Þjóðviljinn - 16.09.1981, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. september 1981
Fréttaskýring
í tilefni þess,
að rúmt ár
er liðið
frá stofnun frjálsu
verkalýðs-
samtakanna
Samstöðu,
Solidarnosc,
í Póllandi
Lech Walesa i Gdansk 15. ágúst
1981: „Viö gefum ekki eftir
þumlung af þvi sem hefur áunn-
ist”.
Kania flokksleiðtogi ásamt Jaruzelski forsætisráöherra á fundi miöstjdrnar pólska Kommúnistaflokks-
ins i siöasta mánuöi.
Póllandí
Stökkið stóra í
í hvert skipti sem allt virðist ætla að sigla i strand
hjá Pólverjum óttast menn, að björninn gleypi þá.
En fram til þessa hafa þeir komið sterkari úr hverri
raun. K.S. Karol blaðamaður franska timaritsins
Le Nouvel Observateur skýrir hér að neðan hvað
liggur til grundvallar styrks Samstöðu.
Frá „hungurgöngunni” i Lodz i byrjun ágústmánaöar.
Nú er liöiö rúmt ár siöan átök
hófust i Póllandi milli verkalýðs-
stéttarinnar og forustusveitar
Kommúnistaflokksins. Þau likt-
ust engu, sem á undan haföi
gengiö, þvi verkfallsmenn fóru
ekki aðeins fram á bætta efnalega
afkomu heldur einkum og sér i
lagi fram á réttinn til þess aö
stofna sitt eigiö verkalýðsfélag,
frjálst og óháö flokksapparatinu.
Svo virtist sem þungamiðja
valdsins og allt þjóöfélagskerfið,
grundvallað á alræöi eins
stjórnmálaflokks, riöaöi til fails
og tvistraöist i valddreifingu ef
gengiö yrði aö kröfum verkfalls-
manna. Eftir aö hafa sett markiö
þetta hátt og i krafti tökunnar á
skipasmíöastöövunum i Gdansk
þann 14. ágúst undir stjóm Lech
Walesa og í Sczechin þann 19.
ágústuröu pólskir verkamenn út-
verðir fyrstu friösamlegu bylt-
ingarinnar i Austur-Evrópu.
1 dag þegar rúmt ár er liðið frá
þessum atburöum viröist vælu-
tónninn um „pólska harm-
leikinn” i flennufyrirsögnum
vestrænna dagblaöa frá þessum
tima lítt skiljanlegur. En hitt er
rétt, aö allt fram til þeirra tima
var eins og ágústmánuður i
Austrinu byggi gjarnan yfir vof-
veiflegum atburöum. Það var i
ágúst 1961, aö fyrstu merkin sáust
um „skammarmúrinn” i Berlin.
Sjö árum siöar, um miðjan ágúst,
upprættu sovéskir skriödrekar
„voriö i Prag”. Þvi var þaö ekki
svo auövelt aö sjá fyrir, aö þess-
um pólska ágústmánuöi lyki meö
sigri skynseminnar.
Lest í tvennu
lagi
A þeim tveimur vikum ágúst-
mánaðar fyrir ári siöan er öllu
réðu um framhaldiö var reyndar
ekki laust viö aö Ihugaöar heföu
veriö heföbundnar kúgunaraö-
feröir, bæöi i höfuðstöövum
Kommúnistaflokksins i Póllandi i
Varsjá og f nánasta umhverfi
Leonid Bresjnev i Moskvu. Ein-
hvern tima munu sagnfræöingar
draga fram I dagsljósiö þaö ráöa-
brugg sem gert var og hlaut
nafnið „Kvöldstundin”. Þar var
gert ráö fyrir töku skipasmiöa-
stöðvanna i Gdansk meö hjálp
herskipa og þyrla. Aö visu var sú
ráðagerð aldrei framkvæmd, en
svo sannanlega var hún á prjón-
unum.
Siöar upplýsti Stanislas Kania,
hinn nýi aöalritari pólska
kommúnistaflokksins, aö samn-
ingarnir sem leiddu til stofnunar
Samstööu heföu aldrei veriö
mögulegir ef meirihluti forystu-
manna flokksins heföu ekki veriö
hliöhollir samningaleiöinni. Þaö
segir sig sjálft. En þessir forystu-
menn-kusu ekki samningaleiöina
fyrren svo til allur iönaöur lands-
ins var lamaöur og þjóöin öll bjóst
sjálfkrafa til þess aö leggja niöur
störf. Það var undan þunga þess-
arar baráttubylgju sem barst um
landið sem fyrsta sjálfstæöa
verkalýðsfélagiö i allri sögu
sovét-blökkarinnar varö til i Pól-
landi.
Það er athyglisvert, að Pólverj-
ar bregða oft fyrir sig járn-
brautarlikingu þá er málin eru
rædd. Fyrir samningana i
Gdansk, segja þeir, liktist efna-
hagslif okkar mest ofhlaðinni
járnbrautarlest á fleygiferö i átt-
ina að hengifluginu. Allt stjórn-
málakerfiö var eins og lest meö
hjálparlausum, hundeltum far-
þegum sem voru ofurseldir vilja
óhæfra stjórnherra i dráttar-
vagninum. En meö tilkomu Sam-
stööu eru pólsku farþegarnir ekki
lengur óvirkir: þeir skipuleggja
sig i vögnunum, gefa út fréttablöö
og kjósa lýöræöislega sina eigin
fulltrúa. Þeim leyfist samt sem
áöur ekki aö leggja hönd á
dráttarvagninn. Lega landsins
fyrir austan tjald kemur i veg
fyrir þaö og strax i Gdansk féilust
þeir á aö beina ekki spjótum
sinum að skipulagningu æösta
valdsins i samfélaginu.
Ef viö höldum okkur viö járn-
brautariikinguna, þá er lestin
ennþá, nú ári siðar, I tvennu lagi.
Forystuliö Kommúnistaflokks
Póllands hefur ráöist i umtals-
veröa endurskipulagningu i
dráttarvagninum. Spilltustu
lestarstjórarnir hafa verið reknir
og sjálfstýring aukin. En stjórn-
herrum er enn ekki ljóst hvert
stýra skal lestinni og þeir eru auk
þess ekki lengur einir i ráðum.
Vandinn er m.a. sá, aö sam-
skiptin við allan farþegafjöldann,
sem er tiu sinnum fjölmennari en
þeir er gista dráttarvagninn, eru
enn mjög frumstæö og allar til-
raunir til tengsla rekast á rót-
gróna tortryggni Pólverja I garö
allra lestarstjóranna.
Nú viröist Stanislas Kania hafa
aukist sjálfstraust eftir þing
Kommúnistaflokksins i siöasta
mánuöi og þvi hefur hann ákveöiö
aö taka bæri i taumana. Þess
vegna ræöa menn nú á Vestur-
löndum um harönandi viöbrögö
og óttast aö reynt veröi aö koma á
„eölilegu” ástandi i Póllandi.
Rétt eins og aö pólsk-sovésk yfir-
lýsing soðin saman á Krimskaga
(sem Amerlkanar álita reyndar
áhrifalitla) eða samþykkt miö-
stjórnar Pólska kommúnista-
flokksins heföu I fólgin ómót-
stæðilegt afl sovésku skriðdrek-
anna, sem lögöu undir sig Tékkó-
slóvakiu á sinum tima.
Þegar nýjungar
verða í
mannkynssögunni
Ég er þeirrar skoöunar, aö
aftur veröi „eölilegu” ástandi
ekki komiö á i Póllandi og að
Kommúnistaflokkurinn hafi
endanlega glataö alræöisvaldi
sinu þar i landi. Félagar i Sam-
stööu eru um tiu miljónir og þeir
hafa gert allar verksmiöjur
landsins aö virkjum sinum. Þvilik
hreyfing veröur ekki upprætt af
hvers konar tilraunum valdhaf-
anna til þess að ná frumkvæðinu
aftur i sinar hendur. Það þýöir
samt ekki, aö þjóöin muni fram-
vegis sigla lygnan sjó né það, aö
verstu kreppurnar séu þegar aö
baki.
Pólska lestin stendur nú svo til
hreyfingarlaus i efnahagsfeni. Til
þess að byrja meö ber flokki
Stanislas Kania skylda til þess að
koma henni aftur af staö. Til þess
hefur hann fyllstu ástæöu til þess
aö leita hjálpar á báöa bóga, til
Sovétrikjanna, til Frakklands og
til Vestur-Þýskalands (og jafnvel
tii Islands), en honum skjátlaöist
hrapalega ef hann héldi, að i nýju
skjóli geti hann reytt af Samstöðu
þó ekki væri þaö nema þau
minnstu þeirra réttinda, sem
henni áunnust I ágúst 1980. Ef aö
forystuliðiö brýnir raustina um
of, gæti svo fariö, aö i stað þess aö
skelfa farþegana æsti það þá til
uppreisnar sem leitt gæti hinar
alverstu hörmungar yfir þjóöina.
Hvað Samstööu varöar, þá er
hún i raun riki i rikinu, sem fær
engum af áformum sinum til
Ieiöar komiö nema með þvi aö
semja viö eöa hafa áhrif á hiö lög-
bundna rikisapparat. 1 þvi skyni
voru gerö drög aö stefnuskrá
fyrir fyrsta landsþing Samstööu,
sem stóö yfir nú fyrir skemmstu.
Þar er gert ráö fyrir, aö þróun
efnahagslifsins i landinu mótist af
sjálfstjórnarstofnunum. Þó þaö
hljómi þversagnarkennt, felst
hlutverk Samstööu einnig i þvi, aö
gera pólsku farþegunum ljósa
nauösyn þolinmæðinnar, fá þá til
þess að hætta götumótmælum og
skipuleggja starfiö innan sam-
takanna á laugardögum.
Agnes Heller, ungverskur
heimspekingur, sem vinnur i Ast-
raliu, hélt þvl fram fyrir nokkrum
mánuðum siöan, aö hreyfing slik
sem Samstaða, borin uppi af
miljónum verkamanna, gæti ekki
haldiö út til langframa aö vera I
kompanii meö flokki eins og
Kommúnistaflokki Póllands, sem
hvorki réttlætir sig meö lýöræöis-
legum kosningum né vilja guös. I
mannkynssögunni telur hún að
engin dæmi séu um varanlegt
jafnvægi milli tveggja jafn
ójafnra krafta. Svo má vera. En
ef mannkynssaga fyndi ekki
annaö slagiö upp á nýjungum
væri hún eilif hringrás endur-
tekninga. Siðan fyrir ári siöan
vinnur hún að nýjungum i Pól-
landi. Og ég held, aö hægt sé að
treysta verkalýö þess lands til
þess aö halda áfram á þeirri
braut, sem hann hefur kosiö sér
sjálfur.
ÞýttúrNouvelObs.
—hst