Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 18
18 StÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 25. — 26. júll 1881 I mm>Wá Hugrenningar landvarðar í±== CZ..Z aorps ■ MM*m M 7*' Það er áreiðanlega erfitt að sjá fyrir hvaða afleiðingar það kann að hafa þegar mynd er valin eða texti skrifaður í auglýsingabækling um ísland. Feröamennska nútímans Að undanförnu hafa orðið umræður í fjöl- miðlum um ferðamál og náttúruvernd, skipan þeirra mála og þróun. M.a. hefurÁrni Reynisson fyrr- verandi framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs gagnrýnt skipan þessara mála, en Ferðamálaráð, sem Árni hef ur átt sæti í til þessa, fundið hjá sér þörf til að svara fyrir sig. Því miður finnast mér svör Ferðamálaráðs um of haf a mótast af því viðhorfi að verið sé að ásaka ráðið og dylgja um vond vinnu- brögð, skipulagsleysi og fleira í þeim dúr. Þetta eru ómálefnaleg tilsvör, en því miður hefur áður borið á ómálef nalegri umræðu úr þeim herbúðum. Eru mér sérstaklega minnis- stæöar ásakanir i upphafi feröa- málaþings 1978, um aö „viss öfl” Það er auðfundið að landinn kann að meta snyrtileg tjaldstæði með góðri snyrtiaðstöðu. vildu loka landinu og feröaútveg- inn feigan i nafni náttúruverndar. Aö þvi er ég best veit hefur aldrei veriö fariö fram á slikt. Þaö er sitthvaö aö hafa stjórn á hlutunum, eöa gripa til slikra örþrifaráöa. Feröamálaráö mætti gjarnan muna aö ,,sá er vinur er til vamms segir.” Feröamannaþjónusta er ung atvinnugrein hér á landi, sem þegar hefur skilaö þjóöarbúinu verulegum tekjum. Aö henni þarf aö hlúa, til aö framhald geti oröiö á þvi og jafnvel aukning á komandi árum. Þaö þarf aö taka þessi mál föstum tökum. Þaö riöur á aö efla samstarf þeirra sem aö feröamálum standa. Ailir veröa aö geta hlustaö á gagnrýni og jafnframt gagnrýnt aöra á málefnalegum grunni. Þar eru Náttúruverndarráö og Feröa- máiaráö sist undanþegin. Fljótandi flóridanafernur Landkynning, sem Feröamála- ráö og Flugleiöir hafa einkum annast, hefur nokkuö komiö til tals. Þessi upphafsþáttur skipu- legrar feröamannaþjónustu er aö sönnu mjög mikilvægur og þvi brýnt aö til landkynningarinnar sé vandaö. Viö landveröir sem sitjum á brautarkantinum og fylgjumst með straumnum, spyrjum okkur oft aö þvi, hvaöa hugmyndir erlendir feröamenn hafi um land og þjóö, er þeir koma hingaö. Eitt er býsna áber- andi, aö þaö sé nokkurskonar sáluhjálparatriöi aö komast á ákveöna staöi, staöi sem myndir hafa birst frá, eöa skrifað hefur veriö um i feröamannabæk- lingum. Þaö má nefna staöi eins og Ófærufoss i Eldgjá, Oskju og Jökulsárlón á Breiöamerkur- sandi. A öilum þessum stööum er aöstaöa til móttöku feröamanna vægast sagt takmörkuö. Samt eru erlendir feröamenn leiddir þangaö þúsundum saman á hverju sumri. Askja missir við þaö sérstööu sina, sem einn mesti friösældarreitur landsins, land- skemmdir eru þegar orönar veru- legar i Eldgjá og margir erlendir feröamenn viröast halda aö á Breiöamerkursandi sé venjulega tjaldsvæöaþjónustu aö finna. Og svo er þaö rusliö og kamrarnir. Þaö er fyrir neöan allar hellur aö sjá hænsnagirðingu viö Jökulsár- lón, fleytifulla af rusli sem kindur ganga í og dreifa um næsta ná- grenni. Og ekki er par gaman aö ganga um bakka Seljalandsár löörandi i rusli og sjá flóridana- fernurnar sigla fram og aftur um hylinn fyrir neöan fossinn. Þar er ekki ein einasta ruslagrind. Og vföa eru kamrar, sem enginn viröist þrffa eöa sjá um. Þetta er ekki bjóöandi nokkrum manni, né isienskri náttúru. Er ekkert heildarskipulag til á þessum málum? Þaö vekur athygli okkar hér i Skaftafelli, hve takmarkaöar hugmyndir ýmsir erlendir ferða- menn sem hingaö koma hafa um staöinn. Fæstir vita aö hér er þjóögaröur. Margir halda aö i Skaftafelli sé ekkert aö sjá, eöa fara nema á jökla og jafnvel er til i dæminu aö einstaka menn haldi aö þaö sé markveröast aö skoöa Heitulæki i Morsárdal. Hvers vegna? Er eitthvaö bogiö viö kynn- inguna? Getur veriö aö of mikil áhersla hafi veriö lögö á kynningu svæöa, sem alls eru vanbúin aö taka á móti feröamönnum? Hafa þá aörir staðir oröiö útundan? Þaö er áreiöanlega erfitt aö sjá fyrir hvaöa afleiöingar þaö kann aö hafa þegar mynd er vaiin, eöa texti skrifaöur i upplýsingabæk- ling um Island. Hér er alls ekki verið aö gefa I skyn aö veriö sé aö gefa villandi mynd af landinu, aöeins aö fullrar aögátar er þörf. Þaö hefur aö minum dómi ekki veriö fariö fram á þaö viö Ferða- málaráö, aö þaö banni ferðalög útlendinga um vissa hluta landsins. Þaö er auövitað ekki á færi Feröamálaráös og alls ekki raun- hæfur möguleiki. Hinsvegar gefur landkynningin og allt skipu- lag ferðamannaþjónustunnar möguleika á aö beina straumnum frá viökvæmum stööum til þeirra sem betur þola átroðning, eöa ekki hafa veriö meö i dæminu til þessa. Lögbrot á lögbrot ofan Undanfarin sumur hefur tölu- vert boriö á því aö erlendir aðilar hafi flutt hingaö til lands eigin farartæki, útbúnaö og mat, eöa þá tekið hér bila á leigu. Siöan hafa þeir rekiö skipulegar hópferöir um landiö oftast meö endastöö i Reykjavik, þar sem skipt hefur veriö um hópa. Þaö er nú ölium oröið ljóst að hér er um hreint lögbrot aö ræöa og meö samstarfi útlendingaeftirlits, lögreglu og náttúruverndarráös er nú náiö fylgst meö hugsanlegum feröum slikra hópa. Þaö vekur samt ýmislegt furöu I þessum efnum. Siöastliöiö sumar var bill tek- inn af útiendingi, sem stundaö haföi þessa atvinnu, og honum visaö úr iandi. I einni af fyrstu feröum Smyrils i vor birtist þessi náungi aftur, meö bil, átta tjöld og hundruð kilóa af mat. Var nú ekki augljóst hver tilgangurinn var? Aö sjálfsögöu var mestur hluti farangursins geröur upp- tækur, en inn i land fór maöurinn. Viku siöar kom maöur meö grun- samlegan útbúnaö hingaö I Skaftafell. 1 samtali viö hann kom i ljós aö hann var hér meö skipu- legar feröir, en vegna þess hve hundeltur hann væri af lögreglu og landvöröum ætlaöi hann aö foröa sér úr landi. Gæti þetta hafa veriö einn og sami maðurinn? í Skaftafelli sagöi þessi maöur upp langtimaleigu á bilaleigu- Frá Skaftafelli. (Ljósmynd Bragi Þórarinsson).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.