Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. — 6. september 1981 Jón Kr. Ólafsson skrifar: / dag eru 90 ár frá fæöingu Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs, og er þess minnst með afhjúpun minnisvarða um hann á Bíldudal í dag— MUGGUR „Þeir sem guöimir elska deyja ungir” segir á einum staö. Sann- arlega detta manni þessi orö i hug, þegar afhjúpaöur veröur minnisvaröi um Guömund Thor- steinsson eöa Mugg eins og hann var ávallt kallaöur. Ekki er þaö á minu valdi aö fjalla ítarlega um þennan mikla listamann og góöa dreng, til þess Af þessu má sjá aö menningar- líf var meö miklum blóma hér á Bíldudal þegar Muggur vex úr grasi. Systkinahópurinn var stór sex stdlkur og fjórir drengir. Ariö 1903 fhittist fjölskyldan til Kaup- mannahafnar. Þar voru allar aö- stæöur hinar ágætustu til þess aö koma þessum stóra barnahóp til góörar menntunar. I „Baulaöu nú Búkolla mln”. Ollukrit á pappir frá 1914. eru flestir mér færari. En svo mikil áhrif hefur llfshlaup og listaverk hans haft á mig aö ég get ekki stillt mig um aö minnast hans meö örfáum oröum á þess- um degi. Hann fæddist á Bildudal hinn 5. september 1891. Sonur Péturs Thorsteinssonar sem var á þess- um árum einn umsvifamesti út- vegsmaöur landsins og konu hans Ásthildar Guömundsdóttur. A Bildudal hafa allar götur frá þvi staöurinn byggöist oftlega dvalist miklir andans menn. Margir listamenn hafa sótt sér yrkisefni í náttúrufegurö Amar- fjaröar. Pétur J. Thorsteinsson ræöur t.d. til sín Þorstein Erlingsson einn framsæknasta hugsjóna- mann sinnar tiöar og stofnar blaöiö Arnfiröing undir ritstjórn hans. A Bfldudal var á þeim árum eins og nú leiklistarstarfsemi i miklum blóma. 1901 - 1902 voru sýnd þrjú leikrit og lék Þorsteinn Erlingsson i einu þeirra. Nokkr- um árum áöur meöan annar lista- maöur Asgrimur Jónsson var á Bildudal var einnig fjörugt leik- listarlíf og málaöi Asgrimur leik- ijöldin i einni uppfærslunni. Barn aö aldri sýndi Muggur hvert hugur hans stefndi. A ung- lingsárunum undi hann sér löng- um viö hverskonar listföndur. Hann saumaöi, bjó til myndir úr tuskum og haföi afskaplega gam- an af þvi aö breyta flikum systra sinna meö ýmsu móti. Þjóösagnamyndir Muggs eru mér sérstaklega hugleiknar, tní- lega vegna þess aö ég er sann- færöurum, aö uppéldihans hér á Bildudal lagöi grunninn aö hinum ógleymanlegu þjóösagnamynd- um hans. Meöan fjöiskyldan bjó hér, greiddi faöir hans, konu, laun fyrir að segja börnunum sögur og ævintýri. Þessar sögur drakk Muggur i sig og fyrstu myndir hans voru einmitt sprottnar af sögum um tröll huldufólk kon- ungsdætur og karlssyni. Muggur var ákaflega elskur aö móöur sinni og iöulega sat hún fyrir hjá honum. Hann var ekki nema unglingur þegar hann fór til Þýskalands og skoöaöi listasöfn Berlinar. Eftir þaö feröaöist hann vitt og breitt um heimirm og ávallt haföi hann mynd af móöur sinni meö i far- angrinum. Muggur var glæsimenni I sjón, hávaxinn friöur sinum og karl- mannlegur sem m.a.varötil þess aö hann var valinn I hlutverk Ormars Orlygssonar i kvikmynd- inni um „Sögu Borgarættarinn- ar’ ’. Hann var hvers manns hugljúfi og kimnigáfa hans og allskonar uppátæki komu hverjum þeim sem hann umgengst I gott skap. Einn kennari hans sagöi viö Mugg þegar hann kom i skólann eftir nokkra fjarvist „Naar du er borte, Gudmund, er Klassen som en Kaktus uden Blomst”. Gjafmildi hans og samúö meö litilmagnanum var viöbrugöiö. Nokkrir velunnarar hans nöfðu stofnaö félag, þar sem þeir lögöu fram ákveöna fjárupphæö mán- aðarlega honum til styrktar. Eitt sinn er Mugg hafbi verið afhent upphæöin og var um þaö bil aö leggja af staö i feröalag, þá kom heimtilmóöur hans gömul og fá- tæk vinkona þeirra, og sat hjá þeimframeftirkvöldi. Þegar hún fór fylgdi Muggur henni til dyra. Móöir hans spuröi hann rólega er hannkom aftur „Gafstu henni allt Muggur minn?” „Nei, mamma min” svaraöi hann, „bara helm- inginn”. öldruö kona Ingibjörg Þ. Waage, búsett á Bildudal var eitt sinn samskipa Mugg. Sagöi hún frá þvi hve glæsilegur hann var og skemmtilegur. Um borö skemmti hann farþegum með gamanvisum og lék hann á alls oddi og smitaði alla meö gáska slnum og uppátækjum.Undirleik- ari hans i þessari för var Dúna Böðvarsdóttir, prests á Hrafns- eyri. Muggur kvæntist Inger Naur og bjuggu þau i Kaupmannahöfn i ibúö sem faöir hans haföi búiö öllu sem þurfti. Þau slitu sam- vistum eftir stutta sambúö en góöur vinskapur var ævinlega milli þeirra. I endurminningum sinum segir Inger m.a. „Hann var sannfæröur um, aö hann mundi deyja ungur”. 1923 er Muggur fluttur á Vifils- staöahæli meö lungnaberkla. 1 fyrstu var hann ekki þungt hald- inn.Hannfór tilCagnes eins fljótt og þrek hans leyfði, en þaö var hans siðasta ferö. Hann trúöi þvi aö veöurfar suörænni landa mundi lækna hann, en það fór á annan veg. Heilsu hans hrakaði jafnt og þétt og aö lokum var hann fluttur á sjúkrahús i Nizza. Móðir hans sendi honum peninga fyrirfargjaldi heim, en þá bjuggu foreldrar hans i Hafnarfirði. Muggur komstaldrei lengra en til Sölleröd áSjálandi. 26. júli 1924 dó hann. Vinir hans bjuggu um lik hans og sendiheim með Gullfossi. Með þessum fáu oröum minum hef ég reynt aö koma á framfæri þeirri skoöun minni aö þótt Muggur hafi ekki unniö listræn stórvirki, þá hafi hann sjálfur meö sfnum einstaka persónuleika og listfengi markaö djúp spor I hug og hjörtu samferðamanna sinna, og verk hans munu hrifa og gleðja læröa og leika um ókomna framtið. í dag laugardaginn 5. septem- ber veröur haldin minningarhátið um Mugg á Bildudal. Jón Kr. ólafsson Bildudal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.