Þjóðviljinn - 16.09.1981, Síða 15

Þjóðviljinn - 16.09.1981, Síða 15
Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra lesendum Ef opnaður væri lækurinn undir Lækjargötu væri hægt aö gera kanal og skipuleggja gondóla- feröir, segir í lesendabréfi. » Það þarf mikinn stórhug til merkilegra framkvæmda Einn lesenda Þjóöviljans hringdi inn á blaðið i gær, sagð- ist vera gömul kona og búa í vesturbænum. HUn hélt stutta ræðu yfir blaðamanni i siman- um og sagðist vildu koma ákveðnum boðskap til Reykvík- inga og annars ágætis fólk: „Þegar ákveðið var að leggja smáskika af Bernhöftstorfunni undir útitafl og aðra menning- arstarfsemi risu upp ihalds- samar sdlir snauðar af imynd- unarafli og öskruðu úr sér lung- un um skemmdarverk. Þegar verkinu var svo að fullu lokið á afmælisdegi borgarinnar mátti svo sjá margt af þessu sama fóki spássera sig niður Banka- stræti og glenna upp skjáinn i forundran yfir þvi hvað allt þetta rask og brask væri nú bara ágætt. Þessi reynsla minnir á svo margt annað og oft er meira i húfi. Margt þröngsýnis dót hef- ur nU séð sig tilknúið til þess að skilja ekki hugmyndina á bak við byggingu brúar á Tjörninni. Hversu gaman gæti það ekki verið að rölta þar um á sunnu- dagsmorgnum og gefa blessuð- um öndunum brauðmylsnu. Með sjálfri mér hefur lengi bUið draumur um ennþá stór- tækari framkvæmdir í mið- borginni. Sá draumur er tengd- ur gamalli mynd af Reykjavik. Á þeirri mynd má sjá yfir Lækj- argötuna endilanga og eftir henni ganga nokkrir heldri menn með pi'puhatta og keng- bognar gamlar konur við vatns- burð, og allt þetta fólk er þarna á gangi við hliðina á læknum sem gatan heitir eftir. Þá var lækurinn opinn og i honum renn- andi vatn. Þá er komið að draumnum minum. Ég legg til að lækurinn verðiopnaður aftur milli Tjarn- arinnar og Ut í sjó og bUinn til einhvers konar kanall i anda þeirra sem ég sá, þegar ég ferð- aðist með manninum minum sáluga til Kaupmannahafnar og Feneyja. Og það væri kannski ekkert þvi til fyrirstöðu að skipuleggja gondólaferöir frá höfninni og upp i Tjörn. Litil börn og jafnvel stór gætu haft fjarska gaman af þvi. Ég held að komandi borgarstjórnir ættu að taka þetta til athugunar og minnast þess að það þarf stór- hug til merkilegra fram- kvæmda. Mennættuað minnast Einars heitins Benediktssonar og stórhugar hans jafnt i orði sem æði.” Gömul kona iVesturbænum Enn á leið í skóla Jæja krakkar (ég vona að þið kunnið öll nú þegar að lesa), í gær birtum við nokkrar teikningar sem sýndu hvernig rétt er að haga sér á leiðinni í skól- ann. í dag höldum við áfram að gefa ykkur holl ráð og vonum að þið séuð þæg og góð og farið eftir þeim. Það eru alltof margar hættur sem leyn- ast í umferðinni til þess að nokkurt ykkar megi leyfa sér að þykjast vera kaldur karl eða kerling og skella skolleyrum við umferðarreglunum. h 4 Stansiö, bíðiö og lítiö vel til beggja hliðaog hlust- iö áöur en þiö gangið yfir akbrautina. Forðist hættur sem fylgja ýmsum framkvæmdum. Leikiö ykkur heldur á leikvellinum, sparkvellin- um eöa þar sem skólinn (lögreglan) mælir meö. Umferðarljós? Þú mátt aöeins fara yfir á grænu Ijósi. isvagni (skólabíl) í skól- ann skuluö þið alltaf bíöa þangaö til bíllinn er far- inn. Forðist aö ganga út á akbraut milli kyrrstæöra bifreiöa. Ef þiö neyöist til þess — sýniö þá sér- staka varúö. Veljið ör- uggari leiðina þótt hún sé lengri. — og þegar dimmir nota allir í fjölskyldunni end- urskinsmerki. Barnahorniö Miðvikudagur 16. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Nýjasta tækni og vísindi: Elli, borgarlíf og off jölgunar- vandamálíð örnólfur Thorlacius tjáði Þjóðviljanum að i þætti hans „Nýjasta tækni og visindi” i sjónvarpinu á miðvikudags- kvöld yrðu sýndar þrjár heim- ildamyndir. Sú fyrsta fjallar um öldrun og þær efnabreytingar er verða i lifandi frumu er hún eldist. Komið verður inn á líf manna i þeim héruð- um heims þar sem óvenju hár aldur ibúanna er rómaður, s.s. i Kákasus-fjöllum. Hitt er svo annað mál, sagði Ornólfur, að margir eru þeirrar skoöunar, að meintur hámarksaldur langt fyrir ofan þaö sem venjulegt kallast standi gjarn- an i öfugu hlutfalli við vinnu- brögð manntalsskrifstofunnar i viðkomandi héruöum. En hvað er elli? Þvi er ekki auösvarað, sagði örnólfur. Hver einasta lifvera hefur i sér fólgið varnarkerfi. Ung lif- vera heldur uppi heilbrigðu jafnvægi en eftir þvi sem liður á ævi hennar taka varnarkerf- in að bila eitt af öðru og veilur i heildarvörnunum taka að safnast saman. Eitt af fyrstu ellimerkjun- um virðist vera, aö fólk hættir að heyra háa tóna. önnur myndin á dagskrá fjallar um það hvernig borgir hafa orðið til i sögu mannsins á nýsteinöld, er samfélög manna geröust æ margbrotn- ari og verkskiptingin manna i millum leyföi fjölmennara sambýli. Þá er rakið hvernig ýmislegt óhagræði, s.s. meng- un, hávaði og glæpir hafa náð smátt og smátt að skjóta hvað dýpstum rótum i borgarsam- félögunum og hvernig hugsan- lega megi vinna bug á þeim vanköntum i framtiðinni. Lýst verður nýjum stefnum i borg- arskipulagi og kynntar ýmsar þær stefnur, er þekkjast i þeim efnum. Þriðja og siðasta myndin fjallar um mannfjölgunina i heiminum. Þar kemur fram, að tölfræðingar álita, að við jarðarbúar höfum náð þvi marki aö verða 4000 miljónir að tölu i janúar 1976. Um þær mundir hafði þaö tekið mann- kyniö ein átta ár að fjölga sér um sem nemur ibúafjölda Ind- lands. I þessari mynd eru við- raöar hefðbundnar hugmyndir fyrir þvi af hverju mannkyn- inu fjölgi með þeim ógnar- hraða sem raun ber vitni. Þar er tint til, að hungursneyðir séu miklu færri en áöur fyrr og drepsóttir einnig og jafn vel þó að strið séu sæmilega velút- breidd og getnaðarvarnarpill- ur i hverri krummaskuð þá hefur ekki náðst neinn veru- legur árangur i þvi að stemma stigu við hraðri fjölgun fólks einkum og sér i lagi i þriöja heiminum. ö Sjónvarp O kl. 20.40 Þess vegna rikir almenn velferð á tslandi. Botnfiskaflinn með albesta móti það sem af er árinu Ingólfur Arnarson sér aö vanda um þáttinn „Sjávarút- vegur og siglingar”. Að þessu sinni mun hann einkum fjalla um aflabrögðin fyrstu átta mánuöi yfirstandandi árs og greina frá aflanum á einstök- um svæöum. t heild er nU þeg- ar ljóst að aflabrögö þetta árið eru með albesta móti einkum hvað varðar botnfisk. A sama tima i fyrra höfðu t.d. veiðst 343 þUs. lestir af þorski, en i ár eru þærorðnar 372 þús. Þessar tölur hljóta að gefa töluverða hugmynd um stöðu mála þar eð þorskaflinn er verðmætast- ur þessara afurða. Ingólfur mun einnig fjalla nokkuð um yfirlitsskýrslur siðasta árs frá Fiskifélagi ts- lands. I þvi sambandi verður greint frá fjiida sjómanna á hinum ýmsu skipagerðum við tsland, en þeim upplýsingum leikur mörgum eflaust forvitni á að kynnast. Þá verður vikið að afla Ut- lendinga á islenskum miðum á siðasta ári. Þar kemur i ljós eins og mörgum er kunnugt, aö leyfi- legur afli útlendinga á siðasta ári var ákveöinn 24 þús. tonn af botnfiski. Samkvæmt afla- skýrslum var afli Utlendinga s.L ár 24.339 þús. tonn en ýms- ar sögur ganga um réttmæti þeirrar tölfræði.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.