Þjóðviljinn - 25.09.1981, Side 9

Þjóðviljinn - 25.09.1981, Side 9
Föstudagur 25. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Ingeborg Winther, formaður F.A. í Færeyjum: Samvinnan hefur verið alltof lítil Ingeborg Winther forma&ur Föroya Arbeiðarafélag. Ljósm.: —eik. „Samvinna verkalýðshreyf- ingarinnar i hinum norðlægu löndum hefur verið of litil hingað til. en hana þurfum við að byggja upp og ná þannig auknum árangri á faglegum grundvelii heima fyrir” sagði Ingeborg Winther formaður Föroya Arbeiðara- felags i Færeyjum I samtali við blaðamann Þjóðviljans. Ingeborg Winther er einn þátt- iakenda á ráðstefnu M.F.A. i ölfusborgum um Verkalýös- nreyfinguna i útnorðri. Hún hefir gegnt formannsstörfum fyrir samtök sin frá þvi i april 1980 og er fyrsta konan, sem kjörin hefur veriö formaður i þeini. Föroya Arbeiöarafelag er landssamband 37 sjálfstæöra launþegafélaga i Færeyjum og eru meölimir þess 3700. „Föroya Arbeiðaraíéiag er stofnað 1925 af 5 félögum, og hefur vaxiö jafnt og þétt. Þó eru félögin i Þórshöfn og Klakksvik ekki inni i okkar samtökum. Þaö má segja, aö upphaf fær- eyskrar verkalýðshreyfingar megi rekja 100 ár aftur i timann, þegar fariö var aö gera út stærri báta frá Færeyjum. Aöur hafði ástandiö veriö þannig, aö sjálfs- eignarbændurnir áttu smábátana og vinnumennirnir voru látnir róa og vinnukonurnar urðu aö vinna viö fiskverkunina. Þeir sem ekki áttu jarönæöi máttu ekki né gátu eignast sinn eiginn bát og höföu þvi ekkert val. Þegar stærri bátarnir komu, þá myndaðist fyrsti visirinn að verkalýösstétt. Vinnutlminn hjá þessu fólki var langur og launin einnig lág. Þá stofnuöu menn verkalýösfélög en þau voru brotin á bak aftur meö haröýgöi og þeir, sem stóöu i forsvari voru reknir úr vinnu. Svo var þaö ekki fyrr en 1916 að verkamenn reyndu aö stofna félag i Suöurey þaö hét Fylking. Siðan komu aðrir á eftir”. ,,A árunum eftir heimstyrjöld- ina siöari var töluvert atvinnu- leysi i Færeyjum. Færeyskt verkafólk flykktist þá I hundraöa- tali til Islands i leit að atvinnu. En eftir og um 1960 fengum viö Fær- eyingar fleiri og stærri báta og þá var einnig fariö aö byggja upp frystiiðnaðinn i landinu og við það skapaðist miklu meiri vinna heima fyrir. Færeyingar þeir, sem dvöldu hér á Islandi, þegar litla vinnu var aö fá heima, eiga margar góðar minningar héöan frá tslandi. Sumir komu meö maka með sér heim.” Nú hefur færeyskt þjóöféiag breyst mikiö á siöustu áratugum. Finnst þér islensku og færeysku þjóöfélagi svipa saman? „Þessi tvö þjóöfélög eru i raun- inni mjög lik. Gamia samfélagiö, bændasamfélagiö er horfiö og nú- tima iönaöarsamfélag tekiö viö. Þetta gildir um báöar þjóöirnar”: Er ekki töluveröur landflótti til Danmerkur? „I Danmörku búa núna um 15000 Færeyingar. Flestir hafa farið þangaö til náms og ekki komið aftur af ýmsum orsökum. Margt af þessu fólki fær ekki vinnu við sitt hæfi heima fyrir, en þó er þessi þróun i betri átt. Þaö er alltaf spurning i litlu sam- félagi, hvort hægt sé að skaffa fólki vinnu við sitt hæfi, þegar það kemur frá námi. Svo má bæta þvi viö, aö þaö er alltaf eitthvaö at- vinnuleysi i Færeyjum, þaö getur stafað af þvi að búiö sé að veiöa upp i veiðikvóta, eöa aö veöur hamli sjósókn. Verkafólkiö i fisk- iönaöinum hefur ekki atvinnu- leysisbætur, og þar getum viö lært af tslendingum.” Svo hafið þið annaö iönað? ,,Já viö höfum t.d skipasmiða- stöövar, bæöi i Þórshöfn og Austurey. Þar eru byggð bæöi fiskiskip og svo flutningaskip”. Ef viö vikjum aö þessari ráö- stefnu hér. Helduröu aö þessar norölægu þjóöir geti haft gagn af henni? ,,Já, alveg sérstaklega Græn- lendingar, Færeyingar og tslend- ingar. Þessar þjóöir eiga mest sameiginlegt. Þær eru að glima við sömu vandamálin i mörgum tilvikum. Eg held, aö viö getum öll lært hvert af öðru. Við Færey- ingar getum t.d lært af Islending- um varðandi vinnulöggjöf eins og ég nefndi áöan. Viö þurfum aö koma saman oftar og taka upp nánara samstarf en veriö hefur hingaö til. Viö þurfum aö auka samvinnu iandanna á hinu fag- lega sviöi verkalýösmála, þvi þannig getum viö náö betri ár- angri heima fyrir. Þaö er þvi ánægjulegt, aö þessi ráöstefna skyldi haldin, en tslendingar áttu þar frumkvæðiö”, sagði Ingeborg aö lokum. „ . Svkr Jón Kjartansson, form. Verka- lýðsfélagsins í Vestmannaeyjum: Samstarf í sem flestu „Ég er mjög hlynntur sam- starfi viö Grænlendinga og Fær- eyinga á sem flestum sviðum,” sagði Jón Kjartansson úr Vest- mannaeyjum. Þessar stóru þjóöir I norræna samstarfinu hafa leyft okkur svona aö fljóta meö aö mér finnst, kannski vegna einhvers sam- viskubits. Ég skil Grænlendinga vel, þegar þeir leita samstarfs viö okkur, Danir hafa haldiö þeirra málum alveg lokuöum. Islending- ar hafa hingað til ekki vitaö mikiö um grænlenska verkalýöshreyf- ingu. A Grænlandi hefur þó starf- að alþýöusamband i 25 ár og er tiltölulega sterkt. Þaö er eölilegt, aö þeir liti til okkar tslendinga varöandi sin mál, þeir vita, aö þeim stafar ekki hætta af okkur. Stærri þjóöir vilja hins vegar alltaf hafa eitt- hvaö fyrir sinn snúð og þær geta ógnaö draumum Grænlendinga um algert sjálfstæöi. Þaö hefur lengi veriö gælt viö þá hugmynd aö geta friöað fisk- stofnana á Noröur-Atlantshafi gegn ágangi stórþjóöanna og landfræöileg lega þessara þriggja landa er þannig, aö þarna er sam- starf nauösynlegt og sjálfsagt. Það er alveg ljóst, að Græn- lendingar ætla sér stóra hluti i framtiöinni. Þeir ætla sér að nýta sina fiskistofna sjálfir og byggja þá upp. Þeir vilja þess vegna fremur starfa meö okkur íslend- ingum og Færeyingum en Kan- adamönnum og V.Þjóöverjum. Samvinna þessara þjóöa gæti t.d. falist i þvi, aö Grænlendingar fengju aö landa isfiski á Vest- fjörðum eöa á Noröurlandi og Is- lendingar fengju aö stunda vissar veiöar viö vesturströnd Græn- lands gegn löndun þar. Þannig væri hugsanlegt aö viö gætum nýtt betur okkar stóra flota. Ég tel aö þetta gæti veriö hagkvæmt þar til Grænlendingar veröa færir um aö nýta sina stofna sjálfir. Þá er samvinna um sölu fiskaf- uröa mjög athugandi. Viö seljum reyndar hluta af fiskafla Færey- inga. Þaö er skynsamlegt aö hafa samstarf um sölumálin i stað þess að keppa um markaöinn. Ég hef þá skoöun, að þessar þrjár þjóöir eigi aö skiptast á nefndum, þaö þurfa ekki aö vera neinir toppar úr verkalýöshreyf- ingunni, heldur trúnaöarmenn og aörir, sem koma beint af vett- vangi. Menn gætu ræöst viö um samningamál og önnur sameigin- leg mál. Vitanlega er þetta lang- timaprógram, en skynsamlegt er aö samræma stefnuna innan fag- legs norræns samstarfs og ná þannig auknum styrk,” sagði Jón Kjartansson. Svkr. Jón Kjartansson. Ljósm.: —eik Stjórn Alþýðusam- bands Suðurlands: Nýlendustefna í orkumálum gagnvart Sunnlend- ingum Nýlendustefnu gagnvart Sunn- lendingum kallar stjórn Alþý&u- sambands Suöurlands þá þróun, að samfara byggingu orkuvera skuli ekki hafa farið iönaðarupp- bygging I byggðum Suðurlands. Segir stjórnin i fundarsamþykkt 20. sept.: „Stjórn Alþýöusambands Suö- urlands bendir á þá alvarlegu þróun sem átt hefur sér staö viö atvinnuuppbyggingu á Suöur- landi, þar sem möguleikar auk- innar orkuframleiöslu sunn- lenskra fallvatna hafa aö engu veriö nýttir til sérstakrar iönaöar eöa iöjuuppbyggingar I sunn- lenskum byggöum. Nú benda likur til, aö lokiö sé byggingu stórra orkuvera á Suö- urlandi a.m.k. um sinn, og hundr- uö sérhæföra verka- og iönaöar- manna missi atvinnu sina. Stjórn Alþýöusambands Suöur- lands hvetur viökomandi stofnan- ir og stjórnvöld til þess, aö leita allra leiöa sem foröaö geti þvi, aö til atvinnuleysis komi i kjölfar þeirrar nýlendustefnu sem rekin hefur veriö gagnvart Sunnlend- ingum.” Skyndihjálp- arkennarar stofna til samtaka Fyrirhugaö er aö stofna félag, sem hefur þaö aö markmiöi aö ná til allra skyndihjálparkennara, útbreiöa markvisst nýjungar i hjálp i viölögum og samræmingu kennsluaöferöa! Langt er um liöiö, siöan fyrst var fariö aö kenna skyndihjálp hér á landi. Jón Oddgeir Jónsson, er lengi var erindreki Slysa- varnafélags tslands, var braut- ryöjandi þessara mála og mun hafa byrjað kennslu i hjálp i viö- lögum kringum 1925. Fyrstu viöbrögö hjálparmanns á slysstaö geta skipt sköpum fyrir þann slasaöa, hvort sem hjálpar- maöur er læröur eöa leikur. A undanförnum árum hafa margir fengist viö kennslu i skyndihjálp, bæöi sjálfstætt og i tengslum viö félagasamtök og hafa ekki allir kennarar fylgt samræmdri kennsluáætlun. Af þvi hefur meö- al annars leitt, aö nýjungar i greininni hafa ekki náö nægjan- legri útbreiöslu. Kennarar hafa fundiö gö viö þetta varö ekki unaö og þörfin á samræmingu kennslu- hátta þvi mjög aö kallandi. Væntanlegur stofnfundur félags skyndihjálparkennara verður haldinn i ráöstefnusal Hótel Loft- leiöa, sunnudaginn 4. október nk. og hefst kl. 14.00.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.