Þjóðviljinn - 28.10.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.10.1981, Blaðsíða 15
' Miövikudagur 28. október 1981 ÞJÖÐVILJÍNN — StÐA 15 Hringid í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum VÍDEO- ÆÐIÐ Eitt furöulegasta og ein- kennilegasta mál er upp hefur komiö á þessum haustdögum, er hiö svokallaöa Videoæöi, er gripiö hefur um sig eins og farsótt i hinum ýmsu hverfum Reykjavíkursvæöisins og viö- ar, og ekki séö fyrir hvar þaö endar. Hvaö er VIDEO? spyrja þeir er ekki þekkja fyrirbæriö. Video er raunverulega nýtt sjónvarp, er ýmsir fram- taksamir náungar hafa komið á fót til aö skemmta fólki og græöa peninga. Aðallega er þetta i stórum fjölbýlishúsum, svo sem i Breiöholti og viöar, og er þetta tengt viö sjón- varpstækin og svo sent út frá þartilgerðri stöö. Nú hefur Rikisútvarpiö einkarétt á sjónvarps- og útvarpssending- um sem kunnugt er en samt láta þessir kauöar sig það engu máli skipta, og eru stút- fullir af allskyns lagakrókum, er þeir viðhafa máli sinu til varnar. Þaö þarf ekki aö fara mörg- um oröum hvilikur háski af þessu stafar aö láta óprúttna peningamangara trufla þessa fjölmiöla, sjónvarp og útvarp meö lagabroti aö taliö er, og svo þaö sem er mergurinn málsins, troöa inn i þjóölifiö myndum af hryöjuverkum, moröum, klámi og ýmsum af- brigöilegum óþverra úr kvik- myndaiönaöinum, og svo birt- ir útvarpiö einkarfróðlegt samtal við einn af þessum videó náungum og spyr i siö- feröilegum tón hvaö fólkiö vilji nú helst horfa á? Og það stóö ekki á svarinu. Blóö, glæpi og hasar. Þetta var svariö. Aö þetta fólks skuli ekki skammast sin aö láta óprúttna strákagemlinga ausa yfir sig soranum úr kvik- myndaiönaðinum sér til upp- lyftingar og viöurværis, og svo hneigja yfirvöldin hausinn fyrir þessum framtaksömu herrum og ætla aö athuga máliö, og hinir ganga á lagiö. Um menningarhlutverk sjónvarps og útvarps ætti naumast aö þurfa aö útlista fyrir þjóöinni. Þaö sem þessir fjölmiölar inna af hendi dag- lega mætti kalla andlegt fóöur er fólkiö meötekur i formi fræöslu og skemmtunar. Sá mikli þjóöarskörungur Jónas Jónsson frá Hriflu er raunverulegur faöir útvarps- ins, og i kjölfariö kemur svo Sjónvarpiö i vaxandi tækni- væddum heimi, svo þetta veröa nokkurskonar tviburar er starfa undir sama hatti. Jónas frá Hriflu var fram- sýnn maöur og sá aö svona stofnanir eins og Otvarp og siöar Sjónvarp veröa aö byggjast upp á menningarleg- um grunni, og vera rikisstofn- anir, en ekki til aö braska meö, og vist má fullyröa aö stjórnendur þessara stofn- anna hafa margt vel gert i anda hugsjónamannsins, er kom Útvarpinu upp á kreppu- timum og geröi þaö aö menn- ingartæki sem þjóöin öll fagn- aöi, er segja mátti aö væri i úlfakreppu og framfarir allar i lágmarki i fræöslu og menn- ingarmálum. Þá kom Utvarp- iö eins og ljósgeisli inn i lif þjóðarinnar og hefur oftast veriö þaö siöan. Þá má geta þess og stjórnvöldum til mik- ils sóma, aö i tiö Magnúsar Torfa er þá var menntamála- ráöherra, gerðist sá atburöur aö Kanasjónvarpinu var lok- aö, en meö tilkomu þess var raunverulega brotist inn i menningarhelgi þjóðarinnar og fólk gert aö viöundri meö þvi aö glápa á amiriskar kvik- myndir er sýndu oftast and- legt ástand þeirrar þjóöar á þriöja og fjóröa stigi svo ekki sé meira sagt. Svo ætla yfirvöldin aö láta nokkra óprúttna peninga- púnga læsa klónum i þá sér- stööu aö fá aö ausa andlegum óþverra yfir fólk er heldur i barnaskap sinum og sakleysi aö þaö hafi öðlast einhverja himnasendingu meö þessum draugagangi er riöur húsum Reykjavfkur og nágrennis. Hvilík sending, drottinn minn dýri. Einu má ekki gleyma I sam- bandi viö þetta mál, en þaö eru blessuö börnin okkar er veröa videóinu aö bráö. Sagt er aö viöa hangi þau yfir þess- um skaövaldi langt fram á nótt, og komi svo hálfsofin og rugluö i skólann á morgnana af þessu sjónvarpsglápi. Hver er kominn til aö segja aö þetta sé allt saklausar barnamyndir er þau horfa á? Ætli þau sæki ekki meira eftir þvi sem spennandi er og hverfi I sak- leysi sinu inn i heim moröa og hryöjuverka og þaö verði raunverulega þeirra skóla- bekkur. Þessvegna segi ég: Burt með þetta videódrasl eins og það leggur sig. Burt meö þennan aumingjaskap yfir- valda aö láta þessa videó- braskara vaöa uppi i þjóöfé- laginu eins og þeir hafi stjórn- ina með höndum, og aö end- ingu heiöur og þökk sé Sigur- jóni Péturssyni forseta borg- arinnar aö standa á móti þess- um ósóma. Páll Hildiþórs Barnahornid Allir vilja Búla bakara. Hann tertu skreytir, hann smjöriö þeytir og bakar kringlurnar. Og þegar hann er búinn, þá fer hann heim til sín, fær sér kaffi, leggur sig og fer svo heim til Hlin. Andrea Hólm, Fífuseli 39, sendi þessa vísu og mynd í Bnarnahornið. Hún er í 8 ára bekk ísaks- skóla. Skrýtlur Ekki dugöi þetta Vigga litla horfði á er mamma bar andlits- smyrsl framan í sig: — Til hvers gerir þú þetta, mamma? — Ég geri það til þess að verða falleg, sagði mamma. Vigga fór, en þegar hún kom aftur hafði mamma þerrað af sér smyrslin. Vigga horfði á hana um stund og sagði svo: — Ekki dugði þetta, mamma. Karamellur Anna litla er sex ára gömul og oft talsvert út undir sig. Dag nokkurn sagði hún við ömmu sína: — Amma, ef við förum i göngutúr er vissara að þú takir með þér nokkrar karamellur til vonar og vara. — Hvers vegna það?, spurði amma með eftir- væntingu. — Verið getur að ég fari að gráta á leiðinni, svaraði sú litla. Handan Vetrar- brautar t sjónvarpinu kl. 20,35 verð- ur sýndur þátturinn „Handan Vetrarbrautarinnar”. Er þetta þáttur um rannsóknir á himingeimnum. Stjörnufræð- ingar eru sýndir að starfi i Bretlandi, Arizona, Hawaii, Nýju Mexikó og Astraliu. Vetrarbrautir eru sýndar rekast hver á aðra, missa snúningsform sitt og mynda stórkostleg ný form. Siöasta uppfinningin, breski stjörnu- kikirinn meö innrauöum geisl- um og er staðsettur á Hawaii, Niður um strompinn Æfáí Útvarp '^0 kl. 16.20 Fátækter mikil i Tælandi og lifsgæðum misskipt. Hér leiðir einn berfættur uxa. Fólk að leik í Tælandi t sjónvarpinu kl. 18,45 er þátturinn „Fólk aö leik”. Er fyrri þátturinn um Tæland. Tæiand, sem áöur hét Siam er I Suöaustur-Asiu. A þaö landamæri aö Burma, Laos og Kambódiu. Landið er I hita- beltinu og einkennast árstiö- irnar af suöaustan monsún- vindum frá april til október, en þá eru miklar rigningar, og af noröaustan mónsúnvindum. frá nóvember til mars og er þá þurrviörasamt. Tælendingar tala mál af mongóliskum uppruna, sem er málfræöilega skylt kinversku. Þeir eru Brahmatrúar og Búddatrúar. Þættirnir „Fólk aö leik” hafa verið upplýsandi um aör- arþjóöir.Sýnt er, hvernig fólk hvar sem er i heiminum finnur sér leiðir til aö skemmta sér og drepa timann. gefur visindamönnum ný um- hugsunarefni. Er alheimurinn helmingi yngri en haldiö var? Er Vetrarbrautin á braut, sem leiöir til áreksturs viö Andró- medustjörnuþokuna? Armann Kr. Einarsson hef- ur hafið lestur nýrrar útvarps- sögu fyrir börn. Er þessi saga ein af vinsælli sögum hans og heitir hún „Niður um stromp- inn”. Sagan gerist I Vest- mannaeyjum þegar gosið i Heimaey umturnar öllu mannlifi þar. Þessi saga hefur veriö þýdd m.s. á dönsku og er einnig von á henni á rússnesku innan tiö- ar aö þvi er höfundur tjáöi blaöinu. Útvarpssaga barnanna er lesin á mánudögum, þriðju- dögum og miövikudögum kl. 16,20. Armann Kr. Einarsson les söguna „Niður um stromp- inn” kl. 16,20 i hljóðvarpi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.