Þjóðviljinn - 28.10.1981, Side 5
Miövikudagur 28. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Vopnasalan tU þriðja
heimsins margfaldast
Þaö er rifist um hvern bita af kökunni — en vinátta vopnasalans og
kaupandans er oft skammvinn.
Eitt mesta áhyggjuefni i eld-
fimum heimi hlýtur aö vera hin
gifurlcga vopnasala til landa
þriöja heimsins. Þau keyptu vopn
i fyrra fyrir átján miljaröi dollara
— en fyrir átta miljaröi áriö 1975.
Og þaö er einmitt i þessum
löndum sem hundruö miljóna
manna búa viö næringarskort.
Iönrikin keppast af mikilli
græögi um þessa markaöi.
Bandarikin seldu til landa heims-
ins i fyrra vopn fyrir 5,4 miljaröi
dollara — þaö er 450% meira en
áriö 1970. Sovétmenn komu næstir
— þeir seldu fyrir 3,9 miljaröi og
höföu aukiö sölur sinar á ára-
tugnum um 250%. Frakkar lágu
ekki á liöi sinu — þeir seldu fyrir
1,5 miljaröi dollara og höföu
aukiö sinar sölur hvorki meira né
minna en um 600%! Bretar, Italir
og Vestur-Þjóöverjar reyna og
sitt besta til aö standa sig á
frjálsu markaöstorgi dauöans.
ótal smugur
Þessar upplýsingar eru úr
bandariska vikuritinu Time, sem
gefur itarlegt yfirlit um þessar
vopnasölur i siöasta hefti sinu.
Hver vopnuö átök i þriöja heim-
inum minna á viöskipti þessi og
undarlegar krókaleiöir sem þau
ganga eftir. 1 styrjöldinni sem
háö hefur veriö um þrettán mán-
aöa skeið fyrir botni Persaflóa
nota Irakir sovéskar
Mig-orrustuþotur, franskar Mir-
age-þotur, brasilska herbi'la og
sovéska skriðdreka gegn banda-
riskum herþotum írans af gerö-
inni F-4, breskum skriödrekum
og itölskum þyrlum. Svo þykjast
allir skuldbinda sig til aö selja
ekki striösaöilum vopn, en ótal
milliliöir finnast fljótt, þvi bis-
ness er bisness. Egyptar senda
Irak um Jórdaniunokkuö af göml
um sovéskum vopnum sem þeir
eiga á lager, Frakkar afhenda
nokkrar Mirage-þotur. Iran hefur
leitaö til Noröur-Kóreu og jafnvel
til erkióvina I Israel í leit aö her-
gögnum og varahlutum.
Þaö er töluverö iöja i áróöurs-
striöi aö „sanna” afskipti ein-
hvers stórveldis t.d. af uppreisn-
artilraun meö þvi aö visa til
framleiöslulands vopnanna, sem
nota skal. Þetta er i meira lagi
hæpinn reikningur, þvi að sér-
fróöir menn telja, aö fjöldi vopna-
tegunda geti skotiö upp kolli hvar
sem er — t.d. sovéskir Kalash-
nikovriflar eöa israelskar Uzi-
handvélbyssur.
Hömlur afnumdar
Bandarikin eiga mikinn hluta af
vopnasölum þessum — þaöan
kemur um 45% af þvi magni sem
fariö hefur til þriöja heimsins á
liðnum áratug. Stjórn Carters
kom reyndar á vissum tak-
mörkunum á sölu vopna til landa
sem höföu á sér illt orö fyrir
mannréttindabrot. En Reagan-
stjórnin hefur veriö aö brjóta þær
hömlur niöur — til dæmis hefur
öldungadeild bandariska þingsins
fellt úr gildi fimm ára gamalt
bann viö vopnasölu til Chile og
þegar er farið aö selja Argentinu-
mönnum vopn. Þá liggur mikill
vopnastraumur frá Bandarikj-
unum til Pakistan, enda þótt hann
hafi varla önnur áhrif en aö tor-
velda sambúö þeirra I Washing-
ton viö Indverja og magna upp
vigbúnaöarkapphlaupiö milli
grannanna á Indlandsskaga.
Réttlætingar
Allir hafa á reiöum höndum
réttlætingu fyrir þessum
kaupskap: Bandarikin eru aö
hressa upp á baráttuna gegn
kommúnisma, Sovétmenn eru aö
Fréttaskýring
styöja baráttu gegn heimsvalda-
sinnum og franskir vopnasalar
segjast vera aö tryggja þriöja
heimslöndum að þau þurfi ekki aö
vera risaveldunum háö um eld-
flaugar og skriödreka! Ótrú-
legustu aöilar dansa meö — til
dæmis hafa Austurrikismenn selt
nokkra tugi skriödreka til
Argentinu og Chile.
Að safna vinum
Þeir hjá Time útskýra hinar
miklu og vaxandi vopnasölur með
þvi aö þær séu einhver öruggasta
leiöin sem riki geti farið til aö efla
áhrif sin, afla sér bandamanna,
veikja andstæöinga sina. Risa-
veldin iöka þaö óspart aö „stinga
hvort undan ööru” meö yfir-
boöum I vopnasölum og gjöfum.
Þaö hafa, segir Time, Bandarikin
gert i Egyptalandi, Indónesíu og
Sómaliu, þar sem Rússar voru
áöur, og Sovétmenn hafa leikið
þennan leik i Jemen og Eþiópiu.
En einmitt listi af þessu tagi
minnir lika á þaö, aö sá vinskapur
sem fæst meö vopnasölum er ekki
alltaf mjög endingargóöur.
En fyrst og siöast er vopna-
salan gróöavegur. Time telur aö
Sovétmenn fái nú um fjóröung
gjaldeyristekna sinna af vopna-
sölu. Hergagnaiönaöurinn banda-
riski er sterkur og áhrifamikill og
ef umtalsveröur samdráttur
yröi á sölu bandariskra vopna
erlendis mundi þaö hafa veruleg
áhrif á greiöslujöfnuöinn, doll-
arinn mundi falla. Þótt borgir
standi i báli / og beitt sé eitri og
stáli / þá skiptir mestu máli / —
aö maöur græöi á þvi — segir
Steinn Steinarr.
áb tók saman.
Reagan tregur í námi:
Fátt gerðist
nýtt í Cancún
1 Cancún i Mexíkó lauk fyrir
helgi viöræöufundi milli „noröurs
og suöurs”, milli fulltrúa iönrikja
og þróunarrlkja. Leiötogar 22
landa voru mættir og meðal
þeirra Reagan Bandarikjaforseti.
Þaö féllu mörg fögur orö um
þróun og aðstoð og bjarta fram-
tiö, en fréttaskýrendum viröist
bera saman um aö litt sé aö
marka þennan vilviljaða oröa-
flaum.
Engar skuldbindandi sam-
þykkir voru gerðar i Cancún, og
ekki gátu menn komið sér niöur á
samstöðu um lausn neinna þeirra
hrikalegu vandamála sem
þróunarlöndin eiga viö aö glima.
Þaö eins sem menn gátu komiö
sér saman um var það, aö þaö
ætti aö efna til viöræöna allra
rikja heims um þessi mál og að
þaö ætti aö gera á vegum Sam-
einuðu þjóöanna. Auk þess voru
settar á blaö almennar athuga-
semdir um þaö, hvaö gera mætti
til að leysa viöskiptamál
þróunarlandanna, bæta lánakjör
og stööu þeirra i orkumálum. Það
var allt og sumt.
Ólíkt hafast menn að
Menn höföu aö sönnu ekki gert
ráö fyrir miklum árangri af
fundinum i Canún. Einkum
vegna þess, aö Reagan, forseti
auöugasta rikis heims, haföi
fyrirfram verið heldur tregur til
að sinna óskum og þörfum hinna
snauðari rikja þriðja heimsins.
Þetta kom fram strax i upphafi,
þegar forseti Mexikó minnti á
það, aö sterkir hagsmunir kæmu i
veg fyrir umbætur á þeim alþjóö-
legu stofnunum sem fást viö
gjaldeyrismál og lánastarfsemi.
Aö matvæli væru notuö sem póli-
tiskt vopn og dreift eftir póli-
tiskum þörfum hinna vel stæöu.
Aö alþjóölegir auöhringir skertu
fullveldi margra hinna snauðari
rikja og stæöu i vegi fyrir fram-
förum þeirra. Reagan forseti
hefur hinsvegar itrekað þaö hvaö
eftir annaö aö undanförnu, aö
hann trúi á blessun markaös-
Friðarganga í París
Um slöustu helgi voru fjölmennar friöargöngur farnar I nokkrum
höfuöborgum Evrópu: í Paris voru þátttakendur um 50 þúsund.
Indira Gandhi, Reagan, Sattar frá Bangladesh og Genscher, utanrlkisráöherra Vestur-Þýskalands.
Reagan virtist ekki skilja hvaö um var rætt.
kerfisins og einkaframtaksins,
sem muni leysa þann vanda sem
þriöji heimurinn er i.
Svo gæti virst sem Reagan
heföi slegiö nokkuö af fyrri af-
stööu, þegar hann fellst á alls-
herjarráöstefnu Sameinuöu þjóö-
anna um þessi mál. En hann
hefur i rauninni haldiö fast viö þá
meginreglu aö þau mál sem ein-
hverju skipta skuli áfram leyst i
þeim sérstöku stofnunum Al-
þjóöabankinn o.s.frv.) þar sem
umboð aðila fer eftir efnahags-
legum mætti þeirra — og Banda-
rikin ráða mestu.
Vonbrigði
Ýmsir þeirra sem á fundinum
voru gátu ekki stillt sig um aö láta
i ljós vonbrigöi sin meö úrslitin.
Indira Gandhi minnti á þann
háska sem heimsfriði stafar af
örbirgðinni i heiminum. Og
Portillo, forseti Mexikó, sagöi aö
ef mönnum tækist ekki aö koma á
fót virku samstarfi rikra landa og
þróunarlanda þá mætti búast viö
Ragnarökum.
Fundurinn i Cancún snerist
mjög um Reagan forseta. Ekki
einungis vegna þess aö hann er
oddviti öflugusta rikis heims sem
hefur hin margþættustu áhrif á
hlutskipti þróunarlanda. Menn
höföu þaö á tilfinningunni, segir
einn fréttaskýrandi, aö Reagan
haföi ekki sem skyldi sett sig inn i
þaö um hvaö ætti eiginlega aö
tala á fundinum, og þvi þurftu
menn aö nota mikiö af timanum
til að fræöa karlinn um mála-
vöxtu.
Uppfræðsla
Um þetta segir á þessa leiö i
leiöara i sænska blaöinu Dagens
Nyheter:
„Svo lauk enn einum fundi
æöstu manna sem haföi þeim
ónefnda tilgangi aö gegna aö
„uppfræöa” Reagan forseta um
að heimspólitikin er annaö og
meira en barátta milli frjálsra
markaösafla og sósialisma, bar-
átta milli austurs og vesturs.
Niöurstaöa kennslustundar-
innar viröist sú, aö „nemandinn”
bandariski sé jafn skilningssljór á
vandamál þriöja heimsins og
hann áöur var. Þetta hlýtur aö
vekja ánægjuSovétrikjanna, sem
voru eina meiriháttar stórveldiö
sem ekki mætti i Cancún.” —áb
VINNUEFTIRLIT RÍKISINS
Sfðumúla 13, 105 Reykjavík. Sími 82970 óskar að ráða byggingaverkfræðing eða byggingatæknifræðing Verkefni eru einkum sérfræðistörf á sviði öryggismála byggingariðnaðar og skipulags- og húsnæðismála vinnustaða. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starf ið eru veitt- ar í síma 82970 virka daga kl. 8.00-16.00 Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar Vinnueftirliti ríkisins fyrir 27. nóvember næstkomandi.