Þjóðviljinn - 14.11.1981, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14 — 15. nóvember 1981 „Ylstræti” myndast af stallbyggóum húsum, sem slúta móti hvoru ööru, þannig aö hvolfþakift yfir verftur mjórra en gatan. Aft utan koma garfthús ofan á stallana. Myndin sýnir hugmynd aft inngang inn i slikt ylstræti. Þarfir fólks eru afstæðar — .Félagsvisindin hafa spreytt sig á þessum vanda undanfarna áratugi án þess þó aft geta sett fram fullnægjandi lausnir er yrftu mótandi i skipulagsstarfinu. Ég held reyndar aö ekki sé hægt aft skilgreina þarfir fólks til neinnar hlýtar, þær eru alltaf afstæftar og miftast vift ytri aftstæftur á hverj- um tima. Hins vegar eru þrjú atr- ifti, sem ég tel aft skipti megin- máli I þessu sambandi. 1 fyrsta lagi þarf skipulagift og bygg- ingarlistin aft veita okkur aftgang aö náttúrunni. t öftru lagi þarf Húsið sem klettur skipulagift aft virka hvetjandi á öll félagsleg tengsl. Þetta tvennt er reyndar oft samverkandi, þvi fólk kynnist oft betur I garftinum, heldur en á stigaganginum. Nú, og f þriftja lagi þarf skipulagift aft veita einstaklingnum möguleika til þess aö móta sitt eigift um- hverfi. Þaö er staftreynd, aö sá of- vöxtur, sem hlaupift hefur i út- hverfi borganna i Evrópu hefur leitt til þess, aft fólki finnst ekki bara aft verift sé aft skipuleggja umhverfift, heldur einnig þaft sjálft. Þvf hefur sú krafa m.a. komift fram, aft fólk fái aft skipu- leggja sin svæfti sjálft, innan þess nauftsynlega ramma, sem sam- gönguæftarnar mynda. Skipulagshyggja og sköpunargleði Þaö er annars athyglisvert aft bera saman þróun borgarskipu- lags og menningar sögulega séö. Þaft kemur nefnilega i ljós, aft þaft fer ekki alltaf saman strangt skipulag og mikil og almenn menningarþátttaka. Aþena til forna, á 4. og 5. öld f. Kr., var aft mestu óskipulögft, en hún saman- stóft af smáhúsum, sem voru byggft óreglulega, en engu aft siftur blómstrafti menningin. Þeg- ar Hellenar taka siftan aft skipu- leggja borgina 200 árum siftar gerist þaft samfara þvi aft almenn þátttaka fólksins i skapandi mem ingu fór dvinandi. Hift llf- ræna ?kipulagsmynstur, þar sem borgiinar uxu nánast sjálf- sprottnar, viröist I reynd hafa fylgt skapandi virkni og sjálf- stæfti ibúanna, á meftan ofskipu- lagningunni og mónúmentalarki- tektúrnum fylgir valdstjórn og | forræftishyggja, sem verkar lam- andi á sköpunarglefti fólksins. Aðhafa — og þörfin að vera Vift vörpum fram þeirri spurn- ingu, hvort þarfir fólksins til þess aft móta eigin umhverfi geti meft einhverju móti samrýmst þvi hagkvæmnissjónarmiöi, sem tækniþjóöfélagiö leggur til grund- vallar. — Ég tel aft viö stöndum nú á timamótum hvaft lifsvifthorf snertir. Tæknibyltingin leiddi af sér áftur óþekkta neyslumögu- leika og mafturinn leitafti full- nægingar i þvi aft neyta, aft eiga, aft hafa. Þessi lifsvifthorf munu i rikjandi mæli vikja fyrir annarri þörf, — þörfinni aft vera.og þessi nýju lifsvifthorf sem eru reyndar bæfti ný og gömul, munu kalla á nýtt skipulag og nýja byggingar- list, sem er fyrst og fremst lifræn, sem viftheldur tengslunum viö fortiftina og leggur meiri áherslu á hluti eins og sjálfstjórn fólksins. varanlega orkugjafa, endurnýt- ingu náttúrlegra gæfta o.s.frv. Þetta er aft vissu leyti I mótsögn vift tækniþjóftfélagiö meft sinni miftstýringu, þar sem sjálfsá- kvörftunarrétturinn er litilsvirtur og sóunin skapar reikningslegan hagvöxt — en vandinn er þarna sá aft nýta tæknina I þjónustu hinna mannlegu þarfa en ekki öfugt. Ég sé vissa hliftstæöu I þessari nýju þróun og þvi, þegar kristnir menn flúftu Rómaborg og þá úrkynjun, sem þar haffti skapast til þess aft byggja sin samfélög, sem siöan áttu reyndar aftur eftir aft úr- kynjast eftir aft kirkjan var orftin aft valdatæki, sem bældi niftur sjálfsstjórn og sköpunarglefti fólksins. Hvernig snúa þessi vandamál þá gagnvart skipulagi Reykjavikur eins og þaft hefur þróast? Hvar eru þau vandamál, sem þar er viö aft glima, og hvernig á aft leysa þau? Sá sem ætlar sér aö uppgötva ný vandamál hvaö þetta snertir á sýningu Þóröar fer reyndar i geitarhúsift fræga: hann sýnir þar fram á þaft hvernig ofvöxtur út- hverfanna hefur aukift álagift á gamla miöbæinn meö kröfum um breikkun gatna, nýjar og stærri þjónustumiftstöftvar innan um gömlu húsin, stærri og fleiri bila- stæfti o.s.frv. Hann sýnir fram á aft ein skammtimalausnin af þessari gerftinni kallar á aftra, þar til miöbærinn verftur orftinn aft algjörum óskapnafti. Hann bendir einnig á aö Norfturmýrin geti ekki tekift vift þvi hlutverki aft vera miftbær, þó ekki væri nema vegna takmarkaös vaxtarrýmis. Hann bendir á þá velþekktu staftreynd, aft mörg úthverfi borgarinnar, sérstaklega ofan Elliftaánna, séu miftuft vift aft fólk sæki þjónustu og vinnu um langan veg og eyfti til þess tima og fjármunum aft þarflausu, aft þetta séu skipulagsmistök sem verki deyfandi á félagsleg sam- skipti og aft þarna sé verift aft endurtaka mistök, sem áftur hafa verift gerft I mörgum stórborgum Evrópu. Hann tekur hins vegar undir þau sjónarmiö, sem áftur hafa komift fram, aft hluti af skipulagsvandanum verfti leystur meft þvi aft láta miftbæinn vaxa áfram út I Vatnsmýrina og yfir á flugvallarsvæöift. — Reykjavik er byggft á nesi, og þvi er i rauninni ekki um margar leiöir aö ræfta, ef borgin á aö fá aft vaxa sem lífræn heild. Þróunin undanfarift hefur verift I þá áttina, aft borgin hefur verift aft slitna i sundur jafnframt þvi sem aukiö álag hefur verift aft eyfti- leggja kvosina og gamla miftbæ- inn. Þetta hefur gert borgina bæfti dýra Ibyggingu og einnig i rekstri fyrir einstaklinginn. Verji maftur klukkustund I ferftir til og frá vinnu, þýftir þaft 5 ár af einni starfsævi, auk þess tima sem fer I aft vinna fyrir bensini og sliti á farartæki, sem er aft öllum likindum ennþá stærri þáttur. Viö þurfum þvi aft keppa aft’þvi aft stytta leiftir og auftvelda samgang jafnframt þvi sem vift þurfum aft létta álaginu af gamla miftbænum. Þetta gerum vift meft þvi aft leyfa borgarkjarnanum aft vaxa út á flugvallarsvæftiö og byggja borgina i hring út frá mift- borginni, þ.e.a.s. út á Alftanesift. Þetta er eini lifræni vaxtarmögu- leikinn fyrir borgina, og þvi er jafnframt afar mikilvægt aft hann sé nýttur á réttan hátt. Þessi lausn hefur jafnframt þann kost aft hún færir gömul hverfi nær miftborginni og auftveldar sam- göngur. Þórftur Ben setur á sýningunni fram grófa mynd af hugsanlegri framtiftarskipulagningu, þar sem miftpunktur nýs miftbæjar er sett- ur á núverandi flugvallarsvæfti og umferftaræftar, er liggja eins og geislar út frá þessum miftpunkti og tengja hann vift nærliggjandi hverfi beggja vegna Skerja- fjarftarins. Auk akbrauta eru um- ferftaræöar, sem Þórftur kallar yl- stræti, en þaft eru yfirbyggftar götur, þar sem rafknúnir vagnar á sporum efta þráftum gegna lyk- ilhlutverki i lausn samgöngu- vandans. A Alftanesinu hugsar Þórftur sér samfellda byggft rafthúsa, er byggft séu meft sér- stöku tilliti til þeirra möguleika og aftstæftna, sem hér er aö finna, og þá komum vift aft siftari hluta sýningarinnar, sem fjallar um byggingarlist miftaö vift islenskar aftstæftur, þar sem koma fram margar nýstárlegar hugmyndir. Vift spyrjum Þórft I hverju hinar sérstöku íslensku aftstæftur felist, og hverjar séu grundvallarhug- myndir hans varftandi rafthúsin og ylstrætin, sem hann hefur teiknaft upp. Raðhús og ylstræti — Þaö sem mér finnst kannski sérstaklega aft ekki hafi verift tekift tillit til i islenskri húsageröarlist til þessa eru þau byggingarefni, sem til eru i landinu annars vegar og þau náttúrugæfti sem viö búum vift hinsvegar. Þar á ég bæfti viö hina sérstöku íslensku birtu, en ekki sist jarftvarmann. Ég lit á jarftvarmann bæfti sem náttúru- yndi og byggingarefni, en hann hefur ekki haft mótandi áhrif á islenska byggingarlist til þessa. Ég hef hér sett fram hugmyndir um stööluö tvilyft rafthús, sem aft ytra útliti eru þó mismunandi, og þar sem ávallt er gert ráft fyrir garftstofu undir glerþaki ofan á efri hæftinni. Hvaft formift varftar, þá eru þetta frumhugmyndir, sem ég á eftir aft vinna betur úr. Ég geng út frá ákveftnum grunn- formum, þar sem ytra útlit og uppröftun mótast meira af hinum sérstöku þörfum og smekk ibúanna. Hagnýt og fagur- fræðileg sjónarmið Viö vörpum fram þeirri spurn- ingu hvort og þá hvernig hin fag- urfræftilegu og hagnýtu sjónar- mift verfti samræmd i byggingar- listinni. — Ég tel aö hagnýt og faeur- fræftileg sjónarmiö séu ekki and- stæft, heldur þvert á móti óaft- skiljanleg, en galdurinn er kannski sá aft finna hvar þau mætast i fullkominni einingu. Ég tel aft þarna hafi fúnksjónalism- anum, sem hefur verift rikjandi i evrðpskri byggingarlist frá þvi fyrir strift, mistekist — hann hef- ur i rauninni þróast út i hreinan formalisma og vélræna flatar- málsfræfti. Ég afthyllist hins vegar lifræna byggingarlist, þar sem mikil áhersla er lögö á tengslin vift náttúruna. Mér finnst aö sjálft byggingarefnift eigi aö fá aft skina I sinni réttu mynd og er þvi á móti þvi aft byggingar séu sveipaftar þeim plast- eöa oliu- hjúp, er felst i mislitri málningu. Eina málningin sem hægt er aft nota á hús er hvit málning, vegna þess aö hvitt er ekki litur og hvit málning stingur þvi ekki i stúf vift náttúruna. í nútima fúnksjónal- isma er gengift út frá ferningnum sem grundvallarformi. Ég hef hins vegar notaft hring, þrihyrn- ing og ferning jöfnum höndum. Hringur og þrlhyrningur voru meira notuft I gömlum evrópskum arkitektúr, og þvi minna þessar hugmyndir minar kannski á gamlan byggingarstil. Ég finn ekki hjá mér hvöt til þess aft býggja upp einhverjar nýjar framtiftarsýnir; frekar finnst mér rétt aft leggja áherslu á tengsl okkar vift fortiöina. Hugmynd min er sú aft þessi hús séu stöftluft i grunneiningum, og aft dýrir hlutar eins og kjallarar og stiga- gangar séu sparaöir, en aö innri herbergjaskipan og ytra borft húsanna sé breytilegt eftir þörf- um og smekk ibúanna, en þar sem engu aö slöur sé lögö áhersla á vandaö ytra borft þar sem hin náttúrlegu byggingarefni úr Islenskum jaröefnum fái aft njóta sin. Húsift á aft vera eins og hver annar hluti af náttúrunni, eins og klettur efta steinn, og þaft á ekki aft mála þaft i bleikum, bláum efta grænum litum, frekar en viö málum náttúruna i kring- um okkur. _ Al „ Ylstræti krossast undir stórri hvelfingu úr gleri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.