Þjóðviljinn - 16.09.1981, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 16.09.1981, Qupperneq 10
10 StDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. september 1981 Aöalfundur Stéttarsambands bænda ræddi aö sjálfsögöu þau úrræöi, (kvótakerfi og fóður- bætisskatt) sem beitt hefur verið aö undanförnu til takmörkunar á búvöruframleiöslunni. Alyktaði fundurinn aö áfram skyldi haldið þeirri stefnu i stjórnun fram- leiðslunnar, sem með þessum að- gerðum hefur verið mörkuð, en bendir á eftirfarandi: 1. Fundurinn leggur áherslu á að reynt verði, eftir þvi, sem unnt reynist að undanskilja minnstu búin kvótakskerðingu svo og þau bú, sem sannanlega hafa af ein- hverjum ástæðum orðið fyrir efnahagslegum áföllum. Tekið verði tillit til annarra tekna bænda við ákvarðanir skv. þess- ari málsgrein. 2. Þar sem bændur hafa með framleiðslutakmörkunum reynt að leysa offramleiðsluvanda landbúnaðarins gerir fundurinn þá kröfu til ríkisstjórnar og Al- þingis að það leggi fram á fjár- lögum nægilegt fjármagn til þess að þvi marki verði náð, að hvergi þurfi að skerða samningsbundið búvöruverð meira en 20% innan búmarks. Til rökstuðnings þess bendir fundurinn á að landbúnað- urinn leggur ullar- og skinna- iðnaðinum til undirstöðuhráefni. 3. Þá leggur fundurinn áherslu á að sem fyrst liggi fyrir niður- stöður könnunar á þvi hvert þjóð- hagslegt gildi landbúnaðarins svo og ullar- og skinnaiðnaðarins er. 4. Reynt verði 4. Kjarnfóðurgjaldi verði beitt til að draga úr framleiðslu þegar þurfa þykir eða til stjórnunar framleiðslu i vissum bú- greinum. — Jafnframt komi til greina að endurgreiða gjaldið svæðisbundið vegna harðinda, lé- legs heyfengs og annarra sam- bærilegra ástæðna.eða ef hætta virðist vera á þvi að framleiðsla i einstökum búgreinum dragist meira saman en æskilegt má telj- asl miðað við þörf markaðsins. 5. Fundurinn litur svo á að eðli- legt sé að kjarnfóðurgjaldið verði lagt á sem ákveðin krónutala á magn. —mhg Samningar um siðkastið verið i viðræðum við Breta og Lúxemborgara um samning um gagnkvæma sjúkra- hjálp fyrir ferðamenn, sem dvelj- ast um stundasakir i hinu land- inu. Samningar eru svo langt komnir, að búast má við að hægt verði að ganga frá samkomulagi við Breta seinna i haust og við Lúxemborgara snemma á næsta ári. fslendingar hafa fram til þessa aðeins haft gagnkvæma al- mannatryggingasamninga við Norðurlöndin, og hafa nýlega gert sérsamning við Bandarikin um lifey risgreiðslur. Ilörður Askelsson, orgelleikari hefur verið ráðinn organisti við Hallgrimskirkju i Reykjavik. i marsmánuöi s.l. lauk Ilörður æðsta prófi i kirkjutónlist við Tónlistarháskóla Rinarlanda með mjög góðum árangri, en Hörður hefur stundað nám þar frá 1976 og starfar nú sem kantor við Neanderkirkju I Dússeldorf. Hörður Áskelsson er Akureyr- ingur, sonur Sigurbjargar Hlöð- versdóttur og Áskels Jónssonar söngstjóra. Hann stundaöi tón- listarnám á Akureyri, lauk einnig stúdentsprófi þaðan og tón- kennaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavik 1976. Þá lauk Hörður B-prófi i orgelleik 1976 frá sama skóla og var kennari hans þar Marteinn Hunger Friðriks- son. Hörður var organisti við Fri- kirkjuna i Hafnarfirði á árunum 1973—1976. Nýr organisti í Hallgrimskirkju sjúkrahjálp íslensk stjórnvöld hafa upp á Minnstu búunum verði hlíft Framkvæmd nýju húsnæðislaganna: Miklll áhugi víða um land Um þessar mundir er Húsnæðisstofnun rikisins að halda fundi viðsvegar um land með sveitar- stjórnarmönnum og stjórnarmönnum i verka- mannabústaðanefndum um framkvæmd nýju húsnæðislaganna. Að sögn Ólafs Jónssonar for- manns stjórnar Húsnæðisstofnunar hefur hvar- vetna komið fram mikill áhugi á byggingu félags- legra ibúða og leiguhúsnæðis á vegum sveitar- félaga. Viða eru sveitarfélög og verkamannabú- staðanefndir komnar vel á stað og búnar að ákveða verkefni næsta árs. Þjóðviljinn hafði samband við menn á nokkrum stöðum og fara viðtölin hér á eftir. Lög um verkamannabústaði: Mikil breyting til batnaðar ,,Þaö er min skoðun að hin nýju lög um verkamannabú- staði sé mikil breyting til batn- aðar frá þvi sem áöur var”, sagði F.inar Karlsson formaöur stjórnar verkamannabústaða i Stykkishólmi i samtali við biað- ið I gær. Við erum búnir að sækja um lán fyrir 8 ibúðum á næsta ári, þannig að ef allt fer samkvæmt áætlun, þá munum við byggja Einar Karlsson: Búnir að sækja uin lán fyrir átta ibúöum. þessar ibúðir og leysa þannig ákveðin húsnæðisvandamál. Húsnæðisekla er mikil og fjár- magnskostnaður á almennum markaði mörgum ofviða. Á al- menna markaðinum eru fbúðir afhentar á ýmsum bygginga- stigum og þegar reynsla er komin á verkamannabústaða- kerfið mætti athuga, hvort ekki mætti afhenda ibúðir þessar þannig. Það er alveg ástæðulaust að hræðast það að bygging verka- mannabústaða hafi áhrif á hinn svokallaða frjálsa markað. Ég tel þessi nýju lög mikinn ávinning fyrir launafólk enda hefur það barist fyrir þessu eins öðru sem bætt hefur hag þess, sagði Einar Karlsson að lokum. —Svkr. Akranes: Byrjum næsta sumar „Það er ákveðinn áhugi hér fyrir því að hefja byggingu verkam annabústaða þegar á næsta ári," sagði Ársæll Valdi- marsson, st jornarmaður verka- mannabústaða á Akranesi I við- tali við blaðið. Skipun I stjórn verkamanna- bústaða hér dróst einhverra hluta vegna á ianginn svo aö máiið er ekki komið lengra en það, að við settum könnun i gang i sumar um áhuga á þess- um byggingum. Ekki er enn bú- ið að vinna Ur þessari könnun en greinilegter að áhugiog þörf er fyrir hendi. Akranesbær hefur verið að byggja leigusöluíbúðir, en nokkurrar tregðu hefur gætt I sölu á þeim. Kjörin hafa reynst nokkuð erfið sumum. Við höfum sótt um að fá að byggja 16 -18 ibúðir á næsta ári Bygging verkamannabústaða: Borgnesingar áhugasamir Ársæll Valdimarsson: Höfum sött um að fá að byggja 16 til 18 ibúðir á næsta ári. og eru menn sammála um að þetta nýja kerfi sé mikil fram- för og ávinningur fyrir launa- fóik. Þá hefur stjórn verkamanna- bústaða keypt og selt aftur 4 - 5 gamla verkamannabústaði.” — Svkr. „Við erum búnir að halda sjö fundi i hinni nýju stjórn verka- mannabústaða i Borgarnesi,” sagði Baldur Jónsson, formaður stjórnarinnar i samtali við Þjóöviljann. ,,I sumar keyptum við fjóra eldri verkamannabústaði og er- um búnir að selja þá aftur. Þá erum við nú i samningaviðræð- um við byggingafyrirtæki hér i Borgarnesi um kaup á þremur ibúðum i blokk, sem verið er að byggja. A næsta ári ætlum við okkur að byggja til viðbótar 4-6 ibúðir. Við gerðum könnun nú i sum- ar, eins og skylt er, og kom þar i ljós, að eftirspurnin er mikil eft- ir verkamannabústöðum, eink- um meðal einstæðra foreldra hér. Ég vil þó bæta þvi við, að kannanir sem gerðar eru i þeim tilgangi að finna hina raunveru- lega þörf, segja ekki alla sögu. Vöntun á húsnæði er eflaust meiri en þær segja til um, þar sem ekki gefa sig allir fram i fyrstu könnun. Ég tel mikilvægt að ibúða- byggingum, sem þessum sé haldið áfram jafnt og þétt, ísafjörður: Aðeins leigusöluíbúðir Þjóðviljinn hafði samband við þá Aage Steinsson og Jón Bald- vin Hannesson á isafirði og spurðist fyrir um framkvæmdir á vegum stjórnar verkamanna- bústaða þar. Jón Baldvin sagði að ekki væri farið að ræða neitt um, hvort skyldi farið út i bygg- ingar samkvæmt nýju lögunum. Bærinn hefði verið með yfir 30 leigusöluíbúðir i byggingu og myndu þær sfðustu verða af- hentar á næsta ári. Aður en þær framkvæmdir hófust var gerð könnun á þörfinni, og reyndist hún vera greinileg. Hinu bæri D Aage Steinsson: Allt komiö undir vilja og aðstæðum á hverjum stað. svo ekki að leyna að tregðu heföi gætt i sölu þessara ibúða og fólk hefði hreinlega hætti við kaupin. Kjörin á þeim væru oft lakari en á almennum markaði. Hitt væri þó ljóst að sinu viti, að verka- mannabústaðakerfið væri það, sem hentaði betur en leigusölu- kerfið gamla. Aage Steinsson sagði að verð á leigusöluibúö um þar vestra væri hærra en staðalverð verkamannabú- staða. Staðalverðin gætu eflaust orðið sveitarfélögum i dreifbýl- inu erfið, þar sem oft þyrfti að kaupa iðnaðarmenn til vinnu langt að. Þvi gætu sveitarfélög lent i þvi að þurfa að greiða mis- mun staðalverðs og raunveru- legs byggingakostnaðar. Hann sagði þó álit flestra að verka- mannabústaðakerfið væri mikil framför i húsnæðismálum, en allt væri komið undir vilja og aðstæðum á hverjum stað. — Svkr. Baldur Jónsson: Eftirspurn er mikil eftir verkamannabústöð- um, einkum meðal einstæðra foreldra hér. þannig að ekki sé byggt i slump- um, þegar húsnæðiseklan er orðin mikil. Með nýju lögunum um verka- mannabústaðakerfið var vald verkalýðshreyfingarinnar aukið frá þvi sem áður var, og ég tel engan vafa leika á þvi, að þetta nýja kerfi eigi eftir að skila góð- um árangri fyrir launþega,” sagði Baldur að lokum. — Svkr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.