Þjóðviljinn - 25.09.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.09.1981, Blaðsíða 3
Fóstudagur 25. september 1981 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 3 Einn fjölmennasti fundur í Kópavogi Mótmælir afhendingu Þinghólaskóla til MK Hagstæð Ákveöiö hefur nú veriö að verö á heilum dilkakjötsskrokkum skuli vera kr. 40,55 kg. Er þá miö- að viö 1. verðfl. og af skrokkum ósundurteknum. 1 sláturtiðinni geta allir keypt ófryst dilkakjöt á lægra verði. t sláturhúsum er kjötið selt á kr. 37,05 kg, en hjá smásölum á að vera hægt að fá ósundurtekna skrokka ófrysta á kr. 38,96 kg. og er þá miðaö við 1. verðflokk. Heilslátur með sviðnum og sög- uðum haus kostar nú kr. 39,08. Er þá miðað við að með fylgi 1 kg. af mör og að varan sé afgreidd i ódýrum umbúðum. — mhg. Fundurinn um skólamál i Kópavogi sem haldinn var I fyrrakvöld var fjölsóttur. Meirihlutinn samþykkti aö ekki ætti aö leggja Þinghólsskólann undir Menntaskóla. — Ljósm.: eik. Könnun Verðlags- stofnunar Munur á vöru- verði allt að 26% Könnun Verðlagsstofnunar á vöruVerði I verslunum i Breiðholts, Fossvogs- og Bústaðahverfi, sem gerð var 14. sept. siðastliöinn, leiddi i ljós talsverðan mun á verðlagi. Könnuninnáði til 17verslana, 82 vörutegundir voru athug- aðar, en i niðurstöðum er greint frá 51 tegund vara sem til voru i allflestum búðunum. Einni verslun var sleppt úr niður- stöðunum, þar sem hún hafði á boðstólum innan við helming þess varnings sem kannaður var. Niðurstöðurnar sýna að ódýr- asta verslunin á svæðinu er Hagkaup, en hin dýrasta verslun Ásgeirs i Efstalandi. Ef þær 19 vörutegundir sem feng- ust i öllum verslununum hefðu verið keyptar þar sem verðið var hagkvæmast kostuðu þær 219,60 kr. en þar sem verðið var hæst 235,45 kr., eða 11% meira. Ef hins vegar er kannað verðiö á þeim 51 vörutegund, sem viðast hvar fengust, kemur i ljós að ódýrastar verða þær 512,38 kr., en 646,90 dýrastar. Mismun- urinn nemur 26,3%. Þessi könnun sýnir, að ef aðgát er höfð má spara talsvert með hagkvæmum innkaupum. Samkvæmt þeim skýringum sem Verðlagsstofnun gefur eru orsakir verðmismunarins eink- um: mismunandi aldur birgða, mismunandi nýting á heimilaðri álagningu, mismunandi þjón- usta og einnig að i nokkrum tilvikum var verð hærra en leyfilegt er, en þvi hefur verið kippt i liðinn. A meðfylgjandi töflu geta lesendur borið saman verð mis- munandi vara. Meðalverð er 100 og siðan reiknað út frá þvi, hvort verslanirnar eru undir eða yfir meðallagi. ■^n Fossvogs- og Bústaðahverfi. Ásgeir, Efstal. Áskjör Borgar- kjör Bustaóa- búðin Grensás- kjör Hagkaup KRON Tunguv. ss Háleitis- braut Hveiti 5 lbs. 95,9 90,7 99,3 96,2 105,2 88,3 105,2 105,2 Salt 1 kg. 101,9 101,9 101,9 77,9 101,9 91,3 112,5 101,9 Vanilludropar 157,1 97,1 94,3 128,6 94,3 85,7 102,9 94,3 Vanillubúóingur 90 gr. 98,5 110,8 63,1 110,8 96,9 100,0 96,9 98,5 Lyftiduft 45o gr. 102,8 102,8 102,8 89,9 102,8 92,7 92,3 102,8 Kaffi 25o gr. 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 Mjólkurkex 4oo gr. 102,1 102,1 102,1 102,1 102,1 92,1 102,6 102,1 Gr. baunir 1/2 dós 103,3 . 103,3 103,3 103,3 103,3 92,8 96,1 103,3 Rauðkál 1/2 dós 100,9 100,9 100,9 100,9 100,9 90,6 100,9 100,9 Fiskbúðingur 1/1 dós 101,0 101,0 101,0 102,4 103,4 92,0 101,2 101,0 Fiskbollur 1/1 dós 131,3 98,0 98,0 98,0 100,3 89,3 98,0 98,0 . Maiskom 1/2 dós 101,0 101,0 101,0 101,0 101,0 90,9 101,0 101,0 Bl. ávaxtasulta 7oo gr. 100,8 100,8 100,8 100,8 100,8 99,2 100,8 100,8 Majones 25o ml. 101,3 101,3 96,1 101,3 101,3 91,4 101,3 102,0 Egg 1 kg. 102,1 99,6 92,3 102,1 102,1 94,5 104,5 102,1 Sardinur lo6 gr. 100,7 100,7 100,7 100,7 100,7 9.1,0 100,7 101,4 Mýkingarefni 1 ltr. 93,3 101,2 101,2 101,2 101,2 90,9 101,6 101,2 Hreingerningarl 1,2 ltr. 101,0 101,0 101,0 101,0 101,0 90,7 101,0 101,0 Sápa 9o gr. 101,4 97,2 95,8 101,4 98,6 100,0 98,6 97,2 Meóalvisitala 103,0 100,1 98,5 100,1 101,7 92,8 101,3 101,3 Samtals veró. 235,45 228,90 225,10 228,85 232,40 212,20 231,55 231,65 Breiðholtshverfi. Ásgeir Breiö- Hóla- Kjöt KRON ss Straum- Val- Tinda- seli holts- kjör garóur og Fiskur Eddu- felli Ióu- felli nes. garöur. Hveiti 5 lbs. 99,3 105,2 97,6 99,0 105,2 98,6 100,3 111,0 Salt 1 kg. 94,2 99,0 94,2 101,9 112,5 100,0 100,0 104,8 Vanilludropar 94,3 94,3 94,3 94,3 94,3 94,3 85,7 80,0 Vanillubúðingur 90 gr. 98,5 110,8 101,5 98,5 96,9 110,8 107,7 110,8 Lyftiduft 45o gr. 102,8 102,8 102,8 102,8 102,8 102,8 100,4 92,3 Kaffi 25o gr. 100,0 100,0 98.8 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 Mjólkurkex 4oo gr. 102,1 102,1 101,1 102,1 102,1 92,6 100,0 92,6 Gr. baunir 1/2 dós 103,3 95,4 100,7 103,3 103,3 84,9 104,6 98,0 Rauðkál 1/2 dós 100,9 100,9 100,9 100,4 100,9 100,9 98,7 100,0 ' Fiskbúðingur 1/1 dós 92,7 101,0 101,0 101,0 101,0 92,7 101,0 105,1 Fiskbollur 1/1 dós 98,0 98,0 98,0 98,0 98,0 98,0 98,0 101,7 Maiskom 1/2 dós 101,0 101,0 99,6 101,0 101,0 101,0 99,0 100,3 Bl. ávaxtasulta 7oo gr. 100,8 100,8 100,8 100,8 100,8 100,8 100,8 90,9 Majones 25o ml. 101,3 101,3 94,7 102,0 101,3 102,0 100,0 100,7 Egg 1 kg. 102,1 104,5 96,0 94,8 97,2 94,8 102,1 109,4 Sardinur lo6 gr. 100,7 100,7 100,7 100,7 100,7 100,7 98,6 100,0 Mýkingarefni 1 ltr. 101,2 101,2 100,8 101,2 101,2 101,2 101,2 101,2 Hreingemingarl 1,2 ltr. 101,0 101,0 92,8 101,0 101,0 101,0 101,0 101,0 Sápa 9o gr. 101,4 105,6 91,5 102,8 100,0 101,4 101,4 108,4 Meðalvísitala |l 01,1 101,7 98,4 99,7 100,7 98,0 100,5 102,1 Samtals verö., 228,75 232,50 225,05 227,85 230,15 224,10 229,85 233,30 Hér aö ofan má sjá samanburð á þeim 19 vörutegundum sesn til voru í öllum verslunum. Þar er verðið borið saman á þann hátt, að meðalverð hverrar vörutequndar er sett sem 100 og verðin í hverri verslun reiknuð út i hlutfalli við það. 1 neðsta dálknum má sjá hvað þessar 19 vörutegundir kosta samanlagt i hverri verslun og i dálkinum fyrir ofan eru þessi verð borin saman á sama hátt og áður, þ.e. meðal- vp>ró er sett sen 100. Vöruverð 116 verslunum I Breiöholts-, Fossvogs- og Bústaöahverfi /,Til að unnt sé að koma upp samræmdum fram- haldsskóla hér í Kópavogi, þarf einkum þrennt: áhuga, samstarf og skipulagn- ingu. Við þurfum að létta á ásókn í Menntaskólann með því að byggja strax yfir samræmdan fram- haldsskóla; en að leysa þessi mál á kostnað grunn- skólanemenda er einfald- lega útilokað mál. Slíka lausn leyfum við aldrei", sagði Guðjón Jónsson, for- maður Foreldrafélags Þinghólsskóla á einum fjölmennasta fundi, sem haldinn hef ur verið í Kópa- vogi,i fyrrakvöld. Þar var fjallað um framkomna tillögu um að flytja Mennta- skólann i Kópavogi i húsnæði Þinghólsskóla, sem aftur leiðir til þess að nemendur þar þyrftu að leita út fyrir sitt skólahverfi. Fundurinn samþykkti tillögu þar sem afhendingu Þinghólsskóla undir Mennta- skólann er harðlega mótmælt „þar sem slikt skerðir stórlega starfsaöstöðu grunnskólans og framtiðarþróun”. Ennfremur segir i tillögunni, sem þorri hinna 350 — 400 fundarmanna samþykkti: „Jafnframt styöur fundurinn framkomna tillögu i skólanefnd um að bæjarstjórn hlutist til um að stofnaöur verði fjölbrautaskóli i Kópavogi. Einnig að bæjarstjórn taki upp viðræður við menntamála- ráðuneyti um að MK verði hluti af Fjölbrautaskólanum i Kópavogi ásamt framhaldsdeildum Vig- hólaskóla og Þinghólsskóla. Þá leggur fundurinn áherslu á að nú þegar verði leitað eftir húsnæði undir verknámsbrautir fjöl- brautaskóla. — Loks að þegar verði hafist handa um aö byggja yfir umræddan fjölbrautaskóla.” Auk Guðjóns Jónssonar, héldu framsöguræður þau Sigriður Olafsdóttir, formaður foreldra- félags Kársnesskóla og Ólafur Jens Pétursson, kennari. Lagði Ólafur rika áherslu á að skólayf- irvöld I Kópavogi yrðu aö taka höndum saman um að sinna þeim hluta nemenda sem kysu fram- haldsnám i verkmenntun. Þeir nemendur hefðu hingað til orðið út undan og þurft að sækja nám sitt út fyrir bæjarmörkin. Alþýðubandalagiö i Kópavogi hefur lengi leitað samstöðu i þessu máli á breiðum grundvelli. Talsveröur ágreiningur virðist vera með meirihlutaflokkunum i bæjarstjórn, þar sem fram- sóknarmenn hafa viljað knýja fram lausn á kostnaö grunnskóla- nemenda. —v. / Utvarps- lögin endur- skoðuð Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að endur- skoða útvarpslög nr. 19/1971. 1 nefndinni eiga sæti: Andrés Björnsson útvarpsstjóri og Vil- hjálmur Hjálmarsson, formaöur útvarpsráðs. Rikisstjórnin hefur tilnefnt i nefndina þá Ólaf R. Einarsson menntaskólakennara, Kristján J. Gunnarsson fræslu- stjóra og Markús A. Einarsson, veðurfræðing. Ellert B. Schram ritstjóri hefur verið tilnefndur af þingflokki Sjálfstæöisflokksins og Benedikt Grcndal alþingismaður af þingflokki Alþýðuflokksins. Formaður nefndarinnar hefur veriö skipaður Markús A. Einarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.