Þjóðviljinn - 23.09.1981, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. september 1981
Þorgerbur Ingólfsdóttir kórstjóri kynnir dagskrá Hamrahllbarkórsins fynr gestum Kirkjuntsins I Skál-
holti.
Ráðstefna Kirkjuritsins í Skálholti
Rætt um vígbúnað
frið, kirkju og pólitík
Stjórnmálamenn frá þremur
flokkum og nokkrir guöfræöingar
ræddu um „friö á jörö” i Skálholti
um sl. helgi. Þetta var þriöja ráö-
stefnan sem Kirkjuritiö efnir tii i
þessu formi, og hafa myndlistar-
menn og bókmenntaiólk áöur
veriö viömælendur guöfræöinga I
Skálholti. A ráöstefnunni um
helgina var i opinskáum umræö-
um fjaiiaö um vigbúnaö friöar-
hreyfingar, leiöir til friöar og af-
vopnunar, hlutverk kirkjunnar i
þessum efnum, og um réttlæti og
mannréttindi sem forsendur
friöarviöleitni. Guöfræöingar
skýröu fyrir öörum þátttakendum
i ráöstefnunni ýmis grundvallar-
hugtök kirkju og kristinna manna
og þótti fengur aö. Kirkjuritiö
mun birta greinar frá þátttakend-
um f Skálholtsráöstefnunni I jóla-
hefti sinu.
Alþýöuflokkurinn sendi ekki
fulltrúa i Skálholt vegna anna, en
frá Sjálfstæöisflokki voru Björn
Bjarnason, Hannes Hólmsteinn
Gissurarson og Halldór Blöndal,
frá Framsóknarflokki Haraldur
Ólafsson, Guömundur G. Þórar-
insson og Sigrún Sturludóttir og
frá Alþýöubandalagi Guörún
Helgadóttir, Ólafur Ragnar
Grimsson og Einar Karl Haralds-
son. Ráöstefnustjórar voru af
hálfu kirkjuritsins dr. Gunnar
Kristjánsson ritstjóri og sr. Bern-
haröur Guömundsson fréttafull-
trúi. Frá Prestafélaginu var sr.
Karl Sigurbjörnsson fulltrúi og
frá guöfræöideild Háskólans próf-
essor Þórir Kr. Þóröarson. Þá
var sr. Heimir Steinsson rektor
Skálholtsskóla meöal þátttak-
enda og nutu aökomumenn gest-
risni hans og Dóru Þórhallsdóttur
konu hans. Gestir ráöstefnunnar
voru Anna Höskuldsdóttir og
Kjartan Morkoere prófastur frá
Þórshöfn f Færeyjum.
Hamrahliöarkórinn var sl. viku
i söngbúöum i Skálholti og
stundaöi æfingar fyrir hljóm-
plötuupptöku f Skálholtskirkju
undir stjórn Þorgeröar Ingólfs-
dóttur. Siöastliðiö laugardags-
kvöld var haldin friöarvaka i
Skálholtskirkju þar sem Hamra-
hlföarkórinn flutti hluta af afar
vandaöri verkefnaskrá sinni og
þátttakendur á ráöstefnu Kirkju-
ritsins fóru meö sjálfvalda texta.
— ekh
Prófessor Þórir Kr. Þórðarson útskýrir merkingu friöarhugtaksins á mörgum tungumálum og aö fornu
og nýju. Aörir á myndinni frá v. sr. Kjartan Mörköere frá Færeyjum, Ólafur Ragnar Grfmsson aiþm. og
Guörún Helgadóttir alþm.
Séra Karl Sigurbjörnsson, sr. Heimir Steinsson Skálholtsskóiarektor, prófessor Þórir Kr. Þórðarson og
dr. Gunnar Kristjánsson ráöstefnustjóri hressa upp á biblfukunnáttuna I ráöstefnuhléi.
Hin nýja danska togvarpa sem nú er veriö aö ræöa — engir möskvar
aö ofanveröu, aöeins trefjalinur.
*
Danskt troll
af nýrri gerð
SklsBe aom riaer det ápne
Komin er fram á sjónarsviðið
ný dönsk togvarpa af áöur
óþekktri gerö og framleidd úr
nýrri tegund af gerviefni sem
nefnist „Kevlar-fiber”. Þetta
efni er sagt uppfundiö hjá stór-
fyrirtækinu Du Pont I Sviss sem
nú mun vera einn stærsti gervi-
efnaframleiöandi heims.
Þetta svissneska fyrirtæki hóf
göngu sina sem sprengiefna-
framleiöandi fyrir 179 árum, en
framleiöir nú 170 vörutegundir
fyrir heimsmarkaöinn. Roblon
A.S. I Fredrikshavn sem er einn
stærsti framleiöandi á Norður-
löndum á þræöi i veiöarfæri svo
og á margskonar köölum til út-
geröar, bæöi úr náttúruefnum
og gerviefnum, hefur nú notaö
hiö nýja gerviefni Kavlar-fiber
frá Du Pont i alla þræöi sem
nýja danska togvarpan saman-
stendur af. Þá er kaöall úr
Kevlar-fiber notaöur i staö stál-
vira til þess aö draga vörpuna.
Sjálf togvarpan er hinsvegar
unnin af fyrirtækinu Dantrawl
A.S. i Hirtshalds i Danmörku og
er sagt að menn hjá þessu fyrir-
tæki eigi hugmyndina aö gerö
vörpunnar, sem er aö mörgu
leyti ólík þvi sem menn eiga aö
venjast af sliku veiöarfæri.
Hinsvegar er talið aö þrjú
framangreind fyrirtæki standi
sameiginlega aö þessu nýja
danska veiðarfæri, enda taliö
ógjörlegt aö framleiöa þaö án
tilkomu hins nýja Kevlar-fiber
gerviefnis frá Du Pont, sem er
sagt bæöi léttara og sterkara
heldur en gerviefni, sem áöur
eru kunn.
Kulda- og hitaþolinn
Einn af höfuökostum Kevlar-
fiber er sagður sá aö efniö þoli
geysilegan kulda og lika hita án
þess aö taka breytingum. Styrk-
leiki þessa nýja gerviefnis til
veiöarfærageröar er sagöur sá,
aö 6 mm. þráöur þoli 900 kg.
átak, 12 mm. þráöur 4500 kg.
átak og 30 mm. strengur 20.000
kg. átak.
Þaö mun vera tiltölulega stutt
siöan mönnum hugkvæmdist, aö
hægt væri aö nota þetta nýja
gerviefni til veiðarfærageröar,
en siöan hefur Du Pont fyrir-
tækiö leitað aö aöferöum sem
geröu þetta mögulegt, og nú
liggur árangurinn fyrir. Annars
hefur þetta gerviefni áöur veriö
notaö og þá I ööru formi viö gerö
bifreiöa, báta, flugvéla og geim-
K«vt<Ur CcfiL.rop*
6
segir Fiskaren frá þvi, aö tveir
sænskir togarar meö 2500 hest-
afla vélum, Toron og Ganthi,
hafi reynt hæfilega stærö af
vörpunni fyrir slík skip og
fengiö 40-50 tonn af sild i hali,
þegar skip á sömu slóöum og á
sama tima fengu 20-25 tonn i
venjulega vörpu. Þá náöu
sænsku togarnir einnar milu
meiri ferö þegar þeir toguöu
meö nýju vörpunni heldur en
áöur. Þessi nýja danska tog-
varpa virðist ennþá vera á
reynslustiginu, en séu frásagnir
af henni réttar þá ætti þaö aö
vera ómaksins vert fyrir
islenska útgeröarmenn aö
kynna sér veiöitækni þessarar
nýju dönsku togvörpu, en á
henni er sagt aö litlar breyt-
ingar hafi þurft aö gera frá þvi
aö hún kom af teikniboröinu.
(iwvbivo p t
«ia
ferja svo eitthvaö sé nefnt.
Þessi nýja danska togvarpa
er aö því leyti frábrugöin öörum
togvörpum sem notaöar hafa
veriö aö efri hluti hennar er laus
viö alla möskva, en i staö þeirra
koma strengir geröir úr þessu
nýja efni. Þetta léttir og sparar
oliu þegar togaö er.
Fengsæl og fljótvirk
Nýlega sýndi Dantrawl A.S.
biaöamönnum frá mörgum fisk-
veiöiþjóöum þetta nýja veiöar-
færi. Tveir 50 feta bátar fóru út
saman meö togvörpuna og
sýndu hvernig hún vann. Annar
togbátanna haföi 300 hestafla
vél, en hinn haföi heldur minna
vélarafl. Fréttamaöur frá
norska blaöinu Fiskaren, sem
ekki var sérfræöingur i tog-
veiöum, er aöalheimildarmaöur
minn I þessari frásögn. Honum
virtist togvarpan vinna eins og
til var ætlast, og staöfesti skip-
stjóri bátsins þaö i viötali við
hann. En skipstjórinn var búinn
aö nota vörpuna i rúma tvo
mánuöi og líkaöi hún vel. Þá