Þjóðviljinn - 23.07.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.07.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. jiili 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 | Tollverðir síga úr þyrlum um borð Sjómenn mótmæla I aðgerðumj tollgæslu j Sjómannasamband Is- | lands og Farmanna- og ■ fiskimannasamband íslands I hafa sent frá sér svohljóð- andi mótmæli: „Vegna þeirra sérstæðu ■ aðgerða tollgæslunnar gagn- I vart áhöfn n.s. ÁLAFOSS, við komu skipsins til lands- I ins, sem hófust með þvi að ■ starfsmenn Landhelgisgæslu I ásamt tollvörðum voru látnir siga um borð i skipið frá þyrlu og hefja aðgerðir sinar , með þvi að tilkynna áhöfn- ■ inni, að hún væri i varðhaldi I og banna henni öii fjarskipti við land, vilja undirrituð , samtök sjómanna mótmæla ■ harðlega slikum aðgeröum og krefjast þess, að slikar I löglausar aðgerðir endurtaki , sig ekki.” ■ Manuela ogHelga ! í Opnu j húsi j I opnu hiisi i Norræna hús- I inu í kvöld leika Manuela * Wiesler og Helga Ingólfs- I dóttir á flautu og sembal. A efnisskránni eru m.a. verk I eftir Jón Þórarinsson, Pál P. J Pálsson og Þorkel Sigur- ■ björnsson. Að loknu stuttu I kaffihléi verður sýnd kvik- I mynd Ösvaldar Knutsen , Sveitin milli sanda, með ■ norskum texta. Aðgangur að Opnu húsi er að venju ókeypis og öllum , heimill. Fjölbraut: áSelfossi ! 1 haust tekur til starfa fjöl- brautarskóli á Selfossi undir I stjórn hins nýráðna 1 skólameistara Heimis Páls- . sonar. Skólinn tekur við af I framhaldsdeild Gagnfræða- I skólans og Iðnskólanum á 1 Selfossi. Þá er i athugun að . starfrækja öldungadeild. Hönnun skólamannvirkja stendur yfir. Þar er ráðgert að taka megi i notkun 900fm . af 1. áfanga skólahúss haustið 1983. Fyrirsjáanleg eru mikil þrengsli næstu 2 ] Lfi"._________________________I A mánudag hófust framkvæmdirwið flutning gamla Hafnafjarðarvegarins meðfram kirkjugarðinum i Fossvogi. Vegurinn mun i framtiðinni liggja nær kirkjugarðinum, og hefur hann fengið nýtt nafn, Suðurhliðar, i samræmi við heitinýja hverfisins sem reist verður norðan hans. Ljósm. —gel. Eimskip kaupir ekjuskipin Álafoss og Eyrarfoss Eimskip hefur nii ákveðið að kaupa ekjuskipin Alafoss og Eyrarfoss. sem félagið hefur haft á leigu frá þvi i ágúst og sept. 1980. Verður Eyrarfoss væntan- , lega afhentur félaginu um miðjan ágúst en Alafoss i ágústlok. Kaupverð Eyrarfoss er Isl. kr. 51 milj. eða GS$ 6,8 milj. og kaup verð Alafoss 50 milj. Isl. kr. eða US $ 6,7 milj. Komu þessar upplýsingar og aðrar, sem hér fara á eftir, fram á fundi, sem forráðamenn Eimskipafélagsins héldu með fréttamönnum sl. miðvikudag. Skipakaupin eru fjármögnuð þannig, að Eimskip yfirtekur lán á skipunum hjá Danmarks Skibskreditfond, sem er um 61% af kaupverði skipanna. Að auki eru kaupin fjármögnuð með láni frá Citibank N.A. London, og er það lán tekið fyrir milligöngu Landsbanka tslands. Skipin vorusmíðuð f Frederiks- havn V ærft i Danm örku j>g afhent núverandi eigendum i árslok 1978. Smiðuð hafa verið fjögur skip af sömu gerð fyrir Mercandia og tvö skip af svipaðri gerð fyrir eigin rekstur. L ~r-:> Skipin voru smiðuð til al- mennra vöruflutninga, en sér- staklega gerð til gám- og eininga- flutninga, svo og bilaflutninga. Við hönnun skipanna var stefnt að mikilli fjölhæfhi i flutningagetu, og gerð skipsskrokks og stærð véla miðuð við að ná sem best orkunýtingu og sparnaði. Skipin eru smiðuð samkvæmt fyllstu kröfum flokkunarfélagsins „Det Norske Veritas”. Lengd þeirra er 105,6 m,. breidd 18.8 m. Aðalvél er af MAK-gerð, 4.500 hö. Gagnhraði er 15,5 milur á klst. Flutningsgeta er 3.620 tonn (DWT1), en flutningsrými 364.000 rúmfet. Ef skipin eru eingöngu notuð til bifreiðaflutninga geta þau flutt um 350 bifreiðar af meðalstærð eða um 300 gámaein- ingar, ef þau eru eingöngu i gámaflutningum. Er skipin voru tekin á leigu hafði verið gerð athugun á áætlunarsiglingum Eimskips og i framhaldi af þvf mótun flutninga- stefnu félagsins til næstu ára. Það er niðurstaða félagsins að Álafoss og Eyrarfoss henti til áætlunarflutninga félagsins á næstu árum, bæði hvað varðar fjölhæfni og hagkvæmni I rekstri. Skipin hafa verið i áætlunar- siglingum milli Reykjavíkur, Rotterdam, Antwerpen, Felixstowe og Hamborgar frá þvi að þau komui þjónuslu félagsins. Erfyrirhugað að svo verði áfram. Skipin tvö halda uppi vikulegum siglingum á ofangreindar hafnir með föstum vikudögum i hverri höl'. Tekur hringferö hvers skips 14 daga. Skipin leystu að hólmi 4-5 eldri skip félagsins og halda þó uppi sömu viðkomutiðni. Fjölhæfni skipanna til gáma-, bila- og einingaflutninga er mun meiri en gömlu skipanna og afgreiðsla skipanna gengur betur og hraðar fyrir sig. Kaupiná Alafossiog Eyrarfossi eru liður í breytingum á flutn- ingatækni félagsins. Skipin verða lestuð og losuð i Sundahöfn við Kleppsbakka. Ekjubrú i eigu Reykjavikurhafnar verður fljót- lega settupp við Kleppsbakka til að auðvelda vöruafgreiðslu skip- anna. Starfsemi og þjónusta félagsins svo og uppbygging vöruafgreiðslu i Sundahöfn, mun taka mið af áframhaldandi þróun nýrrarflutningatækni. —mhg Eyrarfoss, annaðþeirra ekjuskipa, sem Eimskipafélagið hefur nú fest kaup á. j Aukin ! notkun I bílbelta n Notkun bilbelta hér á landi hefur aukist talsvert undan- farna mánuði að þvi er fram kom. við kannanir sem gerðar voru að tilhlutan um- ferðarráðs i febrúar, mai og i júli, en lögreglumenn sáu um talningu á 16 stöðum á land- inu. 1 ljós kom að á landinu öllu notuðu 9,4% ökumanna bil- belti i febrúar, en 21,5% i júli, en af farþegum i fram- sæti notuðu i febrúar 10,9% bílbelti, 15,1% i mai og 27,8% i júli. í Reykjavik hækkaði hlut- fall ökumanna með bilbelti úr 9,1% i 17% á þessum tima og i öörum bæjum úr 3,1% i 13%. A hraðbrautum einsog Suðurlandsvegi, Vestur- landsvegi og Reykjanes- braut notuðu 12,7% öku- manna og 17,8% framsætis- farþega bilbelti i febrúar, en 24,7% ökumanna og 26,9% farþeganna i júli. Nýr.fram- j kvæmda- stjóri Magnús Gunnarsson hefur að eigin ósk sagt upp starfi sinu sem framkvæmdastjóri Arnarflugs h.f., en þvi hefur hann gegnt frá stofnun þess. A stjórnarfundi félagsins sl. þriðjudag voru Magnúsi þökkuð gifturik störf i þágu félagsins og á sama fundi var Gunnar Þorvaldsson aðstoðarframkvæmdastjóri einróma ráðinn fram- kvæmdastjóri Arnarflugs h.f. frá og með 1. september næstkomandi. Gunnar Þorvaldsson hefur starfað hjá Arnarflugi frá stofnun félagsins, fyrst sem flugstjóri, en var ráðinn flugrekstrarstjóri 1978 og aðstoðarframkvæmdastjóri 1980. Hvað er að gerast í Olís? Ný valdahlutföll, Svan í oddastöðu Hvað er að gerast i fyrirtækinu Olis? Þeirrar spurningar er viða spurt eftir atburði siðustu vikna. Önundi Asgeirssyni forstjóra var sagt upp, vegna þess að hann hafði „fjarlægst stjórnina” að hennarsögn. Starfsfólk aðalskrif- stofunnar stendur með forstjór- anum fyrrverandi, hótar upp- sögnum og er i sumarfrii, auk þess sem einn stjórnarmanna, Svan Friðgeirsson stöðvarstjór- inn i Laugarnesi er borinn þung- um ásökunum. Hverjir eiga Olis og hvers kon- ar valdabarátta er þarna á ferð- inni? Það er ekki auðvelt að fá svar við þeirri spurningu, þar sem yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um hluthafa fyrirtækis- ins, eins og skylt er samkvæmt nýju hlutafélagslögunum. Olis var stofnað fyrir kreppu (1927) af mönnum eins og Héðni Valdimarssvni, Eldeyjar-Hjalta, Sigurði Jónassyni bæjarfulltrúa ihaldsins, og fleirum. Fyrirnokkrum árum voru Oliu- félagið og BP sameinuð, og var hluturOlis 98% af hlutaféinu. Það væri mikið verk að rekja hvað varð af hlut upphaflegra eigenda, en þeir sem sitja i stjórn Olis nú eru: Jón Ölafsson, Guðmundur Hjaltason, Gunnar Guðjónsson, Ingvar Vilhjálmsson, Vilhjálmur Ingvarsson, Svan Friðgeirsson og Friðrik Kristjánsson. ■Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hafa orðið verulegar breytingar á hlutafjáreign Olis undanfarin ár i þá veru að Svan Friðgeirsson (sem er téngdason- ur Hreins Pálssonar fyrrv. for- stjóra Olis) hefur tryggt sér auk- inn hlut og eru þau hlutabréf sögð komin frá fjölskyldu Héðins Valdimarssonar. 1 greinargerð þeirri sem starfs- menn aðalskrifstofu Olis sendu frá sér segir að Svan hafi oddaað- stöðu i stjórninni og hali grafið undan stöðu önundar forstjóra og ekki sinnt fyrirmælum hans. Þeg- ar fyrirtækið var orðið stjórnlaust var Svan og Erni Guðmundssyni skrifstofustjóra falið að stjórna fyrirtækinu, en óvinsældir Svans virðast það miklar að örn treysti sér ekki til að starfa með honum og bauð stjórninni að velja milli sin og Svans. örn hefur allt skrif- stofuliðið með sér eins og fram hefur komið. Það hriktir i stoðum Olis, þar er bitist um völd. Meiri hluti stjórn- arinnar fór á bak við Gunnar Guðjónsson (sem er einn stærsti hluthafinn) form. stjórnarinnar þegar viðræður voru hafnar við Þórð Ásgeirsson um forstjóra- stöðuna að þvi er fram kemur i greinargerð starfsmanna. Vænt- anlega hafa stjórnarmenn sæst i laxveiðitúrnum sem farinn var meðan allt var i háalofti og starfsmenn voru að „reyna að koma viti fyrir stjórnina” eins og þeir sögðu á blaðamannafundin- um i fyrrakvöld. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.