Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 5. — 6. september 1981 Umbúðasam- keppni1981 UmbúðasamkeppniFélags isl. iðnrekenda verður nú haldin i sjötta sinn. Samkeppnin er fyrir allar gerðir umbúða, svo sem flutningsumbúðir, sýningarum- búðir og neytendaumbúðir. Verða þær að vera hannaðar á Islandi og hafa komið á markað hér eða erlendis. Allir islenskir umbúðaframleiðendur og umbúðanot- endur geta tekið þátt i samkeppninni, svo og aðrir þeir sem hafa með höndum gerð og hönnun umbúða. Einungis er leyfilegt að senda inn umbúðir, sem komið hafa fram frá þvi að umbúðasamkeppnin fór siðast fram eða frá miðju ári 1977. Fimm aðilar skipa dómnefnd og eiga sæti i henni: Brynjólfur Bjarnason, fulltrúi Félags isl. iðnrekenda, Þröstur Magnússon, frá Félagi isl. teiknara, Kristmann Magnússon frá Kaupmanna- samtökum íslands, Ottó Ólafsson frá Myndlista- og handiðaskólanum og Gunn- laugur Pálsson frá Neytendasamtökun- um. Allar umbúðir sem sendar eru til þátttöku á að afhenda i þremur eintökum og skulu, ef unnt er, tvö þeirra vera með innihaldi, en eitt án innihalds. Fyrir sérstakar gerðir umbúða má þó veita undanþágu frá þessu skilyrði. Umbúðirnar ásamt upplýs- ingum um nafn og heimilisfang þátttak- enda, umbúðaframleiðanda, umbúða- notanda og þann sem hefur séð um hönnun umbúðanna, skal senda til Félags islenskra iðnrekenda fyrir 9. október nk. Ritari nefndarinnar er Þórarinn Gunn- arsson, skrifstofustjóri F.I.I. og geta þátt- takendur snúið sér til hans með allar fyr- irspurnir i sima 27577. Félagisienskra iðnrekenda Hallveigarstigl, Pósthólf 1407 121 Reykjavík Frá Listdansskóla Þjóðleikhússins Eldri nemendur, sem verða áfram i vetur, komi til viðtals þriðjudaginn 8. sept. milli kl. 5 og 7 eh. og hafi stundaskrár sinar með. Inntökupróf fyrir nýja nemendur verður miðvikudaginn9. sept. og hefst kl. 5. Próf- að er i æfingarsal Þjóðleikhússins, gengið inn frá austurhlið hússins. Væntanlegir nemendur þurfa að vera orðnir 9 ára og taki með sér leikfimiboli. Kennslutimar forskóla Listdansskólans verða á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 4.15 til 5.15. Aðrir timar koma þvi miður ekki til greina fyrir nýja nemendur. Kennsla hefst 15. sept. nk. Skólastjóri. Frá Fjölbrauta- skólanum Selfossi öldungadeild tekur til starfa við skólann i haust. Meðal kennslugreina verður danska, enska, félagsfræði, islenska, saga, sál- fræði, stærðfræði og þýska. Skráning i deildina fer fram þriðjudaginn 8., miðvikudaginn 9. og fimmtudaginn 10. sept. kl. 16.00 - 19.00 alla dagana. Skráningargjald haustannar verður kr. 500.00 og greiðist við skráningu á skrif- stofu skölans i verknámshúsinu (Nýja Iðnskólanum) við Engjaveg/Tryggva- götu. Skólameistari. Gerist áskrifendur að tímaritum_________ LYSTRÆNING J ANS Tónlistarblaðiö TT FJALLAR UM ROKK OG JASS POPP OG VÍSNASÖNG, NÚ- TÍMATÓNLIST OG HLJÓÐ- FÆRATÆKNI. LYSTRÆNINGINN FLYTUR LJÓÐ OG SÖGURUNGU SKÁLDANNA OG FJALLAR UM MENNINGARMÁL OG BIRTIR NÓTUR. LOSTAFULLI RÆNINGINN ER ERÓTÍSKT BÓKMENNTA- TÍMARIT í SÉRFLOKKI. FLYTUR VANDAÐ EFNI EFTIR ERLENDASEM INNLENDA HÖFUNDA, FRÁ OKKAR TÍMUM SEM FYRRI ÖLDUM. RÍKULEGA MYNDSKREYTT. r kÍÞ y h Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að □ Tónlistartímaritið TT 1—3 80 □ Tónlistartímaritið TT 2—3 60 □ Lystræninginn 16—20 100 □ Lystræninginn 19—20 70 □ Lostafulli ræninginn 1—3 100 □ Lostafulli ræninginn 2—3 80 □ Tímaritin þrjú 180 Nafn n Stjórnandi Sinfóniuhljómsveitar- innar Poul Zukofsky. Sinfóníuhljómleikar í Háskólabíói: Sinfóníu- hljómsveit íslands ásamt úrvalsliði Zukofsky- námskeiðsins Eins og komið hefur fram i fjöl- miðluin, hefur bandariski fiðlu- snillingurinn og hljómsveitar- stjórinn Paul Zukofsky dvalið hér á landi undanfarinn hálfan mánuð, vegna tónlistarnám- skeiðs, sem við hann er kennt og Tónlistarskólinn i Reykjavik stendur fyrir. Lokatónleikar námskeiðsins voru haldnir i Há- skólabiói s.l. laugardag, og lék þá 100 manna hljómsveit, nemenda af námsskeiðinu, við frábærar undirtektir áheyrenda. Næstkomandi laugardag 5. september, mun Sinfóniuhljóm- sveit Islands, ásamt fjölda þátt- takenda af námskeiðinu, halda tónleika I Háskólabió kl. 14.00, undir stjórn Zukofskys. Verða þar flutt tvö verk, sem annars væri ekki unnt að flytja hér á landi af Sinfóniuhljómsveitinni, vegna fá- mennis hennar. Hér er um að ræða tvö af önd- vegisverkum tónbókmenntanna frá aldamótunum. Fimm þættir fyrir hljómsveit op. 16 eftir Arnold Schönberg og Sinfónia nr. 1 I D-diir eftir Gustav Mahler. Aðgöngumiöar eru seldir I bókaverslun Eymundson, bóka- verslun Lárusar Blöndal og við innganginn. r EUt verka Magnúsar. Magnús sýnir í Rauða húsinu Magnús V. Guðlaugsson opnar sýningu i Rauðahúsinu á Akur- eyri laugardaginn 5. september kl. 16. Sýningin verður opin kl. 16—20 dagana 5.—13 september.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.