
B-riðiil:
HV-Reynir, He..........4-0
Vikingur-Snæfell.......0-0
D-riðill-
USAH-Leiftur...........0-6
Tindastóll-Reynir......3-0
E-riðill:
Arroðinn-DagsbrUn......4-0
HSÞ,B-Magni ...........4-1
F-riðiiI:
Einherji-UMFB..........7-2
Huginn-Höttur..........3-0
G-riðill:
Austri-Sindri..........3-0
Hrafnkell-Leiknir......2-1
•
Lárus hefur
skorað mest
Vikingurinn Lárus Guð-
mundsson er efstur á listanum
yfir helstu markaskorarana i 1.
deildinni, hefur sent knöttinn 8
sinnum i mark andstæðinganna
i 9 leikjum.
I öðru sæti er Þorsteinn Sig-
urðsson, Val,með 7 mörk. Fjög-
ur mörk hafa skorað Kári Þor-
leifsson, IBV, Guðmundur
Torfason, Fram og Sigurjón
Kristjánsson, Breiðabliki.
•
Þórdis hjó
nærri nietinu
Þórdis Gisladóttir, IR, var
nærri þvi að setja nýtt tslands-
met i hástökki á móti i Dort-
mund i Vestur-Þýskalandi á
laugardaginn. Hún stökk hæst
1.84 m, en átt góbar tilraunir við
nýtt met, 1.86 m.
A sama móti hljóp AgUst As-
geirsson, 1R, 1500 m á 3:52.3
min.
Þórdis Gisladóttir, 1R