Þjóðviljinn - 12.11.1981, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 12. nóvember 1981 —254. tbl. 46. árg.
Ferilmálin rædd
i gær hófst aö Hótel
Loftleiðum ráðstefna um
ferilmál fatlaðra, sem
starfshópur á vegum
ALFA-nefndarinnar boðar
til. Meginmarkið ráðstefn-
unnar er að setja fram
hugmyndir um stefnumót-
un í áætlanagerð varðandi
breytingar á opinberum
stofnunum með tílliti til
þess# að hreyfihamlaðir
geti komist n.v. skaðlaust
ferða sinna.
Vilja þó
við okkur
tala nú
sagði Magnús E.
Sigurðsson
Ég get ekki sagt aö neitt nýtt
hafi komiO fram á fundinum i
dag, nema óvæntur vilji viOsemj-
enda okkar til þess aO ræOa viO
okkur og halda viOræOum áfram,
en tii þess hafa þeir veriö tregir
fram til þessa, sagöi Magnús E.
Sigurösson, formaöur Fél. bóka-
geröarmanna eftir samninga-
fundinn i gær.
Hannkvaöst á þessari stundu
ekki vera bjartsýnn á að deilan
leystist fyrir föstudagskvöld, en
þá hefst boðaö verkfall bókagerð-
armanna hafi samningar ekki
tekist fyrir þann tima. Um hugs-
anlega frestun verkfallsins sagði
Magnús aö slíkt kæmi ekki til
greina að óbreyttu ástandi.
Magnús vár að þvi spurður,
hvort hann teldi liklegt að bóka-
gerðarmenn næðu fram samning-
um fyrr en VSI hafði samið við
ASÍ. Um það sagðist hann ekkert
geta sagt, en sagði aö fulltrúi frá
VSÍ sæti alla samningafundi
bókagerðarmanna og viösemj-
enda þeirra og vissulega væru
viðsemjendur bókageröarmanna
bundnir af VSl. — S.dór
72ja manna nefnd ASÍ kölluð saman til fundar:
Mun ráðgast
um aðgerolr
Alvöru viðræður í kjaradeilu ASÍ og VSÍ ekki hafnar enn
Rekja má aðdraganda ráð-
stefnunnar til vorsins 1980, en þá
ályktaði Alþingi að beina þvi til
rikisstjórnarinnar, að kannaðir
yrðu möguleikar á aö gerð yrði
úttekt á opinberum byggingum,
einkum með úrbætur i huga, sem
auöveldi fötluðum aðgang að
þeim.
Félagsmálaráðherra, Svavar
Gestsson, beindi þessu máli til
ALFA nefndarinnar, sem skipaði
sérstakan hóp i máliö. 1 starfs-
hópnum eru: Þórður Ingvi Guð-
mundsson, skipaður af Félags-
málaráðuneytinu, formaður,
Björn Kristleifsson, arkitekt,
skipaður af embætti Húsasmlða-
meistara, Helgi Hjálmarsson,
arkitekt, fyrir Arkitektafélag Is-
lands, Hrafn Hallgrimsson, arki-
tekt, fyrir embætti Skipulags-
stjóra, Una Steinþórsdóttir, B.A.
Framhald á bls. 14
Ákveöiö hefur verið aö kalla
72ja manna nefnd ASl saman til
fundar á mánudaginn kemur, 16.
nóv. Þar veröur fjallaö um stöð-
una i sam ninga mál unum og
væntanlega þá hvaö sé til ráöa i
þeirri kyrrstööu sem rikt hefur á
samningafundunum, siöan þeir
hófust um siðustu mánaöamót.
A þeim fundum samninga-
nefnda ASl og VSI undanfarið
hefur nær eingöngu verið rætt um
hvernig haga eigi vinnubrögðum
og var fundurinn i gær þar engin
undantekning.
Þó sagði Björn Þórhallsson,
varaforseti ASt að visitölumálin
hefðu aðeins verið rædd á fund-
inum i'gær. Honum lauk um kl. 18
og hefur nýr fundur verið boðaður
á morgun kl. 14.
Þá er vitað að gengisfellingin i
fyrradag og þau ummæli ýmissa
atvinnurekenda að hún sé ekki
nóg, meira þurfi að koma til um
næstu áramót, mun koma sterkt
inni viðræður ASÍ og VSÍ sem
framundan eru.
Einnig biður ASl eftir fram-
vindu mála i kjaradeilu bóka-
gerðarmanna, sem standa utan
við sambandið og bankamanna
og siðast en ekki sist eftir þvi
hverjar kröfur BSRB verða, en manna eru lausir um næstu
samningar opinberra starfs- áramót. —S.dór
Sjá einnig bls. 3
Hluti fundarmanna á ráöstefnunni um ferilmál fatlaöra. Svavar Gestsson, félagsmálaráöherra f ræöu-
stói. Ráöstefnunni lýkur i dag.
j~Hagnaöur Seðlabankans 1978-1980:
i
Hrein eróði bankans
var yfir 27 mfljarða
Meðan innlent
verðlag hækkaði
þrefalt þá
þrettánfaldaðfst
eigið fé bankans
Eitt af þvl sem fólst i sam-
þykkt rlkisstjórnarinnar nú á
þriöjudaginn var aö hagnaöi
Seölabankans á árinu 1981
skyldi variö til aö greiöa úr
rekstrarvanda atvinnuveganna
á næsta ári.
Hér i Þjóöviljanum var I gær
frá þvi skýrt aö á árunum 1978
til 1980, aö báöum meötöldum,
hafi eigiö fé Seðlabankans vaxiö
aö raungildi um yfir 27 miljaröa
gamalla króna. Svona hefur
krónunum fjölgaö i sjóðum
bankans umfram þá fjölgun,
sem nauðsynleg var til aö halda
i verðbólguna. Og af þessum
hagnaöi bankans upp á 27
miljaröa gamla græddi bankinn
yfir 15 miljaröa á siöasta ári.
Til að halda óbreyttri stöðu
frá 1. janúar 1978 til 1. janúar
1981 heföu þeir sjóðir sem
geyma eigið fé Seðalbankans
þurft að vaxa úr 2,67 miljöröum
g.kr. I 8,9 miljarða g.kr.
I reynd hækkaöi hins vegar
svo mjög i sjóðum bankans, aö
eigið fé hans var komiö upp i
36,45 miljarða g.kr. um siöustu
áramót.
Mismunurinn, sem er hinn
raunverulegi hagnaður bankans
nemur þvi 27,6 miljörðum g.kr.
Þessar tölur liggja fyrir stað-
festar af bankanum sjálfum,
svo hér er ekkert um aö villast.
Margur hefði talið það þokka-
legan árangur hjá Seðlabankan-
um aö varðveita sitt eigiö fé
með þeim hætti að gildi þess
héldist óbreytt I dollurum á
þessu þriggja ára timabili. Þá
hefði eigiö fé bankans átt að
vera um 7,8 miljarðar g.kr. um
siðustu áramót. En bankinn
bætti um betur. Það bættust
rösklega 28 miljarðar ofan á og
eiginfjárstaða var 36,45
miljarðar g.kr. um siðustu ára-
mót.
Lítum hér á töflu um þróun
eiginfjárstöðu bankans annars
vegar, en hins vegar um verð-
lagsþróunina hér innanlands og
sölugengi dollarans.
Tölurnar sýna hlutfallslega -
hækkun hvertár um sig, i fyrsta
lagi á eigin fé Seðlabankans, i
öðru lagi á dollaranum og i
þriðja lagi á verðlagi hér innan-
lands:
Eigið fé Seðla- - Innient
Ar bankans Dollar verðiag
1978 133,7% 49,3% 48,2%
1979 113,1% 24,1% 45,5%
1980 174,1% 58,0% 54,9%
Þessi tafla sýnir að eigiö fé
Seðlabankans hefur á hverju ári
aukist langtum meira en nauð-
synlegt var til að halda I við inn-
lenda veröbólgu, ellegar til aö
halda sinu verögildi i dollurum.
Til aö halda sfnu verögildi
þrátt fyrir innlenda verðbólgu
heföi eigið fé Seölabankans
þurft aö þrefaldast rösklega i
krónutölu á þessum þremur ár-
um, en f sjóöum bankans hækk-
aöi hins vegar ekki bara þrefalt
heldur þrettánfalt.
Til aö halda verögildi sfnu i
doiiurum á þessum þremur ár-
um heföi eigið fé Seölabankans
þurft aö tæplega þrefaldast aö
krónutölu, en uppskera bankans
var ekki þreföld heldur þrettán-
föld.
í ársbyrjun 1978 var eigiö fé
Seölabankans 2,67 gamlir
miljaröar. 1 ársbyrjun 1979 var
þessi tala 6,24 miljaröar g.kr. I
ársbyrjun 1980 var hún 13,28
miljarðar g.kr. og i ársbyrjun
198136,45 miljarðar g.kr., — eða
haföi með öðrum orðum
þrettánfaldast á þremur árum.
Samtök herstöðva-
andstæðinga:
Miöncfnd Samtaka her-
stöövaandstæbinga hefur
harölega fordæmt ferðir
sovésks kafbáts i sænskri
tandhelgi og telur þær upp-
lýsingar ógnvekjandi aö um
borö I honum hafi verib
kjarnorkuvopn.
I ályktuninni segir enn-
fremur: „Miðnefnd SHA tel-
ur aö hér sé um vitavert at-
hæfi að ræða sem sýnir ljós-
ar en Önnur nýleg dæmi hve
mikil hætta smárlkjum staf-
ar af stórveldunum og
vopnabrölti þeirra. Jafn-
framt er þetta atvik alvarleg
hvatning til þeirra sem vilja
lýsa Evrópu kjarnorku-
vopnalaust svæði og áminn-
ing til íslendinga um' þær
hættur sem fylgt geta kjarn-
orkuvopnakafbátum stór-
veldanna.
I hafinu umhverfis Island
sigla fjölmargir bandariskir
og sovéskir kafbátar búnir
kjarnorkuvopnum. Þetta
snertir enga þjóö meira en
Islendinga og við verðum að
taka frumkvæðið og krefjast
strangra takmarkana á ferð-
um kafbáta um Norö-
ur-Atlantshaf og algjörs
b^nns við flutningi kjarn-
orkuvopna i islenskri lög-
sögu.”