Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 15
Helgin 5. — 6. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 dægurtónlist FALL tólfta mun Mike Pollock og Purrkur Pillnikk koma fram og verður þaö i fyrsta sinn sem Purrkurinn kemur fram eftir sumarfri. S*Kou Frá Fjölbrauta- skólanum Selfossi i Skólinn verður settur sunnudaginn 13. sept. kl. 15.00 i iþróttasal Gagnfræðaskól- ans. Stundatöflur og bókalistar nemenda verða afhent að lokinni skólasetningu gegn greiðslu nemendagjalda kr. 250.00 Kennsla hefst mánudaginn 14. sept. Aðstandendur nemenda eru boðnir sér- staklega velkomnir að skólasetningu. Skólameistari Ritarar/Sendlastörf Óskum eftir að ráða skrifstofufólk með góða vélritunarkunnáttu, sem fyrst. Einnig viljum við ráða unglinga til sendla- starfa i vetur. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. Nú eftir helgi mun breska hljómsveitin Fall leggja leið sína hingað og halda hér þrenna tónleika. Þann níunda og tíunda á Borginni og þann tólfta í Austurbæjarbíói. Jón Viðar Sigurðsson * skrifar ____________ Góður kjami Fall var stofnuð i Manchester i upphafi árs 1977 og hélt sina fyrstu hljómleika þar i mai sama ár. Hljómsveitin vakti þegar athygli fyrir liflega sviösfram- komu og beinskeytta texta i garð tónlistariðnaðarins. Fyrsta breiöskifa hljóm- sveitarinnar. Live At The Witch Trails.kom út hjá Step Forward i mars 1979. Ekki sátu þeir kappar auðum höndum það áriö þvi i nóvember sendi hljómsveitin frá sér aðra breiðskifu, Dragnet. Þessar hljómplötur unnu hljóm- sveitinni litla hylli, samt var þröngur kjarni i Manchester sem fylgdi hljómsveitinni dyggilega að málum. Þegar líöa tók á árið 1979 fór aö gæta óánægju Fall i garð Step Forward. Þaö kom þvi engum á óvart að þriöja breiðskifa Fall, Totales Turn, skyldi koma út hjá öðru fyrirtæki. Fyrir valinu varð Rough Trade, sem frá stofnun hefur verið i röð framsæknustu útgáfufyrirtækja Breta og hjá þvi fyrirtæki hafa allar hljóm- plötur Fall komiö út. Með Totales Turn skapaöi hljómsveitin sér umtal. Vinsældir Totales Turn urðu þó nokkrar og náði platan inn topp tiu á „independent” listanum en hann er algerlega óháður þessum sem flaggað er i blöðum hér heima. Fjórða breiðskifa Fall Grotesqu (after the gramme) kom út fyrir seinustu áramót. Naut hún mikilla vinsælda á „independent” listanum. Sömu sögu er að segja af Slatc 10” seinasta afkvæmi hljómsveitarinnar sem naut gifurlegra vinsælda á þessum lista. Vinsældir Vinsældir Fall koma skýrt fram iseinustu kosningum hjá Zig Zag. Þar voru þeir kosnir fjórða besta tónleikahljómsveit seinasta árs. Onnur besta hljómsveitin. „How I Wrote Elastic Man” var kosið fjórða besta lagið og Grotesqu var kosin fjórða besta breiðskifa siöasta árs. Eins og sést á þessu þá nýtur Fall ein- göngu hylli á þessum „inde- pendent” lista. Mannaskipti hafa veriömjög tið. Allt I allt hafa útgáfur af hljóm- sveitinni verið i kringum fjórtán. Þrátt fyrir hin tiðu mannaskipti hefur tekist aö halda uppi þeim góða anda sem jafnan hefur rikt i og umhverfis hljómsveitina. Þaö eru aöeins þeir Mark E. Smith og Mike Riley sem verið hafa með frá upphafi. Aðrir i hljómsveit- inni eru Steve Hanley sem leikur á bassa, Paul Hanley trommur og Craig Scanlan sem leikur á gitar og hljómborö. Mark E. Smith sér um sönginn en Riley er .aðal gitarleikari hljómsveitarinnar. Beinskeytt pólitík Pólitik hijómsveitarinnar er mjög beinskeytt og þá sérstak- lega i garð tónlistariðnaðarins. „Það er gallinn við tónlistar- iönaöinn að hann reynir sifellt aö mjólka það besta út úr hverjum hlut og það er leiðinlegt”. Eða skot eins og „hversu lengi þarftu að vera i bransanum til aö skilja að 99% af þessu öllu saman er drasl og það verður einhver að standa upp og segja það”. 1 blaðaviðtali ekki alls fyrir löngu var Mark E. Smith spurður af þvi hver staða Fall væri i tónlistarlifi Breta i dag? Svariö var á þá leiö að staöa Fall væri svipuö i tón- listariðnaðinum og hjá manni sem skrifaði bækur um það hversu bækur væru ónauösyn- legar. Tónlistagagnrýnendur skiptast i tvær algerlega andstæðar fylk- ingar þegar Fall ber á góma. Annars vegar þá sem elska hljómsveitina og hina sem hata hana. Það virðist sem enginn millivegur sé til þegar Fall er annars vegar. Góðir gestir munu troða upp með Fall. Þann niunda munu Fræblarnir og Bodies þ.e.a.s. þeir Mike og Danny Pollock, Magnús Stefánsson og Rúnar Erlingsson koma fram. Þann tiunda mun Q-4-U og Þeyr koma fram og þann Húsnæði óskast Kennaraskólanemi og skrifstofustúlka óska eftir 2 - 3ja herbergja ibúð sem fyrst. Upplýsingar i sima 35571 og 71516 á kvöld- in eða á daginn i 84111. Líf eða dauði Full ástæða er til að hvetja alla til að mæta þvi nú er um lif eða dauða að tefla. Þvi ef aðsókn verður dræm þá er hætt við að það verði eingöngu listahátið sem flytji inn hljómsveitir. Ef tap verður af þessum tónleikum,og þá er koma Any Trouble höfð i huga, þorir enginn að flytja inn erlenda hljómsveit hversu ódýr sem hún er. Fall taka aðeins 900 pund fyrir þessa þrjá tónleika, neðar er varla hægt aö fara. Spurningin er, viltu að þáttur sem þessi verði hluti af okkar menningu? Ef svo er þá mætirðu og nú duga engar afsakanir. Forsala aðgöngumiöa er i hljómplötuverslunum Fálkans og er miðaverö kr. 90. $ SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD Fóstra Óskum að ráða fóstru á dagheimilið Dyngjuborg frá miðjum október. Upplýs- ingar hjá forstöðumanni i sima 31135. Húsaeinangrun í Reykjavík og nágreni Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-22866. HÚSÆIWNGRUN Aöferðin er einföld. Viö borum iítið gat í veggi og gólf ogblásum „ROCKWOOL” steinull inn í tóm holrúm meö 70 kg. þrýstingi á rúmmetra. Þessi aðferð sparar ótrúlega mikinn tíma og fyrirhöfn. „Rockwool” steinull er í svokölluðum A-gæðaflokki. Hún er vatns fráhrindandi og mjög eldþolin. Látið einangra fyrir veturinn ¥ið blásuni steinull í tóm hoirum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.