Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 1
Tvö blöð BLAÐ II Verð kr. 7.50 Sigurbjörn Einarsson lætur af starfi biskups nú um mánaðamótin. í þvi tilefni átti Þjóðviljinn viðtal við biskup um áform hans sjálfs, um stöðu islenskr- ar kirkju nú og i upphafi hans prestsskapar, um kröfur þær sem gerðar verði til kristinna manna, um meðferð kirkjunnar á hinum stærstu málum samtiðarinnar — svo sem hungri og vigbúnaðar- kapphiaupi. Texti: Arni Bergmann Myndir: Einar Karlsson Ég er að taka siðustu áratogin upp i vörina og er nokkuð striður straumurinn eins og stendur, sagði Sigurbjörn biskup, þegar spurt var um áform hans hin næstu. Það er þó nokkuð erfiði að lenda eftir 22 ára barning á þessari fleytu. En ég hugsa mjög gott til að skila þessu af mér i góðar hendur. Aform min eru satt að segja mjög óljós. £g hefi orðið að láta hverjum degi nægja sina þján- ingu, sin verkefni. Ég hefi i huga að koma mér fyrir á nýjum stað, þaö er það fyrsta. Kannski hvila mig ofurlitið, þvi ég þykist eiga inni sumarleyfi meira en tveggja áratuga. Eg á ákaflega auðvelt með að vera latur ef ég vil. Verkefnaleysi kviði ég ekki ef ég fæ að halda heilsu og kröftum. Ég á mikiðólesið. Velgætiég hugsað mér að skrifa eitthvað... Opnari umræða Við höfum lika vikið að þvi sem biskupi væri ofarlega i huga af framvindu mála á vettvangi kirkjunnar. Hann sagði að sú aðstaða sem kirkjan hefði eignast i Skálholti væri sér þakkarefni margra hluta vegna. Ekki sist vegna þess að þar hefði ræst draumur um athvarf, þar sem kirkjunnar menn gætu átt sam- veruogsamræður viðýmsa aðila, stjórnmálamenn, listamenn, fulltrúa starfsstétta. Þessi fót- festa sem kirkjan hefur fengið til slikrahluta i Skálholti hefur orðið gagnleg opnari umræðu, opnari tengslum kirkjunnar við ýmsa aðila. Við litum ekki á þetta, sagði biskup, sem trúboðsstarf- ■ semi heldur tækifæri til kynn- ingar á sjónarmiðum, málstað, þörfum og áhugamálum. Hjálparstofnun kirkjunnar finnst mér lika visbending um árvekni kirkjunnar gagnvart knýjandi vandamálum sam- timans. Þegar ég svo renni huganum inn á við, þá hefur ýmislegt jákvætt veriö aö gerast sem ég vona aðeigi eftir að koma betur i ljós. Yngri prestar margir hafa markviss viðhorf til sins starfs, þetta eru ötulir menn og ákveðnir. Ég vona að áfram haldi jákvæð þróun i helgihaldi kirkj unnar með lifrænni og aðgengi- legri safnaðarguðsþjónustu, sem höfði meira til almennrar þátt- töku en verið hefur. r I varnarstöðu — Finnst þér staða kirkjunnar hafa breyst mikið á þeim tima Eg vildi heldur vera aö byrja prest skap núna Ef til vill fáum viö nógu sterka og öfluga hreyfingu til að stöðva þessa feigðar göngu sem liðinn er siðan þú hófst prest- skap fyrir 43 árum? — Það er kannski nokkur ein- földun, en mér fannst þá andrúmsloftið vera þannig, að þeirsem kirkjunni unnu eða vildu vinna teldu stöðu hennar i samtimanum veika. Að það væri ekki sterkur hljómgrunnur fyrir boðskap hennar en hættuleg and- staða gegn henni ýmist virk eða i uppsiglingu. Það fór litið fyrir sóknarhug. Það var ráöist á kirkju og kristindóm með ýmsum rökum og ráðum bæði hér og annarsstaðar, og kristnir menn virtust hér á landi mikið á verði og dálitið rag- ir og uggandi um sinn hag. Allt átti þetta langan aðdraganda. Aratugum saman hafði i kirkjulegum málgögnum verið kvartað um deyfð og drunga. Vitsmunalegri stórskota- hrið hafði verið haldiö uppi i kirkjunni i nafni visinda og þekk- ingarleitar, sem hún hefði tafið fyrir. Á þriðja og fjórða áratug bætast svo pólitisk viðhorf við með markvissari hætti — við hefðbundna gagnrýni á kirkjunni i sögunni bættist þaö, að hún hefði staðið í vegi fyrir felagslegum umbótum og veriö handbendi yf- irstétta. Þessi þróun er mikiö rannsóknarefni. A þriðja áratugnum fær kaþólska kirkjan vissan byr — en það var þó litið miöað við þær sterku undirtektir sem guðsepki og spiritismi fengu... Rúmgóðir menn — Og siðan vinda ýmsir snjallir menn sér i það að blanda saman öllu þessu: spiritisma, marxisma, guðspeki... — Já, þetta er mjög sérislenskt fyrirbæri: Islendingar virðast geta rúmað fleiri hluti ólika á andlega sviöinu, en flestir aðrir. Ein orsök kann að vera sú, að menn höfðu ekki úr skólakerfinu uppeldi i þvi að gera sér grein fyrir hugtökum, ekki þekkingar- lega þjálfun. lannan stað er hér á ferð sjálfstraust hins sjálfmennt- aða manns, hann er greindur og lesinn vel og telur sig eiga aö geta staðið á eigin fótum. Þaö er margt jákvætt um þetta viðhorf, en menn geta lika blekkt sjálfa sig grátlega á þessum brautum. Léttari róður — Finnst þér andrúmsloftið annað nú? — Mér finnst þaö. Nú er engin sú andkirkjuleg hreyfing uppi aö hún hafi þvilika sjálfsvitund sem ýmsar hræringar höföu fyrir um þaö bil hálfri öld. Mannkyniö hef- ur reynt ákaflega mikið siöan. Margar þær lausnir sem þá þóttu einhlitar, taka menn nú aöeins með fyrirvörum. Fyrir utan þaö, að heimsmynd visindanna hefur gjörbreyst. Það er aö byrja aö si- ast inn i fólk að forsendurnar fyr- ir þvi trausti á vit og visindi, sem rikti framan af öldinni, eru brostnar. Hitt er svo annað mál, hvort hægt sé aö segja að kristinni trú Sjá næstu síðu Viðtal við Sigurbjöm Einarsson biskup

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.