Þjóðviljinn - 07.11.1981, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 07.11.1981, Blaðsíða 24
DWÐv/umX Aöalshni Þjóöviljans er 81333 kl. 9-2« mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí Aðalsími . Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Hclgin 7.—8. nóvember 1981 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 *- 81348 Einar Már Jónsson skrifar frá París Það eru varla neinar ýkjur að segja að þjóðar- sorg hafi rikt i Frakklandi um þessi mánaðamót vegna andláts „trúbadúrsins” Georges Brassens, sem lést i fæðingarbæ sinum i Séte við strönd Miðjarðarhafsins, fimmtudaginn 29. október, viku eftir sextugsafmæli sitt. Strax á föstudags- kvöldið, þegar fréttin barst út, helguðu sjón- varps- og útvarpsstöðvar hinu látna alþýðuskáldi megnið af fréttatimanum og breyttu siðan dag- skrám helgarinnar til að flytja kafla úr gömlum viðtölum og þáttum þar sem það kom fram. Þekktir söngvarar, eins og Maxime Le Forestier, gerðu hlé á tónleikum sinum til að raula visur eft- ir Brassens, og Mitterrand forseti sendi samúð- arskeyti. nafn Yikunnar Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra Liklega hefur ekkert orö boriö oftar á góma undan- farna daga i umræöum manna en VIDEÓ. Sumir lofsyngja fyrirbæriö — aörir formæla. Til mikilla umræöna kom i fyrrakvöld I borgarstjórn Reykjavikur um máliö og voru bæöi útvarps- og mennta- málayfirvöld harölega gagn- rýnd fyrir afskiptaleysi. Viö náöum tali af menntamála- ráöherra, Ingvari Gislasyni, og báöum hann aö segja okkur hvað ráöuneyti hans hygöist aöhafast. „Ég álit, aö hér sé um aö ræöa vanda, sem veröur aö mæta með skynsamlegum aögeröum. Lögregluaögeröir þjóna hér engum tilgangi. Ráöuneytiö hefur skipaö nefnd til aö fjalla um einmitt þetta ákveöna mál — hvort og hvernig sé brotiö á lands- lögum. Ég tel hyggilegast aö biöa meö aögeröir, þar til hún hefur skilaö niöurstööum.” — Nú hefur heyrst, aö sú nefnd starfi litiö sem ekki? „Þaö er mér algjörlega ókunnugt um. Ég held aö nefndin hljóti aö starfa og vinna verk sitt vel. Ég á ekki von á ööru.” — Er ekki augljóst, aö hér er brotið á ótal landslögum — höfundarrétti, fjarskiptalög- um, barnaverndarlögum o.s.frv.? „Sumir hallast fast aö þeirri skoöun aö svo sé, aörir eru ekki eins vissir I sinni sök. Ég tel heppilegast fyrir alla aöila aö blöa eftir niöurstööum nefndarinnar. Hvaö varöar höfundar- réttinn þá kveöa þau lög á um, aö höfundar veröa sjálfir aö vera á veröi og sækja sin mál. Menntamálaráöuneytiö getur þvi i sjálfu sér lttiö aöhafst skv. þeim lögum. Annars er þetta allt ekkert einfalt mál.” — Hvernig koma þessi mál þér fyrir sjónir persónulega? „Mér finnst þetta æöi skop- legt i aöra röndina. Þetta er æöi, sem hefur gipiö um sig aö þvi er viröist um allt land og i sumum borgarhlutum hér i Reykjavik og engu likara en faraldur hafi skotiö upp kollin- um. Ég á satt aö segja ekki von á ööru, en þetta gangi yfir. Ég held líka, aö þótt mynd- böndin breiðist út, muni þaö ekki koma niður á sjónvarpinu — þaö má segja, aö mynd- böndin komi til hliöar viö þaö. Ráöuneytiö hefur kært upptökur og sýningar á kvik- myndinni um Snorra Sturlu- son, enda var þar um mjög gróft brot aö ræöa. Eflaust gætum viö staöiö i enda- lausum kærum og lögreglu- aðgeröum, en ég hef ekki þá trú, aö slíkt hjálpi upp á sak- irnar. Hér veröur aö fara að meö fyllstu gát og kanna laga- grundvöllinn ýtarlega áöur en hlaupiö er af staö meö aögeröir.” — ast. Eftir þrjátiu ára feril sem visnahöfundur og -söngvari haföi Brassens unniö sér sess I frönsku þjóðlifi, sem erfitt var aö skilgreina — en byggðist ekki sist á þvi hvernig hann tengdist aldagamalli franskri hefö. Faö- ir hans var múrari og viidi helst að sonurinn legði stund á sömu iön, en hann komst þó i mennta- skóla. Þar var hann fremur ódæll og latur, en hann kynntist þar tveimur kennurum, sem höfðu mikil áhrif á hann: annar var kennari i latinu og frönsku og vakti áhuga hans á klassisk- um bókmenntum, en hinn var vinur Sartre og kom honum i kynni við andlegar hræringar samtimans. A skólaárunum komst hann i kast við lögregl- una ásamt nokkrum félögum sinum fyrir smáhnupl og var dæmdur i eins mánaöar fangelsi — skilorösbundiö. Þetta var smáatriði, en hann gleymdi þvi aldrei siöan hvernig nokkrir æstir góöborgarar, sem viö- staddir voru réttarhöldin, kröfðust dauðadóms með mikl- um hávaöa. Eftir skólavistina fór hann til Parisar og fékk þar vinnu i Renault-bilaverksmiðj- unum. En um þetta leyti fór hann að semja lög og texta og var jafnframt virkur félagi i samtökum stjórnleysingja. Árið 1943 var hann sendur i nauöung- arvinnu til Þýskalands, en hon- um tókst aö flýja þaöan og fór hann siðan huldu höfði i B’rakk- landi um skeið. Eftir heims- styrjöldina var hann i mörg ár flakkari og bóhem og átti erfiða daga, en 1952 komst hann loks aö viö kabarett og varð þá fræg- ur á skömmum tima. Þegar Brassens kvaddi sér þannig hljóðs, rétt rúmlega þri- tugur aö aldri, svipaöi honum mjög til þeirrar myndar, sem B’rakkar hafa gert sér af upp- reisnarskáldinu öldum saraan —frá dögum Francios Villon á fimmtándu öld eöa lengur. Þjóðarsorg ríkti í Frakklandi um síðustu mánaðamót vegna andláts Brassens Hann var flakkari og stjórn- leysingi sem hafði ekkert að vopni i tilverunni nema gitarinn og visurnar og umgekkst alls kyns utangarðsmenn. 1 textum hans kvaö viö tvenns konar hljóm: stundum sagði hann meiningu sina umbúöalaust eöa réöst á hræsnisfulla góöborgara á svo kjarnyrtan hátt aö mikilli hneykslun olli, en I öörum kom fram angurvær ljóðræna. Til fyrra flokksins teljast textar eins og „Iilur oröstir”, sem er eins konar stefnuyfirlýsing stjórnleysingja, „Górillan”, sem segir frá þvi þegar górillu- api slapp út úr dýragaröi og nauðgaði dómara, eða „Lúðrar frægðarinnar”, þar sem Brass- ens tekur nokkuö itarlega ýmsa þá þætti lifs sins sem hann vildi ekki veröa frægur á að lýsa... Þessir tveir siðustu textar (og ýmsir fleinj ollu gifurlegri hneykslun á sjötta áratugnum, þeir komu af stað ólátum á tón- leikum og voru lengi stranglega bannaöir i útvarpsstöðvum. Slik viðbrögð eru tslendingum reyndar ekki framandi. I seinni flokknum er aö finna svipmynd- ir frá bóhemlífinu, eins og „Ast- ir fyrri tima”, og visur i þjóð- kvæðastil. En þaö voru ekki aðeins yrkisefnin, sem tengdu Brassens við gamla hefð uppreisnar- skálda, heldur lika máliö: hann blandaði á sérkennilegan hátt saman mjög vönduðu bókmáli og litriku alþýðumáli frá ýms- um timum. Þannig samdi hann t.d. blótsyrðabrag mikinn, þar sem tvinnað er saman alda- gömlum kjarnyrðum. Aörir textar eru i anda og stil þjóð- visna sextándu eða sautjándu aldar. Lögin, sem hann samdi, fylgdu einnig gamalli hefð, en þótt þau virtust einföld á yfir- borðinu, voru þau oft flóknari og geröaf vandvirkari list en menn héldu. A tæplega þrjátiu ára ferli samdi Brassens yfir 150 sönglög (þ.á.m. lög við kvæði ýmissa þekktra skálda) og gaf út einar tólf breiöskifur. Einnig lék hann ieinni af kvikmyndum meistar- ans René Clair. Frægð hans var ákaflega mikil á sjötta og sjö- unda áratugnum, en svo hvarf hann af sjónarsviðinu um stund- arsakir vegna heilsuleysis. 1 atburöunum i mai og júni 1968 lét hann ekkert á sér kræla og sagöi hann siðar aö meðan stúd- entarheföuverið að kasta götu- steinum, heföi hann sjálfur ver- ið aö basla meö annars konar grjót, sem sé nýrnarsteina! En fleira kom hér við sögu en sjúk- é dómurinn einn. Um 1970 virtist frægðartimi Brassens nefnilega tilheyra fortiðinni. Smekkur manna bæöi fyrir tónlist og text- um hafði breyst: þeir sem höfðu hlustaö-á hann vegna þess eins að hann sagöi ljót orð um burgeisa og góðborgara léöu nú eyrun öðrum söngvurum sem sögöu enn ljótari orö, og einnig fannst mörgum bióðlaea- still hans forneskjulegur og úr- eltur á þessu timabili taum- lausrar framúrstefnu. En þegar hann birtist aftur snemma á siöasta áratug, kom þó i ljós aö vinsældir hans höföu ekki minnkaö þrátt fyrir allt og siðasta opinberu tónleikar hans i Páris veturinn 1976—1977 voru mikill sigur: mánuöum saman söng hann fyrir fullu húsi i ein- um helsta tónleikasal borgar- innar, Bobino. Þá virtist hann endanlega vefa orðinn að þjóðskáldi: ljóð- list hans og tónlist voru eins og rödd úr frönsku þjóðlifi fyrri alda, sem vikiö hafði fyrir vél- væddum nútima, — og fengu þvi aö nýju mikinn hljómgrunn á tima þegar tilhneigingin var sú að hverfa aftur til sigildrar franskrar menningar — en einn- ig var nú augljóst aö hann tjáði i verkum sinum ýmsa þá þætti i sálarllfi Fransmanna, sem seint breytast þrátt fyrir tiskustefnur — einstaklingshyggju lifs- nautnamanna, sem eru kjaft- forir við dánumenn en rómantiskir i hjarta sinu. Eftir þessa tónleika hélt Brassens löngum kyrru fyrir vegna sjúkleika, þótt hann kæmistundum fram i sjónvarpi. En staða hans var nú orðin rót- föst i frönsku þjóölifi og visur hans komnar i söfn nútimaljóða franskra og kennslubækur i bókmenntum fyrir skóla. Þegar hann lést var hann að undirbúa nýja tónleika og plötuútgáfu. e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.