Þjóðviljinn - 14.11.1981, Page 1

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Page 1
Tvö blöö BLAÐ II Verð kr. 7.50 Þórður Ben Sveinsson myndlistarmaður Húsið sem klettur og borgin sem lifandi vefur Litið við á sýningu Þórðar Ben Sveinssonar um skipulag og þróun byggðar í Reykjavík Æ f leiri gera sér nú orðið grein fyrir mikilvægi um- hverfismótunar almennt, og borgarskipulags og húsagerðarlistar sérstak- lega í hinu tæknivædda þjóðfélagi nútímans, þar sem tækniþróunin virðist oft og tíðum hafa tekið frumkvæðið af manninum fyrir tilverknað innri vélgengni, þannig að hinar tæknilegu forsendur verða allsráðandi og einstakling- urinn með sínar mannlegu þarfir er gerður að óvirk- um áhorfanda og endan- legu fórnarlambi skipu- lagsvélarinnar, sem lítur á hann sem hvert annað tæknilegt viðfangsefni eða< peð á taflborði. Almenn umfjöllun um skipulags- mál hér á Islandi hefur þó sorglega lítið náð út fyrir raðirfagmanna, og má þar kannski að einhverju leyti um kenna, að stjórnvöld og um leið fagmennirnir Framtlöarbyggö á flugvallarsvæöinu og Alftanesi. Aöalumferöaræöarnar aö miöju nýja miöbæjarins eru yfirbyggö „ylstræti” meö rafknúnum farartækjum á teinum. A Alftanesinu er byggö raöhúsa meö garöhýsi á þakinu. sjálfir eru í umf jöllun sinni um málin lokaðir inni í þessum vítahring, þar sem hinn almenni borgari er nánast útilokaður sem mótandi áhrifaaðili. Þessi þróun hlaut þó óhják væmilega aö leiöa til andófs, andófs sem vföa f Evrópu hefur tekiö á sig mynd öflugra f jöldahrey finga umhverfis- verndarmanna, hverfasamtaka, friöarsinna o.s.frv. Þaö sem þessari fjölþættu og bjölbreyttu andófshreyfingu er sameiginlegt er kannski fyrst og fremst þaö, aö hún talar tungumáli sem tækni- kratarnir og stofnanafulitrúarnir eiga erfitt meö aö skilja, enda eru grundvallarforsendurnar aörar. Þaö var þvi meö eftirvæntingu, sem ég fór og skoöaði sýningu, sem Þóröur Ben Sveinsson mynd- listarmaöur hefur opnaö á Kjar- valsstööum, þar sem hann setur fram hugmyndir sinar um skipu- lagsmál og framtföarþróun bygg- ingarlistar I Reykjavik. Þóröur Ben Sveinsson er þekktur af ööru en aö tala á stofnanamáli. Hann var á sinum tfma einn af stofn- endum Galleri SÚM I Reykjavik, og átti þá frumkvæöi aö ýmsum ljóðrænum uppákomum sem voru svo viös fjarri hinni köldu tækni- hyggju og skriffinnsku sem frek- ast má vera. Hann fluttist til Þýskalands fyrir 12 árum og hef- ur starfaö þar aö kennslu f sjón- menntum meö myndlistarstarf- inu, en fáar fréttir hafa hins vegar borist af starfi hans hingað til tslands, fyrr en meö þessari sýningu. Og þaö veröur aö segjast eins og er, aö þótt margar þær hugmyndir sem Þóröur setur fram á sýningu sinni kunni aö virka framandi, þá er sýningin skýrt og vel fram sett og vel til þess fallin aö vekja umræöu um þessi mál, umræöu sem gæti kannski oröið til þess aö brúa þá gjá sem áöur var lýst. — Ég náöi tali af Þóröi og viö spjölluöum i eina eftirmiðdagsstund saman um inntak þessarar sýningar. Verkefni með félagslega þýðingu — Ég kom i stutta heimsókn hingaö eftir 4 ára dvöl I Þýska- landi 1973 og fann þá aö hér voru aö gerast stórslys f skipulags- málum, og þetta varö til þess aö meö mér vaknaöi löngun til þess aö fjalla um þessi mál. Sem fag- maöur f sjónmenntum fann ég þarna möguleika til þess aö beita mér aö verkefni sem haföi félags- lega þýöingu. Þetta starf mitt er enn á byrjunarstigi, en mér finnst vera knýjandi þörf fyrir aö vekja umræöu um þessi mál, og því hef ég nú sett upp þessa sýningu. Sýning Þóröar skiptist I tvennt, annars vegar setur hann fram hugmyndir sinar um skipulags- mál á Reykjavikursvæöinu, hins vegar setur hann fram hugmynd- ir um byggingarlist er miöist viö fslenskar aöstæöur. Hugmyndirn- ar eru bæöi settar fram f lesmáli og myndum. Viö snúum okkur fyrst aö skipulagsmálunum, og vörpum fram þeirri spurningu, hvort grundvallarvandamál alls skipulags sé ekki fólgiö f þvi aö skilgreina þarfir fólksins'. Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.