Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 9
Helgin 26. — 27. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA'9
Hann kom hérna inn í
kompuna til mín einn
morguninn, þrekvaxinn og
skeggjaður og settist ofan
á blaðabunkann hér í
„gestastólnum". Hann
kynnti sig ekkert enda
þarflaust því við höfum
sést áður. Hér var kominn
Einar Petersen í Kleif í
Þorvaldsdal, danskur að
ætterni en hefur dvalið á
Islandi í rúm 40 ár, lengst
af einsetumaður í Kleif, —
og á honum er ekkert far-
arsnið þaðan.
Kreppan dró mig hingað
Mér lék forvitni á aö vita hvaö
heföi oröið til þess aö draga Einar
hingað til lands i upphafi og hve-
nær hann heföi komiö hingaö.
Ég kom nú fyrst til tslands áriö
1931. Haföi verið viö nám i Askov,
kynntist þar íslendingum og það
kom mér á bragðiö. Er til Islands
kom réöist ég til sr. Hálfdáns á
Mosfelli og var þar tvö sumur en
fór svo aftur til Danmerkur
haustiö 1932 og var enn i Askov.
— Og hvernig leist þér á land og
þjóö?
— Ég kynntist ekki ööru en
ágætis fólki og leist vel á landiö.
Mér sýndist að hér væri gott undir
bú, enda fór þaö svo aö ég hvarf
til tslands aftur 1939 og þá ákveö-
inn i aö setjast hér aö. A þessum
árum tröllreiö kreppan öllu i
Danmörku og ég og margir aörir,
sem likt var ástatt um, áttum að-
eins um tvennt aö velja: Að ger-
as.t vinnumaöur i sveit eöa at-
vinnuleysingi i kaupstaö. Hvorugt
var fýsilegt svo ég ákvaö aö
freista aftur tslandsferöar.
— Hvar barstu svo niöur þegar
hingaö kom?
— Til að byrja meö fór ég nú til
Stefáns i Fagraskógi. Tognaði
raunar nokkuöúr dvölinni þar þvi
hjá Stefáni var ég i 4 ár. Komst þá
i kynni viö Daviö skáld Stefáns-
son o.fl. gott fólk.
kelur aldrei jörö á Kleifum. Þar
er allt undir snjó aö vetrinum og
þar er engin haustbeit eöa vor-
beit. Túniö er oröiö 16 ha., jöröin
komin i vegasamband, komnar
eru upp girðingar. Þaö þarf eng-
um aö vera ofvaxiö aö búa sæmi-
lega á Kleif úr þessu. Þeir segja
að visu aö i Þorvaldsdal veröi
ekki þurrkað hey eftir aö komiö
er fram i ágúst. En þá er þaö vot-
heysverkunin. Ég hef aldrei skiliö
hversvegna islenskir bændur
gera ekki meira af þvi aö verka
vothey.
— Kemuröu oft hingaö til
Reykjavikur?
— Já, siöan ég fargaöi skepnun-
um hef ég oft verið hér. Ég hef
veriö hér i byggingavinnu, unniö
upp viö Búrfell o.fl., en alltaf far-
iö aftur noröur i Kleif þegar ég
hef verið búinn aö safna dálitlu af
peningum. Ég hef eiginlega geng-
iö aö allri vinnu nema sjó-
mennsku. Ég fæ alltaf heimþrá
þegar ég er búinn aö vera burtu
nokkurn tima. En maöur veröur
mgh ræðir við
Einar Petersen,
Kleif í
Þorvaldsdal
Vilja
allir
Einar Petersen I Kleif: „En þó aö menn séu timbraöir eða óheppnir í kvennamálum og þykist þess-
vegna vera byltingarsinnaöir, þá gef ég nú ekki mikiö fyrir þaö”.
íslendingar verða sýslumenn?
Svipað og hjá landnemun-
um á jósku heiðunum
— Hvaö tók svo viö er þú fórst
frá Fagraskógi?
— Ég fór nú frá Danmörku m.a.
af þvi aö ég vildi ekki gera vinnu-
mennskuna aö framtiöarstarfi.
Og ég haföi heldur ekki hug á aö
gera þaö hér á Islandi. t mynni
Þorvaldsdals, sem gengur til suö-
urs upp frá Arskógsströnd, er
býliö Kleif. Þaö var þá i eyöi og
allt i rúst en þarna fékk ég nú
samt ábúö 1945. Þarna eru miklar
mýrar, jarövegur frjór og góöur
en vegasambandslaust. Mér varð
fyrst fyrir aö koma á vegasam-
bandi. Þaö gekk ekki i neinum
loftköstum en haföist þó. Keypti
mér snemma traktor. Annars var
þessi barátta þarna i Kleif einna
svipuöust og hjá landnemunum á
jósku heiöunum og sléttunum i
Kanada. Þar lifðu margir sem
einsetumenn, rétt eins og ég.
Auövitaö var ég aö striöa á móti
straumnum meö þessu athæfi
öllu. Byggöin hefur viöa veriö á
undanhaldi, einnig viö E.yjafjörö-
inn. Littu bara á Látraströndina.
Þetta er nú kannski ekki þaö, sem
ungmennafélagarnir ætluöust til
á sinni tiö.
Það kelur aldrei jörð á
Kleifum
— Þú hefur náttúrlega verið
meö einhverjar skepnur á Kleif?
— Ojú, einu sinni rak ég kúabú-
skap en hætti þvi 1970. Fannst ég
þá vera oröinn of gamall til þess
að sinna um kýr. Þá fékk ég mér
svin en fannst þaö einnig vera
mér ofviöa. Ég átti mjög erfitt
meö aö farga skepnunum. Maöur
veröur þeim mjög bundinn. Gefur
þeim hluta af sjálfum sér og
gagnkvæmt. Þær eru góöir félag-
ar. Og ég skal segja þér, aö þaö
aö afla sér einhverra aura, hjá
þvi verður nú einu sinni ekki
komist i þessu mannfélagi. Best
væri auðvitað að enginn þyrfti á
þeim aö halda.
— Og þegar þú ert heima og
hefur ekki lengur neinar skepnur
til þess að annast hvaö geriröu
þá?
— Skrifa, les og skrifa. Ég á
oröið mikla bunka af handritum.
Og þegar maöur er einn þá er
þetta eins og aö tala viö sjálfan
sig.
Frelsið er meira hér
— Hefuröu islenskan rikisborg-
ararétt?
— Ég er með tvöfaldan rikis-
borgararétt, bæöi danskan og is-
lenskan. En ef ég segöist vera ís-
lendingur þá væri þaö lygi. Auö-
vitaö er ég Dani þótt þarna sé nú
erfitt oröiö aö greina á milli.
Islendingar vilja gjarnan kenna
Dönum um fátækt þjóöarinnar
fyrr á öldum. En ástandiö hjá al-
menningi var bara eins i Dan-
mörku. Danska yfirstéttin kúgaöi
danska alþýöu rétt eins og hún
kúgaöi tslendinga. Þar var i raun
og veru enginn munur á. Sá, sem
átti ekki jörö i Danmörku eöa
aörar verulegar eignir, gat ekki
lifaö sjálfstæöu lifi, hann gat ekki
stofnaö til hjónabands né á neinn
hátt verið maöur meö mönnum.
— Hefuröu ekki skroppiö til
Danmerkur siöan þú komst hing-
að 1939?
— Jú, en aöeins einu sinni. En
ég vildi ekki setjast þar aö. Mér
finnst frelsiö meira hérna. Nema
hvaö börn og unglingar eru of
mikið i skólum. Þaö er eins og all-
ir íslendingar ætli sér aö veröa
sýslumenn. Unga fólkiö þarf aö
taka meiri þátt i atvinnulifinu þvi
þaö er nú einu sinni grundvöllur-
inn undir lifi þessarar þjóöar. Þaö
getur engin þjóö lifaö af þvi einu
saman aö sitja i skrifborösstól-
um.
— Komstu i einhverjum sér-
stökum erindagerðum hingaö
suður núna, Einar?
— Ég veit ekki hvaö ég á aö
segja um þaö. Og nú hlær Einar
stórum. — Ég er kominn til þess
aö heimsækja ýmsa ágæta menn
eins og t.d. forsetann okkar fyrr-
verandi. Kunningi minn sagöi,
þegar hann vissi hverja ég haföi
hitt: „Helvitis „snobbari” ertu
alltaf, Einar”. — Ja, kannski. En
ég hef aldrei lært aö gera mér
neinn mannamun. Þetta eru allt
saman bara venjulegir menn, rétt
eins og ég og þú.
Kommúnisminn rökrétt
framha Id
— Ég hef heyrt aö þú sért
kommúnisti, Einar, er þaö rétt?
— Kommúnisti? Hvaö er
kommúnismi? Hann er bara rök-
rétt framhald þeirrar þróunar,
sem hófst fyrir þúsundum ára.
Svona er þetta nú einfalt bara ef
viö gefum okkur tima til aö hug-
leiða þaö. En þó aö menn séu
timbraöir eöa óheppnir i kvenna-
málum og þykist þessvegna vera
byltingarsinnaöir þá gef ég nú
ekki mikiö fyrir þaö.
— mhg.
Einar, — og ennþá æriö smávaxinn, — meö foreldrum slnum á æskuheimilinu I Danmörku.