Þjóðviljinn - 24.09.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.09.1981, Blaðsíða 1
múDvunNN Fimmtudagur 24. september 1981 —212. tbl. 46. árg. Vandi Raufarhafnarbúa leystur? 4 miljónir kr. og erlent lán Aðgerðir gegn útflutnings- örðugleikum Bætt gengis- tap fyrsta skrefið Eins og oft hefur komið fram hér á siðum Þjóðviljans hafa þau iðnfyrirtæki islensk, sem flytja út framleiðsiu sina á Evrópu- markaði, átt við mikia rekstrar- örðugleika að striða vegna þró- unar gengis Bandarikjadollars það sem af er árinu. Nú hefur rikisstjórnin beitt sér fyrir aðgerðum til þess að bæta hag þessa iönaðar og hér i blaðinu mátti i gær lesa, að bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að bæta framleiðendum, sem tekið hafa afurðalán i dollurum en selt afurðir sinar i Evrópumyntum, gengistap af afurðalánunum. Tapið verður bætt vegna fram- leiðslu frá siðustu áramótum til ágústloka. í samtali við Þjóðviljann i gær sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, að unnið væri að tæknilegum atriðum varðandi þessar endurgreiðslur, sem næmu milli 30—32 miljónum og myndu skiptast milli hundruða útflytjenda. Hjörleifur minnti á, að málið væri til komið vegna þess, að afurðalánin voru yfirleitt miðuð við dollarann, en að héðan i frá yrðu þau miðuð við þann gjaldmiðil, sem viðskiptin tengd- ust, hvort sem það væru franskir frankar, þýsk mörk eða aðrir gjaldmiðlar. Hjörleifur var spurður, hvort vænta mætti frekari aðgerða til. þess aö létta undir með iönfyr- irtækjum, sem flytja út á Evrópu- markaði. Ráðherra sagði ýmis mál vera i athugun. Endurskoðun stendur yfir á útflutningslánum, samkeppnislánum og útflutnings- tryggingum. Einnig er nú von á áfanganiðurstöðum starfsskil- yrðanefndar varðandi opinber gjöld, sem framleiðendum er skylt að greiða, lánsfjármögnun og fleira. Jöfnun starfsskilyrða hinna ýmsu iðngreina er veiga- mikið verkefni, sagði ráöherra.' Þess má að lokum geta, að unn- ið er , á vegum Seðlabankans aö skipulagi gengisjöfnunarsjóðs og gengistrygginga. Jafntefli! Ósamkomulag um k j aramálaály k tun | Svart já hvítu • Þannig leit Stjórnarráðshúsið út Ium miðjan dag i gær i þann mund sem hreinsun þess hófst. t gærmorgun tók Helgi Hóseas- son smiður sig til og skvetti I' tjöru á húsið. Var hann hand- tekinn og yfirheyrður. Atburð- urinn og útlit hússins vöktu mikla athygli vegfarenda, en J furðu vel gekk að hreinsa tjör- I una af. — Ljósm.: eik. Formannaráðstefnu BSRB framhaldið í dag um að ráöstefnan hefði ekki um- boð til að setja fram svo ákveðnar kröfur, heldur ætti hún einungis að móta stefnuna. Kröfurnar ætti að móta I félögunum og> i samn- inganefnd. Málinu var vlsað til 9 manna kjaramálanefndar sem skilaði áliti siðari hluta dags i gær. í tillögu nefndarinnar að álykt- un um kjaramál var aöeins að finna almennt oröalag um kjara- kröfur BSRB en þær ekki skýrt mótaðar likt og i tillögu þeirra Kristjáns og Haraldar. Miklar umræður urðu um þessa. ályktun og fannst mörgum hún óljós, og vanta'I hana skýrari kröfugerð. Akveðið var að visa ályktuninni ásamt framkomnum breytinga- tillögum aftur til 9 manna nefnd- arinnar, og formannaráðstefn- unni yröi framhaldið i dag. Þá hefur einnig verið boöaður i dag fundur i samninganefnd BSRB, þar sem tekin verður ákvörðun um að segja upp gild- andi samningum. Kristján Thorlacius vildi ekkert láta hafa eftir sér i gærkvöldi, um kjarakröfur BSRB, en ljóst var á fundinum i gær, að fullt sam- komulag er um að kjarakröfur verði miðaöar við aö ná aftur sama kaupmætti og var I nóv. 1S}77. Menn greinir hins vegar á um hvort frumkvæðið að kjara- kröfunum eigi að koma frá for- mannaráöstefnunni, og eins hvernig kröfugerðin éigi að lita út i smáatriðum. -«g- Formannaráðstefnu BSRB sem átti að ljúka I gær, verður fram- haldið i dag, þar sem ekki náðist samkomulag á fundum i gær, um afgreiðslu á kjaramálaályktun ráðstefnunnar. Eins og skýrt var frá I Þjóðvilj- anum I gær, lögðu þeir Kristján Thorlacius formaður BSRB og Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri fram I upphafi ráð- stefnunnar á þriðjudag, drög að ályktun um kjaramál, þar sem m.a. var lagt til að launastigi BSRB veröi byggður upp með sömu krónutölu á milli allra launaflokka miöaö við septem- berlaun kr. 285. Ofan á þessa flokkahækkun kæmi siðan 10% grunnkaupshækkun, eða samtals 26% hækkun á alla miðflokka launastigans. A fundum formannaráðstefn- unnar I gær, komu fram raddir Islendingar unnu það umtals- verða afrek aö gera jafntefli viö Tékkóslóvakiu i landsleik i knattspyrnu á Laugardalsvell- inum i gærkvöldi. Hér hefur Pétur Ormslev skorað fyrsta mark leiksins og fagnar að von- um innilega. Sjá bls. 11 Allt bendir til að Jökull hf. á Raufarhöfn fái 4 miljón kr. lán til þess að bæta rekstrar- stöðu fyrirtækisins. Þá er rætt um að fyrirtækið taki erlent lán til þess að lagfæra lausafjárstöðu sína. Rikisstjórnin, Framkvæmda- stofnun og Landsbankinn hafa að undanförnu unniði sameiningu að lausn vanda fyrirtækisins. Fara menn norður til viðræðna við stjómendur Jökuls hf. varðandi þessa fyrirgreiðslu og um fram- tiðarstjórnun fyrirtækisins. Sem kunnugt er hefur vinna legið þar niðri um hálfs mánaðar skeið, en i' ágúst unnu þar yfir 100 manns. Þær konur, sem unnu við snyrtingu og pökkun hafa nú enga atvinnu, en allur þorri karlmanna hefur vinnu. — Stórgóð loðnuveiði útifyrir Vestfjörðum 16 skip fengu 11000 lestir ,,Þetta eru með bestu dögum i sögu íslenskra loðnuveiða. Þegar loks varð skaplegt veður á miðunum úti fyrir Vest- fjöijðumi fyrrakvöld, þá fylltu öll loðnuskipin sig á örskömmum tima. Það voru 16 skip sem fengu um 11 þús. lestir þetta kvöld”, sagði Andrés Finnbogason hjá loðnunefnd i samtali við Þjóðviljann. 1 gær tilkynntu 3 skip um 2000 lestir, og f jölmörg skip voru þá á leið á miöin, en ekkert lát viröist á veiðinni. Veiðisvæðið er i djúp- kantinum meðfram Halanum. Flest skipin lönduöu af la sinum á Siglufirði I gær, en aflahæsta skipiö, Sigurður sem var með fullfermi 1400 lestir, landaði i Vestmannaeyjum. Tvö skip sem voru aö veiðum viö Jan Mayen eru lögð af stað á miðin úti fyrir Vestfjörðum, auk þess sem fjölmörg loðnuskip eru að teggja af stað til veiða, i fyrsta sinn á þessari vertið. ,,Það gekk ágætlega að taka við þessum mikla afla, en það hefði sjálfsagt orðið erfitt, ef öll 50 loðnuskipin hefðu verið á miöun- um og lent i þessari mokveiði”, sagði Andrés. „Loðnan er búin að vera þarna nokkurn tima, sjó- menn vissu af henm, en veðrið hefur hamlað veiðum þar til nú, eftir að þetta svæöi var opnað”. Loðnan fékkst i fyrradag og gær, er mjög góð og feit. tJr einum skipsfarminum mældist allt að 20% feit loðna, sem er mjög gott á þessum tima árs. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.