Þjóðviljinn - 30.06.1981, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 30.06.1981, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVLLJINN Þriðjudagur 30. júní 1981. íþróttir Framhald af bls. 10. fékk oft góðan stuðning Sæbjarn- ar í sókninni. En vörnin er enn höfuöverkur KR-liðsins, mörkin sem það fær á sig eru yfirleitt af hinni svokölluðu ódýrari gerð. Þeir eru skrambi seigir, Vfkingarnir. Þeim lætur einhvern veginn best að lenda i baráttuleik, eins gegn KR. Lárus var sem fyrr ógnandi i framllnunni og á miðj- unni gaf ómar litið eftir. Annars virðist Vikingur laga sig að leik andstæöinganna og einatt taka þau tök sem duga. Svo var að þessu Sinni. — IngH Er sjónvarpio bilaö^ií Skjárinn S'jón'/arpsverlistfflði Bergstaáastrati 38 2-1940 Nokkrir þátttakendur á helgarskákmótinu brugðu á leik fyrir ljósmyndara Þjv., og stigu formlega yfir heimsskautsbauginn. Frá vinstri: Asgeir Þ. Árnason, Óttar Hauksson, Stefán Þormar Guðmundsson, Benóný Benediktsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Sigurjónsson, Jó- hann Þórir Jónsson og Jón Úlfljótsson. Ljósm. -eik- Helgarmót Jóhanns Þóris Friðrik og lón L. sigruðu Friðrik Ólafsson og Jón L. Árnason sigruðu á helgarmóti timaritsins Skákar, sem haldið var f Grimsey um heigina. Þetta var tiunda heigarmótið sem hald- ið hefur verið á u.þ.b. einu ári og er óhætt að fuilyrða að mót þessi hafa farið sigurför um landið. Hvarvetna hafa þau vakið gifur- lega athygli,enda hafa nær allir af Sumardvöl Óska eftir að koma röskum 10 ára strák á gott sveitaheimili. Upplýsingar i sima 73586 eða á ritstjórn Þjóðviljans i sima 81333. Bændaskólinn á Hólum auglýsir: Umsóknarfrestur um skólavist er til l. ágúst n.k. Bændadeild 1. Tveggja ára búfræðinám (4 annir) að bú- fræðiprófi hefst 1. nóv. n.k. Inntökuskilyrði: — Umsækjandi hafi lokið grunnskólanámi og f ullnægt lágmarkskröf um til inngöngu i f ram- haldsskóla. — Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við landbúnaðarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en 1 ár. — Heilbrigðisvottorð. Bændadeild 2. Búfræðinám til búfræðiprófs á einum vetri (2 annir) hefst 1. okt. Sömu inntökuskilyrði og í Bændadeild 1 auk eftirfarandi: — Umækjandi sé eigi yngri en 18 ára. — Umsækjandi hafi víðtæka reynslu í land- búnaðarstörf um að mati skólastjóra. Umsóknir um skólavist sendist skólanum fyrir 1. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir skólastjórinn á Hól- um. Sími um Sauðárkrók. Skólastjóri. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför Sigríðar P. Asgeirsdóttur gullsmiðs, Hliðarvegi 25, ísafirði. . Jón Valdimarsson og fjölskylda. Eiginmaður minn Bjarni Jónsson, Skólavörðustig 40, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 1. júli kl. 10.30. F.h. vandamanna Ragnheiður Hóseasdóttir sterkustu skákmönnum þjóðar- innar teflt reglulega i þeim. Með- al þeirra sem mættu i Grimsey vori^þeir stórmeistarar Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigur- jóns^on svo og Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson, Gunnar Gunnarsson, Ásgeir Þ. Árnason áuk greinarhöfundar. Keppendur voru 44. Grimsey hefur lengi lifað i hug- um manna sem vagga skáklistar- innar á íslandi. Daniel Fiske tók i lok siðustu aldar miklu ástfóstri við eyjuna og innbyggjara henn- ar, gaf höfðinglegar gjafir af miklum efnum, svo að enn þann dag I dag er hans minnst m.a. há- tiðsdegi sem tengdur er minningu hans. Fiske var bandariskur aö ætt og uppruna. Hann kvæntist vellauðugri konu, sem stuttu eftir brullaup þeirra fékk berkla og andaðist aðeins tveimur árum siðar. Mikill styr stóð um erfða- skrá hennar þvi konan hafði ánafnaö Iþöku, bókasafni i nám- unda við New York, obbann af arfinum. Fiske var ekki allsendis ánægður með þann gang mála og tókst eftir mikið argaþras og lagaflækjur, að ná til sinum arfin- um að miklum hluta a.m.k. Mun hann hafa staðið uppi með eina miljón bandariskra dala sem auðvitað var geypilegt fé i þá daga. Hann tók þá stefnu að ferð- ast vitt um heim og i einu þess- ara ferðalaga kom hann til Is- lands. Grimsey sá hann á siglingu um íslandsstrendur. Fannst hon- um fróðlegt að vita hvað héldi mönnum gangandi á afskekktri eyju alveg á mörkum hins byggi- lega heims. Hann heimsótti eyja- skeggja og eitt sem vakti mikla athygli hans var skákáhugi þeirra. Varð úr aö hann gaf mikl- ar gjafir þeim til handa, bæði skákborð og bækur og svo einnig peningagjafir. Peningarnir eru eins og gefur að skilja uppurnir, en bækur eiga sér lengri aldur og er hluti hins mikla Fiske-safns varðveittur i kjallarakompu i Landsbókasafninu. Islandsdeild- in i Iþöku er að mestu runnin und- an rifjum Fiske. Arið 1968 var haldið i Reykjavik hið svo kallaða Fiske-mót og þótti það takast með afbrigðum vel. Vist er að nafni þessa sérkennilega manns mun verða haldiö á lofti hér á Iandi svo lengi sem skáklistin lifsanda dregur. Svo vikið sé að móti Jóhanns Þóris i Grimsey þá fór það i alla staði vel fram og allar móttökur eyjarskeggja voru hinir höfðing- legustu. Menntamálaráöherra, Ingvar Gislason, kom fljúgandi frá Reykjavik, gagngert til að setja mótiö og leika fyrsta leikn- um i skák Friðriks Ólafssonar og Heimis Bessasonar. Mótið var af- ar spennandi, en eftir 4 umferðir, þ.e. tvo fyrstu keppnisdagana var undirritaður einn efstur með 4 vinninga. Fimmta umferðin var tefld klukkan hálf niu á sunnu- daginn og tókst þá Friðrik að sigra greinarhöfund. Hann átti u.þ.b. hálfa minútu eftir til að ljúka skákinni á móti hálfri klukkustund og staðan á borðinu jafnteflisleg. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að undir slik- um kringumstæðum er Friðrik engum likur. Heiftarlegur afleik- ur gerði það að verkum að Friðrik náði að koma peði upp i borð og náði siðan að máta andstæöinginn á siðustu sekúndubrotunum. 1 sið- ustu umferð gerði Friðrik svo jafntefli við Jón L. Árnason og þeir deildu þvi efsta sætinu. Röðin á toppnum varð þessi: 1. Friðrik ólafsson 5 v. 2. Jón L. Árnason 5 v. 3. Helgi Ólafsson 4 1/2 v. 4. Gunnar Gunnarsson 4 1/2 v. 5. Guðmundur Sigurjónss. 4 1/2 v. 6. Guðmundur Pálmason 4 1/2 v. 7. Jóhann Hjartarson 4 v. 8. Hilmar Karlsson 4 v. 9. Jón Einarsson 4 v. 10. Áskell ö. Kárason 4 v. Guðmundur Pálmason tefldi nú i opinberu kappmóti i fyrsta sinn i langan tima. Er aldrei að vita nema hann geri meira að sliku á næstunni. Taflmennska hans bar þessgreinileg merkiað litlu hefur hann gleymt. I blaðinu á morgun verður mótinu gerö nánari skil. Helgi Ólafsson. Grjótaþorpiö Framhald af 1 siðu. IbUasamtökin hafa nú sent frá sér svohljóðandi áskorun: „Ibúasamtök Grjótaþorps skora hér með á borgarstjórn, sem hefur umráöarétt yfir hUsinu Gijótagötu 9, að gera skjótar og róttækar ráðstafanir til Urbóta á ástandi hUssins vegna þess um- hverfisvandamáls sem það skap- ar hér i þorpinu. Það er skóðun samtakarma, að svo lengi sem enginn býr i hUsinu bjóði það upp á innbrot og hvers kyns óþrifnaö, fyrir utan þá eld- hættu sem IbUar þorpsins verða að bUa við. Nýlegt dæmi sannar þá staðreynd, þegar eldur kom þar upp i siöustu viku. Siðast og ekki slst ber að geta um þá röskun á næturfriði sem stöðugur um- gangur fólks um húsið veldur ibú- um næstu húsa og er með öllu óþolandi. Það að negla nokkrar krossviðarplötur fyrir dyr og glugga mun ekki breyta þessu ástandi.” — vh Sumarferö Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum Með auglýsingu i siðasta Helg- arblaði Þjóðviljans um fyrirhug- aöa sumarferö Alþýðubandalags- ins á Vestfjörðum um eyðibyggö- ir i Aðalvik 11. og 12. júli n.k. birt- ist þessi mynd af Stað i Aðalvik. Með myndinni birtist hins veg- ar texti, sem átti við allt aðra mynd, sem alls ekki var af Staö. Textinn sem átti að fylgja myndinni af Stað i Aðalvik lenti i ferðalögum I prentsmiðjunni. Nú erhann kominn i leitirnar og birt- ist hér ásamt myndinni: " . . '■ - .........................................., « 111 Staður i Aðalvlk, — Þangaðer um 20 minútna gangur frá Sæbóli. Að Stað hefur kirkja Aðalvikinga stað ið margar aldir. Siðasti prestur, sem þar sat er Finnbogi Lassen, sem þjónaði Aðalvlk 1941-1945, en fór þá að Hvammi I Laxárdal i Skagafirði, þar sem hann hefur verið prestur fram á siðustu ár . Næsti prestur I Aðalvik á undan Finnboga var Magnús Runólfur (R. Magnús Jónsson), sem sat á Stað I Aöal- vfk frá 1905-1938. — Meöal presta á fyrri öldum má nefna séra Snorra, sem seinna fór að Húsafelli í Borgarfirði. Meðan hann dvaldi I Aðalvik átti hann mjög I höggi við galdramenn, og þurfti á öllum sinum miklu kröftum að halda bæði likamlegum og vitsmunalegum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.