Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júll 1981
Spakmæli, orðskviðir og djúphugsuð
heilræði um ferðir á hjólhestum
Mundu það, að tveir fætur eru
hverjum gir betri.
bað er lika rétt að tvö hjól rétt-
sköpuð eru betri en tiu girar.
Stýri er til stefnu haft.
Hjólreiðamaður a ekki að fara
lengra á dag en hann kemst.
Hann á hinsvegar að fara heldur
lengra en hann'vill. bannig kem-
ur ferð hans á hjólhesti honum i
stað leiðinlegra kennara i heim-
speki, siðferði og mannlegum
þroska. _
Skiptu hafurtaski þinu á bakið
og bögglaberann. baö er ekki rétt
siðerni að aðeins annar ykkar
beri hita og þunga dagsins.
•
Sá sem hjólar upp langa brekku
má búast við þvi, að innan
skamms bruni hann i sönnum
munaði niður dalverpiö hinum-
megin. bannig kemur ferð á hjól-
hesti honum i stað fyrirheita um
annað lif.
•
Ef það rignir og þú ert eins og
hundur af sundi dreginn, skaltu
hugsa til þess meö gleði, hve
gaman það verður að vera orðinn
þurr á morgunn.
Ef að þú hefur ekiö yfir héra-
grey, sem stökk yfii veginn, þá
skaltu að sönnu minnast hans
með samúð i hjarta, en hinsvegar
máttu hressa hug þinn á þvi, að
lán var þetta atvik hjá þvi að
stima með illa virkar hand-
bremsur á fúllyndan skoskan
tudda.
Ef þú færð ekki karlhjól ef þú
þarft karlhjól og kvenhjól ef þú
þarft kvenhjól þá skalt þú kæra
þig kollóttan: hvað er ein stöng
milli kynja?
Ef að þú ert i leit að ættartrénu
og kemur til Irlands, þá gáðu að
þvi, að það þýðir ekki að spyrja
um Mýrkjartan kóng. Hann er
ekki heima. Hinsvegar geturðu
reynt að tala við Gýnes ölbónda
eða dóttur hans Maltdögg — þó
ekki fyrr en kvölda tekur og hjól
dagsins eru hætt að snúast.
Ef þú ert á ferð i grannlöndum
þar sem boðið er upp á B og B
(Húm og morgunmat), þá skaltu
ekki láta hugfallast þótt frú
O’Casey, sem er þér á vinstri
hönd, framundan, sé búin að fylla
hús sitt. Snúðu við og farðu niður
afleggjarann til frú Joyce. jafnvel
þótt hann sé á hægri hönd. bvi
eins og Brendan Behan hefði get-
að sagt: betri er vis tebolli að
kvöldi en heiðarvegur sem er til
alls vis.
•
Ef það springur hjá þér á is-
lenskum malarvegi og þú hefur
gleymt bótum og limi, þá þakk-
aðu forsjóninni fyrir að þú skulir
ekki hafa sprungið á Frakklandi
— það er nefnilega vist að þú ert
búinn að gleyma frönskunni þinni
hafir þú nokkru sinni kunnað
hana.
Sá sem leggur upp i langferð á
hjóli skal að visu kunna að lima
yfir gat á slöngu. Einnig er gott
að hann viti að heimurinn hefur
ekki farist þótt keðjan sé farin af.
Allar aðrar bilanir eru flóknari en
svo að það sé hægt að ætlast til
þess að þú sért við þeim búinn.
Huggaðu þig við það, að heimur-
inn er fullur af mönnum sem hafa
nautn af að sanna að þeir kunni
ráð við tæknilegum vanda. Ef þú
lendir i þvi að fela þeim á hendur
sérkennilega bilun á hjólhesti
þinum skaltu gleðjast i hjarta
þinu yfir þvi, að þeir nota ekki
tæknivitið á meðan til að búa til
atómsptengjur.
Ösár rass er meira virði en fæt-
ur án harðsperra.
•
Ef þú ert handtekinn fyrir ölvun
við akstur á reiðhjóli, þá skaltu
bjóða lögreglunni upp á þau býti,
að hún handtaki hjólið en aki þér
heim. Lögreglan verður fegin og
mun ætla að hún hafi sjálf kveðið
upp þennan Salómonsdóm.
Ogsem ég sagði þér i upphafi,
sonur sæll, eða dótt r prúð: tveir
fætur eru hverjum gir betri.