Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 19
Helgin 25. — 26. júlí 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
jeppa sem hann ók. Hvaöa skyld-
um hafa bílaleigur aö gegna i
þessu sambandi? Skyldu fleiri
þeirra hafa leigt sama erlenda
aðilanum stóra bila til langs tima
i sumar?
Það væri gaman að fá að vita
hvort sú kjaftasaga sem gengur á
milli áningarstaða sé sönn, að um
mánaðamót júni — júli i sumar
hafi komið fljúgandi til landsins
tuttugu manna hópur erlendra
ferðamanna. 1 farangri þeirra á
að hafa verið nesti til tæplega
tveggja vikna ferðar um landið.
Hvað segja farmenn um það, sem
varla fá að flytja með sér skinku-
bita inn i landið? Er kannski ekki
sama hver á I hlut? Ég vona aila-
vega að þessi saga sé ekki sönn.
En hversvegna er verið aö amast
við þessum ferðamáta?
Til þess liggja ýmsar ástæður.
1 fyrsta lagi er hér verið aö
brjóta lög. 1 öðru lagi eru tekjur
íslendinga af viðskiptum við
þessa aðila ákaflega rýrar. Þeir
koma með flest sem til þarf að
utan. t þriðja lagi eru þessir
hópar ekki undir islenskri leiö-
sögn og i fjórða lagi hafa þeir
orðið uppvisir að þvi að gista utan
eftirlitssvæða til að losna við að
borga (en nota sér svo alla þjón-
ustu hjá tjaldsvæðum). Þeir eru
þvi mjög viðsjárverðir frá
náttúruverndarsjónarmiði. t
þessu sambandi er rétt að geta
þess, aö hjá flestum islensku
ferðaútgeröunum sem annast
flutninga ferðamanna er yfirleitt
reynt og gott starfsfólk, sem
reynir i hvivetna að sjá til þess að
islenskri náttúru sé ekki ofgert,
enda er samstarf landvarða við
það meö ágætum. Það er mun
betra að hafa stjórn á 40 manna
hópi i rútu undir islenskri farar-
stjórn, en fjórum 10 manna
hópum án islenskrar leiðsagnar.
Það segir sig sjálft.
Enn eitt má benda á i þessu
sambandi. Dálitið hefur boriö á
að undirbúningi hópa sem t.d.
koma frá Þýskalandi, sé mjög
ábótavant. Sem dæmi get ég nefnt
hóp sem kom til landsins á vegum
þýskrar ferðaskrifstofu með eitt
fjölritað blað til leiðsagnar. A þvi
blaöi var enginn greinarmunur
geröur á Keflavikurveginum og
Gæsavatnaleið, enda lauk ferð-
inni i Jökulsá á Fjöllum inn undir
Dyngjujökli, og má mildi heita að
ekki hlaust slys af. Ætli forsjá
reyndra manna hér sé ekki betri
kostur?
Hjakkað
í sama farinu
Brot útlendinga á náttúru-
verndarlögum, svo sem eggja-og
fuglataka, steinataka og nám
annarra náttúruminja hafa einn-
ig veriö til umræöu undanfarið.
Nú er hér ekkert nýnæmi á
ferðinni. Sennilega er fullseint i
halann gripiö i þessum efnum.
Það hefur þegar oröiö stórskaði.
En hvers vegna er á hverju sumri
fjallað um þessi mál eins og aö
hér sé um nýnæmi að ræða?
Ef gildandi lög og reglugerðir
Brotá
náttúruverndar-
lögum er ekkert
nýnæmi.
Það hefur þegar
orðið stórskaði.
En hvers vegna
er á hverju sumri
fjallað um þessi
mál eins og hér
sé um eitthvað
nýtt að ræða ?
Aðkoma i Eldgjá i ágúst 1978. Það er greinarhöfundur, Tryggvi Jakobsson scm Htur yfir ósómann. —
Ljósm. Jón Gauti Jónsson.
Er óeðlilegt
að hugsa sér
að þeir sem beina
hingað ferða-
mannastraumi
taki á sig
einhvern kostnað
af gæslu lands?
Náttúruverndarráð
hefur markvisst
verið rúið
fjátframlögum á
sama tíma
og umsvif hafa
aukist.
um þessi efni eru ófullnægjandi,
þá er hér verk að vinna. Gjörið
svo vel, þingmenn! En það er
e.t.v. ekki á góðu von ef sýslu-
menn gera sér að góðu aö selja
erlendu stórskotaliði leyfi til að
grisja islenska fuglastofna.
A.m.k. hlær sá borgari sem sitja
þarf tvo sólarhringa I fangelsi
fyrir vangoldna stööumælasekt
að þeim viðurlögum sem gerð
hafa verið heyrin kunn við
brotum á náttúruverndarlögum.
Þaö væri annars gaman að fá
upplýsingar um örlög mála og
dóma þar sem fjallað hefur veriö
um brot á náttúruverndarlögum.
Hér verður ekki lagður dómur á
það hvort með þeim sem koma og
fara úr landi er nægilegt eftirlit,
en er hugsanlegt aö einhverju
þurfi aö breyta?
Uppbygging
tjaldstæða
Hér sannast eins og viða
annarsstaðar að kapp er best með
forsjá. Það veröur að vera hægt
að taka þannig á móti þeim
ferðamönnum sem hingað koma,
aö öllum sé sómi sýndur, lslandi,
tslendingum og ferðamönnunum
sjálfum. Þvi miður hefur gætt of
mikillar einhæfni i vali viðkomu-
staða og litiö verið gert til þess aö
miðla straumnum á mismunandi
staði.
Auðvitað vantar hér markvissa
uppbyggingu. Þaö er ekki nokkur
glóra að taka við álika fjölda
ferðamanna i Landmanna-
laugum, með þeirri aöstööu sem
þar er, og kemur i þjóðgarðinn i
Skaftafelli, sem talist getur sam-
bærilegt við fullkomnustu tjald-
svæði i Evrópu. Og þó helmingi
færri komi I Heröubreiöarlindir
má telja það allt of mikiö miðað
við núverandið aðstæöur. Það eru
ýmsir staðir, einkum á hálendinu
sem eru i hættu vegna átroönings.
Samt fullyrði ég að viö gætum
tekið enn fleiri feröamenn en
nú koma til landsins; til þess þarf
bara betra skipulag.
Hér er höndlaö með auölind og
hún er ekki ótæmandi frekar en
fiskistofnarnir i sjónum umhverf-
is landið. Ef við berum saman
aðstöðuna i Skaftafellsþjóð-
garöinum og t.d. á tjaldstæöum
viö Stöng i Þjórárdal, i Mývatns-
sveit, eða i Herðubreiðarlindum
er óliku saman aö jafna. Sist vil
ég lasta aðstöðuna i Skaftafelli,
en óneitanlega kemur manni á
óvart hve rikulega hefur verið
veitt úr mörgum sjóðum þangað i
samanburði við önnur svæði,
jafnvel þó þau heiti friðland eins
og Herðubreiöarlindir.
En aðstaða á borð við þá sem er
i Skaftafelli ætti aö vera mun
viðar. Hún laðar til sin fólk og
léttir þar meö á ofnýttum
svæöum. Þeir staöir veröa að
vera vel valdir. Ég vil benda á
einn. Það er sundlaugin i Þjórsár-
dal. Góð tjaldsvæöi þar myndu
ekki aðeins létta á Þjórsárdal,
heldur einnig Fjallabaki og þar
með talið Landmannalaugum um
leið, þvi þangaö yrði aðeins þægi-
leg dagsferð frá tjaldstæðunum.
Þetta kostar peninga, kunna
menn nú að segja,og vist er það.
Það er i raun aödáunarvert hvaö
Náttúruverndarráð hefur getað
gert i Þjóögarðinum i Skaftafelli.
Hér þarf bara að skipuleggja og
gera áætlanir. Náttúra tslands og
framtiö ferðamannaþjónustu á
landinu er i húfi.
Allt
fyrir peningana
AUt kostar peninga, aukinn
feröamannastraumur lika. Hann
krefst bættrar þjónustu og aukins
eftirlits. Og loks er komið aö stóru
atriði sem vert er að minnast
litilsháttar á, það er gæsla lands i
ljósi aukinnar ferðamanna-
þjónustu. Fyrirkomulag þessara
mála nú er þannig að vfðast hvar
kostar Náttúruverndarráð gæsl-
una. I þjóðgöröunum er það eitt
um hituna (fyrir utan Þingvelli),
en annarsstaðar i samkrulli viö
Skógrækt rikisins eöa Ferðafélag
tslands og Ferðafélag Akureyrar.
Þaö er f rauninni dálitið merki-
legt aö ferðafélögin sem aöeins
hafa byggt skála á vinsælum
ferðamannastöðum, flesta löngu
áður en fjöldaferðamennska
nútimans hófst, skuli þurfa að
greiða gæslu landsvæöa sem
rikisvaldið hefur friðað. Afnot af
húsnæði þeirra og aðstöðu ætti að
vera nóg framlag fátækra feröa-
félaga til þessara mála. Hús-
varsla i skálunum veröur hvort eö
er sifellt minni hluti af starfi
landvarða þegar búið er aö stofna
svo og svo stór friölönd umhverfis
þessi hús. A þá Náttúruverndar-
ráö eitt að borga? Þaö yröi
eflaust ekki mikil hrifning á þeim
bæ ef til þess kæmi.
Stofnunin hefur á undanförnum
árum verið markvisst rúin fjár-
framlögum á sama tima og
umsvif hennar hafa sifellt aukist.
Það kann að verða veröugt
umhugsunarefni hvernig slikt
getur gerst. Ætli það sé fjárveit-
ingavaldinu einu að kenna, eða
ætli hlutleysi ráösins eigi ein-
hvern hlut að máli? Spyr sá sem
ekki veit. Annars væri gaman aö
sjá hlutfallslegan samanburð á
fjárveitingum til Náttúruvernd-
ar- og Ferðamálaráðs á siðast-
liðnum árum.
En m.ö.o. er óeðlilegt að hugsa
sér aö þeir sem beina hingað
auknum ferðamannastraumi taki
á sig einhvern kostnað af gæslu
lands? Hvernig sem má hugsa sér
þau mál, er hér liklega enn eitt
verkefnið sem rikisvaldið verður
að beita sér i. Hvernig væri að
hugsa þessi mál til enda og skipu-
leggja?
Hér hefur litið veriö minnst á
feröalög tslendinga sjálfra um
landið. Það er reyndar kapituli
útaf fyrir sig, en I ljósi þess aö
feröaskrifstofur reyna nú I æ
rikara mæli að hvetja tslendinga
til aö feröast um eigið land sýnist
ekkert benda til annars en að
aukning verði á þvi sviöi I fram-
tlöinni. t raun þarf alls ekki aö
gera greinarmun á islenskum og
erlendum ferðamönnum hvað
heildarskipulag þessara mála
varöar. Arekstrarlaus sambúö
fólks í Skaftafelli bendir til þess.
Ekki veröur annað sagt en aö
verulegur árangur hafi náöst I þvl
aö hvetja lslendinga til bættrar
umgengni, en betur má ef duga
skal. Það er auðfundið að landinn
kann að meta þaö aö koma á
snyrtileg tjaldsvæði með góðri
snyrtiaðstööu. og reglan er ein-
föld: Að skilja við tjaldstaðinn
eins og maður vildi koma að
honum.
Hér að framan hefur vlða veriö
komið við og sjálfsagt má ýmis-
legt finna að, einu sleppt en öðru
ofaukið. Hér eru ekki á feröinni
annað en hugrenningar land-
varöar sem reynt hefur að
fylgjast með þeirri umræðu sem
farið hefur fram aö undanförnu
og finnst hann hafa eitthvaö til
málanna að leggja.
Tryggvi Jakobsson
landvörður, Skaftafelli. j