Þjóðviljinn - 07.07.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.JINN Þriftjudagur 7. júli 1981 á dagskrá >Grátstafir og upphrópanir um aðstöðu sjúkra og hrjáðra geta aflað lýðfylgis en færa okkur sjaldan nær skynsamlegri lausn á vanda þeirra Meðferðar- heimilið við Kleifarveg Rekstur Meöferöarheimilisins við Kleifarveg hefur verið á dag- skrá Utvarpsins og amk fjögurra dagblaða sfðustu vikur. Astæðurnar má rekja til þess aö 1. jiínf sl. samþykkti Fræðsluráð Reykjavíkur svohljóðandi tillögu sem sérkennslufulltrUi Fræðslu- skrifstofu borgarinnar hafði kynnt ráðinu og fært rök fyrir: „Frá 1. september 1981 verði nUverandi meöferðarheimili breytt í dagskóla fyrir 10 nem- endur með atferlistruflanir. Jafn- framt dagskdlaunum verði starf- rækt á Kleifarvegi 15 göngudeild fyrir bráðatilvik (nemendur, sem brotið hafa brýr aö baki sér í heimaskóla vegna atferlistrufl- ana). Starfslið: l.skólastjóri (kennslusk. 20 viku- st). 3 kennarar (kennslusk. 26.67 vikust). 1 ráöskona (40 vikust. í 9 mánuði). 1 uppeldisfulltrúi (40 vinnust. i 9 mánuði). A göngudeild, svo og f dag- skólum og dagdeildum, starfi 1 sálfræöingur og 1 félagsráð- gjafi.” Áður en tillaga þessi var sam- þykkt hafði yfirmaöur sérkennsl- unnar f Reykjavík tjáö Fræöslu- ráði að hugmyndir um þessa breytingu heföu veriö kynntar þeim aðilum sem á sinum tfma gáfu hiísnæðiö til rekstrar með- ferðarheimilis fyrir taugaveikluð börn og hefðu þeir ekki verið mót- fallnir þeim. Á sama fundi var samþykkt svohljóðandi tiUaga sem Sigurður Tóm asson lagði tram : „Fræösluráð samþykkir að fela fræðslustjóra í samráði við stjórn Heimilissjóðs taugaveiklaöra barna og stjórn Hvítabandsins að hef ja undirbUning að stofnun nýs meðferðarheimilis fyrir tauga- veikluð börn f tengslum við Bustaðaskóla í Reykjavik og skal við það miöað að þaö taki til starfa haustið 1982. Skal við það miöað að hUsið að Kleifarvegi 15 verði selt og andvirðiö notað til þess að fjármagna sto|nkostnaö. Rekstur heimilisins skal tryggöur f samráði við menntamálaráðu- neytið, enda er tryggur rekstur forsenda farsæls starfs. Á meðan hið nýja heimili er ekki tekiö til starfa getur fræösluráð falUst á tiUögur Þorsteins Sigurðssonar um aö á Kleifarvegi 15 verði starfræktur dagskóli.” Báðar þessar tillögur voru samþykktar með atkvæðum márihlutans f Fræðsluráði. Þar sem viö sem aö samþykkt- inni stdðum höfum sætt þungu ámæli f blaðaskrifum, siöan hUn var gerð, þykir mér tilhlýðilegt að skýra forsendur hennar nokkrum orðum fyrir þeim sem láta sig málið varða. 1). Starfsfólk heimilisins og sérfræöingar um meðferð af þvi tagi, sem þar fer fram( hafa frá þvf að starfsemin hófst haustið 1974 gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir naumar fjárveitingar til hennar. Samstaða um fjárveit- ingu, sem gerði kleift að ráöa að heimilinu sérmenntað starfsfólk sem rækiheimilið alltáriö, hefur hvorki náðst hjá fyrrverandi eöa núverandi meirihluta. 1 mati á störfum heimilisins, sem starfs- fólk Sálfræöideilda skóla i Reykjavik sendi Fræðsluráði með bréfi dagsettu 8. apríl, er talið að það sé „ábyrgöarhluti af Fræðsluskrifstofu Reykjavikur að láta ómenntað starfsfólk bera ábyrgð á meðferð barna, sem talin eru i' þörf fyrir sérfræöilega aðstoð”. 2) Menntamálaráðuneytið hafnaði með bréfi dagsettu 13. apríl sl. frekari þátttöku f rekstri meöferðarheimilisins við Kleifar- veg með þeim rökum að það væri stofnað og starfrækt til að annast lækningu og meðferö taugaveikl- aðra barna en ekki vistun vegna skólasóknar f sérskdla fjarri heimilum nemenda. Nýgerð áætlun um rekstrarkostnað miðað við núverandi verölag og starfrækslu fyrir 6 börn i sólar- hringsvistun allt árið hljóöar upp á 1.8 — 1.9 miljdnir króna. Ennfremur er vert að hafa f huga að á heimilinu fer ekki fram kennsla en hinsvegar aöstoö við heimanám. Skóla sækja börnin i sérdeild i' Laugarnesskóla. Árangur af starfi meðferöar- heimilis sem þessa er að sjálf- sögöu afarerfittað meta. 1 blaða- skrifum hefur þaö verið talið bera vott um góðan árangur að 8 af þeim 16 börnum sem á heimilinu hafa veriö undanfarin 3 ár hafa fariö heim eða í fóstur og sest i' al- mennan skóla. Ég veit satt að segja ekki hvað liggur að baki slíku mati — og hvers vegna ekki má allt eins telja að árangur sé góður ef um 4 slík börn er að ræða eða til aö mynda 12. Saman- burður við árangur af öðrum Ur- ræðum er ekki fyrir hendi og þvf ekki tilneins konar mælikvarði til að meta hann með. Aö þessu athuguðu ætti engan að þurfa að undra þótt fulltnlar I Fræösluráði hafi viljað leita nýrra leiöa í umræddri starfsemi. Meö framkvæmd þeirra tillagna sem fulltrUar meirihlutans stóðu að gat að minu mati unnist margt: 1) Aukið og betra skdlahald fyrir nemendur með atferlistrufl- anir í tengslum við „göngudeild” þar sem gert er ráð fyrir sál- fræðingi og félagsráðgjafa i fullu starfi — i stað þeirrar takmörk- uðu sálfræðiráðgjafar sem Kleifarvegsheimilið hefur notið. 2) Uppbygging á samtengdu starfi dagskdla (BUstaðaskóla) og meöferðarheimilis, sem gæti bæöi eflt tengsl og samstarf fræðslu-og má»ferðaraðilanna og skapað grundvöll fyrir hag- kvæmum rekstri innan ramma grunnskólalaga og reglugerðar um sérkennslu með ótviræöri skyldu rikisins til að greiða sinn hlut af kostnaði. 3) . TrUverðugt mat fengist á þörf fyrir sólarhringsvistun skólabarna sem eru i meðferð vegna taugaveiklunar. Slik börn hljdta að sjálfsögðu aö jafnaði aö vera best komin hjá foreldrum sinum sem venjulega er ekkert um að láta þau frá sér. Sdlar- hringsvistun utan foreldra- heimilis er neyðarUrræði. 4) Samaburö mætti fá á þvi neyöarUrræði að vista umrædd börn á stofnun eins og meöferðar- heimilinu við Kleifarveg og vistun á einkaheimilum. Þó ber að hafa i huga I þessu sambandi, að engan veginn er vist að for- eldrar hlutaðeigandi barna fáist tU að samþykkja sllkt fyrirkomu- lag og það viðhorf er raunar oft rikjandi hjá foreldrum þegar um sli'ka vistun á stofnun sem Kleifarvegsheimilinu er að ræða. Ég fæ ekki séö að þau æsiskrif og svfviröingar, sem beinst hafa að okkur sem samþykkt höfum tillögur aö þessu lUtandi geti gagnast taugaveikluðum börnum I Reykjavlk og foreídrum þeirra. A hinn bóginn efast ég ekki um að höfundar hafa sjálfir talið skrif sin þjóna slikum tilgangi. Grátstafir um aöstöðu sjUkra og hrjáðra geta aflað kjör- fylgis — en færa okkur sjaldan nær skynsamlegri lausn á vanda þeirra. 1. jUlf 1981 P.S. Eftir að þessi grein var skrifuð birtist i Þjóðviijanum ýtarieg yf- irlitsgrein um þetta mál eftir Þorstein Sigurðsson sérkennslu- fulltrúa (2. júli). Þangað geta þeir sem vilja sótt nánari upplýs- ingar um þróun þess og stöðu. Sá meirihluti sem myndaðist i borgarstjórn fyrir áframhaldi á óbreyttum rekstri virðist ekki hika við að taka á sig þá þungu ábyrgð, sem starfsfólk sálfræði- deildannna hefur lýst á hendur Fræðsluskrifstofunni fyrir þann rekstur. Þverstæðukennt er hins- vegar að þeir hinir sömu sérfræö- ingar og raunar margir fleiri virðast helstu hvatamenn þeirrar niöurstöðu. 6. júli, H.B. ** I erlendar bækur Hannah Arendt: Eichmann in Jerusal- em. A Report on the Banality of Evil. Revised and enlarged edition. Penguin Books 1979. Sagan af réttarhöldunum yfir Eichmann I Jerúsalem er sigilt verk, lýsing á tæknivæddu vél- menni og glæpastarfsemi sem mensk skynjun getur ekki náö. Þaö er bUiö aö skrifa margt um þetta rit og það er þegar oröiö lykilritum ekki aöeins Eichmann heldur um samskonar fyrirbrigði inUtfma samfélögum, þessi stein- dauðu tæknivæddu vélmenni, sem geta hvenær sem er gengiö slóð Eichmanns og enn lengra. Hannah Arendt var meðal þeirra höfunda, sem áttaði sig snemma á ýmsum hættu- merkjum um yfirvofandi óhugnað, sem greina mátti á fyrstu áratugum eftir fyrri styrjöld, en var þegar of seint aö bregöast við. Daniel Yergin: Shattered Peace. The Origins of the Gold War aud the National Security State. Penguin Books 1980. Þótt nokkur ár séu umliöin frá þvi þessi bók kom út I fyrstu (1977), þá á hún einmitterindi nú, þegar viss öfl vinna aö þvi að auka á spennuna milli stórveld- anna og fylla fólk af hálfleygum og tortryggni i garð þeirra sem vilja halda uppi slökunarstefn- unni. Höfundurinn er meðal þeirra fáu manna, sem hafa kynnt sér forsendurnar að kalda striðinu af nákvæmni og raunsæi og veit alveg um hvað er að ræða. Bókin hlaut mjög lofsverða dóma þegar hún kom út hjá þeim mönn- um sem ekki voru alteknir yfir- borðskenndum áróðri og sveim- uðu um i einhverskonar mogga- * moldviðri þekkingarleysis og for- heimskunar. Höfundurinn hefur einstakt vald á þessu viðtæka efni, sem hann fjallar um og kemur efninu til skila á greinar- góðan og skýran hátt. Walter Koschatzky: Die Kunst der Zeichnug Technik, Geschichte, Meistenverke. Deutsher Taschenbuch Verlag 1981. Höfundurinn er kunnur list- fræðingur og skrifar hér bók um teikninguna, sem er e.t.v. upp- runalegasta form myndlistar. Höfundurinn skilgreinir hugtakið teikning, einkenni hennar, gæöi og tækni. Siöan fjallar hann um efniö sem notaö er til teikningar. Þarnæst ræöir hann um þróun og myndbreytingar þessarar listar allt frá fyrstu rissum á hellis- veggi I árdaga. Fjölmargar myndir fylgja i texta og á sér- prentuöum myndsiðum, bæði i svart/hvitu og litum. Þetta er vönduð og góð handbók i þessari fornu og nýju listgrein og gæti komið mörgum að gagni, sem fást við þessa iðju. ThePenguin Atlas of African History. Colin McEvedy. Penguin Books 1980. t þessum atlas eru 59 kort af Afriku á ýmsum timum, allt frá þvi fyrir 175.000.000 ára og til ársins ca. 2000 e. Kr. Texti fylgir hverju korti. NU eru I Afriku 45 riki, sem eiga að heita sjálfstæð og eru þau mun fleiri en sjálfstæð riki I Evrópu sem munu vera um 30. Kortabók þessi er mikill úr- dráttur Ur landfræðilegri og mannfræöilegri sögu þessarar myrku álfu. Þótt hér sé talsvert af upplýsingum um álfuna þá vantar mikið á og þvi er það galli á Utgáfunni aö ekki skuli fylgja knöpp bókaskrá, þar sem leita mætti frekari upplýsinga. Volvo: Nýtt aftur- : sætí eykur I öryggið j Verkfræðingar Volvo I verksmiðjanna hafa kynnt ■ nýjar tegundir aftursæta, I sem eiga að auka öryggi far- I þega sem sitja i aftursætum I ef árekstur verður. I slikum ■ tilvikum hefur viljaö við I brenna að farþegarnir renni I undir beltin, eða aö beltin I færðust upp fyrir mjaðmir ■ farþeganna meðhættu á inn- I vortis meiðslum. Volvo hefur meö þessa > reynslu i huga hannað nýja J tegund aftursæta, nýjungin I felst i kUlu, sem komið er I fyrir neðan viö fremri brún ■ framsætisins, sem tryggir að J farþeginn renni ekki undan , beltinu. Er þetta liöur I um- i fangsmiklum tilraunum | Volvo verksmiðjanna i þá átt | að auka öryggi farþega. , Sláturfélag j Suðurlands i frá Skúla- ! götu j Sláturfélag Suðurlands , ráðgerir aö flytja höfuð- ■ stöðvar sinar i Reykjavik frá I Skúlagötu i Laugarnes á I næstu 5 - 6 árum. Aðalstarf- ■ semi félagsins á höfuðborg- I arsvæöinu hefur, frá þvi fé- I lagið var stofnað 1907, fariö | fram að Skúlagötu 20, en þar ■ var þá reist sláturhús, frysti- I hús, kjötvinnsla og heild- I söludreifingaraðstaða á | eignarlóð.sem félagið keypti • á stofnárinu. A áratugnum 1950 - 1960 I voru gerðar, af hálfu | Reykjavikurborgar, skipu- ■ lagsáætlanir um uppbygg- I ingu kjötiðnaðarsvæðis á I Kirkjusandi og i Laugarnesi I og jafnvel gert ráð fyrir að ■ reist yrði sláturhús á svæð- I inu. Fallið var frá slátur- I húsabyggingunni enda þró- I unin orðin sú, að sláturhúsin * eru reist i kjötframleiðslu- I héruðunum og engin slátrun I fer nú lengur fram innan > borgarmarkanna. 1 fram- J haldi af skipulagsáætluninni I hefur Sláturfélaginu nú verið I úthlutað 22.000 ferm. lóð i 1 Laugarnesi. Þangað hyggst J félagið flytja höfuðstöðvar I sinar i Reykjavik og verður I reist þar frystihús, kjöt- J vinnsla, heildsöludreifingar- J aðstaða og skrifstofubygg- I ing. — mhg Fatlaðlr tll j Kaup- I manna- j hainar t næstliðnum mánuði stóðu I Samvinnuferðir-Landsýn og I Sambandið fyrir kynnis- og I skem mtiferð 30 fatlaðra ein- ■ staklinga. Voru hóparnir I tveir, 15 manns frá Sólheim- I um í Grimsnesi og 15 nem- I endur Ur efstu bekkjum * öskjuhliðarskól a, ásamt I kennurum og fararstjórum. I Farið var til Kaupmanna- I hafnar og tók hvor ferð 10 1 daga. Feröaskrifstofan veitti I hópnum ókeypis flugfar I fram og til baka en Sam- ■ bandið greiddi 45 þús. kr. I fyrir uppihaldskostnaö. I Fyrri hópurinn fór utan 19. • júni' en hinn siöari 23. júni. J — mhg I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.