Þjóðviljinn - 23.07.1981, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. júll 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15
Hringid i síma 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, cóa skrifu) bjóó viljatium
lesendum
Var númer 930 á biðlista
NU nægir mér ekki lengur að
hneykslast á læknum og heil-
brigðisþjónustu við vinkonur
minar. Mælirinn er sem sagt
fullur.
Maður nokkur utan af landi,
sem hefur þjáðst af gigt s.l. 20
ár þurfti á uppskurði að halda.
Það var pantað spitalapláss
fyrir hann, en sjálfur lá hann
rdmliggjandi af bakverk. Þaö
varð að komast fyrir meiniö
með uppskurði. Þaö bjargaði
andlegri heilsu hans að hann
var svo þjáður að hann þurfti
hvort sem var mjög sterk deyf-
andi lyf, þegar hann frétti að
hann væri nUmer 930 á biðlista
bæklunardeildar Landspitalans.
Kunningjakona hans sem
gengur við hækjur vegna kalk-
aðra mjaðmarliða litur hins
vegar framtíðina ekki jafn
björtum augum. Þar sem hUn
býr ner á Reykjavikursvæðinu,
getur hUn ekki notað ráð kunn-
ingjans og látið flytja sig á
spitala meö sjUkrafiugvél.
Hvaö á hUn til bragðs að taka?
Nyjustu fréttir herma að um-
ræddur biðiisti telji nU á annaö
þUsund manns.
Ætli hafi verið athugaö nýlega
hversu margir þeirra eru enn á
lifi.
Hverju sætir þetta ástand og
hver ber ábyrgðina?
Eins gott meðan ástandið á
fæðingardeildinni er ekki eins.
Ein ófrlsk
Ég vil koma þeirri spurningu
á framfæri við þá sem stjórna
SVR hvort enginn þeirra hafi
komiö Ut fyrir landsteinana. Ég
spyr vegna þess að Reykjavik
er eini staðurinn sem ég hef
komið á þar sem bilstjórar
almenningsvagna neita aö
skipta peningum fyrir
viðskiptavinina. Þetta var
kannske skiljanlegt meðan
menn þurftu að greiða fargjald-
ið mcð seðlabUnti, en er nU
ástæðulaus stlfni. Bilstjórar
segja að þeir myndu ekki hafa
annað aö gera ef þeir ættu að
skipta peningum. Ef menn hafa
komið til Skandinaviu t.d. og
ferðast með almenningsvögnum
þá munu þeir komast að þvi að
bilst jórar skipta peningum fyrir
þá sem þess óska og á skjótan
og auðveldan hátt.
Einn sem ferðast með strætó.
Að skipta 1 strætó
Olga (íuörún Arnadóttir les
söguna i Morgunstund barn-
anna.
• Útvarp
kl. 9.05
Þorpið
sem svaf
Byrjað veröur að lesa nýja
sögu i Morgunstund barnanna
kl. 9.05. Sagan heitir Þorpið
sem svaf og er eftir Monique
P. de Ladebat. Olga GuðrUn
Arnadóttir les söguna en
þýðingu annaðist Unnur
Eiriksdóttir.
Farðu ekki til Kuhwed
Útvarp
kl. 20.05
Leikrit kvöldsins er eftir
þýska rithöfundinn Gunter
Eich og heitir „Farðu ekki til
K1 Kuhwed". Leikstjóri er
Baldvin Halldórsson, en með
helstu hlutverk fara ltóbert
Arnfinnsson, Helgi Skúlason,
Jón Aöils, Indriöi Waage og
llelga Valtýsdóttir. Aslaug
Arnasóttir þýddi leikritiö, en
þaö var áður á dagskrá i
janúar 1960.
Mohallab kaupmaður er á
ferðalagi ásamt Welid þjóni
sinum. A leiðinni hitta þeir
öldung sem varar þá við að
fara til E1 Kuhwed. Kaup-
manninum finnst þetta kynleg
ábending og afræður að sinna
henni ekki. En upp frá þeirri
stundu fer atburðarásin að
verða i meira lagi ævintýra-
leg.
Baldvin llalldórsson.
Gunter Eich
Þýski rithöfundurinn
Gunter Eich fæddist i Lebus
við ána Oder árið 1907 og lést
1972. Hann stundaði nám i lög-
fræði og kinverskri sögu, en
starfaði eingöngu að ljóða- og
leikritagerð eftir 1932. Um
1950 fór Eich að skrifa út-
varpsieikrit. Það fyrsta
„Draumar”, var flutt i Ham-
borgarútvarpinu árið 1951 og
vakti mikla athygli.
Margir hafa talið leikrit
Eichs af yfirnáttúrulegum
toga spunnin og að þau eigi
ekkert skylt við vandamál i
heimi veruleikans. Sum þeirra
eru að visu þvi marki brennd,
en i öðrum má finna djúpa
samúð með þvi sem er að ger-
ast, baráttu mannsins út á við,
ekki siður en inn á við.
Seinustu árin sneri Eich sér
meira að ljóöagerð og sendi
frá sér ljóöasöfn. Hann var
kvæntur austurrisku skáld-
konunni Ilse Aichinger.
Hulda Guðbjörg Gunnarsdóttir 11 ára
Hún skrifar sögur
og passar börn
Hulda Guðbjörg
Gunnarsdóttir, 11 ára
Haf nf irðingur, sendi
Barnahorninu sögu og
brandara um daginn.
Hún gerir það ekki
endasleppt. Nú sendir
hún okkur litla vöggu-
vísu sem hún gerði um
litlu systur sína sem er
tveggja ára. Vísuna
gerði hún í fyrra.
Blunda þú nú Fjóla min.
Þú munt hafa gott af þvi.
Hulda vill þig svæfa
i vöggunni góðu
sem þú fékkst i skirnar-
gjöf.
Enginn getur vakið þig,
þvi Hulda er búin aö
Sjálfsagt hefur Fjóla
sofnað vært við sönginn
hennar Huldu. Hulda er
líka vel liðtæk við
barnapössun, gætir i
sumar systra sinna
tveggja (tveggja og
þriggja ára) á meðan
mamma og pabbi vinna.
Mamma hennar vinnur
á nóttunni, en pabbi á
daginn.
Hulda segist oft vera
að skrifa sögur og Ijóð
bæði í skólanum og
heima. Sjálfsagt eigum
við eftir að fá meira að
heyra seinna.
Barnahornið