Þjóðviljinn - 07.07.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. júli 1981 F ramleiðslust j óri — Síldarvinnsla A/S Ibestad Sild er nýtt fiskvinnslufyr- irtæki sem á að framleiða sild fyrir neyt- endamarkað. Fyrirtækið byggir nú sér- stakt verksmiðjuhúsnæði fyrir sildariðnað 1500 fermetra. Áætlað er að framleiðsla hefjist i feb. 1982. Haustið 1981 verður keypt hráefni þannig að tilraunafram- leiðsla geti hafist strax og verksmiðjan er tilbúin. Gæði og fullvinnsla eru einkunnarorð fyr- irtækisins sem er hið fyrsta sinnar teg- undar i Norður Noregi. Fyrirtækið óskar að ráða: f ramleiðslust j óra VERKSVIÐ: Innkaup Framleiðsluáætlanir Vöruþróun Gæðaeftirlit Áhersla verður lögð á starfsreynslu frá síldarvinnslu. Laun eftir samkomulagi, ráðning sem allra fyrst, fyrirtækið út- vegar húsnæði. A/S Ibestad Sild er á Rollöya austan við Harstad. Samgöngur við fastlandið eru með ferju. Það er u.þ.b. klukkustundar akstur til Harstad og u.þ.b. tveggja stunda akstur til Narvik. Á Rollöya eru skólar, og þjónustutilboð er gott. Nánari upplýsingar veita: Disponent J. Bergvoll, Ytre Rollöya Fiskarsamvirke, simi 082/74055 Disponent V. Sörensen, A/S Ibestad Sild, simi 082/95116 Oddmar Jenssen, Statens Teknologiske Institutt / Nord Norge, simi 082/44180. Umsóknarfrestur er til 31/7 1981. Skrif- leg umsókn með afriti af prófskírteinum og meðmælum sendist: Ytre Rollöya Fískarsamvirke Postboks 504 9401 Harstad Norge Ai Hagfræðing ur Alþýðusamband Vestf jarða óskar að ráða mann til starfa vegna ákvæðisvinnu á Vestfjörðum. Umsóknarfrestur er til 15. júli. Upplýsingar i sima 3190. Alþýðusamband Vestfjarða Norðurvegi 1, ísafirði. Tilkynning irá Sölu varnarliðseigna SKRIFSTOFA vor og AFGREIÐSLUR að Grensásvegi 9 og Keflavikurflugvelli verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 13. júli til 17. ágúst. Minning Pálmi Þórðarson Á gullbjörtum sumardegi stendur Pálmi Þórðar æskuvinur minn á tröppunum hjá mér, baö- aöur sólarljósinu og sumarbliö- unni. Þetta var i fyrrasumar og hann kominn yfir hafið, hingaö heim til aö vitja sinna nánustu og hverfa til landsins sins sem hann alltaf þráöi, þó auönan byggi hon- um aðsetur í annarri heimsálfu. Og þegar hann gengur inn fylg- ir sólin honum og okkur hlýnar um hjartarætur i návist manns- ins. Hann kemur svona — hann Pálmi — án þess að gera boð á undan sér og öllum finnst eins og hann hafi aldrei fariö. Og þó hann hefði farið, þá var aldrei nema steinsnar til hans. Pálmi Þórðarson vék aldrei frá neinum, sem borið hafði gæfu til að verða vináttu hans aðnjótandi. Hann var alltaf hjá okkur, öll þessi ár sem hann var biisettur vestur f Ameriku og er það enn, þó hann hafi nú, langt um aldur fram,fallið fyrir manninum með ljáinn. Og þarna stendur hann, baðað- ur Islandssólinni fyrir- réttu ári og spyr mig, hvort við eigum ekki að koma og lita til hennar mömmu minnar, sem er að berjast við dauðann á spitala. HUn er þungt haldin og öllum er ljóst að stutter eftir. HUn kemst æ sjaldnar til meðvitundar. Pálmi lýtur yfir hana og kyssir hana á vangann. HUn opnar augun og skynjar ekki aðeins sólskinið i návist manns- ins, heldur lika manninn sjálfan — Pálma. Og skæru bláu augun hennar ljóma i brosinu. „Pálmi minn. Mikið er ég fegin að þU komst”. Og Pálmi býður henni að sækja sig heim i fjarlæg gósenlönd, handan við hafið, þar semháín er slegin fjórum sinnum i mánuði. Þau voru alltaf miklir mátar hUn mamma min og hann Pálmi, enda var hUn mannþekkjari og sá fljótt hvern mann fólk hafði að geyma. Ogþarna sem þauhlóguog gerðu að gamni sinu fannst mér eins og dauöanum heföi verið bægt frá um stundarsakir. Þetta var i sfðasta sinn, sem ég sá mömmu mina brosa. Þarna kvaddi Pálmi, sem átti h'fið framundan, móður mina sem hafði lokið si'nu lifshlaupi. Si'ðan er aðeins eitt ár. Pálmi Þórðarson hefði orðið fimmtugur i haust og leit stór- huga til framtíðarinnar eins og hans var háttur. Allt lif hans virt- ist eins og snUast að miklu leyti um það að bUa i haginn fyrir aðra, gera mönnum greiða, gleðja fólk og hiálpa þeim sem voru hjálpar- þurfi. Vera einhvern veginn alltaf til taks þegar á þurfti að halda. Mannkostir Pálma Þórðarson- arvoru sattaðsegja slikir aö þeir gleymast ekki, þó það sé ógert látið að festa þá á blað. Hvergi hefur mér um dagana þótt betra að koma en á heimili þeirra Pálma og Ernu og fjögurra yndislegra dætra i Camp-Hill, þar sem bliða og bamalán sat i fyrir- rUmi. Þvi veröur ekki með orðum lýst hvilikur harmur hlýtur að rikja á þvi heimili, þegar Pálma nýtur ekki lengur við. Já öllum er Pálmi harmdauði, en mig skortir orð til að lýsa hlut- tdcningu minni i harmi foreldra hans Þórðar og Geirlaugar og annarra hans nánustu hérna heima. Megi guö og gæfan veita þeim styrk f raunum sinum. Á minu heimili eigum við um sárt að binda. Með Pálma sé ég á bak minum besta vini. Og þó finnst mér enn, að ég hafi slðast séð hann i gær og að ekki sé nema steinsnar til hans. Heimkoma hans verður önnur nU en áður, en þó er ég viss um eitt. Minningin um hann Pálma Þórðar vikur ekki frá þeim sem einu sinni báru gæfu til að kynn- ast honum. Óg sjálfur yrði ég ekkert hissa, þó hann stæði hér aftur einhvern timanná tröppun- um hjá mér baðaður i sólbirtunni og færandi heim allt það, sem gerir li'fið þess vert að lifa þvi. Flosi Ólafsson. Rithöfundasambandið um sjónvarpið: Islensk dagskrárgerð verði aukm Rithöfundasamband tslands hefur samþykkt og sent frá sér eftirfarandi ályktun um sýningu sjónvarpsins á þætti um Snorra Hjartarson skáld: „Sunnudaginn 21. jUni sl. sýndi sjónvarpið þátt um Snorra Hjartarson sem danska sjón- varpið haföi látið gera og bauð fram á vettvangi Nordvision. Þátturinn var að sjálfsögðu miö- aður við danskar aðstæður þar sem Snorri er óþekktur. Ljóð hans hafa ekki verið þýdd á dönsku og þvi hafa danskir sjón- varpsáhorfendur ekki átt neinn kost á að kynnast þeim. Af þess- um sökum var áðurgreindur þáttur vitaskuld með öllu ófull- nægjandi fyrir islenska sjón- varpsáhorfendur og átti litið erindi viö þá. Af þessu tilefni vaknar sU spurning hvort það sé i samræmi við menningarhlutverk islenska sjónvarpsins að flytja islending- um danskar kynningar á islensk- um skáldum og list þeirra. Hefði nU ekki verið nær lagi að islenska sjónvarpiö hefði látið gera myndarlega dagskrá i tilefni af því að Snorri Hjartarson hlaut bókmennt averðlaun Noröur- landaráðs og það hefði boðið slikt efni fram i dagskrárskiptum Nordvision? Eða er niöurlæging islenska sjónvarpsins orðin slik að forystumönnum RikisUtvarps- ins finnist ef til vill ofur eðlilegt að Utlendingar kynni islenska menningu fyrir islendingum? Stjórn Rithöfundasambands Is- lands vill minna á aö tilgangur is- lensks sjónvarps hlýtur aö vera islensk dagskrárgerð. NU er hins vegar svo komið að islenskur hluti dagskrárinnar er aðeins þriðjungur hennar, og er þó ýmis- legt talið fslensk dagskrárgerð sem hæpiðer aðkalla slíku nafni. Hér hefur orðið hrein afturför i starfsemi sjónvarpsins, sem þegar i stað verður að ráða bót á. Skorar stjórn Rithöfundasam- bandsins á Utvarpsstjóra, Ut- varpsráð, ríkisstjórn og alþingis- menn að beita sér nU þegar fyrir þvi að strax á næsta ári verði is- lensk dagskrárgerð sjónvarpsins stóraukin svo að hUn nemi að minnsta kosti helmingi dagskrár- innar. Jafnframtskorar stjórn Rithöf- undasambandsins á Utvarpsráð aö láta gera röð sjónvarpsþátta um islenska listamenn og verk þeirra og bjóða þá fram i dag- skrárskiptum Nordvision”. Laus staða Við Armúlaskólann i Reykjavik er laus til umsóknar staða kennara i hjúkrunarfræðum. Laun samkvæmt launakerfistarfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 30. júli n .k. Umsóknareyðublöð fástiráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 2. júli 1981. y Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfa aö bíöa lengi meö bilaö rafkerli; leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuha - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. wRAFAFL • Smiðshöfða 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.