Þjóðviljinn - 16.09.1981, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
viðtalið
„Ég er eins og salthneta á bragðið"
Örtölvur til Iðnskólans
Iðnskólinn i Reykjavik mun nú i vetur veita flestum iðnnémum
kennslu i tölvufræðum, auk þess sem nemendur i rafeindavirkjun fá
kennslu i viðgerðum á örtölvum. Hefur Hljómtækjaverslun Karna-
bæjar stuölað að þessari þróun með gjöf til skólans á þremur
SHARP örtölvum og kann skólinn bestu þakkir fyrir gjöfina.
Margur er vandinn
myndatúlkuninni
Friðrik Sophusson var að
skrifa grein eina ferðina enn i
Vfsi um skelfiieg völd Alþýðu-
bandalagsins, sem stafi af aum-
ingjaskap samstarfsaðila þess.
„Það er ekki nóg að dýrðin sé
hjá samstarfsaðilanum ef mátt-
urinner allur hjá Alþýðubanda-
laginu” segir Frikki.
Svo hafði hann þessa mynd
með, uppliming, eins og menn
geta séð. Fjórir Alþýðubanda-
lagsforingjar með herstöð og
bandariska herflugvél i baksýn.
Hvað skyldi nú svona mynd
þýða, séð úr djúpum félagssál-
fræðinnar?
Þýðir hún að þeir Hjörleifur,
Ólafur, Sigurjón og Svavar séu
þeir frekjuhundar, að þeir
skyggi á sjáifan bandariska
flugherinn?
Erþetta aðdróttun um að þeir
hafi (i þeirri sömu frekju sem
veldur Friðriki hugarvili) söls-
að undir sig jafnvel einhvern
bakhjarl í bandariskum víg-
búnaði?
Eru þetta dylgjur um að her-
inn sé eiginlegt sameiningar-
tákn Aliaballans?
Eða— og það hljómar likiega
ef við skoðum hvernig skarpar
linur flugvélarinnar skera loftið
yfir þeim rauðu foringjum — er
þetta kannski tjáning á þeirri
ósögðu von greinarinnar, að
þótt mættinum og dýrðinni sé i
fljótu bragði skipt á þann
ókristilega máta sem fyrr segir,
þá sé nú mátturinn samt þar
suður á velli, þar sem appirötin
eru og bomburnar? Ef á þarf að
halda...
Rætt við
Vernharð Linnet
formann
Djassvakningar
Djassinn
setur svip
á bæinn
Það hefur áreiðanlega ekki
farið fram hjá þeim sem gista
höfuðborgina ýmist að staðaldri
eða endrum og sinnum, að borg-
in státar af hressilegu djasslifi.
Oft I viku bregða djassleikarar
fyrir sig betri fætinum og blása,
þenja strengi eða hamra á
svartar nótur og hvítar, fólki til
mikils unaðar. Djassáhuga-
menn hafa með sér samtök sem
kunnugt er, Djassvakningu, en
formaður þeirra er Vernharður
Linnet, einn alharðasti djassist-
inn, mundi sennilega vera talinn
númer tvö i þeirra röðum, á eft-
ir Jóni Múla.
— Hvað er að frétta af Djass-
vakningu Vernharöur?
Það er allt á fullu við að und-
irbúa vetrarstarfið. Þaö verður
haldinn aðalfundur á næstunni
og við erum þessa dagana farnir
aö reka klúbb i Félagsstofnun
stúdenta ásamt SATT.
— Hver verður ykkar hlutur I
þeim rekstri.
Við tökum virkan þátt i
rekstrinum, en rokkararnir áttu
fyrsta leikinn. Þeir voru orðnir
ansi þyrstir, enda hafa þeir
varla fengið tækifæri til að
koma fram frá þvi að Borgin
lokaði á þá. Þeir verða með tón-
leika út þennan mánuð, en i
október kemst djassinn á dag-
skrá.
— Verðureitthvað um erlenda
gesti i vetur?
Já, Missisippi Delta Blues
Band kemur i byrjun október og
heldur tvenna tónleika. Það er
held ég i fyrsta sinn sem ekta
blúsband kemur til landsins. Þá
erað nefna að vinur okkar Niels
Henning (örsted Pedersen)
kemur að likindum um miðjan
október, það eina sem gæti
raskað þvi er það hvort hann
fær einhverja spilara með sér.
Hann verður i Bergen ásamt
Philippe Caterine i október og
það gæti verið að þeir kumpán-
ar kæmu báðir.
— Hvað um aöstöðu ykkar I
Djass vakningu til tónleika-
halds.
Aðstaðan hefur gjörbreyst
með þvi að fá klúbbinn, nú gef-
ast möguleikar á að fá erlenda
einleikara til aö koma og spila
með islenskum djassleikurum.
— Plötuútgáfa, eitthvað hafið
þið sinnt henni?
Jú, platan með tónleikum Bob
Magnússon á Sögu er nú i press-
un og kemur væntanlega á
markað i október. Þá er verið að
vinna að tveggja platna albúmi
um Gunnar Ormslev og það er
með ólikindum hvað hefur fund-
ist af góðu efni með honum. Við
höfum fengið upptökur frá
Moskvu, Kaupmannahöfn, og
héðan að heiman sem þarf að
vinna úr, þær ná allt aftur til
1949. Þarna verður á ferðinni
sjálf 4jasssaga Islands.
— Finnst þér áhuginn á djass-
tónlist stöðugt aukast?
Hann hefur vaxið mikið frá
þvi sem áður var, en það er
spurning hversu djúpstæður
hann er. Það er harður kjarni
sem vinnur að framgangi djass-
ins, en auðvitað er nauðsynlegt
að fólk komi að hlusta ef hægt á
að vera að halda hér uppi djass-
tónleikum.
Þú hefur fleiri járn i eldin-
um en tónlistina, útgáfustarf-
semi Lystræningjans er á þín-
um snærum, hvað er að frétta af
þeim vigstöðvum?
Allt gott. Lystræninginn næsti
kemur út i október, tónlistar-
timaritið hefur gengið vel og
hefti tvö er væntanlegt um
næstu mánaðarmót. Eins er um
Lostafulla lystræningjann hann
hefur gengið út.
— Hvað um bækur?
Við gefum út tvær bækur nú i
haust. Annars vegar er á ferð-
inni þriðja og siöasta bindið um
þau Klás og LenU, Naflabæk-
urnar svokölluðu eftir Hans
Hansen og hins vegar ætlum við
að gefa út smásögur Vitu And-
ersen, bókina Haltu kjafti og
vertu sæt, i þýðingu Kristjáns
Jónssonar. Við gáfum á sinum
tima út ljóðabók eftir Vitu sem
vakti að vonum nokkra at-
hygli. —ká
Óviðjafnanlegt
Á dögunum lásum við viðtal i
Morgunblaðinu þar sem Tómas
Árnason viðskiptaráðherra fer
nokkrum vel völdum lotningar-
orðum um SIS, sem ber höfuð og
herðar yfir aðra aðila i landinu
eins og kunnugt er. Þá varð til
þessi visa:
Smjörfjall mikið naga mýs
mjólkurlitrans hækkar pris
iönaðurinn úti frýs —
ekkert jafnast á við SIS.
Skaði
Litli og stóri. Ljósm. —gel.
Sá stærsti og sá
minnsti í dýrasafninu
í íslenska dýrasafninu við Skólavörðustíg hefur
nýlega verið komið fyrir tveimur uppstoppuðum hest-
um. Eru þetta stærsti og minnsti hestur á íslandi og er
talsverður stærðarmunur á þeim eins og sjá má á
myndinni sem gel Ijósmyndari tók þar fyrir
skemmstu.
Hátt gengi á dollarnum er af-
leitt fyrir iðnaðinn og lágt gengi
á sænsku krónunni enn verra. Af
hverju segja menn þá að án sé
illt gengi nema HEIMAN hafi?
<
Q
Q
O
— Röndótta bindiö mitt!
Hvern fjárann er það •!•-
.aögerahér? íj-