Þjóðviljinn - 28.10.1981, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. október 1981
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guðni Kristjánsson.
íþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: GuðrUn Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: SigrUn Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf..
Hverjir vilja borga?
• Þegar kjarasamningar f ara í hönd er mikið rætt um
leiðir til að bæta kjör láglaunafólksins í landinu í bráð og
lengd.
• Allir vita að kauphækkanir til láglaunafólks hafa
alltof oft orðið að engu nær samstundisym.a. vegna þess
að ýmsir þeir sem hafa tvöföld verkamannalaun og
þaðan af hærri hafa knúið fram hlutfallslega jafn mikl-
ar eða meiri launahækkanir en þær sem láglaunafólkið
samdi um.
0 Þótt misjafnlega hafi tekist til í þessum efnum á
undanförnum árum, þá má ekki gefast upp í baráttunni
f yrir því að draga úr launamisréttinu sem hér ríkir.
• Það er skylda verkalýðshreyf ingarinnar og það er
skylda stjórnvalda að ganga hart f ram í þessum ef num.
• Sumir segja að hér sé ekki hægt að hækka kaup
láglaunafólks nema með aukinni þjóðarframleiðslu, og
því er jafnvel logið upp, að Þjóðviljinn haf i haldið fram
slíkri kenningu. Auðvitaðer slíkt f jarstæða.
• Það er að sjálfsögðu hægt að hækka kaup þeirra
verst settu í þessu landi, enda þótt þjóðarf ramleiðsla
okkar og þjóðartekjur á mann yrðu óbreyttar næsta árið.
• En þá þarf bara að skipta gæðunum með öðrum
hætti en hér hefur tíðkast og koma í veg fyrir að hinir
betur settu, sem lifa á eigin rekstri eða sinna hátt laun-
uðum störf um,dragi sér æ stærri hlut.
• Það er þessi jafnréttiskrafa sem er höfuðkrafa
Alþýðubandalagsins í íslenskum kjara- og efnahags-
málum, og Alþýðubandalagið fagnar hverjum þeim,
sem leggja vill þeirri kröfu lið.
• En það er líka Ijóst að til þess að tryggja öllum
meginþorra íslenskra launamanna raunhæfar kjara-
bætur svo um muni, þá duga ekki eingöngu jöfnunar-
aðgerðir. Þess vegna ber einnig brýna nauðsyn til að
auka verðmæti f ramleiðslunnai} að nýta rétt það mikla
fjármagn sem varið er til fjárfestinga og koma í veg
f yrir sóun, bæði í opinberum rekstri og í einkarekstri.
• Eigi okkur að auðnast að bæta líf skjör landsmanna á
næstunni, þá dugar ekkerteittaf því sem hér hef ur verið
talið, heldur þarf samræmdar aðgerðir á öllum sviðum,
og gottsamstarf stjórnvalda og verkalýðshreyf ingar.
• Það er ekki nóg að segja réttilega að við stöndum nú
tiltölulega vel hvað lífskjör og atvinnustig varðar miðað
við f lestar aðrar þjóðir. Hér þarf samt að gera betur, ,og
alveg sérstaklega þurfa menn að einbeita sér að úr-
bótum hvað varðar kjör fólksins, sem enn hefur um eða
innan viðóOOO krónur í launámánuði.
• Við sem erum allmiklu betur stödd, hvort sem við ‘
erum launafólk eða braskarar, eigum bara að taka glöð
af okkar skammti til að tryggja þeim lakast settu um-
talsverðar kjarabætur.
• Við minnum hér á orð Svavars Gestssonar, for-
manns AlþýðubandalagsinS/ í útvarpsumræðunum frá
Alþingi i síðustu viku, en Svavar sagði þá m.a.:
• „í fyrsta lagi leggur Alþýðubandalagið áherslu á ;
það, að hér eigi sér stað aukin f ramleiðsla og f ramleiðni !
á grundvelli íslenskrar atvinnustefnu.
• í öðru lagi leggjum við áherslu á að gert verði skipu-
legtátak til sparnaðar í hagkerfinu, bæði hjá einkafyr-
irtækjum og hvers kyns milliliðastarfsemi, svo og í opin-
berum búskap ríkis og sveitarfélaga.
• I þriðja lagi er nauðsynlegt að menn geri sér Ijóst að
því aðeins verða kjör láglaunafólks og miðlungstekju-
manna bætt, að þeir sem best eru settir gef i eftir af sinni
aðstöðu. Það er útilokað að allir fái allt, og þeir eru
margir sem hafa miklar tekjur og mikla f jármuni hér á
landi. Það þarf að gera ráðstafanir til þess, m.a. í gegn-
um skattakerfið, flytja fé frá þessum aðilum og til
þeirra sem minna hafa handa á milli.
• Á grundvelli þessara þriggja stefnuatriða, sem ég
hef hér nefnt: —aukinnar framleiðslu, sparnaðar, jafn-
réttissjónarmiða og breyttrar tekjuskiptingar — á að
vera unnt að skapa f orsendur f yrir trygga, varanlega og
jaf na aukningu kaupmáttar á þeim tíma, sem um verður
samið í næstu kjarasamningum, og jafnframt að tryggja
á sama tíma minnkandi verðbólgu."
• Þétta voru orð Svavars Gestssonar, formanns
Alþýðubandalagsins/ í umræðum frá Alþingi í síðustu
viku.
^ Við þurfum sókn til jafnréttis i launamálum, við
þurfum raunhæfar og varanlegar kjarabætur fyrir fólk
með meðallaun og lægri. Við þurfum styttri vinnutíma
og minni verðbólgu. — k.
klippt
|
Heilbrigðis-
vottur
Dagblaöiö hefur spurt 600
manns aö þvi hvort fólkiö sé
fylgjandi eöa andvlgt þvi aö
Bandarlkjamenn leggi fram um
helming fjármagns til nýrrar
flugstöövarbyggingar á Kefla-
. vikurflugvelli. Mikill heilbrigö-
isvottur er þaö meö þjóöinni aö
svo stór minnihluti sem 24.2%
skuli vera þessu andvigur. Niö-
urstööurnar eru annars þær aö
fygjandi eru 64,3%,andvlgir eru
20.5%, óákveönir 5% og 10.2%
vildu ekki svara. Ef aöeins eru
teknir þeir sem tóku afstööu
veröa niöurstööur þær aö fylgj-
andi eru 75.8% og andvígir
24.2%.
Þrír af hverjum fjórum vilja
handarískt fé í nýja flugstöð
—af þeim, sem taka afstHdu í skoðanakönnun biadsíns
fíiáof81öð«r skt>*0KökÖRfiMn»w»rt3r w&u þésssr:
f m «Aa
AníNiyi, 1» JSJfR.
ÓSkveð»ik 30 6,0’A
v»s* «kki «-,»>» et *ox iojm,
Eí Bðeins ttru wim lófcu abttðöu
vt»ð& niííuratöðwrw \tavurr,
fy«y*»xli njr*
Andvtgfe «4,2*.
Ölmusa
Þetta er I sjálfu sér marg-
þvælt mál, en kjarni þess er sá,
aö bandarískir þingmenn lita á
framlag til islensks samgöngu-
mannvirkis sem „ölmusu” eöa
„þróunaraöstoö” og hafa and-
æft því aö reynt sé aö svindla
flugstööinni inn á fjárlög banda-
risk sem hermálaframlagi. I
fyrstu var beiöni um framlag til
flugstöövarinnar hafnaö, en þá
kom fram sú lausn aö byggja
flugstööina i „tvennum til-
gangi”, þaö er aö segja bæði
sem flugstöð fyrir Islenskt og al-
þjóölegt farþegaflug og sem
skýli af einhverju tagi fyrir
Bandarikjaher á óvissu- og
átakatimum. Þar meö var oröiö
um viðbót við hernaðaraöstöðu
á Islandi að ræöa.
Alþýöubandalagiö tók þátt i
rlkisstjórn meö þvl skilyröi aö
það heföi neitunarvald gagnvart
þessari ölumsu, og þaö stendur
meöan stjórnin heldur velli.
Meðan
við ýljótum
En það er dálltiö fróðlegt aö
lesa sýnishorn af ummælum
sem Dagblaöiö birtir meö könn-
uninni. Fylgjendur viröast
haldnir einhverskonar örlaga-
hyggju sumir hverjir og aörir
setja viss skilyröi. Þriöji hópur-
inn sem þvl miður viröist
stærstur vill taka alla þá pen-
inga sem fást. En karl á Suður-
landi segir: „Ég er þessu fylgj-
andi ef viö eigum flugstööina og
I þátttöku Bandarikjamanna
felst engin skuldbinding um
ævarandi herstöö.”Eöa þá kon-
an á Reykjavikursvæöinu sem
segir: „Látum þá borga, meöan
við fljótum. Mig hefur dreymt
aö Reagan ieiöi heimsbyggöina
út I striö I sinni forsetatlð.”
Með ríkustu
þjóðum
Og svo koma hressandi um-
mæli sem sýna aö ekki er allur.
dugur úr mannfólkinu I landinu:
„Ég er alfariö á móti þvi aö
viö séum aö betla um ailan heim
eins og aumingjar. Viö erum
meö rikustu þjóöum heims og
höfum ekkert viö ölmusu aö
gera og þaö allra slst frá Banda-
rikjunum”, sagöi karl af
Reykjavíkursvæöinu. Annar
karl af sama svæöi segir „Þetta
eru hálfgeröar öimusur. Ég vil
ekki þiggja þær meöan þess
ekki þarf,” og „Engar mútur
frá erlendum þjóöum”, sagöi
kona á Noröurlandi eystra.
Veslings
meirihlutinn
Og nú má gera ráöfyrir því aö
íariö veröi aö býsnast yfir þvi i
ihaldspressunni aö minnihluti
stöövi þaö aö meirihluti taki viö
þeim mútum sem hann vill. Er
ekki lýöræöi i landinu? O, jú, en
viö búum við þingræöi lika, og
samkvæmt þeim reglum sem
um þaö gilda semja stjórnmála-
flokkar sln í milli og mynda
meirihluta um ákveöna stjórn-
arstefnu. Til þess aö slik meiri-
hlutasamstaöa náist veröur aö
taka tillit til sjónarmiöa allra
aðila I samstarfi um rikisstjórn.
Þannig getur sú staöa komið
upp aö minnihlutaskoöun meö
þjóöinni I tilteknu máli móti
stjórnarstefnu en ekki meiri-
hlutaskoöunin. Þaö er fullkom-
lega kórrétt samkvæmt þing-
ræðisvenjum og ekki annarra
kosta völ fyrir meirihlutann en
aö vera bara fúll út af þvi aö fá
ekki múturnar slnar.
Lækkun í haji
t vestfirska fréttablaöinu 22.
október er viötal við Pétur Sig-
urösson forseta Alþýöusam-
bands Vestfjaröa, þar sem hann
gerir grein fyrir kjarakröfum
sambandsins. Þar kemur hann
inn á athyglisverða þanka um
lækkun í hafi og reiknisskil sölu-
kerfis sjávarafurða til verka-
fólks:
„Ef fiskvinnslan þolir ekki aö
greiða starfsfólki slnu þessi
laun, þá hlýtur þetta fólk sem ■
skóp þessi verömæti aö krefjast I
skýringa á þvi hvert sú hækkun I
fór sem varö á afuröum á I
Bandarikjamarkaði. Og þaö er ■
ekki óeöiilegt að spyrja, hefur ef I
til vill eitthvað tapast i hafi eins I
og súráliö hækkaöi i hafi?”
Reikningsskil
á borðið
Vestfirska fréttablaðiö spyr
þessu næst, hvaö Pétur segi þá
um útreikningana sem sýni að
frystingin berjist I bökkum.
„Viö höfum enga möguleika á
að byggja kröfurnar á þvi sem
fiskvinnslan telur sig þola og viö
höfum heldur enga möguleika á
þvi aö fylgjast meö hvert tekjur
þessara fyrirtækja fara. Ein-
staklingurinn verður aö vinna
sjálfur fyrir þeim fjárfesting-
um, sem hann stendur I og .
standa i skilum meö sitt, fisk-
vinnslan ætti einnig aö geta þaö
enda þótt hún standi I fjárfest-
ingum. Ef verkafólk fengi ná-
kvæm reikningsskil alls sölu-
kerfisins.þá mundi áreiöanlega
veröa bakkaö gagnvart þeim og
athugaö hvort meinið væri ein-
hvers staöar annarsstaöar.
Kæmi hinsvegar i ljós aö fólk.
heföi.veriö hlunnfariö þá kynni
svo aö vera aö þaö ætti veruleg-
ar upphæöir inni hjá fyrirtækj-
unum. Þaö er ekki óeðlilegt aö
fólk fengi þessi plögg á boröiö til
skoöunar þvi starfsfólk fyrir-
tækjanna eru raunverulegir eig-
endur þeirra.”
— ekh
Pétur Slgurðsson,
forseti A.S.V.
..Það er stefnt aö því að ná
sama jcaupmætti og eftir samn-
ingana 1977. Þeir samningar voru
gerðir í skjóli þeirrar ríkisstjórnar
sem þá sat og Þjóðhagsstofnun
lýsti yfir að samningamir væru
innan þess ramma sem efnahags-
lífió þyldi. Stjórnin sveik svo lof-
orð sitt og samningunum var
breytt eins og menn muna. í síö-
ustu samningum náðist ekkert
fram á viö og þeir samningar voru
reyndar nauðvörn. þó náðist sam-
ræmt launaflokkakerfi, sem var
mikil framför. en það hafði lítii
áhrif á kaupmáttinn. En þarna
gerðist það. í samningum verka-
lýðsfélaganna, að vissir hópar
fengu hækkun allt að 24% meðan
taxti fiskvinnslufólks fékk 9.3%
hækkun. Varöandi viömiöunina
frá 1977 þá er kaupmáttarrýrnun-
þessi verömæti að
inga á því hvert sú
sem varð á afurðun
ríkjamarkaði. Og f
óeðlilegt að spyrja. h
eitthvað tapast í hafi
álið hækkaði i hafi?“
En hvaö um útri
telur frystingin sig bi
um?
..Við höfum enga
aö byggja kröfurnai
fiskvinnslan telur sig
höfum heldur enga
því að fylgjast með
þessara fyrirtækja fa
ingurinn veröur að
fyrir þeim fjárfest
hann stendur í og sta
með sitt. fiskvinnslan
að geta það enda þótt
fjárfestingum. Ef ver
Hvað varð af hækkuninni?
Hefur eitthvað tapast í hafi?
spyr Pétur Sigurðsson, forseti A.S.V. um
verðhækkun á freðfiski í Bandaríkjunum.
Elnt og fram hefur komið í
. t>4 hefur Alþýðusam-
intalin vera um 11% í hinum
hefðbundnu karlastörfum í fisk-
nákvæm reikningssk
kerfisins sem þarna e
og í Ijós kæmi að fyri
ekki þessi laun. þá
anlega verða bakk;
þeim og athugað
©g skerið