Þjóðviljinn - 07.07.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. júlí 1981 þjóÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir 0 iþróttir 2 íþróttír [ EStt og annað Grótta setti strik í relkiungiiui Fjölmargir leikir voru á dag- skrá 3. deildar knattspyrnunnar um helgina. Urslit uröu þessi A-riðiU: Grötta—Armann........2:1 ÍK—UMFG..............0:0 Óðinn-Afturelding....1:4 Sigur Grtíttu gegn Armanni var næsta óvæntur og nií er allí „opið” i þessum riðli. B-riðill: IR—Þór, ÞO................2:3 Leiknir—UMFN..............0:1 Léttir—Viðir..............1:1 Viðir og Njarðvik berjast um sigurinn i riðlinum. C-riðill: Vikingur—Reynir, H........2:1 Reynir, Hn—Bolungarv......0:4 Snæfell—HV................1:0 Grundarf j—Reynir, He.....2:3 Bolungarv—Snæfell.........2:2 Guðmundur Asgeirsson sýndi mikið öryggi I marki Breiðabliksmanna i gærkvöidi. Hér horfir hann á eftir knettinum þjóta framhjá markinu. Mynd: — gel. Toppliðin skfldu iöfn Víkingarnir halda 2ja stiga forskoti sínu í 1. deildinni Það var fremur rislítil knatt- spyrna sem efstu lið 1. deildar- innar, Vikingur og Breiðablik, sýndu i gærkvöldi þegar þau mættust á Laugardalsvellinum. Úrslitin urðu I samræmi við gæði fótboltans, 0-0, og staðan á toppn- um þvi litt breytt eftir leiki helg- arinnar. Byrjun leiksins var fremur ró- leg, Blikarnir öllu sókndiarfari. án þess þó að skapa sér aimenni- leg marktækifæri. A 31. min.náðu Vikingarnir hraðaupphlaupi, sem lauk með þvi að Jóhann stóð einn og óvaldaður fyrir miðju marki, en skot hans hafnaði i hliðarnet- inu. Skömmu seinna átti Sigurjón hörkuskot að marki Vikings, en Diörik sló boltann yfir. Glæsileg tilþrif hjá þeim báöum. A loka- minútu fyrri hálfleiks fékk Ömar Varamadurinn jafnadi med glaesimarki 1 seinni hálfleik leiks FH og KR i Kaplakrika síðastliðinn laugardag var Sigþór Þórólfsson sendur inná völlinn. FH-ingar voru undir 0-1 og reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna. Sigþór var ekkert að tvinóna við hlutina þegar hann skömmu seinna fékk knöttinn utan vitateigs KR. Hann þrumaði boltanum i bláhorn KR-marksins. Sannkallað glæsi- mark. FH-haföi jafnað, 1-1. Torfason upplagt færi þegar hann skaut á Blikamarkið rétt utan markteigs, en skotið var ekki hnitmiðað og Guðmundur varði án erfiðleika. A 57. min.gerðust Vikingarnir i tvigang aðgangsharðir við mark Blikanna, Gunnar og Ómar, en mistókst að skora i bæði skiptin. Um miðbik seinni hálfleiks komst Helgi Bentsson innfyrir vörn Vik- inganna, en Diðriic varði með glæfralegu úthlaupi. A loka- minútu leiksins skaut Jón Einars- son hörkuskoti sem rétt smaug stöng Vikingsmarksins, utan- verða. Blikaliðið saknaði greinilega Ölafs Björnssonar og Vignirs Baldurssonar, sem báðir voru i leikbanni. Það vantaði alla ögun i leik liösins. Jóhann Grétarsson átti góðan leik á miðjunni og vörnin stóð vel fyrir sinu. Ómar tók Lárus Vikingsmiðherja úr umferö og gerði þaö vel. Að visu var hann fullgrófur oft á tiðum, en dómarinn lét þaö afskipta- laust. Þá var Guðmundur örugg- ur i markinu. Haldi Vikingsliðið áfram að leika miðlungsknattspyrnu eins og i siðustu leikjum er vart viö öðru að búast en að þaö missi af toppsætinu. Það er vart nóg að taka 3—4 góðar sóknarrispur i einum leik. Diðrik var stórgóöur i leiknum gegn Blikunum og eins var Helgi öruggur i vörninni. Ómar hélt miöjuspilinu aö mestu gangandi. Hvað um það, Viking- arnir eru með örugga forystu i 1. deildinni og ætla sér vafalitiö að halda henni... —IngH staðan Staðan i 1 þannig: 1. deildinni er nú Víkingur .. 10 7 2 1 14:5 16 Breiðablik ... ..10 4 6 0 11:4 14 Akranes . . 10 4 4 2 10:5 12 Valur ..10 4 3 3 19:10 11 Fram ..10 2 6 2 10:12 10 Vestm.ey .. 9 3 3 3 13:11 9 KA .. 9 2 3 4 9:10 7 Þör .. 10 1 5 4 6:17 7 KR .. 10 1 4 5 6:13 6 FH .. 10 2 2 6 11:20 6 Strax á 6. min komst Börkur i gott færi, en skot hans hans fór i varnarmann FH og afturfyrir. Aðeins 2 min. siðar komst FH-markið aftur i hættu. Kollspyrna Óskars fór i þverslá og afturfyrir. Leikurinn var hinn liflegasti, sóknarleikur i fyrir- rúmi. A 11. min.varði Stefán skot Óla Dan eftir laglega sóknarlotu FK t næstu sókn fengu FH-ingarnir aftur gott færi þegar Inga Birni tókst að skalla fram- hjá af markteig. En undirtökin voru KR-inganna og á 23. min. skaut Sæbjörn i stöng. Óskar skoraöi reyndar skömmu seinna, en var rangstæður. Nokkru seinna smaug gott skot Ottós framhjá FH-markinu. t upphlaupi seinni hálfleiks héldu Vesturbæingarnir enn undirtökum sinum og þeir upp- skáru laun erfiðis sins á 60. min. þegar óskar skoraði með innan- fótarskoti frá markteig. „Týpiskt Skagamark”, sagði einn áhanganda KR eftir leikinn. Nú var eins og FH-ingarnir vöknuöu af dvala. Þeir fóru að sækja af miklum krafti. Stefán varði koll- spyrnu Pálma með tilþrifum. „Draumabolti markvarðarins,” sagði Raggi svellkaldi, mark- maöur Gróttuliðsins. A 74. min. jafnaöi siðan Sigþór með þrumu- skotinu mikla, 1-1. Undir lokin reyndu FH-ingarnir allt hvað þeir gátu til þess að knýja fram sigur, en vörn KR stóðst öll áhlaup. Reyndar skall hurð nærri hælum á 83. min.þegar skot Pálma fór i stöng og út. KR — FH: 1:1. Stefán átti góðan leik i marki KR. Guðjón barðist eins og ljón og uppskar meira en oftast áöur. Þá tók Elias nokkrar góöar sóknar- spyrnur, einkum i fyrri hálfleik. KR-ingarnir léku oft ansi laglega gegn FH og ættu vart að þurfa aö kviða næstu leikjum haldi þeir áfram á sömu braut. Vörn FH er nú orðin alltraust og er það mest aö þakka yfirveg- uðum leik Guömundar Kjartans- sonar. Liðið er jafngott, i þvi er nú hvergi að finna verulega veikan hlekk. Auk Guömundar léku sérlega vel gegn KR, Pálmi, Hreggviöur og Sigþór. —IngH Aftur jafntefli hjá KA og Þór Þtír og KA skildu jöfn i 1. deild- inni i gærkvöldi, 1:1, en liðin deildu einnig stigunum (1:1) slð- astliðinn föstudag. Það er jafn- ræöi meö Akureyrarliðunum. KA náði strax i byrjun undir- tökunum og hélt þeim út leikinn. uunnar Gislason og Gunnar Blöndal fóru báðir illa meö upp- lögö marktækifæri. Þór tók siöan óvænt forystuna þegar óskar Gunnarsson skoraði eftir horn- spyrnu. A sömu minútu jafnaði Gunnar Gislason með kollspyrnu ogþarviðsat. —IngH „Barningsleikur” ÍBK og Reynir gerðu jafntefli i leik þessara toppliða 2. deildar i Keflavik í gærkvöldi, 0:0, Um 1500 áhorfendur urðu vitni að miklum baráttuleik. Urslit i öðrum leikjum 2. deild- ar um helgina. Þróttur R—Þróttur N .......3:0 Haukar—IBÍ.................1:1 Skallagrimur—Self oss......0:1 Völsungur—Fylkir...........1:0 ísland sigraði tslenska drengjalandsliðið i ftít- bolta sigraði hið færeyska i lands- leik á Selfossi i gærkvöldi 4:2. — IngH D-riðill: Reynir, A—USAH...........10:0 Tindastóll—KS ........... 0:1 Siglfirðingarnir eru nær búnir að tryggja sér sigurinn i D-riðl- inum. Og þó, þeir eiga eftir að leika á Ólafsfirði. E-riðill: Arroðinn—HSÞ, b...........1:2 Magni—Dagsbrún............8:0 F-riðill: UMFB—Huginn...............2:5 Valur—Einherji ...........0:1 G-riöilI: Súlan—Austri............. 1:5 Sindri—Hrafnkell.........11:0 Sökum plássleysis verður staöan i riðlinum aö biöa morg- undagsins. Bjössi sá af titlinum Sviinn Björn Borg tapaði nokkuð övænt I úrslitaleik Wimbledon-tenniskcppninnar gegn Bandarikjam anninum John McEnroe siðastliðinn laugardag, 4-6, 7-6, 7-6 og 6-4. Aöur hafði Bjössi leikiö 41 leik á Wimbledon án taps og hann varð meistari 1976 til 1980. John McEnroe er 22 ára gamall, orðlagður kjaftaskur en frábær tennisleikari. 1 Wimbledon-keppninni var hann stöðugt með kjaftbrúk og á það á hættu að verða sektaður um 10 þúsund dollara fyrir framkomu sina. McEnroe varð ánnig meistari i tvi'liðaleik, sigraði ásamt Peter Fleming þá Bob Lutz og Stan Smith. Bænargjörðin dugði Bjössa ekki I lirslitaleiknum, hann tapabi fyrir John McEnroe.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.