Þjóðviljinn - 16.09.1981, Síða 7
Miðvikudagur 16. september 1981 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7
fylling. Fláar fyllingarinnar
grjótvarðir. Milli malarfvllingar
og grjótvarnar er lagður ofinn
dúkur til að hindra útskolun
malar i sjógangi. Grjótvörn nær
upp fyrir akbraut til að draga
sem mest úr áhrifum sjávar á
umferð og vegyfirborð. Akbraut
er malbikuð og breidd hennar 7
m. Utan við akbraut eru malar-
axlir 2.0 m að breidd Við brúar-
enda eru byggðir bogadregnir
garðar hornrétt út frá vegfyll-
ingu. Er lögun þeirra og stærð
með þeim hætti, aö þeir leiði
vatnið inn i brúaropið með sem
minnstum straumköstum og jöfn-
ustum hraða. Uppbygging garö-
anna er með sama hætti og veg-
fyllingar.
Byggðir voru eða styrktir.
vegarkaflar beggja megin
fjarðar og lagt á þá bundið slitlag.
eru þeir kaflar alls 12 km. langir.
Kostnaöur og fram-
kvæmdir
Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir, þegar þeim er að fullu
lokið, er áætlaður 155 milj. kr. á
verðlagi i ágúst 1981.
Sem fyrr segir hófust fram-
kvæmdir i júni 1975. Fram-
kvæmdahraði og áfangaskipti
réðust af aðstæðum á staðnum og
þvi fjármagni, sem til umráða
var á hverjum tima. Arið 1975 var
einkum unnið að þvi að koma upp
aðstöðu og smiöi hjálpartækja.
Stöplar brúar voru byggðir 1976
og 1977 en yfirbygging 1978 og
1979. Vegfylling sunnan brúar var
að mestu gerð 1978 en garðar og
vegfylling norðan brúar 1980. Var
vegurinn opnaður til umferðar þá
um sumarið. I ár hefur svo
endanlega verið gengið frá veg-
fyllingu og lagt bundið slitlag á
veginn.
Nokkrir verkþættir hafa verið
faldir verktökum með útboöi eða
samningi. Að öðru leyti hefur
Vegagerð rikisins annast fram-
kvæmdir sem og hönnun mann-
virkja.
— mhg
Ráðstefna Alþýðu-
bandalagsins um
orku- og iðnaðar-
mál i Verkalýðs-
húsinu á Hellu um
næstuhelgi, 19. og
20. september
Hvað er
framundan í
orku- og
iðnaðarmálum?
Borgarfjarðarbrúin — Ljósm: Ari
Umræðuefni:
Stefnumótun i orku- og
iðnaðarmálum.
Vaxtarmöguleikar I almenn-
um iðnaði.
Kjör og aðbúnaður i iðnaði.
Nýting auðlinda og iðnþróun.
Rekstrarform i iðnaði.
Samfélagsleg áhrif iðnaðar.
Iðnþróun og byggðastefna.
Tilhögun:
Káðstefnan stendur báða
dagana og hefst kl. 10 á
laugardag.
Framsögur verða allar á
laugardag.
Iiópumræður og almennar
umræður aðallega á sunnu-
dag.
Bilferð frá Umfcrðamiðstöð
kl. 8 á laugardagsmorgun.
Gisting og fæði á staðnum.
Þátttökugjald 100 kr.
Alþýðubandalags-
fólk.
Látið skrá ykkur til
þátttöku strax.
Grettisgötu 3.
Sfmi: 17500
Kostnaður 155 miljónir kr.
á verðlagi í ágúst 1981
Siðastliðinn sunnudag
var brúin yfir Borgarf jörð
formlega opnuð til um-
ferðar. Veðrið var svo blitt
sem best mátti verða og
mannfjöldi mikill saman-
komínn á brúnni
Snæbjörn Jónasson, vegamála-
stjóri, sté fyrstur i stól og ,,af-
henti” brúna samgönguráðherra,
Steingrimi Hermannssyni, sem
þakkaði Vegagerðinni það afrek,
sem hún hefði innt af hendi með
gerð þessa mikla og vandaða
mannvirkis. Það sýndi að Vega-
gerðin hefði alla burði til að tak-
ast á við hin vandasömustu verk-
efni. Halldór E. Sigurðsson fyrr-
um alþingismaður og ráðherra,
átti hugmyndina að þessu mann-
virki og honum er það öllum öðr-
um fremur að þakka að i það var
ráðist.
Halldór E. Sigurðsson kvað
ástæðu til þess að fagna þvi, að
lokið væri nú þessum þætti i
islenskum samgöngumálum, sem
væri langstærsta framkvæmd
sinnar tegundar á tslandi. Rakti
nokkuð sögu málsins og ástæð-
urnar fyrir þvi, að i brúarbygg-
inguna var ráðist, Málinu var
fyrst hreyft á Alþingi 1958, (af
Halldóri E. Sigurðssyni — innsk.
blm.) en nú fyrst, 23 árum seinna,
er brúin formlega tekin i notkun.
Þetta er að visu oröin löng bið en
bið er réttlætanleg ef ekki er
misst sjónar á takmarkinu.
Fyrirlestur
í Norræna húsinu
Alþjóðlegu
endurhæfinga-
samtökln
Öryrkjabandalag islands hefur
fengið hingað til lands Norman
Acton aðalframkvæmdastjóra
Alþjóðlegu endurhæfingarsam-
takanna. i kvöld miðvikudags-
kvöld, kl. 20.30 flytur hann fyrir-
lestur i Norræna húsinu um
skipulag og starfssvið endurhæf-
ingasamtakanna og einnig mun
hann svara fyrirspurnum.
Þá mun Acton ganga á fund for-
seta íslands á fimmtudag og af-
henda stefnuyfirlýsingu samtak-
anna i málefnum fatlaðra fyrir 9.
áratuginn.
Deilur stóðu lengi um þet.ta nann-
virki og þvi ma. haldið fram, að
það tæki til sin alltof mikinn hluta
af vegafénu. Það kann að vera
álitamál en á það má benda, að
þegar Hvitárbrúin var byggð 1928
þá rann til hennar 1/6 af þvi fé
sem ætlað var til vega- og brúa-
framkvæmda á þvi ári. Sá ráð-
herra, sem slikar ákvarðanir tæki
nú, mundi fljótlega fá að taka
pokann sinn. En þó að deilt hafi
verið um brúna þá er spá min sú,
sagði Halldór að hér muni þykja
eiga við orð Daviðs skálds Stef-
ánssonar.
„Er starfinu var lokið og leyst
hin mikla þraut, fannst lýðum
öllum sjálfsagt að þarna væri
braut”.
Hér er mörgum mikið að
þakka, sagði Halldór. Nöfn verða
þó ekki nefnd utan þeirra, sem
gegnt hafa starfi vegamálastjóra
á þessu timabili, Sigurðar heitins
Jóhannssonar og Snæbjarnar
Jónassonar, Helga yfirverkfræð-
ings Hallgrimssonar og Jónasar
Gislasonar, brúasmiðs.
Siðan klippti Halldór E. Sig-
urðsson á fánalitan silkiborða,
sem strengdur var yfir brúna og
opnaði hana þar með formlega til
umferöar.
Er lokið var þessari athöfn var
ekið til Hótel Borgarness, þar
sem fram fór vegleg veisla og
mikil ræðuhöld undir stjórn Rún-
ars Guðjónssonar sýslumanns.
Forsaga
A vegaáætlun 1969 til 1972 var
veitt fé til rannsókna á framtiðar-
legu Vesturlandsvegar um
Borgarfjörð. Ýmsar leiðir voru
kannaðar en niðurstöður urðu
þær að hagkvæmast yrði að
leggja veg yfir fjörðinn frá Sel-
eyri að Borgarnesi. Sú leið var að
visu dýrust i stofnkostnaði en fól i
sér mesta styttingu akstursleiða.
Þannig styttust leiðin til Borgar-
ness um 28 km. og til Norðurlands
um 7 km. Byrjunarframkvæmdir
við brúna hófust svo i júnimánuði
1975.
Staðhættir í Borgarfirði
Innri hluti Borgarfjarðar allt út
undir Borgarnes er mjög
grunnur. Breiddin er viðast yfir 2
km en um 1.8 km. við Seleyri.
Dýpi við veglinuna er 2—5,5 m við
hálffallinn sjó en mikill munur
flóðs og fjöru á meðalstórstreymi
3,8 m. Þetta veldur miklu rennsli
og straumhraða út og inn fjörð-
inn. Á hverju stórstraumsfalli
renna 80 milj. rúmm. af vatni
gegnum veglfnu og verður
rennslið mest 6000 m3 sek., svipað
og i Skeiðarárhlaupum. Mesti
hraði áður en mannvirkjagerð
hófst mældist 1,6 m/sek. en eftir
að henni lauk 3,4 m/sek.
Umhverfisþættir voru athug-
aðir, svo sem áhrif brúarinnar á
flóð, laxgengd, landnytjar, fram-
burð ánna og breytingar á botni.
Um þessi mál var þegar i upphafi
haft náið samráö við heimamenn
og alla þá, sem hagsmuna áttu að
gæta.
Mannvirki
Brú er yfir dýpsta ál fjaröarins,
520 m. löng. Höf eru 13,40 m.
hvert. I hverju hafi eru 4 bitar og
vegur hver þeirra 65 tonn. Þeir
voru forsteyptir uppi á Seleyri og
svo fluttir út á stöpiana, sem eru
steyptir og hvila á 15 m. löngum
timburstraurum, sem reknir eru i
botn fjarðarins. Brúargólf er
steypt,akbraut hennar tvöföld og
breidd hennar milli brika 9.0 m.
Vegurerað meginhluta til malar-
Fra msögumenn:
Þórir
Hjörleifur
Svavar
Bragi
Skúli
„Fannst lýðum öllum sjálf-
sagt að þama væri braut”