Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. — 27. september 1981 Eg vildi heldur vera aö byrja prestskap núna og kirkju hafi vaxið megin, og hvort þangað sé að leita skýr- ingar á nokkuð breyttu viðhorfi. Sjálfur held ég að það sé ekki ein- göngu veikleiki annarra sem veldur þessu, heldur lika styrkur kristins' málstaöar, sem þrátt fyrir allt hefur sýnt sig i raunum og átökum aldarinnar og sýnir sig enn. — Þér sýnist sem það sé léttari róður að vinna kirkjunni nú en þá? — Já, ég vildi heldur byrja prestskap nú, en fyrir fimmtiu árum, þegar ég tók stefnu á þetta starf. Það var fjarri þvi að vera eðlilegur hlutur upp úr 1930 að leggja út á þá braut. Það er ekki sjálfsagt mál heldur nú um stund- ir, en ég held þó að menn mæti ekki undrun eða hneykslan eða kaldhæöni i sama mæli nú og þá. Kristin vanahugsun — Nú hefur þú i ræðu og riti ekki aðeins vikið að andstæðing- um heldur og þeim sem láta sér kristni verða aö dauðri vanhugs- un, fara með „vandalitið og út- látalaust” almennt hrós um Krist. Hve kröfuhörð getur ein þjóðkirkja verið til meðlima sinn. af þessu sauðahúsi? , iö hefur vafalaust verið fitta öllum timum að vekja fólk ’ífandi viðbragöa. Fyrr á öldi þegar kirkjan var allt i öliu, ié gera ráö fyrir þvi að allur borri fólks hafi fylgt straumnum án þess aö gera sér mjög vakandi grein fyrir málefn- um kirkjunnar. Væntanlega er hið sama á seyði á okkar tið i samfélögum, þar sem tiltekin lifsafstaða er lögboöin... — Þá er stutt í þann skilning að visst andstreymi sé jákvæð skírsla... — Þaö er að minnsta kosti ljóst.að þegar það er ekki lengur sjálfsagt í einhverju samfélagi að vera kristinn, þá höfðar trúin á annan veg til fólks. En svo við vikjum aftur að spurningunni um þá nafnkristnu: Þaö er svo annað mál hvernig kirkjunni tekst aö koma boðskap sinum til skila. Auövitað er það vandi sem brennur mjög á okkur nú á dögum. Sú staðreynd blasir við að ytri aðstæöur og atvik valda miklu um það, hve opin eyru menn hafa eða hvert leit þeirra beinist. Þjóöfélag nægta og fullsælu vekur mönnum — a.m.k. ekki i bili — spurningar um lifs- innihald og tilgang. Samt virðist slik afstaöa vera skammgóður vermir. Tómið segir til sin — og þegar hin trúarlega þörf leitar á, þá er spurt hvort kirkjan fulfnægi þörfinni. Sjálf telur hún hiklaust að svo sé. En hitt er að hafa meðaliö og annaö aö koma þvi á framfæri... Að bæta heiminn — 1 umræðu um stööu og vett- vang kirkjunnar verður maöur var við tvær andstæður: annars- vegar fara þeir sem vilja eins og nálgast fortiðarástand þegar kirkjan var „allt i öllu” — i félagsmálum, .menningarmálum, stjórnmálum — hinsvegar þeir sem einblina mjög á kirkjuna sem athvarf i sálarháska á starf sem bundiö er sálarheill einstak- lingsins. Séð hefi ég kappsaman höfund, Nuggeridge, haida þvi fram að kirkjan sé á viliigötum ef hún reyni að bæta heiminn og vanrækiþar með andlegar skyld- ur sem hann kallar svo. — Hér er vikið að mikilvægri dialektik, sem átök hljóta jafnan að verða um. Kirkjaner ieðli sinu altæk, hún hefur það viðhorf til lifsins að hún spannar yfir öll sviö þess og hefur köllun að gegna gagnvart þeim öllum. En hins- vegar er það maðurinn, aem mætir henni á öilum lifssviðum — maðurinn sem einstaklingur og sem félagsvera. Einstaklingurinn hefur áhrif á umhverfi sitt og veröur fyrir áhrifum af þvi og þetta fléttast saman. Kirkjan boðar þann guð sem nálgast ein- staklinginn á þann veg, að það er sem ekkert skipti máli nema hann. Jafnframt, í sömu svipan bendir sá guð ævinlega á iiáungann. Þú ertekki einn. Hans böl er þitt böl. Menn eins og Muggeridge eru að benda á það, að ef kirkjan stendur i allskonar félagsmála- vafstri baratil að vera með, þá er það litið hlutverk og skamm- drægt. Ef hún hefur ekki fram að færa einhverja verulega vitund um ákveðna vidd i tilverunni, sem aðrar lifsskoöanir hafa ekki, þá á hún sem slik ekkert erindi. ’Hin stærstu mál — Þú hefur i ræðum vikið að ýmsum þeim málum sem stærst þykja nú um stundir: hrokafullri meöferð á náttúrunni, skamm- syni hagvaxtardraumsins, hungri i þriðja heiminum, vigbúnaöar- kapphlaupinu. Manni sýnist ein- att gæta hjá kirkjunnar mönnum vissrar togstreitu milli vilja til að taka til máls um þessi efni og ótta við að dragast inn i hefðbundna flokkadrætti. Hvaö sýnist þér um meðferð slikra stórmála? — Þegar spurt er um hungriö hefi ég oft lagt áherslu á það, aö þetta er samviskuspurning. Slik risavaxin vandamál mannkyns- ins veröa ekki leyst án vitsmuna eða pólitiskra aðgerða. En þaö kemur ekki til þess, að vitið eöa vitið i pólitikinni (ef þaö er finn- anlegt) láti til sin taka án sam- visku, án þess að samviska al- mennings knýi á um aögeröir. Ég hefi oft sagt, að það litla lóð sem kirkjan getur lagt á þessar voga- skálar sé fyrst og fremst tengt þessu — að halda vakandi sam- viskuokifar, mettaðra manna. Að viö vanþökkum ekki okkar kjör, en séum ekki sáttir við að lifa við allsnægtir þegar aðrir svelta. Vígbúnaðar kapphlaupið Raunverulega gegnir sama máli um vigbúnaðarkapphlaupið. En í þvi efni er pólitikin enn ólik- legri til að taka sönsum, þvi mið- ur, hvað sem samvisku liður. Hverjum manni má það ljóst vera að mannkynið er i meiri hættu statt en nokkru sinni fyrr. Auðvitað villauðvitað enginn tor- tima mannkyninu. Gallinn er sá, að menn sjá i öllum áttum aðra sem vilji tortima mennskri kind. Með þvi að hrúga upp vitistólum þá eru þeir að vernda mannkynið fyrir tortimingu — að þvi er þeir telja. Og það er erfitt að koma rökum að þegar hugsunarháttur- inn er svona. Vitaskuld fléttast svo inn í þetta stórbisness og alls- háttar skammdræg pólitisk markmið. Þau stórveldi, sem for- yst.u hafa i vigbúnaöi, eru að dreifa háskanum um alíar jaröir til að afla sér vina og banda- manna — og hafa siðan engan hemil á þvi hvernig þessum vopn- um er beitt. Væri ég alheimseinvaidur mundi ég auðvitað bjóða að eyði- leggja öll kjarnorkuver, helst bannaði ég frekari viðleitni með kjarnorku, þvi hún er svo gifur- lega hættuieg. Sjálfsagt mundu flestir taka undir þetta, vilja láta eyðileggja vopnabúrin eins og þau leggja sig. En að þvi tilskyldu að jafnt gengi yfir alla. En hvernig á að breyta þessu? Hefur þú svariö? Þegar við horf- umst i augu við svo hrikalegar staðreyndir sem vigbúnaðar- kapphlaupiö er, þá verður okkur ráðafátt. Við höfum ekki formúlu til aö leysa úr þessu þótt við séum i yfirvofandi dauðahættu, sem er kannski meiri og nálægari en menn gera sér grein fyrir. Spámenn og meistarar En nú er þaö hinsvegar svo að kristinn maður örvæntir aldrei og við trúum þvi að guð gripi i taum- ana með einhverjum hætti. Kannski fáum við vakningu i ver- öldinni, nægilega sterka, öfluga hreyfingu sem stöðvar þessa feigðargöngu sem við erum á. Kannski getur þaö ekki gerst fyrr en mannkynið hefur gengið i gegnum einhverja eldskirn. Ég veit það ekki, þetta eru spurning- ar eingöngu. Viö höfum i nútim- anum heyrt sterkar, kristnar raddir, sem menn hafa hlustað á — en kannski ekki nægilega vel. Martin Luther King pislarvottur kemur mér i hug. Okkur vantar núna tilfinnanlega spámenn sem geta visað veg út úr ógöngunum. Þetta finna margir — en þarna erum við enn i námunda við hættusvæði. Menn nútimans hungrar og þyrstir eftir spá- mönnum og meisturum, þess- vegna eiga öfgamenn á sviði stjórnmáia og trúmála leikinn eins og stendur. Og viö vitum það af ítrekaðri reynslu að þörfin fyr- ir hinn sterka mann getur leikið fólk afar grátt. Leiðtogiokkarkristinna manna er Jesús Kristur, en hann þykir ekki áþreifanlegur, við mætum honum ekki á torgum eða i funda- sölum né heldur i sjónvarpi, við mætum honum á annan hátt. En hann er veruleiki, allt um það, og leitar — kannski nú svo sem sjaldan áður, að mönnum sem taki hann alvarlega, sem hann geti holdgast i. AB. Þeir sem nú velja sér þessa braut munu ekki mæta slíkri undrun, hneykslan og kaldhæöni sem viö Eitt er aö haj’a meöa/iö, annaö aö koma því á framfæri Islendingar viröast geta rúmaö furöu marga ólíka hluti af andlega sviöinu...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.