Þjóðviljinn - 25.09.1981, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.09.1981, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. september 1981 uoamnHN Þórshöfn Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu blaðsins og innheimtu á Þórshöfn. Upplýsingar gefur afgreiðslustjóri blaðs- ins i Reykjavik, simi 91-81333. Grindavík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu blaðsins og innheimtu i Grindavik. Upplýsingar gefur afgreiðslustjóri blaðs- ins i Reykjavik, simi 91-81333. Hólmavík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu blaðsins og innheimtu á Hólmavik nú þegar. Upplýsingar gefur afgreiðslustjóri blaðsins i Reykjavik, simi 91-81333. Orðsending til húsbyggjenda frá Hitaveitu Suðurnesja Þeir húsbyggjendur, sem vilja fá hús sín tengd hitaveitu í haust og vetur, þurfa að sækja um tengingu semif yrst, og eigi síðar en 20. október n.k. Hús verða ekki tengd, nema þeim hafi verið lokað á fullnægjandi hátt, gólf plata steypt við inntaksstað og lóð jöfnuð í pípustæðinu. Ef frost er í jörðu, þarf húseigandi að greiða aukakostnað sem af þvi.leiðir að leggja heim- æðar við slíkar aðstæður. Hitaveita Suðurnesja. Johs.Hamre fiskrannsöknarstjóri I ræðustól Norski vorgotssíidar- stofninn á uppleið 1 erindi sem Johs.Hamre rann- sóknastjóri hjá norskum haf- rannsóknum hélt nýlega á aðal- fundi i Norland Fylkes Fiskarlag, þá lítskýröi hann frá sjónarhól fiskifræðinga ástand norska vor- gotssildarstofnsins, og sagði þá meðal annars: “Norska vorgots- sildin er sá fiskistofn i okkar haf- svæði, sem við verðum aö binda okkar stærstu vonir við I framtið- inni, hvað viðvikur afla og ástandi stofnsins. Við megum ekki gleyma þvi að vorgotssildin var áður stærsti fiskistofn Evrópu. Og þvi megum við heldur ekki gleyma að það var ofveiði sem olli hruni stofnsins. Þetta verðum við að telja að sé rétt svo lengi sem það verður ekki sannaö að aðrar orsakir hafi valdið hrun- inu. Og hafi ofveiði veriö orsökin þá veröum við lika að trúa þvi að stofninn geti vaxið upp i mikla stærö aftur, ef við gefum honum frið til að vaxa. Þessi einfalda rökfærsla liggur til grundvallar öllum þeim ráðstöfunum sem Hafrannsóknarstofnunin hefur gert og ráölagt viövlkjandi sild- veiöum fyrir norðan 62. breiddar- baug:' Siöan dró Hamre upp myndir af ástandi sildarstofnsins eins og þaö heföi verið á hverjum tima eftir hrun stofnsins. Það var rétt fyrir 1970 sem sildarstofninn var uppveiddur sagði hann. Arið 1973 hefst svo uppbygging stofnsins að nýju, með leyfum af 1969 ár- gangnum sem þá varð kyn- þroska. „Það var aðeins sild úr þessum eina árgangi sem liföi af ofveiðina á árunum 1960—1970.” „Það er ekki fyrr en 197’6—1977 sem 2. kynslóð sildarinnar verður kynþroska með árgöngunum 1973 og 1974 og tvöfaldaöist þá stofn- inn, eftir okkar útreikningum úr 100.000 tonnum i 200.000 tonn 1977. Þessi góði vöxtur kom sérstak- lega frá 1973 árgangnum og skaöaöi bjartsýni sem leiödi til þess að Hafrannnsóknarstofnunin studdi að veidd væru 10 þúsund tonn þaö ár.” Eftir 1977 segir Hamre að nýjir árgangar hafi veriö lélegri heldur en ’77 árgangurinn. Hann segir að hrygningarstofninn sé nú i tvennu lagi.annar hlutinn haldi sig viðLófót aö vetrinum en hinn við Sunnmæri og hefur sá hluti vaxiö mikið hraðar. Nú telur norska Hafrannsóknarstofnunin að hryggningarstofn vorgots- sildarinnar sé orðinn rúmlega 400 þúsund tonn. En Hamre segir að þaö sé aðeins 5% af stærö stofns- ins eins og talið sé að hann hafi verið i kringum 1950. Þó telur hann aö stofninn sé nú kominn yfir mestu erfiðleikana en þurfi að verndast meö ströngum ráð- stöfunum áfram. Hann segir að veiði úr stofninum tefji að sjálf- sögðu vöxt hans, en þó ætti 10—15 þúsund tonna veiði ekki að hafa þar úrslitaáhrif en það er sá afli sem leyfður hefur verið i ár. Veið- ina mætti svo auka eftir þvi sem stofninn stækkar segir rann- sóknarstjórinn. (Þýttog endursagt). Arbæjarbúar... Námsflokkar Reykjavikur halda nám - skeið i eftirtöldum greinum i Arseli i vetur: Ensku I, II, III, IV flokkur. Þýsku I, II, III flokkur Myndvefnaður Leikfimi INNRITUN fer fram i Arseli föstudaginn 2. október ki. 16—18. Námsflokkar Reykjavikur. Askrift - i kynning i UUJXAFOLILS vid bjódum nýjum lesendum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánadamóta. Kynnist bladinu af eigin raun, látid ekki aðra segja ykkur hvaó stendur í Þjóóviljanum. sími 81333 DlOÐVIUINN Tilfœrsla á hafsbotni Norskir visindamenn sem unnu að botnrannsóknum á hafinu vestur af norður Noregi i sumar vegna oliuborunar á þessum slóð- um urðu varir við skriöufall i neðansjávar fjallshlið meðan á þessum rannsóknum stóð. Þá segja visindamenn frá Sovétrikjunum sem undanfarin ár hafa stundað botnrannsóknir i Barentshafi og norðurishafi noröur af Rússlandi að hafsbotn- inn á þessum slóðum hafi sigið á löngu timabili og sé á hægri hreyfingu til suðurs undir megin- landiö. 21. september 1981 Á einhver á íslandi gamlan enskan Perkins mótor? Fyrirtækið Perkins Engines Ltd i Peterborough á Englandi á 50ára afmæli I júni 1982 og af þvi tilefni auglýsir það nú eftir Perk- ins vél af elstu gerð, sem ennþá væri i gangfæru standi, eða mætti gera gangfæra. Perkins vélar eru mjög útbreiddar og hafa verið notaðar til margskonar þarfa svo sem I báta, dráttarvélar o.fl. Fyrirtækið vill skipta við eiganda Perkins vélar af elstu gerö og láta nýja vél I staðinn. Aðeins Perk- insvélar framleiddar fyrir árið 1945 koma til greina. Fáum viö aftur hina gömlu góöu noröurlandssíld? Okkur Islendingum er það mikilvægt eins og Norömönnum að norski vorgotssildarstofninn stækki sem hraðast. Þaö var þessi mikilvægi sildarstofn sem kom á miðin hér við noröurland á sumrin i ætisleit og að meginhluta byggðust þá sildveiðar við norðurland á norsku sildinni. Við verðum aö vona að sildarsagan frá fyrri hluta aldarinnar komi aftur. Norömenn taka hart á brotum þeg- ar veitt er í óleyfi Það þykir sannað að um 30 menn i norður Noregi hafi orðið brotlegir gegn banni við sildveið- um á s.l. ári. Sumum þessara mála hefur lokið með réttar sætt þar sem hinir brotlegu hafa greitt i bætur frá 1500— 40.000 n.kr. Nokkur þessara mála hafa hlotið dóm og eru sektir I þeim dómum yfirleitt 40.000 n.kr. Þá hefur verkendum ólöglega veiddrar sildar verið boðið að skila andvirði verkuðu sildar- innar eða hljóta dóm ella. Unidos selur jidl- þurran saltfisk til Portágal Sölufélagið Unidos i Álasundi i Noregi seldi nýlega 3000 tonn af fullverkuöum saltfiski til Portugal. Þetta er sögö stærsta norsk sala á þurrum saltfiski til Portugal siðan fyrir árið 1974. Verðmæti fisksins er sagt i kringum 70miiljónir n.kr. Þess er hinsvegar ekki getiö um hvaöa fisktegundir eða gæðaflokka er að ræða. Bjarne Haagensen stjórnarformaður i Unidos telur þetta vera góða sölu I viðtali við blaðiö Sunnmörsposten. 1 enduð- um júni mánuði s.l. voru Norð- menn i ár búnir aö flytja út 24.939 tonn af fullverkuðum saltfiski aðallega i formi flaka.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.